Morgunblaðið - 19.06.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
Þ J OÐHATIÐ ARRÆÐ A for-.
Atistan- eða SA-gola, Smá-
skúrir síðdegis, annars úr-
komulaust.
„Egill Skalla-
grímsson ‘ kom
ígær
FJÓRÐI nýsköpunartogarinn
sem byggður er í Bretlandi
sigldi fánum skreyttur inn á
ytri höfn milli klukkan sex og
sjö í gærkveldi. Þessi togari
heitir Egill Skallagrímsson RE
105 og er eign h.f. Kveldúlfur.
Egill Skallagrímsson er
byggður eftir sömu teikningu
og hinir fyrri nýsköpunartog-
arar sem komnir eru. Innrjett-
ing skipsins er þó nokkuð öðru-
vísi en hinna togaranna m. a.
er neðri lúkarinn þrefaldur í
stað þess að vera einfaldur.
Hvítur eru fyrir 42 skipverja.
Egill Skallagrímsson lagði af
stað frá Hull s. 1. laugardag en
kom við í Shields til þess að
taka oiíu, en þaðan var hann
84 klst. til Reykjavíkur.
Skipstjóri á Agli Skallagríms
syni verður hinn þjóðkunni sjó
sóknarmaður Kolbeinn Sigurðs
son. Hann hefir verið skipstjóri
á Kveldúlfstogaranum Þórólfur
frá því að fjelagið keypti skip-
ið. Fyrsti stýrimaður verður
Eyjólfur Ólafsson og fyrsti vjel-
stjóri Jóhann Jónsson.
*■ ■' - -.. ■■ - ———— +
[ Afurðasalan
Lúðvík Jósefsson al-
j þingismaður birtir í
j Þjóðviljanum s I. þriðju
j dag mjög villandi frá-
j sögn um sölu íslenskra
j afurða. Lætur hann t. d.
j svo sem nær aliur hrað-
j frysti fiskurinn sje seld
j ur, en þegir um, að sala
j hans er skilyrði bundin,
j þannig að ekkert verð-
j ur úr henni, nema unt
j sje að afhenda síldarlýsi
j með. Veit þessvegna
enginn fyrr en að síld-
arvertíð lokinni, hversu
mikið raunverulega er
selt. Þá segir hann mjög
villandi frá sölu á salt-
fiski, en af honum hef-
ir enn ekki selst nema
■jþriðjungur framleiðslu
og langt undir ábyrgð-
arverði. Alrangt er sagt
frá ísfiskmarkaðinum
og svona mætti lengi
telja. Loks er þess að
geta, að enn er ekki bú-
ið að undirrita við-
skiptasamninga nema
við Breta eina, þó að
vonir standi til, að fleiri
samningar verði undir-
ritaðir þessa dagana.
Jafnskjótt og sjeð er
fyrir endan á þeirri
samningagerð mun birt
verða heildarskýrsla
um þessi mál og mun
þá því miður koma á
daginn, að útlitið er
langt frá því að vera
eins gott um þau og
j Þjóðviljinn vill nú vera
134. tbl. — Fimmttidagur 19. júní 1947
Fjallkonan
Frú Alda Möller er var Fjallkonan á þjóðhátíðardeginum.
Myndin er tekin í Aiþingishússgarði. Frásögn af Iiátíðarhöld-
unum er á 5. síðu. (Ljósm. Morgunblaðsins).
Synodus hefs! í dag
KLUKKAN eitt eftir hádegi
í dag hefst hin árlega presta-
stefna íslands, hjer í Reykja-
vík, með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni. Sjera Björn Magn-
ússon docent þjónar fyrir altari,
en sr. Eiríkur J. Eiríksson á
Mýri í Dýrafirði stígur í stól.
Klukkan 4 í dag hefst svo
prestastefnan í kapellu Há-
skólans. Að því loknu mun
biskupinn yfir Islandi ávarpa
prestana og flytja skýrslu um
störf kirkjunnar á liðnu syno-
ári.
