Morgunblaðið - 07.06.1947, Page 9
Laugardagur 7. júní 1947
MOHGUNBLAÐIÐ
99
JEG GIFTIST DRYKKJUMANNF
MAÐURINN MINN er of-
drykkjumaður. Hann hefir ver-
jð það árum saman. Þegar við
.giftumst, þá vissi jeg ekki um
drykkjuhneigð hans. Jeg komst
ekki að því, fyrr en við vorum
búin að koma okkur fyrir í hinu
nýja heimili og vorum farin að
auka kyn okkar. En síðan hefir
líf okkar verið ömurleg mar-
tröð, svipað því sem gengur og
gerist á þúsundum heimila í
► Bandaríkjunum, þar sem of-
drykkjusjúkdómurinn hefir
fest rætur.
Það var fyrir átta árum, að
jeg ræddi í fyrsta skifti við
færan sálkönnuð um manninn
minn. Þá var jeg búin að lesa
allt, sem jeg gat yfir komist,
um þetta vandamál, en jeg
hafði lítið gagn af því, og mjer
varð stöðugt ljósara, hve hræði
lega málum var komið. Jeg var
beinlínis veik af hugarangri,
vonbrigðum og ótta.
Sálkönnuðurinn sagði mjer,
að maðurinn minn væri sjúkl-
ingur og að hann gæti í raun
og veru ekki hætt að drekka.
Og hann sagði mjer einnig, að
það yrði eitthyað meira en lít-
ið að ske, áður en hann fengist
til þess að viðurkenna, að hann
væri hjálparþurfi. Hann hvatti
mig til að hefja vírka baráttu
gegn sjúkdómnum, því að mjer
færi líkt og manni, sem sneri
baki við skógareldi. ef jeg hefð-
ist ekki að. Um leið og jeg
kvaddi hann sagðí hann aftur:
,,Munið það, að hann er veik-
ur maður, rjett eins og hann
hefði krabbamein eða berkla“.
Jeg var samþykk þessu, því
að mjer fannst vandamálið
' svona hræðileg't. En þegar jeg
kom heim, þá fór jeg að malda
í móinn: ,,En þetta er ekki sam
bærilegt því, að hann þjáðist
af einhverri annari veiki“.
í fyrsta lagi myndi hann, ef
hann þjáðist af venjulegum
sjúkdómi, viðurkenna þann
krankleika og leita læknis í
flýti, í stað þess að skamma
mig, þegar jeg bið hann að fara
til læknis. Og ef hann væri al-
varlega veikur, þá myndu
skyldmenni hans og vinir heim
sækja hann með gjöfum og hug
hreystingarorðum í stað þess
að sýna honum leynt og Ijóst
bitra vanþóknun.
Margir menn, — læknar,
ættingjar og vinir, — ráðlögðu
mjer að snúa baki við honum
og fara mína leið, en það gat
jeg ekki. Hjúskapurinn, börn-
in mín, hugmyndír mínar um
heimilið og stöðu eiginkonunn-
ar voru mjer svo mikils virði.
Og svo var það þrákelknin og
stoltið, sem hjeldu mjer í við-
ureign við vandamálið, svo að
ennþá er jeg að bex-jast við of-
drykkju mannsins míns.
Ef jeg hefði bara fyrir fimm-
tán árum vitað það, sem jeg
veit nú, þá held jeg, að varla
hefði öllum þeim árum, sem jég
hef varið í hryllilega baráttu,
orðið eytt til einskis. I?ess
vegna skrifa jeg þessa grein.
