Morgunblaðið - 04.07.1947, Side 2

Morgunblaðið - 04.07.1947, Side 2
1 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. júlí 1947 || Kommúnistar reyna hvar- vetna að komast i stjórn Hafa allsstaðar reynst á einn veg ÞAÐ ER einkennileg tilvilj- un hvernig farið hefur um vist kommúnista í ríkisstjórnum alls staðar þar, sem frjálsræði er. Eftir það að ^þjóðleg sam- vinna hafði Víðsvegar komist á, til að hrinda af sjer erlend- um kúgurum, voru víða gerðar tilraunir um það, í vestlægum löndum, að taka kommúnista með í ríkisstjórnir. — Slíkar tilraunir voru gerðar 1 Frakk- landi, Ítalíu, Belgíu og e. t. v. víðar. Samskonar tilraun hjer á Is- landi þekkjum við öll. AUssta'ðar reynst óstarfhæfir. Hvarvetna hefur raunin orð ið sú, að tilraun þessi hefur farið út um þúfur. Kommún- istar eru enn aðeins í stjórn í jþeim ríkjum, sem næst liggja Rússlandi eða austan við járn- tjaldið eru. Þær vonir, sem menn tengdu við samvinnu kommúnista hafa hvarvetna brugðist. Þeir hafa alls staðar reynst vera ó- .samstarfshæfir. Sagan er í öllum löndum hin sama. Aðrir flokkar hafa mjög gjarnan viljað vinna með kom- múnistum. Menn hafa gert sjer grein fyrir því, að mörg mál- efni yrðu miklu auðleysanlegri, ef samvinna kommúnista feng- :ist heldur en ella. Þetta kemur af því, að kom- múnistar hafa í bili víðsvegar :náð miklum áhrifum hjá verkalýðnum, en við hann vilja allir skynibornir stjórn- málamenn hafa sem besta sam- vinnu. Hafa margir ætlað að auðveldasta leiðin til hennar væri að hemja kommúnista til skaplegs samstarfs. Það hafa þess vegna ekki aðeins verið frómar óskir heldur brýn nauðsyrr, sem hefur rekið menn til þessarar samvinnu. En því merkilegra og lærdómsrík- ara er að hún hefur hvergi getað haldist. Ofmetnaður kommúnista hindrar skaplegt samstarf. Ástæðan til, að þannig hefur farið, er þó ekki sú, að viljann ihjá samstarfsmönnunum hafi skort til að reyna í lengstu lög að gera gott úr samstarfinu og láta það haldast, ef nokkur kost ur væri. Þvert á móti. Víðsveg- ar hafa menn lagt sig í líma til að fullnægja dutlungum kom- múnista og ekki sagt skilið við jþá fyrr en í fulla hnefana. En þetta hefur hvergi stoð- að. Framkoma kommúnista hef ur alls staðar reynst slík, að engum hefur verið vært í sam- vinnu við þá. Þeir hafa talið styrkleika sinn vera svo mik- inn,. að þeim væri allir vegir færir. Þeir gætu sett öllum öðrum kosti, þannig að aðrir yrðu í einu og öllu að hlýðnast sjerkreddum þeirra. Við íslendingar þekkjum þetta frá framkomu kommún- ista í sambandi við samninginn um Keflavíkurflugvölinn og síðan úr stjórnarsamningunum í vetur. Um margra mánaða skeið leituðu allir hinir flokk- arnir ákaft eftir samvinnu við kommúnista og töldu ekkert fært, nema þeirra atbeini kæmi . til. Stjórn kömst ekki á fyrr en kommúnistar höfðu sett sig úr leik. Þetta varð til þess, að frekja og ofmetnaður kommúnista óx dag frá degi. Þeir gerðu svo frá leitar kröfur, að jafnvel þeir, sem lengst vildu ganga til sætt- argerðar við þá, töldu sjer of- boðið og neituðu öllum skiftum við þá gegn þvílíkum skilyrð- um. Menn gerðu það vissulega ekki að gamni sínu, að sækjast svo mjög eftir