Morgunblaðið - 04.07.1947, Page 6

Morgunblaðið - 04.07.1947, Page 6
 MORGTTIfBL A»IÐ Föstudagur 4. júlí 1947 I í t Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Vonandi ekki íleiri torfærur á leiðinni til Reykholts ÞAÐ ER sjaldgæft, að almenningur fordæmi svo gersamlega sjálfkrafa og á svipstundu, verknað eins og raunin hefur orðið á um bann Dagsbrúnarstjórnarinnar við, að stytta Snorra Sturlusonar væri sett á íslenska grund. Hugsanlegt var, að menn segðu sem svo: Hvað er að fást um þetta. Margskonar óþægindi hljóta ætíð að leiða af verkföllum. Og ekki skifta afdrif einnar styttu miklu máli miðað við alt það fjárhagstjón, sem leitt hefir af verkfallinu. Atvinnurekendur hafa þegar beðið mikið pen- ingatap. Þúsundir verkamanna hafa mist atvinnutekjur sínar um mánaðartíma. Ríldveiðarnar, sem eiga að standa undir mest öllum þjóðarbúskap íslendinga þetta árið, eru settar í hættu. Alt þetta eru afleiðingar verkfallsins, sem kommúnistar stofnuðu til af pólitískum hvötum en ekki með hag verkamanna fyrir augum. Hverju máli skiftir innan um öll þessi vandkvæði, hvað um eina styttu verður? Víst hefði mátt gera ráð fyrir, að sumir hugsuðu svo. En hafi þeir verið einhverjir, þá voru þeir vissulega fáir. Á sama stendur í hvaða stjett menn eru, allir ljúka upp ein- um munni til að víta gerðir stjórnenda Dagsbrúnar. Megin þorri verkamanna í Dagsbrún er ekki síður hneykslaður á þessu en aðrir. Meira að segja mega margir kommúnistar eiga það, að nú segja þeir, að fyrst gangi fram af sjer. Rosknir menn fullyrða, að þeir muni ekki til, að svo almenn gremja sem þessi hafi á örskammri stundu farið sem eldur um sinu um bæinn, síðan danski varðskipsforinginn tók íslenska fánann af báti Einars Pjeturssonar hjer á Reykjavíkurhöfn fyrir nærri 35 árum. En hvernig stendur þá á þeirri hneykslun og reiði, em nú hefir gripið hugi nær allra manna? Sjálfsagt á andúð almennings á öllum tiltektum kommúnista hina síðustu mánuði nokkurn þátt í þessu. En þó að sú andúð sje bæði víðtæk og rökföst í hugum manna, er fordæmingin á þessu tiltæki bæði magnaðri og býr með enn þá fleiri mönnum. Stytta Snorra Sturlusonar gat ekki haft allra minstu áhrif á gang verkfallsins hjer í Reykjavík. Dagsbrún var jafn nærri eða fjarri því að vinna verkfallið, hvað sem um hana varð. Hindrun landsetningar hennar var því tilgangslaust hermdar- verk, sem engum gat orðið til góðs, en hlaut að hafa í för með sjer varanlega skömm þeirra, sem þessu rjeðu og vanvirðu fyrir landsmenn í heild. Kommúnistar mega eiga það, að þeir sjá þetta nú eftir á. Þess vegna reyna þeir að velta skömminni áf sjer og segja nú, að alt sje þetta ríkisstjórninni að kenna. Rökstuðningur þeirra fyrir því er einn hinn furðulegasti, sem nokkru sinni hefir sjest á prenti. Auðvitað er það Þjóðviljinn, sem gefur mönnum kost á að kynnast þessum skýringum kommúnista. Skýring blaðsins er sú, að ríkisstjórnin íslenska hafi af mann- vonsku sinni stillt svo til, að styttan var send með þessari ferð Lyru og þess vegna sje alt hneykslið henni að kenna. Ummæli Þjóðviljans verða ekki skilin á annan veg en þann, að ríkisstjórnin hafi lagt gildru fyrir Dagsbrúnarstjórnina og hún þá ekki látið á sjer tanda að ganga í gildruna og verða sjer svo rækilega til skammar sem henni frekast var unt! Ekki er nú afsökunin burðug. Má segja, að ekki hallist á um mat Þjóðviljans á góðvild ríkisstjórnarinnar og gáfum Dagsbrún- arstj órnarinnar, úr því að blaðið telur þetta sennilegustu skýr- inguna. Hitt þarf ekki að taka fram, að íslenska ríkisstjórnin hafði engin skifti af því, hvenær styttan væri send hingað til lands. Því rjeðu Norðmenn einir og hafði ætíð heyrst, að það yrði gert með fyrstu ferð Lyru hingað að ófriðarlokum, sem og varð. Kattarþvottur Þjóðviljans skolar þess vegna síður en svo skömmina af þeim ráðamönnum Dagsbrúnar, sem ábyrgð