Morgunblaðið - 19.04.1947, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. apríl 1947
• «
>♦♦♦<♦♦>>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
^J^uenJoióÉin i ^JJeimiiiÉ
?
i
>♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦»«♦♦»«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦
Undirbúningur undir
vorhreingerningar
V ORHREIN GERNIN G ARN AR
standa nú fyrir dyrum, og er
því ekki úr vegi, að gerð sje
nokkur grein fyrir, hvaða tök-
um best er að taka það verk.
í fyrsta lagi verður að gera
sjer áætlun um starfið. Við
samningu slíkrar áætlunar verð
ur auðvitað hverju sinni að
taka fullt tillit til allra að-
stæðna, t. d. stærðar húss eða
íbúðar hversu margir muni
taka þátt í starfinu og hve dug-
legt fólk er o. s. frv.
Ef vinnan er framkvæmd
kerfisbundið og skipulega, geng
ur allt miklu betur, en jafn-
framt þannig, að erfiðið og ó-
þægindin, sem hreingerningum
vilja oftast verða samfara,
minnka stórum. Ef jafnmikið
verk og allsherjar hreingern-
ing er unnið skipulagslaust og
af handhófi og rokið úr einu í
annað, margfaldar það erfiðið,
en hefir líka í för með sjer ó-
kyrrð á.heimilinu og margs kon
ar óþægindi fyrir aðra meðlimi
fjölskyldunnar. Takið yður bví
blýant í hönd og skrifið hjá
yður, hvað gera þarf, og skipt-
ið verkinu niður á hina ýmsu
daga vikunnar.
Ef gera þarf við eitthvað á
heimilinu, er auðvitað sjálf-
sagt að láta lagfæra það, áður
en byrjað er á hreingerningun-
um. Oft reynht líka nauðsyn-
legt að tryggja sjer aðstoðar-
fólk, áður en byrjað er á hrein-
gerningunum. Þá er rjett að
nota tækifærið til að laga ýmis
legt smávegis, t. d. bera á hurð-
arhjarir, athuga öll rafmagns-
áhöld, láta brýna eldhúshníf-
ana og hnífinn í söxunarvjel-
inni (munið, að líka á að brýna
gatastykkið).
Næst þarf að hugsa um að
kaupa hreinlætisvörur. Burstar
og klútar verða að vera til-
tækir. Nota þarf kvillæjabörk,
sápu, bórvax, húsgagnaáburð,
fernis o. s. frv. Húsgagnaáburð
er hægt að búa til úr steinolíu,
bensíni og terpentíinu, jafnt af
hverju. Munið, að öll þessi efni
eru eldfim. Kvillaja-börkur er
notaður á olíumálaða veggi og
allt trje. Málning þolir illa bas
iskar hreinlætisvörur. En því
betra er að nota kvillæja-börk,
sem hefir engin áhrif á olíuna.
Mjög óhreina bletti verður þó
að þvo með sápuvatni.
125 gr. skorinn kvillaja-
börkur er soðinn í poka í 2 1.
af vatni. í hverja vatnsfötu þarf
3—5 dl. af soðinu. Þessi blanda
•er nú notuð eins og sápuvatn.
Hægt er að sjóða börkinn 7—3
sinnum.
Ef veggirnir eða annað trje er
mjög feitugt (t. d. í eldhúsinu),
er notað á það blanda úr bens-
íni og steinolíu ( % af bensíni
og % af steinolíu). Þessi blanda
ér líka vel nothæf til að ni
Skósvertublettum áf hurðum.
