Morgunblaðið - 19.06.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.06.1947, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. júní 1947 Frá Hutl M.J. „6REBBESIR00M" fermir í Hull 25—26. þ. m. EINARSSON, ZOÉGA & Co. hf Hafnarhúsinu, Símar: 6697 & 7797 Asbjörnsons ævintýrin. — Ógleymanlegar sögur Sígildar bókmentaperlur. barnanna. ■HtfMirioMiiiiiiinininia ijenv nlfítn tiOÍPUV fffjnnwttfi 38(1) — Meðal annara orða Framh. af bls. 6 En nú sem stendur virðist engin hætta vera í aðsígi, og því getur verið að hún skelli því voðalegar á, þegar hún kemur í ljós að lokum og brjóti þá allt niður. Þannig hugsa og vona þeir sem vilja Bandaríkj- unum verst. En Bandaríkin koma með staðreyndirnar móti slíku þvaðri. B. M. Baruch lýsti því yfir eftir nákvæma rannsókn, að á fjármálalífi okkar eru engir ágallar, sem ekki mætti bæta úr með meiri framleiðslu. Undirstaða fjármálanna. Lögmálið, sem hann vill fylgja. er þetta. Ef menn ætla að lifa sæmilegu lífi, verða þeir að framleiða meira en þeir eyða. Fjármálin geta ekki byggst upp af peningum eða gulli eingöngu. Peningarnir eru aðeins tæki til að auðvelda viðskiftin, en bæði atvinnulíf og fjármál hljóta að byggjast upp fyrst og fremst af framleiðsl- unni. Fjármálaöngþveitið í Eng- landi um 1925 hefur oft verið kennt því, að hætt var við gull trygginguna. Ytra virtist það þannig, en ef grafist er fyrir þetta. kemur í ljós, að aðalor- sökin var ekki sú, heldur að- ins hitt, að England hafði þá dregist aftur úr í iðnaðarfram-/ leiðslunni og hafði enga aðstöðu til að vinna sig upp. Einn1 bandarískur fjármálamaður á að hafa sagt: „Við getum ekki fengið kreppu yfir okkur jafn vel þótt við reyndum til þess“. Þó þetta sje vitanlega ýkjur, þá er þó víst, að engir af þess- um körlum, sem hatast við Bandaríkin, geta spáð krepp- una yfir okkur. JT _____ Jt HATIÐAHOLDIN Duglegur umboðsmaður getur fengið umboð fyrir hið þekta firma okkar. Lítið eitt af minnismerkjum þegar komið til Reykjavíkur. Upplýsingar um banka óskast. P. Shannongs Monumentforretning 0. Farimagsgade 42 Köbenhavn 0. Gistihúsið á Laugarvatni vantar þrjár starfsstúlkur. viðtals á Njálsgötu 3. Kl. 11- — Gistihússtjórinn er til -12 og 16—18, sími 4487. Framh. af bls. 5 þjóðir og traðka á rjetti ann- ara. Þetta er gömul saga þeirra, sem stjórnað hafa hrunadansi hejmsveldanna um aldaraðir. En svo er til önnur tegund mik- ilmenna, sem vinnur sitt stóra starf fyrir frelsi, menningu og umbætur, án þess að troða öðr- um um tær, án þess að mylja einstaklinga eða þjóðir undir fótum sjer. Til þeirra telst Jón Sigurðsson. Lífsstarf hans var fólgið í því þrennu, að vekja þjóðina, að telja í hana kjark og að leiða hana og leiðbeina. Á öllu þessu er þörf í dag. Ef vjer reynumst trúir hug- sjónum Jóns Sigurðssonar heiðr um vjer best minningu þess manns, sem mikilhæfastur hef- ur verið allra þeirra, er þjóð- málum hafa sint á íslandi að fornu og nýju. Vjer minnumst stofnunar hins íslenska lýðveldis fyrir þrem árum. Um það hafði verið deilt, hvenær skyldi slíta sam- bandinu við Dani og stofna lýð- veldið. En þótt sundrungin hafi lengstum verið landlægur sjúk- dómur hjer, tókst í þessu máli að senda út á sextugt djúp sund- urlyndisfjandann, og að ná samkomulagi allra alþingis- manna og svo að segja allrar þjóðarinnar. Öllum umheimi var sannað, að íslenska þjóðin vill vera sjálfstæð og engum öðrum háð. Vjer íslendingar veröum að vera sjálfstæðir, það er óað- skiljanlegur þáttur af tilfinn- inga- og vitsmunalífi voru. ■—- Sjálfstæðið er oss tilfinninga-, hugsjóna- og hagsmunamál. En að sjálfstæði voru og grundvelli þess, íslensku þjóð- inni, steðja og hafa steðjað ýms ar hættur. Ein þeirra grúfði yfir þessum degi í fyrra. Kröfur er- lends stórveldis um herstöðvar voru þá uppi og það mál óleyst. Ef vjer hefðum látið undan þeim óskum, hefðum vjer ekki ráðið öllu landi voru sjálfir, og sjálfstæðið verið skert. En þjóð- in reis gegn þessu og mótmælti nær einum rómi. Það mál var leyst á viturlegan hátt. Það vanst hvorttveggja, að vjer losnuðum við allan erlendan her af íslenskri grund, öðluðumst aftur full yfirráð landsins og hjeldum fullri vináttu við mesta lýðræðisríki heims. En grundvallarskilyrði þess, að vjer varðveitum sjálfstæðið er sívakandi skilningur á þýð- ingu hins íslenska þjóðernis. Það er hið sjerstaka þjóðerni vort, tunga, saga, menning, sem skapa oss tilverurjett