Morgunblaðið - 03.06.1947, Page 9
Þriðjudagur 3. júní 1947
MOKGUNBLAÐIÐ
s
Sjómannahátíðahöldin á sunnu-
Flugslysið við Varmadal
ÓHEMJU rigning varð þess
valdandi að ekki gat þátttaka
bæjarþúa í hátíðahöldum Sjó-
mannadagsins á sunnudag, ver-
ið eins almenn og verið hefir
að undanförnu.
Hátíðahöldin hófust þegar á
laugardag og var þá háð sund-
keppni og kappróður. í björg-
unarsundkeppninni sigraði
Jón Kjartansson skipverji af
Belgaum en hann sigraði
einnig í stakkasundkeppninni.
I róðrarkeppninni sigraði skips-
höfn b.v. Skutull, skip stærri
en 150 lestir, en í keppni milli
skipshafna á skipum innan við
150 lestir sigraði skipshöfn m.b.
Stefnir. I þessari keppni tók
norsk skipshöfn þátt, skipverj-
ar af Björnefjeld.
Aðalhátíðahöldin hófust á
sunnudag. Klukkan 8 um morg
uninn voru fánar dregnir að
hún á skipum hjer í höfninni.
Og mjög víða í hænum blöktu
fánar. Um klukkan hálf ellefu
fór fram reiptog fyrir framan
Háskólann og tóku þátt í því
nokkrar skipshafnir. Skipverjar
á m.s. Fagriklettur gengu með
sigur af hólmi.
Hópgangan.
Hlje varð nú þar til klukkan
nærri eitt, að sjómenn eldri sem
yngri tóku að safnast sáman við
Miðbæj arbarnaskóla, en þaðan
var gengið undir fánum ein-
stakra fjelagsdeilda sjómanna-
samtakanna og íslenska fánan-
um að Austurvelli. Lúðrasveit
Reykjavíkur Ijek fyrir göng-
unni. Á Austurvelli var mynd-
uð Fánaborg við styttu Jóns
Sigurðssonar, en mannfjöldinn
stóð umhverfis völiinn.
Utisamkoman við Austurvöli,
hófst með því að Guðmundur
Jónsson söngvari söng „Þrútið
var loft“, en Lúðrasveitin ljek
undir. Var söng Guðmundar
vel fagnað ein og við mátti
búast.
Þessu næst var borinn fram
á svalir Alþingishússins
Stjörnufáninn.
Að þessu sinni voru í fánan-
um- 16 stjörnur, 16 sjómenn
höfðu látið lífið á sjónum á s. 1.
ári.
Látinna sjómanna minst.
Nú hófst minningarathöfn
um drukknaða sjómenn. Biskup
inn yfir íslandi flutti minningar
ræðuna. I ræðu sinni mintist
hann þeirra hryllilegu atburða
er hjer gerðust á fimmtudag-
inn er 25 manns ljet lif sitt í
flugslysi og aðrir tveir í flug-
slysi á laugardagskvöld. Að lok
inni minningarathöfn þessari
Söng Guðmundur „Alfaðir ræð
ur“, en á meðan stóð mann-
f jöldinn berhöfðaður. Athöfn
þessi var mjög hrífandi.
Avörp.
Þá fluttu ávörp forsætisráð-
herra, fulltrúi útgerðarmanna
j orku að veði fyrir heill al-
þjóðar. Samtök sjómannanna
sjálfra, atorka og víðsýni. út-
vegsmanna, aukinn skilningur (
löggjafavaldsins,- — allt þetta
sani’anofið hefir á síðnstu tím-
um valdið aldahvörfurn í lífi!
íslenskra sjómanna . . . . “
Forsætisráðherra lauk máli
sínu með að færa sjómanna-
stjettinni þakkir ríkisstjórnar-
innar, fyrir störf hennar í þágu
lands og þjóðar.
Næst tók til máls Tryggvi
Ofeigsson er talaði fyrir hönd
útgerðarmanna.
I ræðu sinni rakti Tryggvi
sögu útgerðarinnar hjer á landi
l frá fyrstu tíð og kom hann víða
Fánaborg Sjómannadagsins á Austurvelli. (Ljósm. Mbl.).
og fullírúi sjómanna. Fyrstur
tók til máls forsætisráðherra,
Stefán Jóh. Stefánsson. í ræðu
sinni komst forsætisráðherra m.
a. svo að orði: íslenskir Hrafn-
istumenn hafa háð glírnu sína
með áræði og atorku fyrir al-
þjóð. Þó hefir aðbúnaður þeirra
oft ekki verið upp á marga
fiska. Miðaldra menn og jafnvel
yngri, minnast með lítilli gleði
vistar sinnar á skútunum, hins
litla og þrönga lúgars, án frum-
stæðustu þæginda. En þeir líta
með gleði og stolt til nýsköp-
unar togaranna og nýju farskip
anna, þar sem aðbúðin er á alt
annan veg og betur sæmandi
þeim, er leggja líf sitt og starfs-
j við. Bent hann m. a. rjettilega
j á, þá staðreynd, að tröllátrú sú,
er almenningur hafði í gamla
daga á togaraútgerð væri nú að
lognast útaf. Gat ræðumaður
hins mikla dugnaðar, sem út-
gerðarmenn, sjómenn og aðrar
stjettir þjóðfjelagsins hefðu
sýnt, er verið var að koma tog-
araflota lándsmanna á laggirn-
ar. En nú hefir þetta breytst
til hins gagnstæða og verður
var lengur við svo búið.