Áður en hreingerningin byrj
ar, er tekið til í öllum skápum
og skúffum. Til þess að liðka
skúffur er ágætt að bera á þær
talkúm. Ollu óþörfu, sem í;
þeim kann að vera, er tafar- *
laust fleygt._ Vetrarfötin eru
hreinsuð og komið fyrir á góð- j
um stað. Mölurinn er sólgn- i
astur í óhrein föt, og þess vegna
er áríðandi, að öll ullarföt sjcu
hrein. Búið er um hvern hlut
í pappír, svo að mölurinn kom-
ist ekki að þeim. Yfirhafnir,
kjólar og annað slíkt, sem
hanga á inni í skápum og ekki
á að nota yfir sumarið, er ága;tt
að búa um á þann hátt, að ut-
an um það er settur hæfilega
stór poki (búin til úr umbúða-
pappír eða plastic), sem svo er |
rykktur utan um krókinn á (
herðatrjenu, en utan um hann
að neðan er vafið ofurlítilli
vastpjötlu, svo mölurinn kom-
ist ekki inn með opinu. Sóiar-
ljósið drepur mölinn og eggin.
Þess vegna verður að láta sólina
skína á föt, sem mölur er í.
Loks þarf að ákveðaf í hVaða
öð á að hreinsa herbergin. Riett
er að taka aðeins eitt eða tvö
herbergi fyrir í einu, og ef hægt
er, verður að verá til rólegur
staður handa þeim meðlimum
fjölskýldunnar, sem taka ekki
þátt í hreingerningunni.
í húsi er oftast byrjað að
gera hreint á loftinu og síðast í
kjallaranum. í íbúð er byrjað
í innstu herbergjunum og síð-
ast í eldhúsinu og forstofunni.
Á sjálfum hreingerningardög
unum þarf að hafa einfaldan
mat, sem fljótlegt er að elda.
Nú er öllum undirbúningi
lokið. Til er gamalt máltæki,
sem hljóðar svo: Hálfnað er
verk, þá hafið er. Þetta á ekki
síður við um hreingerningar en
hvert annað verk. Þegar vinn-
an er vel undirbúin, verður hún
leikur einn, og allt gengur eins
og í sögu.
Sigríður Haraldsdóttir.
Syrpa ...
NÝLEGAær komið út 2. hefti
af hinu nýja tímariti Syrpa.
Segja má, að það stándi í engu
að baki hinu fyrra hvað fróð-
leik, skemmtun og allan frá-
gang snertir. Margar ágætar
greinar eru í heftinu og mætti
þar t. d. nefna grein Elsu Guð-
jónsson um klæðaburð í skól-
um, en sú grein er sannarlega
orð í tíma töluð. Ritið er f;öl-
breytt og á erindi inn á hvert
heimili, og þessi tvö hefti, sem
út eru komin, gefa fyrirheit
um sjerstaklega fræðandi og
skemmtandi tímarit.
Þ. B.
Gamalsdags hárgreiðsla, sem nú aftur er í fullu gildi.
Hvað á jeg að gera, c
Konungsætt
3 egg.
75 gr. sykur.
40—60 gr. kartöflumjöl.
Krem.
líter mjólk.
Vz stöng vanilla.
2 eggjarauður.
( 50 gr. sykur.
! 1 msk. hveiti..
125 gr. smjör.
Eggjarauður og sykur er
hrært vel, kartöflumjöli hrært
saman við, og síðast vel þeytt-
ar eggjahvíturnar. Deiginu
rennt í vel smurt pappírsmót og
jafnað vel til í því. Bakað við
hægan hita. Kakan skorin heit
í 5 mismunandi breiðar lengj-
ur.
Kremið.
Eggjarauðurnar og sykurinn
• hrært vel, hveitið hrært saman
við. Mjólkin flóuð með klöfinni
vanillustönginni, og henni smá-
hellt út í eggjahræruna. Ollu
helt aftur í pottinn og hitað
fast að suðu.
þegar vorið kemur?
JEG KOM labbandi eftir veg
inum, oð kom auga á vatnspoll
sem lýsti eins óg skært auga í
hinu gráa og hálfhulda andliti
jarðarinnar. Jeg var nærri bú-
inn að stíga ofan í hann, því
að því miður telst jeg til þeirra
kvenna, sem Gustav Wied lýsti
á þessa leið: „Annað hvort
hugsa þær alls ekki, eða þær
hugsa um eitthvað annað en
það, sem fyrir þærb er“. Þegar
jeg beygði mig áfram, fjekk
jeg að sjá mynd sjálfrar mín í
pollinum. Það var einn af þess-
um dögum, þegar óheppnin elt-
ir mann. Jeg hafði og gleymt
varglitnum heima, og regnið
hafði sljettað samviskusamlega
úr öllum hárliðunum, og að
auki dróst jeg áfram með stærð
ar brjefpoka undir hendinni.
