Morgunblaðið - 19.04.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.04.1947, Qupperneq 8
MORGUNBLASIÍ) Laugarcragur 19. apríí 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utan-lands. K I lausasðlu 60 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Sagan endurtekur sig MARGIR eru án efa minnugir þess, að það var ekki iítið sem á gekk hjer á árunum, þegar verið var að reisa olíugeymana við Skerjafjörð. Þessi verknaður var talinn þjóðhættulegur. Þeir, sem að honum stóðu, voru sagðir vera leppar erlends auðfjelags, sem erlent stórveldi rjeði yfir, og ekki var hikað við að setja á þá landráðastimpil. Það var aðallega Tíminn og liðsmenn hans, sem höfðu forustuna í þessari þokkalegu herferð. Þá voru ekki spör- uð stóryrðin eða fullyrðingarnar, fremur en oft endranær. Sem dæmi má nefna það, að fullyrt var, að Shellgeym- arnir við Skerjafjörð væru svo stórir, að bersýnilegt væri að þeir væru ekki bygðir með þarfir íslenskra atvinnu- vega fyrir augum. Geymarnir nægðu öllum breska flot- anum, sögðu vitringarnir þá. Og þeir áttu að vera reistir sem hernaðarbækistöð breska flotans- Hjer væri því verið að stofna sjálfstæði íslands í hættu. Hjer væri verið að vinna augljóst landráðastarf! Fleira af svipuðu tagi kom frá Tímamönnum á þessum árum. Og ekki var látið nægja orðin tóm. Fyrirskipuð var opinber rannsókn, til þess að reyna að knjesetja þá menn, sem að þessum framkvæmdum stóðu! Reynslan skar brátt úr um þvætting Tímamanna á þeim árum. Þegar á öðru ári frá því að geymarnir við Skerjafjörð voru reistir, kom í ljós, að þeir voru ekki stærri en það, að þeir rjett fullnægðu þörf atvinnuvega landsmanna. Og brátt urðu geymarnir of litlir. ★ Gamla sagan frá þeim árum, að reistir voru olíugeym- arnir við Skerjafjörð endurtekur sig nú. Aðeins er sú verkaskifting, að nú kemur árásin frá kommúnistum, í stað Tímaliðsins áður. Hið nýstofnaða Olíufjelag h.f., sem Samband íslenskra samvinnufjelaga, ásamt nokkrum hinna stærri kaupfje- laga, olíusamlaga og fárra einstaklinga standa að, hefir fest kaup á olíugeymum, sem herinn hafði í Hvalfirði. Hjer er um að ræða alinnlent fjelag og stofnað í þeim eina tilgangi, að reyna að koma á samkeppni í olíuversluninni og þar með fá olíuverðið lækkað. Þetta nýja fjelag hefir samið við ameríska olíufjelagið Standard Oil um kaup á olíu fyrst um sinn, en hugmyndin er í framtíðinni að vera í sambandi við erlendu samvinnufjelögin, sem hafa í hyggju að taka upp olíuverslun í stórum stíl. ★ Kommúnistar telja það glæpsamlegt af ríkisstjórninni, að selja þessu nýja olíufjelagi S. L S. o. fl. geymana í Hvalfarði, því að þetta fjelag sje ekkert annað en leppur ameríska auðfjelagsins og þar með amerísku stjórnarinn- ar. Hjer sje því vitandi vits verið að koma upp dulbúinni herstöð fyrir Bandaríkin! Sleppum þeirri aðdróttun, sem kommúnistar beina hjer að S. í. S. og kaupfjelögunum, sem eru þátttakendur í þessu nýja fjelagi, og svo olíusamlögum útvegsmanna víðsvegar á landinu. Jafnvel KRON sleppur ekki, sem fjelag innan vjebanda S. í. S. Best að láta þessa aðila sjálfa gera upp sakirnar við kommúnista. Spurningin er þessi: Gerði ríkisstjórnin rangt, er hún seldi hinu nýja olíufjelagi geymana í Hvalfirði? Allir ját. kommúnistar einnig, að olíugeymar þeir, sem nú.eru 1 í landinu fullnægi hvergi nærri þörf lands- rnanna, eirm og hún er í dag, hvað þá, þegar nýju togar- arnir og allur vjelbátaflotinn hefir bæst við. Nú stóð svo á, að til voru olíugeymar í Hvalfirði, að vísu reistir þar í þágu hernaðar, en orðnir eign íslenska ríkisins, eins og svo margt annað, sem herinn hafði. komið upp hjer á landi. Hvað var eðlilegra — og sjálfsagðara — en að hagnýta þessi tæki í þágu atvinnuvega lands- rhanna? Og hvað