Morgunblaðið - 04.07.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1947, Blaðsíða 7
Föstudagiir 4. júli 1947 MORGTJITBLAÐIÐ 11—«1 Tf ÍSLENSKUR LEIKARI í ENGLANDI GUNNAR H. EYJÓLFSSON Jeikari kom til íslands fyrir skömmu, að afloknu leiknámi í Englandi, en fer nú aftur til að vinna við ensk leikhús. Gunnar stundaði nám í 2 ár við Royal Academy of Drama- tic Art, í London, sem er þekt- asti leikhússkóli Breta. Við burt fararprófið hlaut hann marg- háttaðar viðurkenningar fyrir dugnað sinn og hæfileika, meðal annars hlaut hann Shakespeare verðlaun skólans fyrir bestan einstaklingsleik í klassiskum enskum leikbókmentum. Hlut- verkið sem Gunnar ljek var Leartes í einu atriði úr Hamlet, og er þetta í fyrsta skipti í sögu skólans, sem útlendingur hlýtur þessi verðlaun. Gunnar hlaut í sama sinni bestu verðlaunin sem veitt eru, en það er árssamning- ur við Tennant leikhúsahring- inn, sem er stærsta og öflugasta leikhúsasamsteypa Breta. Við keppni í leikstjórn, sem fór fram í skólanum nokkru fyr ir prófið, hlaut Gunnar einnig viðurkenningu, en þá setti hann á svið og stjórnaði 3. þætti úr Fjalla-Eyvindi. Leikendur voru allir enskir nemendur úr skól- anum, nema Gunnar sem ljek Arnes og Þórunn litla, dóttir Jó- hanns Tryggvasonar, sem ljek Tótu. Þátturinn vakti.mikla at- hygli og strax á eftir barst hon- um tilboð um að setja alt leik- ritið á svið í Oxford, sem kynn- ingu á íslenskum bókmentum. Því tilboði hyggst Gunnar að taka svo fljótt sem honum vinst tími til. Okkur þykir öllum mikið var- ið í og vænt úm, þegar landar okkar skara fram úr á ein- hverju sviði, en það hefur Gunn- ar gert með miklum glæsileik. Hjer á eftir fer stutt viðtal, sem frjettaritari blaðsins átti við Gunnar heima hjá honum í Keflavík. — Komstu hingað heim til að eyða sumarleyfi þínu? — Já og npi. Jeg átti hjer ýmsum erindum að sinna, en að- allega kom jeg vegna þess að faðir minn var veikur, og svo átti jeg ekki að byrja að vinna fyr en 1. ágúst. — Hvað ferðu að starfa þeg- ar til Englands kemur? — Þá stendur til að jeg fari í 9 vikna leikferðalag til allra helstu borga landsins, með Noel Coward, í leikriti eftir hann, sem heitir „Present Laughter“. og hef jeg þar gott hlutverk. Að því loknu er gert ráð fyrir, að jeg leiki aðalhlutverkið í sænsku leikriti, sem á ensku er kallað „Frenzy“, en það er eftir kvik- myndinni „Hetz“, sem hjer mun hafa verið sýnd undir nafninu „ 1 mentaskóla". Jeg hlakka mjög til að leika þetta hlutverk, því það gefur mikil tækifæri. Svo var tilætlunin, að jeg tæki námskeið í kvikmyndastjórn, en af því getur ekki orðið að sinni, vegna gjaldeyrisskorts, en tals- verður aukakostnaður er því samfara, en um gjaldeyrisskort okkar þýðir ekki að sakast. Mjer tekst vonandi að komast á nám- skeiðið á næsta ári, ef alt geng- ur vel. Viðtal við Gunnar Hafstein Eyjólfsson Gunnar Hafsíeinn. — Hugsar þú þjer ekki að leika í kvikmyndum? Jú, jeg hefi tvisvar verið í kvikmyndaprófun hjá Riverside Studios í London, en það kvik- myndafjelag er þekt hjer til dæmis fyrir stórmyndina „Síð- asta hulan", sem