Morgunblaðið - 19.06.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. júní 19471 Þjéðhátíðin á Akureyri 17. JÚNÍ hátíðahöldin hjer hófust kl. 2 e. h. Þá ljek Lúðra- sveit Akureyrar nokkur lög, undir stjórn Axels Jónssonar, á Ráðhústorginu. Laust eftir kl. 2 hófst skrúðganga bæjar- búa að hátíðasvæðinu, sem var á túni fyrir sunnan sundlaug- ina. Þar fór fram fánahylling skáta. Þá stje í ræðustól Steinn Steinsen bæjarstjóri og setti hann hátíðina með ræðu. Þá flutti sóknarpresturinn Pjetur Sigurgeirsson guðsþjónustu, en að henni lokinni flutti forseti bæjarstjórnar Þorsteinn M. Jónsson lýðveldisræðu, en Kantötukórinn söng undir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar. Einn hinna nýbraut- skráðu stúdenta, Kristján Róbertsson flutti ræðu, en að lokum var þjóðsöngurinn sung- inn. Kl. 4 hófst fimleikasýning. 50 stúlkur úr Gagnfræðaskól- anum sýndu. Karlakórinn Geys ir söng undir stjórn Ingimund- ar Árnasonar. Nú hófst keppni í fimmtaþraut voru keppendur allir innan IBA. Keppt var í 100 m. hlaupi og hástökki. Fyrstu verðlaun hlaut Harald- ur Sigurðsson 2807 stig. Önnur hlaut Marteinn Friðriksson 2622 stig. Um kvöldið söng Karlakór Akureyrar undir stjórn Axels Jónssonar og Lúðrasveitin ljek. Mikill fjöldi bæjarbúa tók þátt í hátíðahöldunum en þeim lauk með dansi í samkomuhús- inu. Hátíðinni stjórnaði Ármann Dalmansson. —H. Vald. Palestínunefndin skoSar helga sfaði Jerúsalem í gærkveldi. PALESTÍNUNEFND samein- uðu þjóðanna heimsótti í dag ýmsa helga staði í Jerúsalem og Betlehem. Á morgun (fimmtudag) er í ráði að nefndin fari í kynnisför til Jafa og Gyðingaborgarinnar Tel Aviv. Stern flokkurinn hefir nú til- kynnt, að hann mundi fús til að leggja niður vopn, meðan á störf um rannsóknarnefndarinnar stendur í Palestínu, ef Bretar hætti að hafa afskipti af flutn- ingi flóttamanna til landsins. —Reuter. Palesfíminelndin heldur fyrsfa fund sinn. Jerúsalem í gærkvöldi. PALESTÍNUNEFND sam- einuðu þjóðanna kom saman til fyrsta fundar síns í Jerúsalem í dag. Formaður nefndarinnar, sem er sænskur, flutti útvarps- ræðu við það tækifæri, og fór fram á samstarf allra Palestínu búa. Sagði hann, að nefndin væri komin til landsins til þess að kynna sjer allar hliða'r Pale- stínumálsins og vildi hún því hafa sem nánast samband við landsbúa. — Reuter. Kommúnistar bera úbyrgð ú nii- urgreiislu 40 vísitölustiga UM FÁTT hefir kommúnist- um orðið tíðræddara en þá reg- inheimsku, að halda dýrtíðinni niðri með greiðslum úr ríkis- sjóði. Þjóðviljinn hefir ekki einu sinni átt orð til að lýsa þessari fjarstæðu, og hefir þess vegna fengið sjerstakan teikn- ara í lið með sjer til að útmála hana enn þá átakanlegar. Kommúnistar eiga mestan hlut að því, sem þcir ávíta harðast Að svo vöxnu máli er þess- vegna ekki furða þó að mörgum þeim, er trúa kommúnistum, hafi komið á óvart skýrsla sú, sem viðskiftamálaráðuneytið nýlega birti um þessi efni. Samkvæmt skýrslu ráðuneyt isins sannaðist, að núverandi ríkisstjórn hefir að vísu aukið niðurgreiðslur á vöruverði svo, að nemur 16 vísitölustigum. Þ. e. a. s. vísitalan mundi nú vera 326 í stað 310 stiga, ef þessar aðgerðir núverandi stjórnar hefðu eigi komið til. — En auk þessara 16 stiga er vöru verð borgað niður sem nemur 40 vísitölustigum. Þær niður- borganir áttu sjer stað áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum, og voru þess vegna gerðar af fyrverandi stjórn, þar sem kommúnistar áttu sæti. Kommúnistar bera þess- vegna samskonar ábyrgð á niðurborgun á vöruverðinu, sem svarar þessum 40 vísitölu- stigum, eins og núverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á þeim niðurgreiðslum, er hafa átt sjer stað frá því að þeir tóku við völdum. Er skynsamleg ástæða fyrir snúningi kommúnista? En hvernig