Morgunblaðið - 19.06.1947, Page 5
5
Fimmtudagur 19. júní 1947 MORGUIIBLAÐIÐ
ÞÚSUNDIR REYKVÍKINGA
tóku þátt í þjóðhátíðinni 17.
júní.
Veður var þó ekki sem ákjós-
anlegast. Allan daginn gekk á
jneð skúraleiðingum. Það virtist
þó ekki aftra bæjarbúum frá
þátttöku.
HÁTÍÐASVIPUR
Á BÆNUM.
Um allan bæ voru fánar við
hún og hjer í Miðbænum hafði
yerið komið fyrir tugumí fána-
stanga. Skip hjer í höfninni
yoru öll fánum skreytt stafna á
milli. Hátíðahöldin hófust um
klukkan eitt eftir hádegi við
Austurvöll og lauk þar um kl.
3. Varð þá hlje á þar til klukk-
an 8 um kvöldið að þau hófust
að nýju suður í Hljómskála-
garði. Þjóðhátíðinni lauk með
almennum dansi á Fríkirkju-
yegi og var dansað fram á nótt.
Þó loft væri grátt er Reyk-
yíkingar vöknuðu að morgni
Þjóðhátíðardagsins, var mikill
hátíðablær yfir öllu. Skipin hjer
l höfninni voru fánum skreytt
stafna í milli og hvarvetna voru
menn að draga fána við hún við
hús sín. Þá settu börnin sinn
svip á bæinn, er þau prúðbúin
gengu með litla fána niður í
Miðbæ.
yiÐ AUSTURVÖLL.
Fyrri hluti þjóðhátíðarinnar
hófst með því að skrúðganga
bæjarbúa lagði af stað frá Há-
skólanum rjett um klukkan eitt.
Fyrst gekk Lúðrasveit Reykja-
víkur er Ijek göngulög undir
Stjórn Klahns, en á eftir henni
komu skátar er mynduðu Fána-
borg íslenskra fána. Því næst
komu fjelög iðnaðarmanna,
íþróttafjelaga og hverskonar
fjelagssamtaka hjer í bænum.
Gengið var nlður að Austur-
velli. Var þar mikill mannfjöldi
samankomin. í Dómkirkjunni
flutti vígslubiskup sr. Bjarni
Jónsson messu. Var kirkjan
þjett skipuð, en komið hafði
verið fyrir hátalara utan á Idrkj
unni, svo þeir sem ekki gátu
komist inn mættu hlýða mess-
itigningin skyggði nokkuð
á ánæju bæjarbúa
Þessar þrjár myndir eru teknar á þjóðhátíðinni hjer í bænum. Neðst til vinstri sjest Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri ávarpa mannfjöldann í Hljómskálagarðinum. Neðst til hægri sjest
fánaborgin á Austurvelli. Efst til vinstri er b oðhlaupssveit ÍR er sigraði á 17. júní mótinu
og efst til hægri Karlakór Reykjavíkur sýngur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Fremst á
myndinni er Guðmundur Jónsson söngvari.
una. Einar Kristjánsson óperu- j hennar blómsveig er tvær ný-' urðssonar, sem þjóðarforingja
söngvari, söng einsöng við mess útskrifaðar stúdinur báru á 0g stjórnmálaskörungs. ________ Þá
una. I milli sín. Lúðrasveitin ljek nú vjek hann að okkar Unga lýð-
Er skrúðganga hafði numið þjóðsönginn, en fánaberar heils- veldi. Komst hann þá m.a. svo
staðar í Kirkjustræti og fána-1 u^u með fánum sínum. | ag Qpðþ ag lei3 hins unga end-
berar mynaað fallega fánaborg1 ^r þessari virðulegu athöfn urborna íslenska lýðveldis er
á stígunum yfir Austurvöll, hóf var lokið gekk fram á svalir }e;g lýðræðis og þingræðis. Leið
Sveinn Björnsson forseti ís- þinghússins Fjallkonan, en að þgss til frama og fullkomnun-
lands mál sitt af svölum Al- pessu sinni var það frú Alda ar er h]0mlegt atvinnulíf, fje-
þingishússins. Ræða íorseta er Möller leikkona, og ávarpaði lagslegt öryggi og menning. —
birt á 7. síðu hjer í blaðinu. Er 'lun mannfjöldann. j f>að þarf að treysta og öryggja
forseti hafði lokið máli sínu Þá flutti ræðu Stefán Jóhann grundvöll hins íslenska lýðveld
gekk hann ásamt Síeíáni Jóh. Steíánsson, forsætisráðherra. is, en bægja frá þeim áhrifum
Stefánssyni að styttu Jóns Sig- Forsætisráðherra hóf mál sitt er veikja hann og feyskja, sagði
urðssonar og lagði við fótstall með því að mii-nast Jóns Sig- forsætisráðherrann.
Nú var lokið þeim þætti há-
tíðahaldanna, sem fram fór við
Austurvöll. Skrúðganga íþrótta-
manna gekk undir fánum suður
á íþróttavöll. Staðnæmst var við
leiði Jóns Sigurðssonar, en þar
lagði varaforseti bæjarstjórnar,
frú Auður Auðuns blómsveig,
en karlakórar sungu.
t HLJÓMSKÁLAGARÐI.
Hlje varð nú á hátíðahöldun-
um þar til klukkan átta um
nvöldið, er þau hófust að nýju
í Hljómskálagarðinum. Lúðra-
sveitin ljek nokkur lög. Þar suð-
ur frá hafði verið gerður stór
pallur og var hann. skrýddur
hvítum, bláum og rauðum borð-
um. Er Lúðrasveitin hafði lok-
ið leik sínum flutti Jakob Haf-
stein, formaður Þjóðhátíðar-
nefndar setningarræðu hátíða-
haldanna, en að henni lokinni
söng Tónlistarfjelagskórinn und
ir stjórn V. Urbantschitsch.
Þessu næst flutti Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri ræðu
og komst hann svo að orði:
RÆÐA BORGARSTJÓRA.
í DAG minnumst vjer þriggja
ára afmælis lýðveldisins íslands
og 136 ára afmælis Jóns for-
seta Sigurðssonar. Lýðveldið og
Jón Sigurðsson eru tengd svo
órjúfandi böndum, að það var
ekki að ófyrirsynju, að fæðing-
ardagur forsetans var valinn til
þess að stofna lýðveldið. Enginn
maður af íslensku bergi brotinn
hefur verið mikilhæfari en
hann. Enginn átt slíkan þátt í
alhiiða endurreisn og vakningu
þjóðarinnar. Jón Sigurðsson var
eitt af mikilmennum þessa
heims. í persónu hans voru
steyptir saman vísindamaður,
stjórnvitringur og mannvinur,
alhliða vitsmunir og glæsi-
menska. En mikilmenni eru
tvennskonar. Þegar veraldarsag
an hermir frá þeim, er mikil-
menska þeirra oftast fólgin í
fádæma dugnaði við landvinn-
inga og leifturstríð, í atorku
við að brjóta undir sig lönd og
Framh. á bls. 8
Mannfjöldinn lilýðir á söng og íæðuliökl í Illjómskáiagarði að kvöldi þjóðhátíðardagsins. (Ljósm. Morgunblaðsins).