Morgunblaðið - 19.06.1947, Page 6

Morgunblaðið - 19.06.1947, Page 6
6 MORGUWBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. júní 1947? i^~n 'rra ;») ,n Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Skuggar ÞEGAR íslendingar halda hina árlegu hátíð sína, til að fagna fengnu frelsi og sjálfstæði, grípa kommúnistar tækifærið, til að minna á stefnu sína og statf. Þetta er vel við eigandi. Þannig fóru þeir að á þriðjudaginn var. Þeir ættu á næstu árum að halda uppteknum hætti. í upphafi þjóðhátíðarhugvekju Þjóðviljans er minst á flugvallarsamninginn við Bandaríkin. Þar er það í þúsund- asta sinn gefið í skyn, að með samningnum sje flugvöllur- inn gerður að mikilvægri árásarstöð á vinveitt ríki komm- únista. Allir sem læsir eru á íslandi vita þó m. a. að samn- ingurinn er í gildi, á meðan Bandaríkin hafa hersetu í Þýskalandi, en fellur úr gildi, þegar þeirri hersetu er lokið. Menn þurfa að vera nokkuð áttaviltir í landaskipun- ínni, ef þeir halda, að íslands sje nær vinaþjóðum komm- anna, en Þýskaland. En ef blað kommúnista heldur þessu fram, þá munu sanntrúaðir fylgismenn þeirra vera skyld- ugir til að trúa því, sem öðru, sem þar er sagt. ★ Höfundur hátíðargréinarinnar í Þjóðviljanum þykist vera áhyggjufullur yfir því, að skuggi hvíli yfir sjálfstæði íslendinga. Það má til sanns vegar færa. Dimm ský hvíla á þessum tímum ekki aðeins yfir sjálfstæði lands vors, heldur yfir lýðræði, frelsi og sjálfstæði ýmsra Evrópu- þjóða. Þau dimmu ský eru öll af einum uppruna. Þau stafa frá áhrifum og starfi kommúnistanna. í hvérju landi af öðru, þar sem kommúnistar komast til nokkurra verulegra valda, og fá að koma því fram, sem þeim sýnist og er í samræmi við vilja þeirra og stefnu, endurtekur sama sagan sig. Þeir grafa undan lýðræði þjóðanna. Völdin eru dregin úr höndum kjósendanna. Þar sem kosningar fara fram undir áhrifavaldi kommúnista, eru kjósendurnir ýmist kúgaðir til þess að kjósa eftir því sem kommúnistar vilja vera láta, ellegar kosningarnar eru blátt áfram falsaðar kommúnistum í vil. Teknar eru upp skefjalausar árásir á alla andstæðinga kommúnista í löndum þessum. Þeir, sem líklegastir eru til þess, að veita öflugt viðnám, gegn ofbeldi og kúgun, eru ýmist teknir fastir og þeim varpað í fangelsi, ellegar þeir eru látnir hverfa frá heimilum sínum á næturþeli. Ritfrelsi, fundafrelsi, málfrelsi, skoð- anafrelsi er afnumið. En öll ofbeldisverkin sem kommún- istar fremja eru, gerð undir því yfirskyni, að verið sje að bjarga þjóðunum og koma þeim á rjettan kjöl(!) ★ Það eru ekki aðeins skoðanirnar, og stefnan, sem hinir islensku kommúnistar fá, og taka við, og læra eins og páfagaukar, frá hinum erlendu yfirboðurum sínum. Þeir jeta upp falsið og blekkingarnar, eins og haft er fyrir þeim í öðrum löndum. í hvert sinn, sem skuggar ofbeldisins færast yfir eitt- hvert þjóðland Evrópu, ljósta íslenskir kommiánistar upp fagnaðarópum, yfir því, að nú sje komin ein þjóðin í við- bót, sem hlotið hefir þau örlög, er þeir óska, að komi yfir land okkar og þjóð fyrr enn síðar. Dæmin eru nærtæk frá skrifum Þjóðviljans um atburðina í Ungverjalandi. ★ Þegar hinir íslensku kommúnistar þykjast vera boðber- ar frelsisins, unnendur lýðræðis, og kjörnir frumherjar sjálfstæðis, þá gera þeir sig að athlægi fyrir öllum hugs- andi mönnum. Eftir því sem þeir endurtaka slíkar blekk- :ngar sínar oftar, eftir því verða þeir lítilmótlegri í augum allra hugsandi manna. Og það kemur berar í Ijós, að sá skuggi kommúnistaofbeldisins, sem nú grúfir yfir mörg- um Evrópuþjóðum, er kominn spölkorn uppyfir sjóndeild- arhringinn með okkar þjóð. 1 Þeim