sýnd var kjer fyrir skömmu. Mjer tókst svo vel með þessar prófanir, að fje- lagið bauð mjer nokkurra ára samning, sem jeg hef hug á að taka þegar samningurinn við Tennant leikfjelagið er útrunn- inn. Riverside fjelagið er gott og þekt f jelag, og einn af aðal- Jeg hafði mjög gott af veru minni í leikskóla Lárusar Páls- sonar, áður en jeg fór út, en þrátt fyrir það dregur ekkert úr aðdáun minni og virðingu fyrir brautryðjendunum, sem hjeldu lifinu í íslenskri leikli'st í meira en 50 ár, við hin allra erfiðustu skilyrði. — Hvenær megum við búast við, að þú komir heim til að ieika hjer á íslensku leiksviði? Jeg veit það ekki. Það getur orðið langt þangað til, því þótt skólanáminu sje lokið, þá er margt ólært ennþá. Jeg finn fyrst vanmátt minn þegar til starfsins og alvörunnar kemur. En þar sem mjer hafa boðist svo mörg freistandi tækifæri, þá finst mjer jeg ekki hafa efni á að neita því að reyna. Jeg er mjög þakklátur öllum, sem hafa stutt mig til að komast þetta á- leiðis, og jeg lít svo á, að jeg bregðist engum, þótt jeg haldi áfram enn um stund að afla mjer meiri þekkingar og reynslu. — Þarft þú ekki að breyta um nafn á ensku leiksviði? — Nei, jeg þarf þess ekki. Englendingum veitist erfit-t að bera fram föðurnafn mitt, Eyj- ólfsson, en jeg heiti tveim nöfn- Af sjónarhóli sveitamanns sem í Reykjavík, mínar bestu kveðj- ur, því á þessum fáu dögum hefur mjer ekki unnist tími til að heilsa þeim öllum nje kveðja. — Finst þjer ekki mikill mun- ur að koma frá stórborginni heim í litlu Keflavíkina? — Að vísu er mikill munur á stærðinni, en norðanrokið og sjóseltuna fæ jeg aldrei í Lon- don og sakna þess oft. Það er gaman að þekkja hvert andlit, ! um, Gunnar Iiafsteinn, og hefur mönnura þess er hinn mikli kvik mjer verið ráðIaSt að nota Þau myndafrömuður A. J. Rank. j eingöngu á bresku leiksviði, og Svo bauðst mjer samningur við mun ^ fara að Þeim ráðum- R. K. O. Radio Picture í Ame-! Er nokkuð sjerstakt “ riku, en sá samningur var til 10 ^u v ilair seS^a ■ ára og mjög bindandi, svo jeg j — Mig langar að biðja þig að hafnaði honum, enda er nú íæra öllum kunningjum minum breska filman að vinna aukið álit um allan heim. -— Hvernig líkar þjer við Eng land og Englendinga? — Mjög vel. Englendingar hafa reynst mjer afar vel, og jeg hef aldrei þurft undan neinu að kvarta. Þjóðin á við marga örðugleika að stríða af völdum styrjaldarinnar, en þeim tekst furðu vel og furðu fljótt að sigr- ast á þeim. — Hvað um íslendinga í Lon- don? j — Það jgg veit best, þá hafa þeir það allir mjög gott. Við konunglega leikskólann stunda nú 5 íslendingar nám, það eru þau Klemens Jónsson, Ævar j Kvaran, Baldvin Halldórsson, ; Einar Pálsson og Steinunn ^ Bjarnadóttir. Þeim sækist námið vel og njóta mikillar velvildar skólastjórans, Sir Kenneth Bar- nes, en hann hefur sýnt okkur íslendingum mikla hjálpsemi. Hildur Kalman, sem er gamall nemandi skólans, er nú að leika við Newquay Reportory leikhús ið og er hún aðalleikkona þar. | -— Hvernig líst þjer á Þjóð- leikhúsið og Ieiklistina heima? I — Það þarf að ljúka við Þjóð- ■ leikhúsið, og íslensk leiklist þarf að fá það alt og óskipt til um- ráða, sem allra fyrst. íslerrsk leiklist er í mikilli framför, og tel jeg það mest því að þakka, að Ieikararnir hafa nú betri að- stöðu til mentunar en áður var. sinn með því að leggja sig einn tíma eftir hádegisverðinn. Er það því reynsla fleiri heldur en Islendinga að vinna megi upp hádegisblundinn og meira en það. ☆ VIÐHORFI sveitamanna og kaupstaðabúa gagnvart sumr- inu og viðíangsefnum þess er ólíkt farið eins og raunar á fleiri sviðum. — I sveitinni þarf að hugsa um hvernig fáar heridur geti komist yfir alla sumar- vinnuna. í kaupstöðunum þarf að leggja niður fyrir sjer hvem- ig á að verja sumarfríinu. Einu sinni fyrir mörgum árum síð- an, kom jeg í afskekta sveit í sláttarbyrjun. Þar hitti jeg gamlan mann, sem spurði mig frjetta úr Reykjavík og m. a. þessa: „Eru þeir ekki farnir að fara í sumarfríið, höfðingjarnir í Reykjavík?" Nú eru það fleiri en „höfðingjarnir", sem fara í sumarfrí, og er það vel. Allir heysgerð og súgþurkun, eru þeir sem kaup þiggja fá f je lög- bændur ennþá svo háðir veður- um samkvæmt, sem þeir eiga að farinu um sláttinn, að hagur | verja til að taka sjer hvíld og þeirra og afkoma getur að veru frí frá störfum og á hverju legu leyti verið undir því komin.1 sumri streymir fólkið út í sveit- Mikil og góð reynsla er nú feng- irnar til að njóta sælunnar þar. in af votheyinu. Samt er það enn ekki orðin almenn heyverk- un í mörgum sveitum. Reynslan af súgþurkuninni er skemmri, en góð það sem af er. Einkum mun hún hafa tekist vel s.l. sumar. Sjálfsagt er það með- fram að þakka, hve þá var þurkasamt, og heyskapartíð með afbrigðum góð. í regluleg- um rosum þarf meira að kosta til (hita loftið), svo að hún gefi góða raun. ★ ÞÓTT SLÁTTURINN sje enn sem fyr kallaður „annatiminn" í sveitunum er hann nú orðið ekki erfiðari heldur en aðrir árs tímar, t. d. vor og haust, þegar NU ER ALIÐIÐ vors og skamt að bíða sláttarins ■—■ bjargræðistímans fyrir bónd- ann. Vorið mun yfirleitt hafa verið hagstætt víðast hvar á landinu að þessu sinni. Enda þótt gróður kæmi í seinna lagi, hefur honum yfirleitt farið jafnt og vel fram, því væta hef- ur verið nóg og kuldar og þurk- ar -— verstu óvinir gróðursins og grassprettunnar — hafa lítið gert vart við sig á þessu vori. Eru því horfur um grasvöxt sæmilegar. Á SPRETTA á túnum og engj- um er annað aðalatriðið, þegar um er að ræða eftirtekjur bónd- ans eftir sumarið. Hitt er svo nýting heyjanna, sem enn er að mestu háð tíðarfari um slátt- inn. Það er eitt af því ömurleg- asta, sem fyrir kemúr í búskapn um, þegar mikið og gott gras verður lítils nýtt í óhagstæðri heyskapartíð. Þrátt fyrir vot- ÞAÐ FER EKKI hjá því að það skapar undrun og óánægju með eigin kjör hjá sveitafólki, þegar það sjer verkafólk og aðra kaupstaðabúa vera að skemta sjer um hábjargræðis- tímann meðan það sjálft er önn- um kafið. Slík fríðindi eru eitt • af því, sem dregur fólkið frá framleiðslunni í sveitinni. Hefur þetta vandamál komið til kasta Alþingis, þegar þar var til um- ræðu frumvarp um ferðasjóð