komumst við áfram með nýsköpun at- vinnuveganna, éf ekkert má gera, sem nota mætti í hern- aði? \Jilverji óhriýar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Lögreglan fær ákúrur. BÆJARSTJÓRNIN HEFIR veitt lögreglunni ákúrur fyrir að hún hafi ekki gott eftirlit með umferðinni í bænum. Það er gamall siður að kenna lög- reglunni um flest, sem aflaga fer á götum bæjarins og má vera að stundum sje það rjett- mætt, en þó tæpast undantekn- ingalaus regla. En hvað um það, bæjar- stjórnin hefir vitanlega fulla heiriild til að setja ofan í við sitt starfsfólk, þegar henni finst eitthvað gert öðruvísi en hún vill hafa það. • Skammirnar einar engin lausn. HITT ER SVO ANNAÐ mál, að skammirnar einar eru engin lausn á vandamálunum, síst í umferðarerfiðleikunum hjer í bænum. Það þarf meira til og það mikið meira. Það er t. d. hægt að skipa lögreglunni að gæta þess að bifreiðum sje ekki lagt þannig við götur. að öll umferð stöðvist. Lögregluþjón- arnir eru á þönum um bæinn, skrifa upp sökudólga, sem síð- an fá áminningar eða sektir. En næsta dæg eru bifreiðarnar, sem ólöglega hefir verið lagt, kanski orðnar ennþá fleiri, en þær voru daginn áður. Stafar það að sjálfsögðu ekki af ó- dugnaði lögreglunnar, heldur hinu, að bifreiðar eru orðnar svo margar í bænum, að það er ekki rúm fyrir þær allar á götunum. Þeir, sem eiga bif- reiðar, og borga af þeim skatta og skyldur, vilja fá að nota þær til að aka í þeim um bæinn, sem von er. Rannsókn nauðsynleg. SANNLEIKURINN er sá, að orðið er tímabært, að það verði látin fara fram ítarleg rann- sókn á því hvernig hægt er að greiða úr umferðarflækjunni í bænum. í borg vestur í Ameríku, sem hefir nú álíka marga íbúa og Reykjavík og hefir stækkað á- líka ört styrjaldarárin, áttu bæjaryfirvöldin í líkum erfið- leikum og við hvað bílastæði snertir. Þar var það ráð tekið til að byrja með, að skólabörn og skátar voru fengnir til að skrifa upp við hverja einustu götu í bænum hvað mörgum bílum var lagt á hverjum stað og hvað margir urðu frá að hverfa í hvert skifti og enn- fremur söfnuðu börnin skýrsl- um um það hjá bæjarbúum, hvernig þeir notuðu bíla sína og til hvers daglega. Hvar þeir geymdu þá o. s. frv. Með þessu fyrirkomulagi komust bæjar- yfirvöldin að fyrsta aðalatriði vandamálsins. Þörfinni fyrir bílastæð og þá fyrst var hægt að gera einhverjar ráðstafanir. • Á skal að ósi stemma... ÞAÐ ER EINMITT eitthvað líkt. sem gera þarf hjer. Það þarf fyrst og fremst að rann- saka í hverju vandamálin ligg.ia. Á skal að ósi stemma, sögðu þeir í gamla daga og mun vera sannmæli enn þann dag í dag. Bæjarfulltrúarnir mega vita það, án þess að þeim sje á það bent sjerstaklega, að það er sama hvað mikið lögreglulið væri hjer í bænum og hversu duglegt sem það væri, þá er ekki hægt að búast við að úr ist. að óbreyttum aðferðum til lausnar þeim. Síldarhreistur fyrir slökkviliðið. HVAÐ ÆTLI YRÐI sagt um slökkviliðsstjórann okkar, ef hann færi fram á það við bæj- arsjóð, að hann fengi nokkrar í smálestir af síldarhreistri til að slökkva elda. Hann Jón yrði vafalaust álitinn ruglaður. En það getur þó komið að því, að hann fari fram á þetta, slökkviliðsst j órinn. Samkvæmt frjett. sem Morg unblaðinu hefir borist frá Lon- don höfðu kanadiskir og amer- iskir fiskimenn frá 260 .kr. upp í 1040 króna daglaun í fyrra við bað eitt að safna síldar- hreistri, sem síðar var notað í efni. sem fór í slökkvitæki. Vísindamenn bandamanna fundu það upp í styrjöldinni, að hægt er að framleiða eitt besta slökkviefni, sem nú þekk ist úr síldarhreistri. Einkum þykir þetta hreistursslökkvi- efni gott til að slökkva eld, sem brotist hefir út í vjelum, t. d. bíla- og flugvjelamótorum. Margt er hulið. ÞAÐ SKYLDI nú ekki fara svo,. að nýr