skugga verður eklii eytt, nema með því eina móti, áð áhrif kommúnista, áhrif ofbeldisunnendanna hverfi úr þjóðlífi voru. DAGLEGA LÍFINU Kirkjan og þjóðin. HVAÐ ætli það sjeu margir Islendingar, sem koma ekki í kirkiu nema tvisvar á æfinni? — Daginn sem þeir eru fermd- ir og daginn, sem þeir eru born ir til grafar. Ef til væru tþlur um þetta myndi margur undrast, því það eru furðanlega margir af þeim, sem kalla sig kristna, sem aldrei koma í guðshús nú til dags. Margir munu ypta öxl- um yfir þessum bollalegging- um og telja þær harla lítils virði og ekki skifta máli. En meiri hluti þjóðarinnar mun þó gera sjer ljóst, að heilbrigt og traust kirkju- og trúarlíf í landinu er sá máttarstólpi að velferð og framtíð þjóðarinnar, sem síst.má bresta. • Kirkjan á marga keppinauta. KIRKJAN á marga keppi- nauta, sem berjast um hylli fólksins og þó einkum unga fólksins, — þess hluta þjóðar- innar, sem kirkjan þyrfti þó helst að hafa áhrif á og kenna guðsótta og góða siði. Um margra ára skeið hefir verið unnið að því markvisst, að draga úr trúaráhuga æsk- unnar. I kennarastjett eru margir menn, sem vilja afnema kristnifræðikenslu í skólunum. — Skemtanalífið dregur unga fólkið að sjer frá kirkjunum. • Kemur til kasta prestanna. í DAG koma klerkar íslands saman á prestastefnu til að ræða áhugamál sín og velferða mál kirkjunnar. — Það er mest undir prestunum komið hvern ig trúarlífið og kirkjusókn er í landinu á hverjum tíma. Þeir verða að finna ráð til þess, að hæna fólkið að kirkjum sín- um og undir starfi þeirra er það komið hvort kirkjurnar standa auðar, eða ekki. Klerkar landsins verða að gera sjer ljóst, að framtíð kirkj unnar hjer á landi er undir því komin hve góð ráð þeir finna til að hæna fólkið til sín. Sennilega þurfa prestarn- ir að taka upp nýjar aðferðir, sem samræmast kröfum tím- ans. Auglýsinga- og áróðurs- aðferðin er mikið notuð til að vinna hylli almennings við hverskonar málefni. Sennilegt að kirkjan geti ekki gengið framhjá þeirri „ áhrifamiklu nútímaaðferð, frekar en aðrir, sem vilja ná eyrum almenn- ings. Fjársöfnun Hringsins. — FJÁRÖFLUNARAÐFERÐ Hringkvenna til barnaspítala- sjóðsins, sem nýlega er hafin með auknum krafti með því að safna styrktarfjelögum, gengur bæði vel og illa, segir frú Guð- rún Geirsdóttir, sem er ein af þeim konum, sem sæti eiga i f j áröflunarnefndinni. Það gengur vel að því leyti, að öllum lýst vel á þessa að- ferð. en færri gerast styrktar- fjelagar en vonast hafði ver- ið eftir. Hugmyndin var ein- mitt sú, að sem flestir gætu tekið þátt í að koma barna- spítalanum upp, án þess að seilst væri of djúpt ofan í pyngju hvers og eins. • Nafnlausi styrkt- arfjelaginn. „OKKUR þykir sjerstaklega vænt um eina gjöf“, segir frú Guðrún, ,,sem okkur barst á dögunum. þótt hún falli að nokkru leyti utan þess ramma, sem við' höfum sett okkur. Hring'num barst fyrir nokkru nafnlaust brjef með 100 króna framlagi og fylgdi sú orðsend- ing, að að öllu forfallalausu myndi sama upphæð berast mánaðarlega næstu þrjú ár. „Þenna góða gjafara höfum við skírt „nafnlausa styrktar- fjelagann“. En minna má líka gagn gera en að gefa á við tólf manns, því við förum ekki fram á annað af þeim, sem vilja gerast styrktarfjelagar, en að hver og einn greiði 100 krónur á ári i þrjú ár, eða 300 krónur í eitt skifti fyrir öll“. • Leyfið börnunum að vera með. í SAMBANDI við styrktar- fjelágasöfnun Hringsins hefir mjer komið til hugar, að nú væri einmitt ágætt tækifæri til að leyfa börnunum sjálfum að vera með í því, að koma upp barnaspítala. Það mætti gera með þeim hætti, að foreldrar eða ættingjar barna greiddu fyrir