Morgunblaðið - 04.07.1947, Side 8
r
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 4-, j il' 1947
Finsm mínútna krossgátan
SKYRINGAR
Lárjett: — 1 verkfærið — 6
fugl — 8 tvíhljóði — 10 dýra-
máli — 11 ávítur — 12 hvað
— ,13 alþingismaður — 14 tóm
•— 16 guma.
Lóðrjett: — 2 tveir eins — 3
vondur — 4 greinir — 5 ílát
— 7 vernda — 9 bættu við —
10 fornafn — 14 orðflokkur —
15 tveir ósamstæðir.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárjett: — 1 manar — 6 lot
.— 8 ýo — 10 ás — 11 skreytt
— 12 is — 13 A. I. — 14 Rut
.— 16 forin.
Lóðrjett: — 2 al — 3 Noreg-
ur — 4 at — 5 lýsið — 7 ástin
— 9 oks — 10 áta — 14 R. O.
— 15 ti.
Brjef:
Hvar eru stúdentarnir?
Þýskt kommúnista-
blað bannað
London í gærkvöldi.
BRESKA hernámsstjórnin
hefur sett þýska kommúnista-
blaðið „West Deutsches Volks-
echo“, sem gefið er út í Dort-
mund, í eins mánaðar útgáfu-
bann, vegna „ranglátrar og ein-
hliða gagnrýni á bresku og
bndarísku herstjórnina og stjórn
arvöld Þjóðverja". Er þetta í
fyrsta sinn, sem breska her-
stjórnin setur útgáfubann á
blað. -— Áður en útgáfa blaðs-
ins var bönnuð, hafði herstjórn-
in nokkrum sinnum varað
kommúnista við óhæfilegum á-
róðri í ræðu og riti.
Hr. ritstjóri:
SÁ FURÐULEGI atburður
hefir gerst undir forustu komm
únista í voru landi, að högg-
myndinni af Snorra Sturlusyni,
þeirri sem norska þjóðin af vel-
vild og skilningi á bókmennta-
afrekum Snorra í þágu íslenskr
ar og norskrar menningar hafa
látið gera og sendu hingað 'neim
sem gjöf til íslensku þjóðarinn-
ar, fjekk ekki landvistarleyfi
hjer, en var í þess stað endur-
send eins og einhver ófönguður.
í þessum verknaði fer saman
stór móðgun við eina af okkar
skyldustu og vinsamlegustu
nágrannaþjóðum og skortur á
sómatilfinningu og þjóðarmetn
aði fyrir Islands hönd.
Þetta er svo gróf-gerð og and
styggileg móðgun við sómatil-
finningu íslendinga að slíkt er
óþolandi, enda sennilega for-
dæmalaust nema þar sem skræl
ingjahugsunarháttur ræður at-
höfnum manna, sem gjörsneidd
ir eru allri háttvísi í framkomu
sinni fyrir hönd þjóðar sinn-
ar.
En hvar eru nú stúdentarnir,
þeir sem hæst lætur í á port-
fundum og í blaðaskrifum og
telja sig brjóstvörn íslenskrar
menningar og sjálfstæðishug-
sjóna.
Þessar aðfarir láta þeir óá-
taldar, ekki er þó ástæðan hjá
þeim öllum sú, að norska Þjóð-
in sje ekki nógu austarlega til
að þykkjast fyrir hennar hönd.
Er nú ekki íslenskur þjóðar-
metnaður þeim betur runninn
í blóð og merg en svo, að þeim
svíði ekkert undan svona frek-
legri móðgun við ærlegt stolt
sinnar þjóðar. Er ástæðan
kannske sú, að þeir líti svo á,
að við íslendingar verðum að
venjast því og þá best sem
fyrst, að kommúnistar fótum
troði og forsmái metnað okkar,
menningarverðmæti og mann-
gildi.
Jeg skil ekki og hefi þó aldrei
álitið kommúnismann góðann,
að hann skuli geta leitt menn
út í svona blygðunarlaust at-
hæfi, og móðgandi tilræði við
sinn þjóðarsóma. Nú svo slæm
áhrif sem jeg veit að komm-
únisminn hefir á sína fylgjend-
ur virðast þau þó í reyndinni
enn verri en jeg hefi áætlað
fyrir fram.
Engum er hægt að telja trú
um, að þó undanþága frá verk-
fallinu hefði verið veitt til þess
að koma Snorrastyttunni í land
hefði haft nokkur skaðleg á-
hrif fyrir verkfallsmenn eða
orðið nokkur plús fyrir and-
stæðinga þess.
Það er ekkert til sem rjett-
lætir þennan verknað. Hann er
ekkert annað en andstyggileg
tilraun kommúnista til að ein-
skisvirða íslensk menningar-
jverðmæti og sýna fyrirlitningu
sína á íslenskum þjóðarsóma.
Þeir láta sjálfa sig ekki án
vitnisburðar þessir piltar.
Reykjavík, 2. júlí 1947.
Sig A. Björnsson,
frá Veðramðti.
Höfum fyrirliggjandi
T E
í Ya og % Ibs. pk.
Mjög góð tegund.
(Jcjcjert ~J<\riitjánó5oyi &T* (Jo. h.fi
\ I
i I
FORfl 1947
Ford-bifreið, 6 manna,
1947 til sölu og sýnis við
S_helltankinn, Vesturgötu
5, kl. 2—4 í dag.
»1111111111111111iiiiiiiiiii■11111111111111111111
Daglega nýsoðin
Svið @g sláfur
Kjötverslanir
HJALTA LÝÐSSONAR
Grettisgötu 64
og Hofsvallagötu 16.