sveitafólks eða eitthvað í þá átt. Mun þar hafa verið lagt til að ríkissjóður veitti styrk sem svaraði 10 kr. til hvers bónda á fjárgeymsla, garðvinna, ávinsla landinu 111 ferðalaSa 1 sumar' og aðrar vor- og haustannir í leyfum‘ Ems °S menn finna er kalla sem mest að í fólksleysinu. Um sláttinn er yfirleitt reglu- bundinn vinnutími. Nema þeg- ar þornar upp í óþurkatíð. Þá vinna allir eins og kraftarnir leyfa og stundum meira en það. Með nútímavinnubrögðum, þar sem maður sjer á götunni | sem nokkur vjelakostur er fyrir hjerna heima ■— því jeg á líka einhverjar góðar endurminning- ar um þau cll. Við óskum Gunnari til ham- ingju með störfin og framtíðina. Það er að vísu leitt, að íslenskt hendi er slátturinn yfirleitt ekki eríið vinna og skemtilegri en öll önnur þegar vel gengur. Á SÁ TÍMI er löngu liðinn og kemur aldrei aftur, þegar staðið leiksvið skuli ekki fá að njóta ^ var vjg siátt og önnur heyverk starfskraíta hans nú þegar, en það getum við verið fullviss um, að þar sem Gunnar fer, þar er góður fulltrúi lanös og þjóðar. Helgi S. Herriol í London London í gærkvöldi. HERRIOT, forseti franska þingsins, er nú í opinberri heim- sókn í London. 1 dag snæddi hann hádegisverð í Bucking- ham-höll í boði Bretakonungs, en í gær hafði hann setið boð hjá Attlee, forsætisráðherra og forseta neðri málsstofu breska þingsins. — Reuter. 114—16 klt. á sóiarhring og jafn- I vel lengur. Má geta nærri að ekki hafa allir gengið rösklega að verki með slíkum vinnubrögð um enda eftirtekjan næsta rýr | öft og tíðum. Þess ber þó að 1 gæta, að fólkið fjekk að leggja sig og sofa stundarkorn um miðjan daginn, enda var það vel i að þeirri hvíld komið. J Var það góður vani að skifta sveíntímanum þannig því að þá hvíldist fólkið betur eiref það hefði tekið hann allan út í eir.u. Churchill gamli segir frá því í æfiminningum sínum, al\ þegar hann var flotamálaráð- herra í heimsstyrjöldinni fyrri, hafi hann getað bætt tveimur klst. við daglegan vinnutíma ósvikið Framsóknarbragð að þessari tillögu, enda mun hún vera runnin undan rif jum henn- ar. Ekki náði þessi tillaga fram að ganga og var það lítill skaði. Fárra aura styrkur úr ríkis- sjóði veitir engum bónda eða bóndakonu svigrúm eða tæki- færi til að fara í sumarl'eyfi. Slík styrktarboð eru óvirðing við hvern þann þegn — hverja þá stjett þjóðfjelagsins, sem þau eru ætluð. Þau eru hrein lítilsvirðing í þeirra garð og sæmd þéirra liggur við að þeim sje svarað að maklegleikum. ★ Sannleikurinn er sá, að í ein- yrkjabúskap er mjög erfitt — jafnvel ókleift fyrir bónda og húsfreyju að taka sjer sumar- leyfi — og eiginlega nokkuð leyfi á hvaða tíma árs sem er. Þó fjárráð sjeu fyrir hendi, get- ur fjölskyldan ekki tékið sig upp og farið í ferðalag. Það gera skepnurnar — þeim þarf að sinna hvað sem öðrum verkum líður. Alt hvílir á þessum tveim- ur manneskjum. Þar koma eng- in verkaskipti til greina. Til að skapa sveitafólki sömu aðstöðu til að fá sjer samskonar hvíld frá störfum og sumarleyfi og (Frambald á bls. 8).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.