sem sjálf- stæðri þjóð. Ef það glatast, er og sjálfstæðið glatað. Fyrsta skyldan er þar gagn- vart íslenskri tungu. Ástkæra, ylhýra málið ,allri rödd fegra, er einstætt meðal þjóða, fyrir þá sök, að það hefur haldist nær óbreytt í meira en eitt þúsund ár. Skólarnir, blöðin, tímaritin og alþjóð manna hafa ríkar skyldur gagnvart tungunni og því mega menn aldrei gleyma hversu þýðingarm. varðveisla hennar er fyrir verndun sjálf- stæðis og þjóðernis. Vjer þurf- um að taka upp í öllum skólum landsins æfingar og kenslu í framsögn, ræðuhöldum, skýrum framburði, til þess að tryggja verndun hinnar fögru tungu, sem skáldið sagði að ætti orð til um alt sem er hugsað á jörðu. Eitt af táknum þjóðernis og sjálfstæðis er íslenski fáninn. Um leið og lýðræðið var stofn- að reis upp þjóðarhreyfing í fánamálinu. Þúsundir íslend- inga fengu sjer fána og fána- stengur og draga hinn fagra þrílita fána að hún á hátíðar- dögum þjóðarinnar. Fyrsta em- bættisverk forseta íslands 17. júní 1944 var það að staðfesta fyrstu fánalögin sem vjer höf- um eignast. íslenski fáninn er tákn og boðberi íslensks full- veldis heima og heiman, hann minnir oss á skyldurnar við ættjörðina. Stundum heyrist því hampað, að þjóðrækni og ættjarðarást sje skaðleg friðsamlegri sam- búð þjóða og ein orsök styrj- alda. Ef þjóðræknin lendir í öfgum yfirdrottnunar og á- gengni, er hún háskaleg. En engin þjóð hefur sannað eins skýrt og íslendingar, að þjóð- ernis- og sjálfstæðiskend er ekki háskaleg friði mannkynsins, heldur lyftistöng andlegra og efnalegra framfara. Þessi dagur er minningardag- ur um leiðtogann mikla, Jón Sigurðsson. Þessi dagur er fagn- aðarhátíð íslenskrar alþjóðar um sigur sjálfstæðisbaráttunn- J ar. Og hann er dagur heitstreng inga um að vernda og virða lýð- veldið, þjóðernið, tákn þess og tilveru. SÖNGUR, GLÍMA OG DANS. Næst söng karlakórinn Fóst- bræður undir stjórn Jóns Hall- dórssonar við mikinn fögnuð á- heyrenda. Þó fór fram bænda- glíma. 14 glímumenn tóku þátt í henni. Gert hafði verið ráð fyrir að þeir Guðm. Ágústsson glímukóngur úr Ármanni og Friðrik Guðmundsson glímu- kappi úr K.R. yrðu bændur, en þeir forfölluðust. í þeirra' stað voru bændur Tryggvi Haralds- son úr Ármanni og Guðmundur Guðmundsson úr KR. — Meðan glíman fór fram var nokkur rigning og því illa stætt á glímu palli. Helgi Hjörvar skrifstofu- stjóri lýsti glímunni og þótti öll um hin mesta skemtun af, því Helgi var að vanda óspar á brandarana. — Þessari bænda- glímu lauk svo með því að Tryggvi Haraldsson fór með sigur af hólmi, en Guðmundi tó'kst þó að leggja Tryggva. Nú gekk upp á pallinn Karla- kór Reykjavíkur er söng nokkur lög undir stjórn Sigurðar Þórð- arsonar. Einsöngvari var lúnn þjóðkunni söngvari Guðmundur Jónsson. Er Karlakórinn hafði lokið söng sínum söng Þjóðkór- inn undir stjórn dr. Páls ísólfs- sonar, en mannf jöldinn tók und- ir a. m. k. að einhverju leyti. Er kórinn hafði lokið söng sínum var klukkan langt gengin 11. Meðan hátíðahöldin höfðu farið fram þarna í garðinum hafði rignt nær því viðstöðu- laust, en nú var rigningin hætt. Ljek nú Lúðrasveitin nokkur lög, en því næst hófst flugelda- sýning. Sýningin tókst mjög vel en henni hefði mátt vera betur stjórnað, því oft lá við að slys hlytist af er spíturnar úr flug- eldunum komu niður á Frí- kirkjuveginn og Skothúsveginn, en þar voru þúsundir bæjarbúa á gangi. Þetta fer betur næst. Er flugeldasýningunni var lokið hófst dans á Fríkirkjuvegi og ljek átta eða níu manna jazz- hljómsveit undir stjórn Bjarna Böðvarssonar. Hljómsveitin var á upphækkuðum palli við barna skólann. Þótti öllum mjög gam- an að heyra til hljómsveitarinn- ar enda voru í henni margir af bestu jazzhljómlistarmönnum bæjarins. Óþekta stúlkan: Drottinn minn, þú hefir lokað hurðínni, alveg eins og þeir gera í kvikmyndunum. ÍKalli: Þú sagðist hafa sjeð mig myrða Pleed í ■kvöld. Hvernig ætlarðu að sanna það? Stúlkan: •Jeg hefi sönnunargögnin hjerna í töskunni. Jeg var viðstödd, þegar þú myrtir hann. Þegar þú fórst, tók jeg brjefið, sem þú ljest Pleed skrifa. Þú neyddir hann til að skrifa undir brjefið, þar sem sagt var, að Corrigan væri að neyða út úr honum peninga. Ef brjefið verður ekki póstað í kvöld, getur þetta mistekist hjá þjer. Kalli: Þú ert ekkert illa gefin, góða mín. Hvað tekurðu fyrir að setja brjefið í póst?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.