samvinnu við kommúnista, heldur stafaði það af því, að menn gerðu sjer ljóst, að örðugleikar myndu verða á því um sinn, að stjórna land- inu án þeirra samvinnu. En sú samvinna var ekki fáanleg með neinu skaplegu móti, heldur settu þeir sig sjálfir úr leik með ofboðslegum kröfum og fullkominni tvöfeldni í samn- ingagerð. Afleiðing þess varð sú, að hinir flokkarnir á skammri stundu náðu sam- komulagi sín á milli. Ætla að hræða þjóðina til hlýðni. Kommúnistar reyna auðvitað með hegðun sinni nú, að gera þessum samtökum þjóðarinnar um löglega stjórn í landinu án kommúnista, erfitt fyrir. Það er ekki annað en allir bjuggust við og auðvítað hljóta þeir örð ugleikar að koma hart niður á þjóðinni í heild, því að það er hún, sem kommúnistar ætla nú að hræða til hlýðni. í þeirri viðureign geta kom- múnistar samt aldrei unnið nema stundarsigur, því að henni getur ekki lyktað nema á einn veg. Þjóðin er að vísu seinþreytt til vandræða og vildi forðast þau í lengstu lög, enda vissi hún, að hún mundi hljóta margan óþægilegan skell af kommúnistum. En baráttan er svo mikilsverð, að hún hvorki má nje getur endað með ósigri þjóðarinnar. Þjóðin hlýtur að sigra að lokum Þetta getur orðið löng hríð, þar sem á ýmsu kann að velta. En með einstökum stundarfyr- irbrigðum verður ekki leidd til lykta viðureignin um það, hvort lítill hópur eða meiri hluti þjóðarinnar skuli ráð’a í stjórnmálum Islendinga. Þar er lokasigur þjóðarinnar öruggur og frá því markmiði mun aldrei verða hvikað. En því minni ástæðu höfum vjer íslendingar til að hvika í þessu, sem barátta okkar er hin sama og allra annara þjóða gegn kommúnistum. Ail- ar þær þjóðir, sem upp tóku samvinnu við kommúnista um stund, hafa neyðst. til að hverfa frá henni vegna ofboðslegs framferðis þeirra. Og í öllum þessum lönd um mun baráttunni hvergi lykta, þó að kaflaskifti kunni að verða, á annan veg en þann, að lýðræðið, sem þessar þjóð- ir börðust fyrir í ófriðnum, verði ofan á í þeirri viðureign, sem nú stendur yfir. Reyna að ná fótfestu á ný. Kommúnistar gera sjer þetta ljóst. Þess vegna reyna þeir að rugla sem mest um hvað er barist og keppa þess vegna ekki að því opinberlega í bili, að reyna að kollsteypa sjálfu þjóðskipulaginu, þó að það sje einmitt það, er þeir fyrst og fremst vilja feigt, heldur er fyr irætlun þeirra nú sú, að reyna að: komast inn í ríkisstjórnir í sem flestum löndum. I öllum þeim löndum, þar sem þeir hrökluðust burt vegna frekju sinnar, gera þeir nú ofsa legar tilraunir til að ná þátt- töku í völdunum á ný. Þetta hefur hvergi 'tekist enn fyrir þeim og mun ekki takast neins staðar til lengdar. En það er ekki aðeins í þessum löndum, sem slík viðleitni af þeirra hálfu er uppi, heldur er einnig víða annarsstaðar. Afgreiðslan á kommúnistum nllsstaðar hin sama. Fregnir frá Norðurlöndum herma t. d., að kommúnistar þar geri nú ofsalegar tilraunir til að ryðjast inn í þær stjórnir, sem þar sitja, eða velta þeim, svo að nýjar stjórnir með þeirra þátttöku verði settar á stofn. Afgreiðslan, sem kommúnistar fá, er hvarvetna sú sama, alls staðar nema í Finnlandi, sem um þetta hefur auðsæja, og því miður