Morgunblaðið - 04.07.1947, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.07.1947, Qupperneq 11
Föstudagur 4. júlí 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Fjelagslíf Knattspyrnumenn! Æfingar í dag á gras'vell- inum. Kl. 4—5 V. fl. Kl. 6,30—7,30 IV. fl. — 1 næstu viku fer fram IV. fl. mót — þess vegna eru IV. flokks menn sjer- staklega beðnir að mæta. — Þj. — Feröafjelag íslahds fer 12 daga skemmtiferð 9. þ. m. til Norður- og Austurlandsins. Pantaðir farmiðar sjeu teknir á .krifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túng. 5 i laugardaginn og i seinasta lagi fyr :'r hádegi á mánudag þ. 7. þ. m. FARFUGLAR! Ferðir um helgina: I. Hagavatnsferð. Laug- ardag ekið að Haga- vatni. Sunnudag gengið í 'arlhettur og e. t. v. viðar, ef j l vinnst til. Komið í bæinn um Xv^ ið. — H. Ferð i Þrastarlund. Ekið í Þrastarlund á laugardag. -— Sui; rdag géngið yfir Ingólfsfjall, í H . errgerði. Þaðan ekið í bæinn. -— Scna Jeyfisferðir. Þeir þátttakend- ur i Ö ií juferðina, sem ekki hafa enn vi jað farmiða geri það í kvöld kl. 9—10 að V.R., niðri. — Þar verða eh.nig seldir farmiðar í helgaferðirn- ar og gefnar allar nánari upplýsing- ar, —• Nefndin. Fjclagar fjölmennið vdð nýbygginguna á Hellis- heiði um helgina. Eng- in erfiðisvinna. Stjómin. Kaup-Sala ’Barnarúm með dínu til sölu. Upp- lýsingar í síma 9327. Góð tvíburakerra með tveini pokum til sölu. Upplýsingar á Hverfisgötu 102;, I. hæð. Minningarspjöld harnaspítalasjóðs Orkigsins eru afgreidd í Verslun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og I Bókabúð Austurbæjar. Simi 4258. Kcupi gull hæsta verði. SIGURÞÓR, 1.0. G.T. SKRIFSTOFA STÓRSTUKUNNAR Fríkirkjuveg 11 (Templarahöllixmi). Stórtemplar til viðtals kl. 5—6,30 nlla þriðjudaga og föstudaga. Vinna Tei. að mjer að bika og mála þök. Sími 7417 frá kl. 8—10 e. h. Hrcingerningar. — Vanir menn. — Pantið í tíma. — Sími 7768. — Árni og Þorsteinn. HREINGERNINGAR GLUGGAHREINSUN Sími 1327 frá kl. 10—5. Björn Jórtsson. Útsvars- og skattakærur skrifar Pjztur Jakobsson, Kárastíg 12. — E!~eingerningar Vanir menn. Pantið I tima. Sími 7758. Árni og Þorsteinn. 'HREINGERNINGAR. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. ijími 1954. cjijá fpio íl aj nrccja JancliJ. aUeQciiJ ðherj í oLanacjrœoilui/oo. íSlrifitofaJ(!apparlll$ 29. •4k- Cl 185. dagur ársins. Næturlæknir er á lækna- varð.stofunni. sími 5030. Næturvörður er í lyfjabúð- inni Iðunn, sími 1911. Bílaskoðunin. í dag verða skoðaðir bílar R-3201—3300. 50 ára er í dag Bjarni Guð- mun^sson, trjesmíðameistari, Austurgötu 18, Keflavík. Hiónaband. í gær voru gefin samfyi í hjónaband ungfrú Olga Bjarnadóttir (Jónssonar skip- stjóra) og Gunnar Valgeirsson. skipstjóri. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína. ungfrú Hrefna Lárusdóttir (Jónssonar kaupmanns), Guðrúnargötu 1, og Ragnar Kvaran (Gunnars Kvaran stórkaupm.), Smára- götu 6. A bæjarstjórnarfundi i gær var samþykkt tillaga bæjar- ráðs um að auglýsa eftir sjer- stökum framkvæmdastjóra bygyingarmála í þjónustu bæj- arins, en frá þeirri tillögu hefir áður’verið skýrt hjer í blaðinu. Ársþing ÍSÍ verður haldið að Haukadal í Biskupstungum um næstu helgi. Þeir sem vilja taka þátt í hópferð, sem