Jeg skal játa það, að jeg veit
ekki allt um þessi vandamál,
. en ef eitthvað af því, sem jeg
læt hjer í ljós, gæti orðið til
þess að ljetta drykkjumanni eða
drykkjumannsfjölskyldu bar-
.Ofdrykkjumaðurinn er sjúklingur
sem þarf að hjálpa
í eftirfarandi grein lýsir amerísk kona erfið-
leikum sínum, en hún giftist manni, sem síðar kom
í Ijós að var ofdrykkjumaður. — I greininni tekur
konan fyrir þetta mikla vandamál frá sjónarmiði
konunnar. Hún skrifar um það af skynsemi og of-
stækislaust. — Mönnum er nú að verða það æ
ljósara, að drykkjumenn eru sjúklingar og að það
verður að hjálpa þeim alveg eins og öðrum mönn-
um, sem þjást af sjúkdómum.
Fyrri grein
Svo fór jeg að afla mjer bóka
og byrjaði rannsóknir mínar.
En bíðum nú við. Mjer var
mikil huggun að því að komast
að raun um það, að á síðustu
árum hefir mikið verið gert til
þess að hjálpa ofdrykkjumönn
um og geysiumfangsmiklar
stofnanir helgað krafta sína
þeim tilgangi. Og jeg komst að
raun um það, að jeg var ekki
eina konan, sem gift var of-
drykkjumanni, heldur áttu
miljónir kvenna við hliðstæð
kjör að búa. Og margar vísinda
legar ritgerðir fjölluðu um fóik
is 6% af þeim fjölda drekka úr
hófi fram. En hinsvegar er þaS
mjög erfitt fyrir leikmenn og
marga iækna að skilja, hvers-
vegna sumir geta farið vel með
vín, en aðrir geta ekki bragðað
áfengi án þess að illa fari.
Ringulreið.
Á vorum dögum er afstaöa
þjóðfjelagsins til drykkjuskap-
arins svo óviss, að það nálgast
fullkomna ririgulreið. í raun og
veru er það ekki ennþá komið
langt frá þeirri stöðu þegar of-
stækísmennirnir gerðu aðsúg
að drykkjustofunum, brutu þær
og eyðilögðu, sem varð aðeins
til þess að aðrar drykkjustofur
risu upp jafnskjótt.
Þessi ruglaða afstaða almenn
ings breytist ekkert í heildinnl,
áttuna, þá er
heima setið.
betur farið en
Áfengisbannið jók drykkju-
skapinn.
Það yrði efni í mörg bindi
að lýsa öllum þeim geðshrær-
ingum, sem þjá konu ofdrykkju
mannsins, og engar tvær slíkar
hryllingssögur eru eins, alveg
eins og engir tveir menn eru
eins. En þegar ofdrykkjusjúk-
dómurinn er kominn á nokkuð
hátt stig, þá er eins og of-
drykkjumennirnir hagi sjer
með nokkuð svipuðu móti.
Jeg býst við því, að mjer hafi
faiið eins og flestum, haldið,
að ofdrykkja væri sjaldgæf. —
Jeg ólst upp á árunum fyrir
bannið, og þá var vín lítið eitt
um hönd haft hjá flestum fjöl-
oft skálað, en vínið var notað
skyldum. Heima hiá mjer var
að hætti Evrópumanna, mest-
megnis ljett vín og ,,coctails“
á undan mat, og jeg sá aldrei
neinn finna verulega á sjer.
Jeg giftist rjett fyrir 1930,
en þá var mjög mikið um
drvkkjuskap. og jea sá mikið af
slíku í samkvæmum. Gestirnir
tóku óspart til sín drykkinn,
og sumir urðu „hífaðir“. Mann
inum mínum virtist falla þessi
gleðskapur og kátína vel í geð.
Mjer fannst það smekkleysa og
kjánalegt af honum. en mjer
datt aldrei í hug, að þetta ætti
eftir að vgrða okkur öllum höf-
uðvandamál.