atvinnuvegur væri hjer á ferðinni. Það er ekki svo lítið af síldarhreistri. sem fer til ónýtis hjer við land árlega. Og þannig getur það verið á mörgum öðrum sviðum, að það liggi hulið gull í því, sem við nú köllum skít, slor og sorp. • Barnaleikrit. ÞARFAVERK var það hjá Jóni Aðils 1 eikara, að koma upp barnaleikriti. Ekki þarf að efa, að hann hefir valið gott leikrit, sem börnin hafa bæði gagn og gaman af að sjá. Eins og margtoft hefir verið á bent hjer í dálkunum væri það vel þess vert, að hafa að staðaldri barnaleikrit hjer á veturna. Það eru ekki svo margar skemtanir, sem yngstu borgararnir geta sótt. MEÐAL ANNARA ORÐA Eftir James Whiftaker. MEIRI upplýsingar hafa nú verið birtar um hið stórmerki- lega starf, sem breskir vísinda- menn hafa leyst af hendi í sam bandi við fiskrækt. I fyrri grein minni um þetta efni lýsti jeg því, hvernig þessir fiski- fræðingar hafa þá skoðun, að yrkja beri sjóinn líkt og jörð- ina, og að líta eigi á fiskinn eins og uppskeruna — það er að „segja hlú að fiskinum, vernda hann og fæða, hjálpa honum að gjóta við sem best skilyrði og loks bera áburð í sjóinn á sama hátt og áburður er borinn í jarðveginn. A. C. Hardy prófessor, vís- indamaður frá Yorkshire, sem rannsakað hefir þetta efni, he- ir sýnt á óyggjandi hátt, að á sama hátt og hægt er að nota rjettan áburð til að auka upp- skeruna, þannig er einnig hægt að auka fiskstofninn, með notk un rjetts áburðar. Hardy pró- fessor, hefir við rannsóknir sín ar athugað 50:000 fiska. ; ?j! ■ IT ■ Ui h | Góður árangur. I Skotlandi hafa tilraunir verið gerðar með notkun sjáv- aráburðar. Árangur tilraun- anna hefir verið stórmerkileg- Að yrkja sjéinn. mönnum Skotlands, Sir John Graham Kerr og Gross pró- fessor, hafa staðið fyrir rann- sóknum þessum, sem fram hafa farið við Loch Sween, sem er fyrir austan Jurasund. Vís- indamennirnir lokuðu um 20 ekrum af Loch Sween og báru ýmsí.r tegundir af phosphate og saltpjetursúru salti á svæði þetta. Þessi efni juku gróður smáplantna þeirra, sem svifið nærist á, með þeim árangri að það bæði stækkaði og fjölgaði. Kola- og lúðutegundir, sem komið var fyrir á svæðinu, uxu meir á tveimur mánuðum, en þessir fiskar mundu undir eðli- legum kringumstæðum hafa vaxið á tveimur árum. Fiskar, sem rannsakaðir voru, voru 20 sinnum þyngri en undir venju- legum skilyrðum. Islensk fiskrækt. Arangur þessara tilrauna virðist benda til þess, að koma mætti upp stórum fiskræktun- arstöðvum á stöðum eins og Hvalfirði, þar sem fiskar gætu hry^jt og vaxið við sjerstök skilyrði, áður en þeir halda á úthafið. Eýg síldarinnár éru að minsta kosti 35.000 að tölu, ur. Tveir af þektustu vísinda^- þorsksins 9.000.000. Ef vísindin geta verndað þessa fiska með- an á hrygningartímanum stend ur og sjeð afkvæmum þeirra fyrir sjerstakri fæðu (áburði), þýðir það, að þessir fiskar munu að lokum leggja af stað frá hrygningasvæðunum mikið stærri og hraustari en nokkru sinni áður, auk þess sem þeir munu snúa til þessara sömu stöðva bæði sterkari og fjöl- mennari. Athyglisvert mál. ísland liggur ákaflega vel við til samskonar tilrauna og skýrt hefir verið frá hjer á undan. Þar eru hundruð fagurra fjarða, þar sem auðveldlega mætti framkvæma slíkar til- raunir, og þar sem þeir eru í námunda við fiskisvæðin, mundi sú staðreynd auðvelda mönnum að fylgjast með á- ranprinum. Síld nærist þvínær eingöngu á svifi. Vísindin geta nú sýnt sjómanninum, hvernig hann getur alið svifið og feng- ið það til að vaxa, og þar sem áta er mikil, þangað mun síld- in leita,; Því betra, sem svifið er, bví betri verður síldin. All- ir íslendingár verða að fylgjast með þessum tilraunum. enda snerta þær að mjö^ miklu leyti efnahag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.