Morgunblaðið - 03.06.1947, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. júní 1947
r
12
Heigi Sigurgeirsson gullsmiour IVIinningarorð
er—™' '***> '•s
I DAG barst mjer til eyrna
lát Helga Sigurgeirssonar gull-
smiðs á ísafirði. Þegar slíkar
fregnir berast, þá verður mörg
um samferðamönnum á, að
staldra við og líta um öxl og
athuga hvað hefur skeð. Það,
sem fyrst og fremst hefur skeð
er, að áttatíu og þriggja ára
gamall maður er hættur að
vera með á nafnskrá hinna lif-
andi og við það vakna ótal
spurningar. — Hvernig hefur
þessi maður vafið lífi sínu og
hvaða minningar skilur hann
eftir, og hvaða fordæmi hefur
hann gefið samtíð sinni og kyn
slóðinni, sem tekur við. Það eru
spurningar, sem mig langar til
að leitast við að svara. ,
Helgi Jóhannes Sigurgeirs-
son var fæddur að Grænhól á
Barðaströnd 20. des. 1853. For-
eldrar hans voru þau Björg
Jónsdóttir og Sigurgeir Sig-
urðsson. Þau fluttu til Vestur-
heims og ljetust þar í hárri elli,
eftir að hafa öðlast þar meiri
hamingju, en þau áttu kost á
að verða aðnjótandi hjer heima
á Fróni, því það er alkunnugt
að lífsmöguleikar voru af skorn
um skamti um það árabil, er
mestu fólksflutningar voru hjeð
an af íslandi til Vesturheims.
Fólk af alþýðustjett átti ekki
margs úrkosta og hafði ekki frá
miklu að hverfa. Þá var það
svo með þessa fjölskyldu frá
Grænhól, að hún skiftist nokk-
uð. Þau munu hafa verið 13
systkinin hans Helga, fjögur
þeirra ílengdust hjer á landi, en
hin fóru vestur, sum á undan
foreldrum sínum, önnur seinna.
Hvort hjer hefur vgpið um
ftjálst val að ræða eða ekki,
skal ekki um sagt, en Helgi
hafði óbilandi trú á landið og
þá möguleika, er það hafði að
.bjóða og varð að trú sinni, bar
gæfu til þess að sjá og fylgjast
með og vera raunverulegur þátt
takandi í því, er hjer hefur
gerst, að þjóðin hefur losnað
við erlenda áþján og öðlast
sjálfstjórn á lýðræðislegan hátt
og gengið þann erfiða veg, sem
liggur frá örbyrgð til velmeg-
unar.
Ungur að árum nam Helgi
gullsmíði hjá Einari Skúlasyni
að Tannstaðabakka í Húna-
/vatnssýslu og reyndist þá þeg-
ar bæði hagur og listfengur. —
Eftir að hafa lokið námi settist
hann að á ísafirði og þar hefur
heimili hans verið síðan. Heim-
ili Helga var sjerstakt að allra
dómi, er til þektu. Þar hvíldi
yfir öllum hlutum einhver list-
ræn ró og friður, sem enginn
gat komist hjá að verða snort-
inn af. Þar hafði hver hlutur
sínar minningar að geyma og
sína sögu að segja sem vonlegt
var, eins og nú skal lítillega
minst á.
Helgi var tvíkvæntur. Eru
báðar konur hans nú látnar. —
Með fyrri konu sinni, Sigurrósu
Sveinsdóttur, eignaðist hann
sex börn, eru nú þrjú þeirra á
lífi, þau eru, Þórarinn rafvirki
á ísafirði og Guðrún og Sigur-
rós, báðar á ísafirði.
Með seinni konu sinni, Sess-
elju Kristjánsdóttur, eignaðist
Helgi átta börn, þar af eru nú
tveir synir á lífi, báðir í Ame-
ííku, auk þess ein fósturdóttir,
‘-einnig í Ameríku.