Eftir því, sem fram liðu
stundir, fór maðurinn minn að
drekka oftar, og stundum varð
hann mjög ofurölvi. Loksins
fór hann að drekka einn síns
liðs, og þá var hann orðinn
breyttur bæði andlega og lík-
amlega. AldreÞlágu neinar sjer
stakar ástæður til þessa
drykkjuskapar hans. Hann
drakk, hvort sem honum sóttist
starf sitt .vel eða illa; hann
drakk til þess að „hvíla sig“,
þegar hann var þreyttur eða
til þess að „hressa sig“, þegar
hann var áhyggjufullur o. s.
frv. Svo kom óumflýjanlega að
því, að hann fór að ,,deyja“
í samkvæmum og á dansleikj-
um, vera úti alla nóttina og
koma heim svo di'ukkinn, að
hreinasta kraftaverk var, að
hann skyldi komast heim. Svo
fór hann að aka ölvaður og
lenda í árekstrum.'Og börnin
okkar fóru að verða skrítin,
þegar jeg gat ekki lengur leynt
þau framferði hans.
Vinirnir hurfu.
Sambúð okkar varð vitanlega
hrein martröð. Vinir okkar smá
tíndust burt frá okkur eða þá
buðu mjer einni á daginn. Á
kvöldin og nóttunni grjet jeg
hljóðlega ofan í koddann minn
klukkustundum saman og
varð mögur og taugaveikluð.
Hann valdi þá leið að segja,
að jeg væri ósanngjörn, og
móðursjúk. Hann sagðist ekki
drekka neitt meira en hver
annar. Margir þeirra, sem hann
valdi sjer að fjelögum á þess-
um árum, voru menn, sem við
höfðum ekki þekkt neitt áður.
Allir drukku þeir mikið, og
sumir þeirra voru oídrykkju-
menn. En mjer fannst það
skylda mín að taka vel á móti
þeim, vegna þess að hann ætl-
aðist til þess. — Samt var jeg
skömmustuleg og skelfd allan
tímann.
Jeg reyndi að telja mjer trú
sem var líkt á vegi statt og jeg. ; þótt fáeinar drykkjumannsfjöl-
Af slíku gat jeg dregið margar skyldur viti betur. Það eru fjöl-
ályktanir. | skyldurnar, sem mest verða fyr-
Að því, er nýjustu tölur ir barðinu á ofstækismönnun-
herma, eru yfir 3 miljónir um.
manna í Bandaríkjunum, sem 1
drekka úr hófi fram, en um
750.000 eru ofdrykkjumenn.
Sumar konur eru svo barna-
legar, að þær halda, að allir,
sem verða drukknir, sjeu of-
drykkjumenn. Þetta er mesta
firra. Það eru 50 milljónir
Þessum fjölskyldum er
mest hughreysting að því, a3
þeir vita að læknar og vísinda-
menn gera alt, sem í þeirra
valdi stendur til að grafast fyr-
ir rætur meinsins. Mestum ár-
angri ná vísindamannafjelögin
stóru eins og Rannsóknarnefnd-
in um áfengismál og Áfengis-
manna í Baridaríkjunum, sem j rannsóknardeild Yale-háskóla
nota áfenga drykki, en einung- I og mörg önnur f jelög.
Fjölmenn og virðuleg
athöfn á Akureyri
Akureyri á föstúdag. Frá frjettaritara vorum.
JARÐARFÖR þeirra, sem fórust í flugslysinu 29. mai og
búsettir voru á Akureyri, fór fram í dag frá AkureyrarkLrkju,
og hófst athöfnin kl. 13. Björgvin Guðmundsson, tónskáld,
Ijek forspil á orgel .,Ave Maria“, eftir Schubert, og annaðist
um, að hann gæti og vildi hætta hann að öllu orgelleik við athöfnína og stjórnaði blönduðum
að drekka, því að ef eitthvað kdr, sem söng í kirkjunni.
sjerstaklega óþægilegt kom
fyrir hann, þá var hann vanur | Eftir jorspil söng kórinn salm
„Mitt. höfuð, Guð '
að drekka ekki næstu daga. —
Svo þegar jeg fór að verða von
góð, þá byrjaði hann aftur.
Einu sinni, þegar hann byrj-
aði að drekka, eftir að hafa
haldið sjer sæmilega frá víni
í nokkrar vikur, þá bað jeg
hann að fara til læknis, því að
jeg bjóst við, að góður læknir
myndi segja honum að fara til
sálkönnuðar. Hann þvertók
fyrir það og rauk út.