þau styrktarfjelagaár- gjöld. Það mætti gera við ýms tækifæri, t. d. afmæli, þegar barn fæðist, eða það er fermt. Böi'nin hefðu gaman af því síð ar meir þegar barnaspítalinn er kominn upp, að vita af því, að þau voru þátttakendur í að koma því húsi upp. — • Perlaii; . NÝJASTA SKÁLDSAGA John Steinbecks, Perlan, er komin út á íslensku. Það er fengur að þeirri bók, því þótt sagan sje stutt er hún mjög eftirtektarverð og vel skrifuð. Hún segir frá fátæku perlu- fiskarahjónunum, sem fundu dýrmætustu perlu heimsins og hvernig fór fyrir þeijn. — Um leið og sagan er hrífandi, er hún í rauninni dæmisaga. — Það er eftirtektarvert, að bókaútgáfan Helgafell gefur þessa bók út á íslensku áður en hún er komin út í bókarformi í heimalandi höfundarins og að hún er gefin út í mjög ó- dýrri útgáfu. Jeg spái því, að fáar bækur verði meira lesn- ar og meira umtalaðar, sem gefnar eru út á þessu sumri, en Perla Steinbecks. — „Glanna stæll“. VINKONA MÍN á tvítugs- aldrinum fræðir mig jafnan á helstu nýyrðum unga fólksins í þessum bæ. -— Það er svo ein- kennilegt með þessi nýyrði, að það er eins og enginn viti hvað an þau koma, eða hvert þau fara. Málhreinsunarfólki hlýt- ur að hrylla við, að heyra þessi orð. en alt kemur fyrir ekki. Kosturinn við nýyrðin er, að þau lifa stutt, þótt þau sjeu á allra vörum. En»það var vin- kona mín og nýyrðið. Jeg var að tala við hana úti á götu, er ein blómarós gekk framhjá í fínasta pússinu sínu. — „Hvernig lýst þjer á hana þessa?“ spurði jeg. „Glanna stæll“. svaraði sú stutta. „Dansaðirðu á götunni þann seytjánda?“ „Það var nú meiri glanna stællinn“, hvað aftur við. MEÐAL ANNARA ORDA . . . . Spámettnirnir Ef!ir Raymond Moley. UM ALLAN heim eru menn að spá því, að kreppa sje fram- undan í Bandaríkjunum. — Þessir spádómar eru settir fram. á öllum tungumálum, allt frá kínversku til gaelisku. Sumir eru daufir í dálkinn, en aðrir Ijóma af ákafri eftirvænt ingu. Margir bíða eftir hruni í Bandaríkjunum með hugar- fari hrædýrsins, bíða eftir að geta lagst á líkið. Þesis hugsunarháttur hefur verið mjög ríkjandi frá styrj- aldarlokum, og hann minnir töluvert mikið á manninn, sem fylgdist með circus um alla Evrópu og horfði á hverja éin- ustu sýningu. „Jeg vil vera við staddur þegar ljónið etur tamn ingamann sinn“, sagði hann. Búast við kreppu. Margt í afstöðu Sovjetríkj- anna gagnvart friðarmálunum er hægt að skýra með því, að þau búast við mikilli kreppu í Bandaríkjunum. Þar með telja Rússar útilokað, að um frek- ari lán frá Bandaríkjunum eða efnahagslega samvinnu við þau geti orðið að ræða. Fjár- málaráðunautur Stalins, Eug- ene Varga, hefur nú í hálft ann að ár verið að spá þessari kreppu. Um daginn tók Pravda í sama streng. Bí»ndariskur kommúnistaþingmaður sagði nýlega í ræðu, að hann byggist við kapitalistisku hruni innan fárra mánaða. Nokkrir hagspekingar í Bandaríkjunum. sem fyrir nokkrum vikum voru í óða önn að spá erfiðum tímum fram undan, hafa nú snúið baki við grátmúrnum. Aðrir þrýsta sjer fastar að múrnum og veina hærra. Spámenn. Það er að vísu ekki á mínu valdi að setja fram gagnstæða spádóma. En það þarf ekki spá mann til að vera tortrygginn gagpvart spádómum hagspek- inga. Og leikmaðurinn hefur rjett til þess að vera tortrygg- inn. Starfsaðferðir margra þess ara spámanna eru auðlærðar. Einn sá afkastamesti, sem nú hefur hlotið viðurkenningu, ungaði út svo mörgum spá- dómum, að ekki varð hjá því komist, að einn þeirra rættist. Ef menn óttast einhverja hættu verða þeir síður fyrir tjóni frá henni, því að þá vara menn sig á henni. Franih. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.