Eins og af framanskráðu má
sjá, hefur Helgi ekki alltaf ver-
ið sólarmegin í lífinu, þar sem
sorg og söknuður voru svo tíðir
gestir á héimili hans. Enginn
skyldi halda að Helgi hefði látið
bugast í öllu þessu mótlæti
og öllum þessum tíðu sorgar-
atburðum, sama karlmannlega
róin hvíldi yfir hinni fríðu á-
sjónu hans, en ekki er mjer
grunlaust um, að vinnustund-
irnar á verkstæði hans hafi
stundum verið ótaldar. Altaf
var hann tilbúinn að veita gleð
inni lið, margir voru þeir, er
komu inn á vinnustofu hans til
að rabba við 'hann um viðhorf
dagsins, misjafnlega skemtileg
eins og gengur, en allir munu
hafa farið ánægðir út frá hon-
um, en þeir komu, hann lagði
altaf gott til allra mála.
Hann var landskunnur fyrir
leturgröft sinn og ýmsa lista-
smíði, bæði af gulli og silfri og'
hefur gefið þjóðinni marga kjör
gripi, sem síðar eiga eftir að
halda minningu hans á lofti og
bera vitni meðal ókominna kyn-
slóða :um handbragð og list-
hneigð þeirrar kynslóðar er nú
er að kveðja. Hann var traust-
ur f jelagi í þeim f jelagsskap, er
hann tók þátt í, aðallega mun
það hafa verið Iðnaðarmanna-
fjelag Isafjarðar, er mest naut
fjelagslegra krafta hans.
Einn þáttur í æfistarfi hans
og ekki sá ómerkasti, var síld-
veiði, mun hann hafa verið með
þeim fyrstu á Vestfjörðum, er
stjórnaði slíkum veiðiskap. —
Þessi veiði var aðallega stund-
uð á vorin og var veitt með
landnót og síldin mestmegnis
seld til beitu bæði innlendum og
erlendum skipum og gat verið
nokkuð ábatasöm stundum. —
Fóru Helga þessi störf vel úr
hendi, var bæði fengsæll og
heppinn.
Þessar vornæturveiðar munu
hafa haft góð áhrif á Helga"
bæði andlega og líkamlega, því
það hljóta allir að verða betri
menn, er ganga einslega á hönd
hinni hvítu og kyrru vestfirsku
vornótt og listamanni eru slík-
ar stundir dýrmætar.
Jeg átti því láni að fagna að
koma dft á heimili Helga og
síðast fýrir tveim árum síðan
og eru mjer þær stundir ógleym
anlegar. Þar talaði hver hlutur
sínu máli minninganna, hver
mynd minti á heila æfisögu. Alt
bar svip hógværar listar og
snyrtimensku, þarna voru fá-
sjéðir munir, er ýmist voru gjaf
ir frá honum til ástvinanna eða
gjafir frá ástvinunum til hans.
Á vinnustofu hans mátti sjá
handföng verkfæranna notuð af
hinni starfsömu hönd. Þarna
átti Helgi heima. Þarna bar
hver hlutur einhvern helgan
svip minninganna.
Mjer finnst að æfi og starf
Helga hafi verið til fyrirmynd-
ar. Hann á þakklæti skilið sam-
tíðar sinnar og samborgara og
hann var góður þjóðf jelagsþegn
og' í alla staði hinn merkasti
maður.
Hip síðustu ár æfi sinnar
naut hann sjerstakrar umönn-
unar Guðrúnar dóttur sinnar,
er vakti yfir hverri hans þörf
og gjörði alt er í mannlegu
valdi stóð til að gjöra honum
hinar síðustu stundir sem ljett-
bærastar og eins ánægjulegar
og kostur var. Helgi hafði fer-
ilvist til síðasta dags að heita
má, hafði óskerta sálarkrafta,
góða sjón, en heyrn var farin
að dofna. Það verður ekki ann-
að sagt en að hann hafi gengið
til góðs og er hann nú kært
kvaddur með þakklæti og sökn-
uði allra er til hans þektu.
26. maí 1947.
F. J.
Fimm mínúfna krossgáfan
SKÝRINGAR:
Lárjett: — 1 tóbaki — 6 á
fati — 8 bar — 10 ferðast —
12 kaupstaður — 14 fljót —
15 ellefu — 16 verslun í Rvík
— 18 snyrtan.