bera á þessu frumhlaupi. Vonandi verða þess vegna ekki fleiri torfærur á leið Snorra að Reykholti. Öll þjóðin fagnar hinni miklu hátíð, sem þar er ákveðin við komu hans. Þeim fögnuði veldur bæði sæmdin, sem sýna á Snorra og íslendingum, en þó ekki síður vmátta Norð- manna, er í öllu þessu lýsir sjer íslendingum til handa. Enda er þeirri vináttu ekki beint til einstakra flokka og stjetta á íslandi heldur til allra Islendinga jafnt. ÚR DAGLEGA LÍFINU Á ferðalögum. ÞAÐ ERU margir á ferð og flugi um landið um þessar mundir. Margir geta leyft sjer að ferðast í eigin faratækjum nú orðið, en fleiri eru þeir, sem verða að kaupa sjer far með almenningsvögnum. Það skeð- ur margt á langri leið oft á tíð- um. Stundum er ferðin skemti- leg og oft leiðinleg. Það fer mik ið eftir því hvernig ferðafje- lagarnir eru. Fólkið kemur í almenningsbílana úr öllum átt um og þekkist venjulega ekki. Fyrst í stað er kyrð og þögn í bílnum, en svo tekur einhver lágið og aðrir taka undir, eða einhver skemtilegur náungi er með, sem þekkir umhverfið, sem ekið er um og segir frá því. • Hvað má gcra í almenningsbíl? HVERNIG EIGA menn að haga sjer í almenningsbílum? Um það spyrja margir. í raun- inni er víst engin regla fyrir því, nema að haga sjer kurteis- lega. Það getur verið ágætt að syngja, en er líka drepleiðin- legt, þegar hver syngur með sínu nefi eða skifta sjer í marga flokka með sitt hvert lagið. • Engin regla. ÞViÐ GETUR verið gaman að einum náunga, sem hrýtur eða talar upp úr svefni, eða öðr- um, sem jetur harðfisk við bíl- veiki. Það fer alt eftir „stemn- ingunni“ í það og það skiftið. Háværir og fyndnir náung- ar, sem alt vita eru undir flestum kringum stæðum hin mesta pest í bíl, en þó getur það líka verið misjafnt. — Það er með öðrum orðum erfitt, að gefa reglur um hegðun í al- menningsbílum. Hvað heitir bærinn? HJER ÁÐUR fyr þegar ferð- ast var um landið fótgangandi eða á hestum, kyntust ferða- menn hverjum bæ, sem þeir fóru fram hjá og mundu nöfn á þeim. Eftir að bílarnir komu til sögunnar hefir örnafnaþekk ingu hrakað til muna og ferða- menn þekkja ekki lengur nema bæ og bæ á stangli á þeirri leið, sem þeir fara um. Jafnvel bílstjórar, sem aka almenningsvögnum. þekkja ekki bæina og er lítil aðstoð í að spyrja þá. En flestir ferða- menn eru þannig gerðir, að þeir vilja vita hvað bæir og sjer- kennilegir staðir, sem verða á leið þeirra, heita. • * Skilti með bæja- nöfnunum. í NOKKRUM sveitum lands ins hafa bændur tekið sig til og sett skilti með nöfnum bæja sinna við þjóðveginn. Þetta er góður siður og gagnlegur. í Biskupstungunum eru t.d. mjög smekklegum skiltum komið fyrir við nokkra bæi og er mun ur að ferðast þar um, eða á þeim stöðum, sem ómögulegt er að átta sig. Þetta er eins nauð- synlegt og sjálfsagt og t. d. leið armerkin á þjóðvegunum. * Þurfa ekkert að skammast sín fyrir. FÆSTIR BÆNDUR þurfa nokVið að skammast sín fyrir bæi sína og nöfn þeirra. Þeir, sem ferðast hafa um sveitir landsins munu hafa tekið eftir því hve sveitabæirnir hafa tek- ið miklum stakkastkiftum hin síðari árin. Víða hefir verið bygt myndarlega og annars- staðar hafa gömul hús verið máluð. Túnið og umhverfi bæj- arins er vel hirt og það sem kemur manni til að hlýna um hjartaræturnar, það er komin flaggstöng á hvern einasta bæ í heilum hjeruðum. • Kunna sig illa í þrengslum. ÍSLENDINGAR eru vanir því að h^ifa hátt yfir höfði sjer og vítt til veggja í fjallasölum sínum. í þúsund ár hefir það verið svo. Jslendingar kunna illa við sig í þrengslum og margmenni og kunna heldur ekki að haga sjer þar sem svo er ástatt. Það er ekki víst að margmennið eigi endilega illa við bá, en þeir kunna bara ekki reglurnar. Þetta sjest vel núna á Land- búnaðarsýningunni. Þótt hús- kynni sjeu þar ekki fyrir dverg vaxna menn eina saman. þá er þar venjulega svo margt um manninn, að það verða