farin verðiir þangað austur á morg-' un kl. 1 e. h. gefi sig fram í Versl. Áfram, Laugaveg 18, sími 3919. Farið verður frá Ferðaskrifstofu Ríkisins við Kalkofnsveg. Are Waerland flytur fyrir- lestur í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði kl. 8,30 í kvöld. Tímaritið Úrval, 3. hefti er komið út. Birtir meðal annars eftirþaldar greinar: Beethoven, BCG — banabiti hvíta dauð- ans, Trúr til dauðans (smásaga eftir Nexö\ Demantar, Það eru ekki. til vond börn, Negra- vandamálið í ljósi mannfræð- innaj, Listaverkafölsun, Van- skapningar kjarnorkualdarinn- ar, Ferlivist sængurkvenna á fyrsta degi, Er ofdrykkja ó- læknandi?. Aftast er bókin „Ada.m“ eftir Pat Frank. Er það skáldsaga og lætur höfund- ur alla karlmenn á jörðinni vera ófrjó.a af völdum kjarnorku- sprengingar — nema einn, og spinnur um það marga bros- lega atburði. Ferðaskrlfstofan efnir til ferða um næstu helgi. Laugar- dag 5. júlí: Tveggja daga hring- ferð um Borgarfjörð, Sex daga ferð til Breiðafjarðar, Átta daga ferð til Norður- og Austur- lands á bílum og með flugvjel til baka, Fjögra daga ferð í Skaftafellssýslu. 6. júlí sunnu- dag. Einn dagur gengið á Esju Kjósarmegin. Einn dagur, ferð í Þjórsárdal. Sklpafrjettir: — (Eimskip): Brúarfoss er í Kaupmanna- höfn.. Lagarfoss kom til Reykja víkur í gærmorgun frá Gauta- borg. Selfoss fór frá Gautaborg 2/7 til íslands. Fjallfoss kom til R_eykjavíkur 17/6 frá yull. Reykjafoss fór frá Antwerpen 1/7 til Lysekil í Svíþjóð. Sal- mon Knot kom til Reykjavíkur 9/6 frá New York. True Knot er í New York. Becket Hitch kom til Reykjavíkur 22/6 frá New York. Anne fór frá Abö í Finnlandi 30/6 til Kaup- mannahafnar. Lublin kom til Reykjavíkur 2/7 frá Hull. Dísa i fór frá Hjalteyri 26/6 til Sví- þjóðar. Resistance er í Ant- werpen. Lyngaa kom til Reykjavíkur 18/6 frá Gauta- borg.. Baltraffic fór frá Liver- pool 30/6 til Gautaborgar. Skogholt fór frá Haugesund 30/6 til Halden. ÚTVARPIÐ í DAG: 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30;—16.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Veðurfregnir. 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpssagan: „Grafinb? lifandi“, eftir Arnold Benn- ett, X (Magnús Jónsson pró- fessor). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í F-dúr eftir Mozart 21.15 Erindi: Um ullariðnað á íslandi (Bjarni Hóim). 21.40 íþróttaþáttur (Brynjólfur Ingólfsson cand. jur.) 22,00 Frjettir. 22.05 Symfóníutónleikar (plöt- ur). Tónverk eftir Dvorsjak: a) Scherzo capriccio. b) Sym fonia nr. 1, D-dúr, Op. 60. 23.00 Dagskrárlok. ikáldalaunin Jeg undirritaður gaf árið 1936 út smásagnabók mína „Ást við fyrstu sýn o. fl. sögur“ og f jekk hún loflegan ritdóm hjá Magn- úsi Finnbogasyni, kunnum mentamanni og mentaskóla- kennara. Árið 1944 kom út bók mín „Jón íslendingur o. fl. sög- ur“ og fjekk sú bók loflegan rit- dóm Jens Benediktssonar rit- dómara og blaðamanns við Mbl. -— Síðar ritaði sami maður um mig og ritstörf mín greinina: „Höfundur verður viður- kenningar“. — Þar segir m. a.: „.... Þá er annað atriði, og það er það, að Árni er fimari í byggingu smásagna en margir kunnari höfundar. Maður þarf ekki annað en lesa bókina „Ást við fyrstu sýn“, til þess að sjá