Tryggvi sagði ennfremur, að
vetrarvertíðin myndi ekki
skila þeim gjaldeyri sem hún
hefði getað gert, ef vinnuaflið
hefði verið nýtt í þágu fram-
Framh. á bls. 12
Ólafur Jónsson
Þessi mynd er tehin viS melinn hjá Varmadal
á sunnudagsmorgun. Glögglega má sjá hvern
ig stjórnhlefinn hefur lagst saman við árekst«•
urinn. Flugvjel þessa átti Svifflugfjel. íslands.
stefán Snorrason(Ljósmyndina tók Ólafur Magnússon).
Tveir ungir menn farast
i flugslysi
ANNAÐ flugslys varð hjer á landi s. 1. laugardagskvöld.
Tveggja manna flugvjel, sem í voru tveir menn fjell til jarðar
og varð það bani þeirra beggja. Menn þessir hjetu Ólafur
Jónsson til heimilis Fossvogsbletti 10, 25 ára og Stefán Snorra-
son Samtúni 20. 24 ára.
,í>-
Slys þetta varð skammt frá
bænum Varmidalur á Kjalar-
nesi, klukkan rúmlega 11 um
kvöldið. Höfðu þeir Ólafur og
Stefán, sem báðir höfðu rjett-
indi á slíkar vjelar, farið frá
Reykjavíkurflugvelli í æfinga-
flug um ki. 10 um kvöldið.
Þegar flugvjelin fjell til jarð-
ar, brugðu menn þegar við frá
Varmadal og nokkrir menn
voru við sumarbústaði sína,
sem eru skammt frá slysstaðn-
um. Mönnunum gekk ekki vel
að ná þeim Ólafi og Stefáni út
úr flakinu, því að stýrishús '
flugvjelarinnar hafði lagst
saman við áreksturinn. — Var
annar þeirra fastur í stólnum,
en hinn undir flugvjelinni. —
Þeir telja aö Ólafur muni hafa
látist samstundis. Eftir um það
bil hálftíma hafði þeim tekist
að Iosa Stefán og hafði sjúkra-
!ið verið gert aðvart og kom
það nokkru síðar og var Stefán
íluttur í Landsspítalann.— Þar
ijest hann nokkru síðar.
FLU GEFTIRLITSM AÐUR
SKILAR SKÝRSLU
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu flugmálastjóra, mun
Axel Kristjánsson, eftirlitsmað-
ur flugvjela" hafa í gær skilað
skýrslu sinni til flugmálastjóra.
En hvert efni skýrslunnar var,
er blaðinu ekki kunnugt um,
því að ókleift reyndist að ná
tali af þessum. mönnum í gær-
dag.
r r
!S
leil fyrir Norður-
SÁ ER SLYSIÐ VARÐ
Ásgeir Sigurðsson, Hring-
STJÓRN síldarverksmiðja
ríkisins hefur gengist fyrir því
að Ingvar Pálmason fór fyrir
helgina með veiðiskipið Rifsnes
í síldarleit fyrir Norður- og
Austurlandi. Tekur hann nóta-
báta og veiðarfæri fyrir norð-
an, en heldur síðan á venju-
legar sildveiðislóðir eða lengra
á haf út.
Með skipinu er dr. Hermann
braut 48, var sjónarvottur að Einarsson, liskifræðingur, til
slysi þessu. I gær skýrði Ásgeir þess að rannsaka hafstrauma,
Mbl. frá því, er hann sá, og og hvað annað, sem haft getur
komst að eitthvað á þessa leið.1 áhrif á síldargöngur.
Skrúðganga sjómanna kemizr eftir Tjarnargctu. — (Ljósm- MorgunblaSiS)
Hann hefði sjeð flugvjelina
koma fljúgandi að austan. — j
Hafi' hún flogið mjög lágt og
stefndi inn yfir melinr., sem
liggur fyrir oían sumarbústað
Ásgeirs, í eitthvað 50 til 75 m.
hæð. Flugvjelina sá hann svo
hverfa norður yfir melinn. —
Skömmu síðar sá hann hvar
flugvjelin kom aftur sörpu leið.
Asgeir horfði á eftir flugvjel-
inni, sem eiin flaug mjög lágt,
og nálgaöist hún nú brúnina á
melnum. Er ílugvjelin var kom
in, að því er Ásgeiri virtist,
alveg að brúninni, var sem
J síjórnendur hennar hefðu ætl-
að að fljúga henni til suðurs,
en þá rakst annar vængur ílug-
vjelarinnar efst í melbrúnina.
Ásgeir SigurðsSon telur sig
hafa staðið í um það bil 200
metra fjarlægð frá slysstaðn-
um.
Getgátur hafa verið uppi
um það, að þegar síldveiðar
hætta snemma, þá væri síldin
að miklu leýti „komin frarn
hjá“ er veioi byrjaði.
Fyrsta snurpunótaveiði, sem
menn þekkja á Norðurlöndum,
er 25. maí. En veiðiskip hafa
ekki verið á miðunum í maí-
mánuði, svo að engin vissa er
fyrir því, að aldrei geti verið
um að ræða síldveiði fyrr á
sumrinu.
Þaö er ríkissjóður og Síldar-
verksmiðjurnar og aðrir aðilar,
sem kosta síldarleit flugvjela,
er kosta þenna síldarleiðangur.
Ileyrst hefur að ýmsir útvegs-
menn hugsi til, að hafa veiði-
skip sín tilbúin til veiða, með
fyrsta fallinu í sumar, ef ske
kynni að leitarskipiö verði yart
við síldargöngur fyrri en venja
er til.