stendur á því, að kommúnistar töldu ekkert at- hugavert, þó að vísitölunni væri með greiðslum haldið niðri um 40 stig? Þeir ljetu sjer ekki nægja, að telja þetta ekkert at- hugavert, heldur studdu þeir með veru sinni í fyrrverandi stjórn beinlínis að því, að þess- ar stórkostlegu niðurgreiðslur ættu sjer stað. En nú ætla þeir að tryllast yfir að bætt er við þeirra eigin 40 stiga niður- greiðslur svo að nemur 16 stig- um. Venjulegum dauðlegum mönn um er óskiljanlegt, að slík- ur skilsmunur verði einmitt við töluna 40. Að hagsmunir verka- lýðs og alþjóðar krefjist þess, að borgað sje niður upp að þeirri tölu, en síðan gangi land- ráðum næst og algerum svikum við almenning, ef greidd eru niður nokkur stig þar fram yfir. Óþarft er að leita nokkurar skynsamlegrar skýringar á þess ari hugarfarsbreytingu komm- únista. Hún er ekki til. Niðurgreiðslur neyðarúrræði. Ástæðan er einfaldlega sú, að meðan kommúnistar voru við völd, þótti þeim ekki henta, að atvinnurekstur landsmanna stöðvaðist sannanlega fyrir þeirra tilverknað. En nú þegar þeir hafa tekið upp hatramma og lúalega Ærast yfir, að 16 stig- um er bætt við stjórnarandstöðu, eru slík hug- tök eins og ábyrgðartilfinning, ekki að þvælast fyrir þeim. Nú stefna þeir víss vitandi að sem víðtækastri atvinnustöðvun. Hitt er annað mál, að niður- greiðslur dýrtíðarinnar, er mik ið neyðarúrræði. Þær eru að- eins nauðvörn til að forðast annað ennþá verra. Utgerðin stöðvast ef ekki borgað niður. Fyrrverandi ríkisstjórn var samt síður en svo ámælisverð, þótt hún á þenna veg borgaði dýrtíðina niður. Ef það hefði ekki verið gert mundi vísitalan þegar núverandi stjórn tók við völdum, í upphafi febrúarmán- aðar, hafa numið 350 stigum í stað 310. Fiskábvrgðarverðið handa bátaútvegsmönnum var miðað við, að vísitala hjeldist 300 stigum. Með vísitölunni ’310 telja þeir mikla örðugleika á útgerð sinni, þrátt fyrir alla ríkisábyrgð. Margsannað er, að hvort held ur miðað er við vísitölu 300 eða 310, er framleiðslukostnaður á fiskiafurðum íslendinga, öðrum en síldarafurðum, svo gífurleg- ur, að langt fer fram úr heims- — Póliand Framh. af bls. 1 —Sanok—Przemysl—Hrubies- zow. í Zamose var krökkt af her- mönnum, sem voru búnir pólsk um einkennisbúningum og sum ir þeirrá töluðú prýðilega rússn esku, en slælega pólsku. Rússar cg Tjekkar með. Bardagar þessir hafa staðið yfir síðan skæruliðarnir drápu Swiervzewsky, hershöfðingja, vara landvarnamálaráðherra Póllands við Sanok þ. 20. mars s. 1. Það er vitað, að Sovjetstjórn- in og tjekkneska stjórnin hafa samvinnu við pólsku stjórnina í þessum aðgerðum. Óstaðfestar frjettir herma, að þúsundir fjölskyldna hafi verið fluttar nauðugar úr suðaustur hluta Póllands til norðlægari og vestlægari hjeraða. -----» ♦ ♦ ...- Neifa að segja upp samningum Þórshöfn, miðvíkudag. Frá frjettaritara vorum. Á FUNDI í Verkalýðsfjelagi Þórshafnar er halöinn var 13. þ. m. var að viðhöfðu nafna- kalli neitað að segja upp kaup- samningum fjelagsins. Gegn uppsögn samninganna greiddu atkvæði 41, en méð uppsögninni 4. markaðsverði. Ef engar vörur hefði verið greiddar niður, svo að hin sanna vísitala hefði kom ið í ljós, þ. e. a. s. 350 stig, er þessvegna mjög hætt við, að lítið hefði orðið úr útgerð landsmanna á þessu ári enn sem komið er. Og því fremur mundi stöðvun útgerðarinnar leiða af vísitölu 366. Alvaran hulin. Þegar á þetta er litið er skilj- anlegt, að reynt hefir verið allt frá árinu 1943, að standa á móti gengdarlausum vexti dýrtíðar- innar með niðurgreiðslum á vöruverði úr ríkissjóði. En auð- vitað er þetta neyðarúrræði. Þetta er aðeins gert á meðan önnur úrræði finnast ekki. Aðalgallinn á þessu bráða- birgðaúl.’ræ'íi er pá, aP með þessu er dulið hið raunveru- lega ástand dýrtíðarmálanna fyrir