í kvöld flytur sr. Sigurður
Guðmundsson prestur á Grenj-
aðastað erindi fyrir almenning
í Dómkirkjunni, en erindið
nefnir hann Lúthersk játning
og eining kirkjunnar.
32,006 fonna hval-
veiðiskíp
BRETAR eiga nú í smíðum
hvalveiðiskip, sem verður um
leið fljótandi verksmiðja, sú
stærsta af þeirri gerð, er nokkru
sinni hefir verið byggð í heim-
inum. Verður skipið 32.000 tonn
og er ráðgert að gera skipið
út frá Argentínu, en veiðar mun
það stunda í Suðurhöfum.
3 Ferðaskrtfsfofu
ferðir
ÞÓRSMERKURFERÐ hefst
kl. 3 e. h. á laugardag. Ekið í
Húsadal í Þórsmörk. Tjaldað
þar. Á sunnudag gengið um
mörkina. Farið í Stórenda og
gengið á Valahnúk. Á heim-
leiðinni verður Stakkholtsgjá
skoðuð. Komið heim á sunnu-
dagskvöld. í sambandi við bif-
reiðaferðir inn á Þórsmörk skal
þess getið að leiðangur var
gerður út 17. þ. m. til þess að
athuga möguleikana á því, hvort
hægt væri að komast með góðu
móti leiðina inn á Þórsmörk í
bifreiðum. Kom það í ljós að á
sterkbyggðum, háum bifreið-
um með drifi á fram- og aftur-
hjólum er vel / mögulegt að
komast þessa leið. Og hefur
Ferðaskrifstofan þar með á-
kveðið að efna til helga- og
sumarleyfisferða inn á Þórs-
mörk í sumar.
I-Iekluferð hefst einnig á laug
ardag kl. 3 e. h. Ekið að Næfur-
holti. Gengið síðan að eldstöð-
unum. Komið til baka á sunnu-
dagskvöld.
Þriðja íerðin sem Ferðaskrif-
stofan efnir til um þessa helgi
er Kleifarvatns- og Krísuvíkur-
ferð. Farið á stað á laugardag
kl. 2 e. h. 1
Ungur maður
íerst aí
voðaskoti
Húsavík, miðvikudag.
Frá frjettaritara vorum.
Á MÁNUDAGSKVÖLD vildi
það hörmulega slys til hjer í
Húsavík, að ungur maður varð
fyrir voðaskoti og beið hann
samstundis bana af.
Maður þessi hjet Karl Parmes
son til heimilis hjer í bænum.
Hafði Karl farið út á sjó ásamt
tveim unglingum og höfðu þeir
meðferðis byssu. Byssan var
hlaðin er þeir lögðu hana frá
sjer í bátinn. Er þeir komu að
landi reið skotið af og fór í
gegnum höfðu Karls og beið
hann þegar bana af.
Fullu nafni hjert hann Karl
Valdimar. Foreldrar hans voru
hjónin Parmes Sigurjónsson og
Helga Karlsdóttir er lengi
bjuggu að Ketilstöðum á Tjör-
nesi, en þau eru nú flutt hing-
að til Húsavíkur.
Eldur í háspennu-
sföð
UM helgina kom upp eldur í
háspennustöð fyrir skálahverf-
ið í Knox Kamp og urðu mikl-
ar skemdir í stöðinni af völdum
eldsins.
Þegar slökkviliðsmenn komu
þangað vestur eftir var skáli
sá er háspennustöðin er til húsa
í, alelda. Ætluðu slökkviliðs-
menn þegar að ganga til verks,
því láðst hefir að setja einhver
merki á skála þennan er gefa
til kynna að hættulegt sje að
fara þangað inn. Fólk í skálum
þarna í kring vakti athygli
slökkviliðsmanna á þessu og
töfðust þeir því við starf sitt.
Lífshættulegt var fyrir þá að
dæla vatni þangað inn meðan
hvorki meira nje minna en 6000
volta spenna ljek þar um alla
rafmagnskapla.