Minningarorð um
i í
Stefán Sn i^rrason
ÞAÐ var mild vornótt ís-
ienskrar náttúru aðfaranótt
fyrsta júní. Jeg fylgdi með aug-
unum æfingavjel ykkar? er þið
fjelagarnir fluguð af stað inn í
blámóðu þessa eftirminnilega
kvölds. Veðrið var fagurt, mild
vorangan steig úr jörðu. Þið
renduð ykkur yfir fjöll og dali,
ár og vötn og fyrir neðan var
móðurjörð kær, land hinna feg-
urstu litbrigða og stórhrikalegr-
ar landlagsfegurðar, baðað í
kvöldsólarskini. Hvílík æsku-
gleði. Það tvent fer vel saman.
En dagur var að kvöldi og líf
þitt, þrungið lífsþrótti, von og
trú á framtíðina, entist ei leng-
ur en fram á þá nótt. Helfrjett-
in setti okkur hljóð. Eigi var
lengur hjalað um fánýta hluti.
Slíkt missir gildi sitt frammi
fyrir dauðanum. Hugljúfar end-
urminningar um góða drengi
sóttu að af margföldum þunga.
Stefán heitinn var fæddur 6.
september, 1922, sonur Snorra
Jónssonar verslunarmanns og
Stefaníu Stefánsdóttur konu
hans. Stefán var efnismaður,
frá barnæsku áhugasamur hug-
sjónamaður um flugmál og starf
aði að þeim málum undanfarna
mánuði hjá h.f. Loftleiðum. Af
fjelögum sínum var hann vel
liðinn og hrókur alls fagnaðar í
vinahóp. í framkomu var hann
háttprúður,. glaðlyndur og
skemtinn, vinafastur, tryggur
þar sem hann tók því og raun-
góður, en flíkaði eigi tilfinning-
um sínum.
Hann var kjarkmaður og sást
sjaldan bregða. Okkur vinum
hans er því slysið lítt skiljan-
legt.
Minningarnar um vini, búna
svo ágætum mannkostum eru
bjartar og ein af dýrmætum
gjöfum lífsins að eignast slíka
vini.
Karlmennskulund þín, vinur,
brást eigi á hinum sársauka-
fulla banabeði. Umhyggjan fyr-
ír f jelaga þínum, Ólafi, sem með
þjer fórst, og sem þú þrautum
þjáður, stöðugt spurðir um, lýs-
ir karlmensku og sönnu dreng-
lyndi.
Söknuður þinna ástríku for-
eldra og systkina er sár og þung
ur harmur kveðinn að heimili
1 þínu. Þeim sendi jeg samúð
mína. En að muna þig í lifenda
lífi, svo ágætan dreng, veitir
huggun í harmi og mildar trega
þeirra, er unnu þjer mest og
þektu þig best.
Guð blessi minningu þína.
Vinur.
— Af sjónarftóli...
Framh. af bls. 7
kaupstaðabúar njóta nú, virðist
ekkert annað duga en breyta bú
skaparháttum, stækka búin —
fjölga fólkinu. Þá verða hend-
urnar fleirj — verkin ljettari.
Þá getur heimilisfólkið skipst á
um að fara í frí.
★
FYRIR nokkrum árum kom
bóndi á miðjum túnaslætti í
heimsókn í Gróðrarstöðina hjá
Akureyri.
Hann varð meira en lítið hissa
þegar hann sá engan mann að
heyverkum og „bóndinn" Ólaf-
ur skáld sjálfur í sumarfríi suð-
ur í Ódáðahrauni. Hvernig stóð
á þessu? Var þetta óstjórn og
ómenska? Nei, síður en svo, að
mínum dómi. Fyrra slætti var
lokið, og fólkið fjekk orlof með-
an háin var að spretta. Svona á
það að vera. Þetta er það sem
koma skal. Allstór bú — full-
komin ræktun -— margt vinn-
andi fólk, sem getur leyft sjer
að taka sjer frí eins og aðrar
atvinnustjettir í landinu. Það er
enginn ríkisstyrkur, engin öl-
musa heldur eðlileg rjettindi
frjálsra og vel vinnandi manna.
— Parísarráðsfeínan
Framh. af bls. 1
Viðrœdur Bidaults og Bevins.
Þeir Bevin og Molotov fóru
flugleiðis frá París í dag. Áður
átti Bevin all-langar viðræður
við Bidault, og tilkynnt hefur
verið, að Bidault muni í næstu
viku koma til London til við-
ræðna við Bevin og aðra stjórn-
málaléiðtoga Breta. — Bevin
mun gefa breska ráðuneytinu
skýrslu um Parísarfundinn
mjög bráðlega, en að því búnu
mun hann flytja ræðu um fund-
inn í neðri málsstofu breska
þingsins.
; Bing: Phil, jeg verð að láta lögregluna hjerna
hafa þig í haldi fyrst um sinn. En jeg veit að þú
drapst ekki Pleed. — Hálfri klukkustund seinna
er Bing kominn í heimsókn til ókunnu stúlkunnar.
Hann segir: Afsakið ónæðið, fröken Frale. Jeg er
leynilögreglumaður. Vinnuveitandinn yðar, Pleed,
var myrtur í kvöld í skrifstofunni sinni. — Frale:
Þetta er voðalegt. Eruð þjer viss um þetta. ■— Bing:
Ekki er hann að halda niðri í sjer andanum ....
Hafið þjer verið heima í allt kvöld? — Frale: Auð-
vitað. Jeg var steinsofandi, þegar þjer hringduð.