það. Veilur þær, sem eru altof algengar hjá íslenskum smá- sagnahöfundum, og það þeim betri, sjást alls ekki hjá honum. Hann þjónar sinni köllun af mikilli kostgæfni eins og vera ber, þrátt fyrir það þó hann hafi lengst af heilsutæpur ver- ið. Frumlegur er hann vel í rriörgum sögum og hefur komið fram með margt nýtt“. — Jeg vil einkum vekja hjer eftirtekt á setningunni „Veilur þær, sem eru altof algengar hjá íslensk- um smásagnahöfundum, og það þeim betri, sjást alls ekki hjá honum“. Maður skyldi nú halda, að höfundur, sem hefur fengið jafn góða dóma og jeg, fengi árleg- an skáldastyrk, en það er nú síður en svo að því sje þannig varið, og hef jeg meira að segja aldrei fengiö neinn skáldastyrk. Ýmsir lesenda minna eru hissa á þessu ranglæti gagnvart mjer. En auk hinna ágætu ritdóma, sem minst hefur verið á bætist svo fleira við. í þriggja dálka grein í Mbl. 10. júní 1945 svo og í annari grein sama blaðs 9. apríl 1947 (fyrri greinin: Nýj- ungar í bókmentum, síðari: Brjef) sýni jeg iram á að jeg hafi orðið fyrstur til með ýmís- legt í bókmentunum, en svo aðrir, og það ýmsir af frægustu höfundum landsins, komið á eft- ir, þegar jeg hafðí rutt braut- ina, og höfðu þeir þá komið með sömu eða hliðstæðar hugmynd- ir, en í sinni ,,útsetningu“. Af þessu stutta framanskráða yfirliti mínu vona jeg að sjáist að jeg hef verið beittur rang- læti, þar sem jeg hef aldrei feng ið neinn skáldastyrk. Árni Ólafsson. Öllum þeim, sem glöddu okkur á silfurbrúðkaups- degi okkar, 24. júní síðastliðinn og vottuðu okkur hlýju á einn eða annan hátt, færum við okkar bestu þakkir. Ingileif Björnsdóttir, Aðalsteinn Baldvinsson. Brautarholti, Dölum. SpegilEinn Júlíblaðið kemur út í dag, með myndum frá Land- búnaðarsýningunni o. m. fl. Blaðið fæst í öllum bóka- búðum, en auk þess hafa eftirtaldar verslanir það til sölu: Ivallabúð, Nesvegi, Kaplaskjóli, Brauðbúðin, Bræðraborgarstíg 29, West End, Vesturgötu 45, Fjóla, Vesturgötu 29, Tóbaksbúðin, Kolasundi, Stefánskaffi, Bergstaðastræti 7, Leikfangabúðin, Laugavegi 45, Tóbak & Sælgæti, Laugaveg 72, Rangá, Hverfisgötu 71, Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, Verslun Árna Sigurðssonar, Langh. 174, Kópavogsbúðin, F ossvogsbúðin. Sölubörn eru afgreidd í Bókaverslun Þór. B. Þor- lákssonar, Bankastræti 11. Chrysler 1942 Upp- í góðu lagi er til sölu. Nýr mótor getur fylgt. — lýsingar gefur KRISTINN GUÐNASON Klapparstíg 27. Brjefaskriftir Stúlka, sem getur unnið sjálfstætt að verslunar- brjefaskriftum á ensku og dönsku, getur fengið at- vinnu nokkra tíma í viku. — Umsókn auðkend „Brjefaskriftir“ sendist Morgunbl. fyrir mánudags- kvöld. BJÖRN EYMUNDSSON, Lækjamesi, fyrrum hafnsögumaður í Hornafirði, andaðist' aðfaranótt 3. júlí. Systkini og aðstandendur. Sonur okkar og bróðir, INGVAR NIELS BJARKAR, ljest 30. júní. Ingibjörg, Arelíus og systkini. Móðir mín, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR KJÆRNESTED, andaðist að Elliheimili Hafnarfjarðar miðvikudaginn, 2. júlí. Fyrir hönd vandamanna. Friðfinnur Kjærnested. Faðir okkar, HÖGNI HÖGNASON frá Vík, andaðist að heimili sínu, Flókagötu 8, fimtu- daginn 3. júlí. * Oddný, Sigurlína, Högni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.