Lögleg presfkosn
ing í Grímsey
LAUGARDAGINN 7. júní
fór fram prestkosning í Gríms-
eyjarsókn í Eyjafjarðar-pró-
fastsdæmi. Umsækjandi var
einn^ sjera Robert Jack.
Atkvæði hafa nú verið talin
á biskupsstofunni í Reykjavík.
Á kjörskrá voru samtals 50
kjósendur og af þeim greiddu
36 atkvæði. Var kosningin því
lögieg. _
Minni smjörskamtur
í Danmörku
K.höfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
STJÓRNARBLAÐIÐ „Köben
havn“ spáir því, að danska
stjórnin neyðist til að lækka
smjörskammtinn úr 36 í 30 gr.
j á dag. Þá getur og verið, að
minka verði sykurskammtinn.
seta íslands er á 7. síðu blaðs-
ins.
Bæjarsfjórnarkosn-
ing á Sauðárkrók
6. júlí
Frá frjettaritara vorum
FYRSTU bæjarstjórnarkosn-
ingar á Sauðárkróki fara fram
þann 6. júlí n.k. — Fram hafa
komið fjórir listar. Efstu menn
listanna eru:
A-listi, listi Alþýðuflokksins,
þeir Magnús Bjarnason, Krist-
inn Gunnlaugsson og Erlendur
Hansen. B-listi, listi Framsókn-
arflokksins, á honum eru: Guð-
mundur Sveinsson, Friðrik Han
sen og Þórður Sighvats. C-listi,
listi Sósíalista: Skafti Magnús-
son, Hólmar Magnússon og
Hólmfríður Jónsdóttir. Listi
Sjálfstæðismanna verður D-list-
inn og eru framboðsmenn hans:
Eysteinn Bjarnason, Guðjón
Sigurðsson og Sigurður Þ.
Jónsson.
Hreppsnefnd var skipuð tveim
Alþýðuflokksmönnum, einum
Framsóknarmanni, einum Sósíal
ista og þrem Sjálfstæðismönn-
um.
Heillaóskaskeyli
17. júní
FORSETA ÍSLANDS bárust
á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,
eftirfarandi heillaóskaskeyti:
Frá Shvernik, forseta æðsta
ráðs Ráðstjórnarríkjanna:
,,í tilefni af hátíðisdegi þess-
um, sem haldinn er til minn-
ingar um stofnun frjáls lýðveld-
is á íslandi, móttakið herra íor-
seti hinar einlægustu árnaðar-
óskir mínar.
Shvernik, forseti Æðsta ráðs
Ráðstjórnarríkjanna".
Frá forseta Bandaríkjanna:
„Á þessu minningardegi stofn
unar íslenska lýðveldisins, er
mjer ánægja að senda yðar há-
göfgi og íslensku þjóðinni bestu
óskir mínar og árnaðaróskir
Bandaríkjaþjóðarinnar.
Harry S. Truman“.
Frá forseta Frakklands:
„Á þjóðhátíðardegi Islands
sendi jeg yðar hágöfgi mínar
bestu óskir um velgengni lands
yðar og heill íslensku þjóðar-
innar.
Vincent Auriol“.
Forseti íslands hefur þakkað
kveðjur þessar.
+----—--------------------*
íslandsmel í
lOOm.hlaupi
A 17. júní mótinu setti
Finnbjöm Þorvaldsson, ÍR,
nýtt Islandsmet í 100 m.
hlaupi. Hljóp á 10,7 sek.,
og hefir enginn Evrópu-
maður náð betri tíma en
það í ár. Þetta var einnig
besta afrek 17. júní móts-
ins og hlaut Finnbjörn
fyrir það „Konungsbikar-
inn“.
Þá setti boðhlaupssveit
ÍR nýtt íslandsmet í 1000
m. boðhlaupi á 2.02,5 mín.
Nánari frásögn af mót-
inu verður að bíða vegna
þrengsla í blaðinu. ,
».—■■■ - - - ■ M