Lóðrjett: — 2 hestur — 3 guð
— 4 niður — 5 býr til — 7
veikur •— 9 kvikmyndafjelag
— 11 káffibraut — 13 ólfa —
16 fangamark — 17 ósamstæð-
ir. —
Lausn á seinustu krossgátu:
Lárjett — 1 óvita — eir — 8
orð — 10 úða — l^magnaðu
— 14mf — 15 ðð — 16 oss —
18 rakkana.
Lóðrjett: — 2 vegg — 3 ii —
4 trúa — 5 tommur — 7
rauðka — 9 raf — 11 ððð — 13
nösk — 16 ok — 17 S. A.
—Marfin Barlels
Framh. af bls. 5
mensku í íslendingafjelagi, en
hann baðst undan endurkosn-
ingu þar árið 1945, hefur hann
beitt sjer fyrir því, að komið
yrði upp samkomuhúsi fyrir ís-
lendinga í Höfn og yrði í hús-
inu hægt a.ð hafa íbúðir bæði
fyrir námsfólk og aðra landa.
Hefur nokkur undirbúningur
verið gerður til þess að hrinda
því máli áleiðis.
Martin Bartels og frú hans
verða hjer um kyrt fram yfir
miðjan júní. Hefur hann hug á
því, að nota tímann hjer til þess
að vinna að þessu áhugamáli
sínu, að vekja áhuga Reykvík-
inga fyrir því, að í Höfn véfði,
fyrr en síðar, rei^st íslendinga-
hús.
— Meða! annara orða...
Framh. af bls. 3
árásina. Það væri hin aftur-
haldssama æska og óvinveitta
sovjetríkjunum> sem hjer hefði
látið til sín taka. Hjer væri um
að ræða þjóðarvoða. — Stemma
þyrfti stigu fyrir því, að slík
óvingan og hatur, sem hjer
kæmi fram í garð Sovjet, fengi
að festa rætur með þjóðinni.
Því vissulega vissu Finnar það,
hverju megin þeir ættu að vera
í næstu heimsstyrjöld. — Þeir
ættu hvergi annarsstaðar að
vera en við hlið Rússa. Þótti
mönnum sem ráðherrann hefði
gert sjer mikinn mat úr þessu
atviki, sem kannske var ekki
annað en að kveikt hafði verið
á eldspýtu. En af því spanst
fyrirskipun um það, hverju
megin Finnar ættu að vera í
næstu styrjöld.
Þeir reyna nýjar
leiðir.
Allar þessar aðfarir verða
skiljanlegar frá hendi kommún
ista, þegar tekið er tillit þess
að kommúnistar hafa tapað
mjög fylgi^ í Finnlandi síðustu
mánuði. Með alls konar brögð-
um, komu þeir því til leiðar, að
þeir höfðu ráðin innan stjórnar
verkalýðsfjelagannaa, eftir
stjórnarkosnnguna í fyrra. En
þar eru þeir eftir síðustu kosn-
ingar alveg komnir út úr spil-
inu. Augljóst varð við kosning-
arnar til sambandsþingsins, að
verkalýðufinn hefir fengið nóg
af þeim, þar í landi.
Það hefir ekki vantað, að
kommúnistar í Finnlandi hafa
þóttst vinna að því sem þeir
hafa kallað kjarabætur fyrir
verkalýðinn. Þeir hafa viðhald
ið verkföllum og glundroða í at
vinnulífinu, hvar sem þeir hafa
höndum undir komist. En síðan
Finnar urðu að hefja skaða-
bótagreiðslur til Rússa, hafa
þeir þurft á öllu sínu að halda,
til þess að geta borgað allar bæt
urnar á rjettum tíma. Rússar
heimtuðu að þau ákvæði yrði
í samningnum, að ekkert tillit
yrði tekið til þess. þó verkföll
tefðu fyrir afhendingu á þeim
vörum sem Finnar eiga að inna
af hendi.