Jeg hririgdi í lækni, sem
sagði, að maðurinn minn ætti
að leita til sálkönnuðar, — en
jeg hafði ekki þorað að nefna
slíkt. En þegar jeg fór til sál-
könnuðar og bað hann að
reyna að lækna manninn minn,
þá svaraði hann því til, að of-
drykkjumenn vildu yfirleitt
ekki láta sjer segjast, og væri
því í flestum tilfellum vonlaust
að reyna að lækna þá.
Rannsókn á drykkjuskap.
Jeg var litlu nær við þetta.
Hvað átti jeg nú að gera? Jeg
gekk í mentaskóla, og lærði þar
fyrir löngu síðan ,að til þess
að fá skilning á- einhverju
vandamáli ætti maður að
viða að sjer öllum gögnúm, er
fræðslu gætu veitt um atriðið.
ínn „ivntt. notu.o, Lmö, ?eg
hneigi'*. Þó flutti sjera Sigurð-
ur- Slefansson á Möðruvöllum
xæðu, og að henni lokinni ljek
Theo Andersen á fiðlu með
orgelundirleik „Kvöldbæn“ eft-
ir Björgvin Guðmundsson.
Kirkjukórinn söng ..Faðir vor1'
eftir sama heíund. Sjera Pjetur
Sígurgeirsson flutti því næst
ræðu, las nöfn hinna látnu og
flutti blessun yfir þeim. Kór-
Brynju Hlíðar, sem skátar báru.
Meðan kisturnar voru bornar úr
kirkju, var leikið á orgelið
„Dauði Ásu“ eftir Grieg og
„Minning" eftir Björgvin Guð-
mundsson.
Allan tímann, sem athöfnin
stóð yfir, stóðu kvenskátar heið
ui’svörð úti fyrir dyrum kirkj-
unnar. Kirkjan var þjettskipuð
fólki, og hátölurum hafði verið
komið fyrir úti, og stóðu þar
inn söng þjóðsönginn og Theo j mörg hundruð manna og hlýddu
Andersen ljek á fiðlu með org-
elundirleik Largo eftir Hándel.
Allar voru kisturnar mjög
blómum skreyttar, svo og kór
kirkjunnar. Skátar, stúlkur og
piltar, stóðu heiðursvörð í kór
með íslenska fána á stöngum.
Kisturnar voru hafnar út í þess
ari íöð: Saga Geirdal, Sigurrós
Jónsdóttir, Rannveig Kristjáns-
dóttir, Guðlaug Einarsdóttir,
Þórður Arnaldsson, Stefán
Sigurðsson, Júlíana Arnórsdótt-
ir og Árni, sonur hennar,
Brynja Hlíðar, Gunnar Hall-
grímsson og -Sigurrós Stefáns-
dóttir, er verður jarðsett að
Möðruvöllum. Kórfjelagar úr
„Geysi“ báru kisturnar úr
kirkju, að, undanskilinni kistu
á athöfnina..
Er kisturnar voru bornar í
kirkjugarð ljek Lúðrasveit Ak-
ureyrar sorgarlag. Var kistun-
um raðað á græna flöt við graf
irnar. Sjera Benjamín Kristjáns’
son á Laugalandi flutti ræðn
og bæn. Geysir söng „Allt eins
og blómstrið eina“. Prestarnir
þrír, Sigurður Stefánsson, Pjet-
ur Sigurgeirsson og Benjamín
Kristjánsson, jarðsettu.
Vafalaust var jarðarför þessi
hin virðulegasta og langfjöl-
mennasta, sem farið hefir fram
á Akureyri. Hluítekning fólks-
ins var djúp og almenn. Fánar
Gunnars Hallgrímssonar, sem' blöktu í hálfa stöng allstaðar
Oddfellowar báru og kistu ’ um bæinn.