almenningi. Menn ætla í fljótu bragði, að verðbólgan sje miklum mun minni en hún raun verulega er. Þegar af þeirri á- stæðu er skýrsla viðskiptamála- ráðuneytisins nú mjög þakkar- verð og mun áreiðanlega verða til að vekja marga til umhugs- unar um þessi mál. KR vann Víking með 2:1 ÞRIÐJI leikur Knattspyrnu- mót Islands fór fram í gær á milli KR og Víkings. Vann KR með 2:1. Strax á fyrstu mínútu leiks- ins skoruðu Víkingar mark. Vilberg Skarphjeðinsson gerði það með góðu skoti eftir ágætt upphlaup. Síðan gerðu KR- ingar allharða hríð að marki Víkinga, sem litlu síðar hófu ákafa sókn og sýndu þá oft ágætan leik. En svo nokkru eftir miðjan hálfleikinn tókst vinstra innherja KR að „kvitta“ og tæpum tíu mínút- um síðar skoraði Óli B. annað mark KR-inga. Síðari hálfleikurinn stóð þeim fyrri langt að baki. Leik- urinn var oft harður og heldur leiðinlegur og lítið um góðan samleik. Enda tókst hvorugu liðinu að skora. Lá yfirleitt meira á Víking, en markmaður þeirra varði með ágætum og virtist mun öruggari en Anton í KR-markinu. En hann mætti losa sig betur við knöttinn. í hálfleik fóru nokkrir ung- lingar að leika sjer á vellinum og virtúst kunna því illa að fá ekki að vera þar óáreittir. Það væri fróðlegt að vita í hvaða menningarlandi slíkt gæti skeð í aðal knattspyrnukepni lands- ins — öðru en íslandi. — Þorhjörn. Svíar unnu Dani með 4:1 I Kaupmannahöfn í gær. Frá frjettaritara vorum, FJÖRUTÍU þúsund áhorfend ur voru á knattspyrnulandsleikn um milli Dana og Svía, sem fór fram hjer í Kaupmannahöfn í gær. Svíar unnu leikinn með 4:1. í fyrri hálfleik 3:0, en 1:1 í síðari. Er langt síðan Danir’ hafa beðið annan eins ósigur. Dönsku blöðin viðurkenna öll yfirburði Svíanna, og segir Socialdemokraten, að sænska landsliðið hafi leikið eins og bestu atvinnumenn. Karl Aage Hansen skoraði mark Dananna, Nýft leynivepn Auckland í gær. BRETAR eru búnir að finna upp nýtt leynivopn, sem taliði er nálgast atómsprengjuna, hvað kraft snertir. Tilraurárnar hafa farið fram um þetta í Nýja Sjálandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Svo mikil leynd hvílir yfip öllum framkvæmdum, að hin-< um 170 starfsmönnum, sem að þessu vinna, hefur ekki verið skýrt frá neinum smáatriðurrj viðvíkjandi þessu. — Tilraunir þessar byrjuðu á stríðstímanum, en eru nú fyrst að komast á hæsta stig. Tilraununm stjórnar próf, Leech, sem kennir verkfræði við háskólann í Auckland. Kemsley. Orðuveitingar 17. júní FORSETI ÍSLANDS he.fur þ, 17. júní sæmt eftirgreinda máls metandi og landskunna menn og konur riddarakrossi fálkaorði unnar: Forseta sameinaðs Alþingis, Jón Pálmason frá Akri, rithöf- und frú Ingunni Jónsdóttur frá Kornsá, fríkirkjuprest Árna Sigurðsson, skipstjóra Jónas Jónasson, yfirdýralækni Sigurði E. Hlíðar, óperusöngvara Einar Kristjánsson og fyrrverandi al- þingismann Hákon Kristófers- son í Haga. Þá hefur forseti íslands einnig í dag sæmt eftirgreinda menn og konur fálkaorðunni, svo sem hjer segir: Prófessor John Hellström 2 Stokkhólmi og dr. Henry Godd- ard Leach, heiðursforseta AmerS can-Scandinavian Foundation, stórriddarakrossi og sendiherra frú Laura Finsen og rektor Walter E. Holmstedt við Stock- holms Tekniska Institut ridd- arakrossi. Prófessor Hellström veitti forseta íslands fulla heilsubót, en orðuveitingin til prófessors- ins er jafnframt viðurkenning; við sænsku læknastjettina. Dr, H. Goddard Leach hefur sýnt íslenskum fræðum og málefn- um mikinn áhuga í áratugi. —» Sendiherrafrú Laura Finseni hefur verið við hlið manns síns í starfi hans að utanríkismál- um landsins, í meira en áratug, Rektor Walter E. Holmstedt' hefur greitt mjög götu ís- lenskra námsmanna í Svíþjóð, (Frjettatilkynning frá orðurit- ara). ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.