Endirinn hlaut að verða sá, að
jeg lenti í strætisvagninum
beint á móti þeim, sem jeg
vildi síst hitta þannig útlits.
„Herra minn trúr“ tautaði jeg
og horfði á sjálfa mig í pollin-
um — og í sömu andránni skeði
það. — Vorgleði mín kom fljúg
andi. Hvert ár endurtekur þetta
sig, og bregst ekki fremur en
koma kríunnar að Tjörninni,
nje blómstran blómanna í
Hljómskálagerðinum, og það er
jafn spennand.i og maður ætti
sjerstakan farfugl, sem á hverju
vori kæmi og byggði hreiður
sitt í hattinum manns. Mjer
fannst skyndilega, að tilveran
snjeri nú loks út rjetthverf-
unni. ,,Jeg vil vera öðruvísi en
jeg er“, hugsaði jeg hamingju-
söm og steig beint ofan í poll-
inn. Vinir mínir og fjendur
skulu verða undrandi, e. t. v.
meira að segja hrifnir, og áfram
hjelt jeg með brjefpokann minn
nú ljettfætt eins og holtatófa,
— Jeg ætla að áuðga anda minri
með því að lesa bækur, jafn-
vel þó þsér sjeu með sandsmáu
letri. Aulc þess skal jeg lesa
leiðarana í a. m. k. tveim blöð-
um, svo jeg þurfi ekki að
standa og stara með glerkendu
augnaráði um leið og rætt er
um eitthvað annað en kvik-
myndir og brúðkaup.
Jeg ætla að stunda íþróttir
og vera ákaflega rriyndar-
leg. Húsgögnin skulu gljáfægð
og færð til þannig. að maður
detti um þauí myrkri, og skáp-
urinn, sem jeg hefi ekki þorað
að opna í allan vetur af ein-
tómum ótta við að jeg gæti ekki
lokaö honum aftur, hann skal
nú rifinn upp á víða gátt, og
hamingjan sanna veit hvað eða
hvern jeg finn í honum. Jeg
ætla að verða fallegri og bursta !
hárið þar til mig verkjar í höf-
uðið og berja andlitið þar til
jeg hníg máttvana niður á stól.
Þetta er nefnilega ódýrasta að-
ferðin til þess að verða fallegur.
Og framkoma mín verður auð-
vitað að vera í samræmi við
fegurðina. Jeg ætla að vera
kurteis, og segja það sem við á
í hvert skipti. Svo ætla jeg að
vera ákaflega vingjarnleg við
alla, og auk þess svo þolinmóð
og skilningsgóð að engin geti
þekkt mig aftur. — Vorið er
vissulega dásamleg árstíð, og
eins og til þess sköpuð að vekia
það skársta í mannkindinni.
Jeg ætla því ekki að láta neitt
koma mjer í illt skap, allra
síst dauða hluti, og þessvegna
skal það vera það fyrsta, sem
jeg geri, þegar jeg nú kem heim
að tæma óhræsis skápinn og
taka til í hopum jafnvel, þó
jeg vissi að það yrði það síð-
‘aé’ta, sem jeð gerði í þessu lífi, J
en það skyldi ekki koma mjer
á óvart.
’
Lausl. þýtt. -
að gott cr að festa ermapúða
í flíkur, sem oft þarf að þvo,
með smellum, svo fljótlegt sje
að taka þá úr og setja þá í aft-
ur, í hvert sirin, sem flíkin er
þvegin.
að gott er að Iiafa band, sem
smellt er niður öðru megin, inn
an á axlasaumum á kjólum, til
þess að festa með hlýrana á und
irfötunum, svo þeir fari ekki
lít af öxlunum.‘
Þær eru ekki fáar, íslensku
stúlkurnar, sem vildu gefa mik
ið fyrir að eiga svona sam-;>
kvæmisbúning.