Þetta ákvæði samningsins
notuðu kommúnistar sjer ó-
spart. Settu á stað verkföll, í
þeim beina tilgangi, að stefna
skilsemi þjóðarinnar í voða. —
Þannig hafa þeir getað haldið
stjórn landsins í hinni mestu
úlfakreppu.
En nú hafa þeir fengið að
kenna á því, að verkalýður
landsins er búinn að fá nóg
af þeim. A sambandsþinginu
eiga 300 fulltrúar sæti. — Þar
hafði demokrataflokkurinn 40
atkv. meirihJLuta. En var valda-
laus í fyrra á þeirri samkundu.
Þegar svo er komlð fyrir
hinum finsku kommúnistum,
geta menn ímyndað sjer, að
þeir hugsi sjer að koma ár sinni
þannig fyrir borð, að efna til
gerfiárása á Rússa, eins og
þarna á uppstigningardag. Og
koma því til leiðar á þann hátt
að Rússar gerist afskiftasamari
um málefni Finnlands, / og
hjálpi hinum finsku kommún-
istum að efla áhrif sín á þann
hátt, eftir að almenningur er
alvarlega farinn að snúa baki
við þeim flokki.
— Sjómanna-
dagurínn
Framh. af bls. 9
leiðslunnar, í stað þess að vera
notað að nokkru leyti til óarð-
bærra starfa.
Loks flutti fulltrúi sjómanna
ávarp sítt. Það var Böðvar Stein
þórsson matsveinn sem hafði
orð fyrir sjómönnum. Hann
komst m. a. svo að orði í ræðu
sinni: Sjómennirnir sem löng-
um hafa lifað eins og útlagar
með þjóð sinni, og sem oft á tíð
um hafa verið eins og gestir
á sínum eigin heimilum, hafa
fyrir 10 árum vaknað til sam-
starfs um ýms velferðarmál sín
og menningarmál sín. Öll starf-
semi Sjómannadagsins hefir
ætíð verið og á ætíð að vera til
vegsauka fyrir sjómannastjett-
ina. Verkefni það sem Sjó-
mannadagurinn er nú að vinna
að, er að reisa hvíldarheimli
fyrir vinnulúna uppgjafa sjó-
menn.
Afhending verðlauna.
Þessu næst fór fram afhend-
ing verðlauna til,þeirra er þátt
höfðu tekið í íþróttum dagsins.
Fyrst var kallaður fram á sval-
ir Alþingishússins Jón Kjartans
son, er unnið hafði bæði björg-
unar og stakkasundskeppnina.
Var honum afhentir verðlauna-
gripirnir, en mannfjöldinn hylti
Jón. Þá fór fram afhending á
bikar veiðarfæraverslana í
Reykjavík fyrir unna keppni í
reipdrætti. Formaður bátsins
tók við bikarnum fyrir hönd
skipshafnarinnar á Fagrakletti.
'Helgi Ársælssor^ var nú kallað-
ur fram og honum afhentur
Fiskimaður Morgunblaðsins fyr
ir unninn sigur í kappróðri, en
eins og fyr segir unnu Skutuls-
menn. En jafnframt var Skutuls
mönnum afhentur lárviðar-
krans Sjómannadagsins, en
hann skal draga að hún í for-
mastri. Að lokum var June
Munktell bikarinn afhentur
Guðjóni Illugasyni, sem var for
maður á bát þeim er sigraði í
keppninni við Norðmenn.
Að lokum voru keppendur
heiðraðir með þreföldu húrra
hrópi
Þessari samkomu lauk með
því að Lúðrasveitin ljek þjóð-
sönginn.
Hóf í samkomuhúsum.
I hófi, sem haldið var um
kvöldið að Hótel Borg fluttu
þar ræður Jóhann Þ. Jósefsson
siglingamálaráðherra og Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri.
Dansleikir voru í öllum sam
komuhúsum bæjarins um kvöld
ið.
Ný kvikmyndahús.
MONTREAL: — J. Arthur
Rank, breski kvikmyndafram-
leiðandinn, hefir ákveðið að
byggja 56 ný kvikmyndahús í
Kanada. Sýningarhúsin munu
kosta 75Ö.000 sterlingspund.
I