þrengsli, ef ekki er gætt varúðar. • Standa eins og glópar. UNDANFARNA DAGA hefir mátt sjá sýningargesti Land- búnaðarsýningarinnar standa eins og glópa á miðju gólfi. Konur og karla vera að rabba saman, takast í hendur og jafn- vel kyssast af eintómri gleði yfir. að hafa. En hinir, sem hafa viljað kom ast leiðar sinnar hafa orðið að troðast fram hjá, ýta og bölva. Þetta er- alveg eins og með bílstjórana, sem nema staðar á miðri fjölfarinni umferðagötu og fara að rabba við kunningja sína á meðan löng bílastroll- an fyrir aftan þá gargar og baular. . Nei, það er ekki hægt að segja að margmennið eigi við okkur. «"■' - " - ,«»— — - r ■■ I ' I MEÐAL ANNARA ORÐA .... Austrænar aðlerdir í Unaverjalandi í ÁTÖKUNUM, sem urðu í Ungverjalandi er kommúnistar voru að sölsa völdin undir sig notuðu þeir margar ofbeldis- aðferðir. svo sem að mynda sína eigin dómstóla, sem dæmdu þá sem með þurfti til dauða eða langrar fangelsis- vistar. Nýlega hafa borist nákvæm ari frjettir til landsins og kem ur bá í ljós að þeir hafa not- að ýmsar enn svívirðilegri að- ferðir og sýnist það vera verst, að þeir hafa tekið smábörn sem gísla. Hjer fer á eftir lýsing á at- burðunum, sem er tekin úr Newsweek. Kyrrð ríkti í landinu!!? 7. júní, þegar hinn nýi for- sætisráðherra, Lajos Dinnyes, stóð upp til að halda ræðu, lýsti hann yfir undrun sinni vegna þess uppsteits, sem valda taka kommúnista í Ungverja- landi hafði vakið um allan heimv Kyrrð ríkir í landinu, sagði hann, allt sem skeð hef- ur er að skift hefir verið um tvo menn í ríkisstjórninnk En sannleikurinn var sá, að meir? en 5000 leiðtogar flokka sem ekki vildu elta kommún- ista, hafa verið handteknir og þar á meðal voru minsta kosti sex af aðalleiðtogum smábænda flokksins, sem raunar hafði hreinan méirihluta við síðustu kosningar í landinu. Pyndingar og barnarán. Ritari flokksins, Bela Ko- vacs. hefur eftir nýjustu frjett- um, látist úr hungri í fangelsi. Borgarstjóri Budapest, Joseph Kovaco var skotinn. Bela Varga fyrverandi forseti ungverska þingsins, flýði til Austurríkis. Ferenc Nagy, sem var forsætis- ráðherra sat í Sviss með syni sínum ungum, Lacika, sem nú var loks kominn til föður síns, og það verður að segja, að hann hafi sloppið frekar vel, saman- borið við suma aðra. Aðferðin sem kommúnistar höfðu til að láta hann segja af sjer forsæt- isráðherraembættinu var, að þeir tóku Lacika litla sem gísl og tilkyntu föður hans, að hann þyrfti litlar vonir áð gera sjer um að sjá hann framar í þessu lífi, ef hann segði ekki þegar í stað af sjer. Nv kosningalög eru nú smíð- um í Ungverjalandi. Munu kommúnistar strika 500.000 kjósendur út af kjörskrám og vona þeir, að þeir hafi þá loks náð hreinum meirihluta við kosningarnar, sem fram eiga að fara j september n. k. Rússneski hernámsstjórinn í Ungverjalandi, Sviridoff. neit- aði algjörlega að leyfa banda- rískum liðsforingja að kanna ungverskt herfylki, sem sögur höfðj,' gengið um að væri nú undir æfingu rússneskra for- ingja. Ástæðan til þessarrar neitunar getur engin önnur ver ið en, að það hefir þá við rök, að styðjast, að ungverski her- inn er nú kominn undir rúss- neska stjórn. Sviridoff neitaði einnig að afhenda Bretlandi og Bandaríkjunum eintak af skýrslu yfir rjettarhöldin gegn Kovacs, sem var dæmdur til dauða. Mont kommúnistanna. Matyas Rakosi, sem er vara- forsaj isráðherra og er foringi Kommúnistaflokksins, stóð á bak við allar hamfarir komm- únist.anna. Hann sagði nýlega, með hreyknisbros á vör: Áð- ur en Bandaríkin gátu þurkað stírurnar úr augum sjer, var öllu lokið. Jæja, sá hlær best, sem síð- ast hlær, og einhvern tíma á sagan eftir að dæma og fella þessa menn. HP'ónaefni. Nýlega hafa op- inbr_að trúlofun sína frk. Stella Jónsdóttir, Laufásvegi 58, .Reykjavík og Mr. Henry Kluck starfsma&ur hjá AOA í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.