skiljanlega, sjerstöðu. Hinar þjóðirnar vilja hvergi hafa með kommúnista að gera og hafa þær þó ólíkt minna illt áf þeim að segja en við hjer á íslandi, sem urðum að þola svik þeirra við nýsköpunarstjórnina og stefnu þá, er þeir höfðu ver- ið kosnir til að framfylgja. Kommúnistar heyja þess- vegna um þetta vonlausa bar- áttu. Hótanir og frekja munu ekki ryðja þeim til valda á ný. Alger breyting á hegðun og hugarfari þeirra er forsenda fyrir, að þjóðin taki þá í sátt. Hitt er enn óskýrð gáta, sem hjer skal ekki gerð tilraun til að leysa, hvernig á því stend- ur, að kommúnistar reyna svo ákaft í öllum löndum að kom- ast nú í ríkisstjórnir. Hver sem skýringin kann að vera, er meira en ólíklegt, að það sje tilviljunin einber, að slíkar tilraunir eru gerðar í svo mörgum löndum samtímis. Þar eru dulin öfl að verki, sem ann- að hafa fyrir augum en hags- muni þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli. Anton Bolinder stckkur 1,93 m. Skúli Guðmundsson stekkur 1,90 m. í hástökki. Morgunblaðið mun síðar birta fleiri myndir frá mótinu. Valur vann K.R. 2:0 í góðum leik LEIKURINN í gærkvöldi milli Vals og KR var aö mörgu leyti góður og tvímælalaust besti leikur Islandsmótsins til þessa. Samleikur og kriattmeðferð var oft góð, sjerstaklega eí: tekið er tillit til þess, hve hraðinn var mikill. — Leikurinn endaði með sigri Vals, 2:0. Þegar í byrjun var það ljóst, að bæði liðin höfðu fullan hug á að,gera sitt besta. Leikurinn var fjörugur og skiftust liðin á upphlaupum. Þó lá öllu meira á KR, en framlína Vals fylgdi ekki nógu vel eftir og KR markið var aldrei í verulegri hættu. Sóknarlína Vals var þó sú besta, sem fjelagið hefir komið með í ár. Albert, Sveinn og Ellert voru sterku mennirn- ir. Ljek Ellert nú t. d. besta leik sinn í sumar. KR-ingarnir „pressuðu" meira, endókst ekki að skora. Rjett fyrir lok hálf- leiksins fjekk Valur vítaspyrnu á sig. Ólafur Hannesson tók hana, en skaut framhjá. Síðari hálfleikurinn stóð þeim fyrri ekki að baki í byrj- un. Upphlaupin gengu á víxl og voru þau oft vel upp bygð. Á 19. mínútu kom svo fyrsta markið. Albert skoraði óverj- andi með fallegu skoti, eftir að Ellert hafði gefið prýðilega fyrir. KR-ingarnir sóttu nú í sig veðrið og hjeldu upp ákafri sókn, mestan þann tíma, serrt eftir var, en um verulega gó5 markskot var ekki að ræða, þð á því væri undantekningar, t, d. er Ari skaut föstu skoti rjettj fyrir ofan slána. Þeir reyndi| meira að þvæla í gegn, en allax* marktilraunir fóru út um þúf-» ur. — Valsmenn náðu sjer ekki aft-» ur verulega á strik, fyrr en á tveimur síðustu mínútum leiksi ins. Á 44. mínútu gaf Sveinnt knöttinn fram til Alberts, sem sendir hann í annað sinn í net- ið. Og þannig endar leikurinn, 2:0. 2:1 hefði kannske ekki verið ósanngjarnari úrslit, erí sigurinn var skilyrðislaust Vals megin. Baldur Möller dæmdi leik- inn. Hann dæmdi, eins og aðrir dómarar hjer, eftir „horna“- kérfinu enska, þar sem fullt tillit ber að taka til línuvarða. Þeír virtust aftur á móti ekkí vera vel öruggir með eftir hvaðai reglum nú er farið, er- dæmgi skal rangstæðu. — Þorbjörn, j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.