Morgunblaðið - 05.07.1947, Qupperneq 1
íslandi boðið
á Parísarráðstefnuna
Sum ríki eru andvíg
almennri endurreisn
VtSreisn Evrópti iil umræðu
SENDIHERRA Breta, Sir Gerald Shephard, og sendiherra
Frakka, herra Henri Voillery, komu í aag á fund utanríkisráð-
herra og færðu honum samhljóða oiðsendingar ríkisstjórna
sinna, þar .sem Islandi er boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu
-um viðreisn Evrópu, um áætlanir varðandi framleiðslumögu-
leika og þarfir Evrópurikjanna og um nauðsynlega skipulagn-
ingu í þvi skyni að koma þeim áformum fram.
Til ráðstefnu þessarar, sem
hefjast mun í París hinn 12.
júlí n.k., er boðað á grundvelli
þeirra hugmynda, sem fram
komu í ræðu utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hinn 5. júní s.L,
og er öllum Evrópuríkjum,
nema Spáni, boðin þátttaka.
Að sjálfsögðu hefur ríkis-
stjórnin ekki haft tækifæri til
þess ennþá að svara þessu boði
en telja má víst, að íslenska
þjóðin sje því mjög fylgjandi
að því verði tekið.
t-----------------------
Ramaier $ær
traushyfirlýsingu
París í gærkvöldi.
FRANSKA þingio sam-
þykkti í kvöld traustsyfirlýs-
ingu til handa Ramadier með
85 atkvæða meirihluta. Fór
atkvæðagreiðslan um trausts
' yfirlýsinguna fram í sambandi
ivið efnahagsprógram stjórn-
arinnar. — Reuter.
Oenskir prentarar fenp litlar
kjarabtnr eftir 4 mánaða
verkfali
KAUPMANNAHÖFN í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
PRENTARAVERKFALLINU í Kaupmannahöfn er nú lokið
eftir 4 mánuði og hefja prentarar vinnu aftur á morgun (laug-
ardag). Þeir fengu lítilfjörlegar kjarahætur hvað laun snertu,
en alls ekki aðalkröfu sína um styttri vinnutíma, sem mestu
deilurnar stóðu um.
Tillaga sáttasemjara var
samþykkt með allsherjarat-
kvæðagreiðslu með 1957 at-
kvæðum gegn 1812.
Barátta milli kommúnista og
jafnaðarmanna.
Prentaraverkfallið var að
lokum orðið meiri barátta
milli kommúnista og jafnað-
armanna en milli prentara og
vinnuveitenda. Kommúnistar
halda því fram, að það hafi
verið stjórn verklýðssamtak-
anna, sem hafi eyðilagt verk-
fallið, m.a. með því að koma
í veg fyrir að verkfallsmenn
fengju bankalán.
Formaður verklýðssamtak
anna segir hinsvegar, að það
sje kommúnistum að kenna,
að ekki var samið fyrr um
lausn deilunnar, þrátt fyrir
að heilbrigð skynsemi hafi
mælt með því að svo yrði
gert.
Kostaði prentara 15 millj. kr.
Socialddemokraten, blað
jafnaðarmanna, heldur því
fram, að verkfallið hafi kost-
að prentara 5 milljónir króna
í verkfallsstyrki, en launatap
prentara er talið nema 10
milljón krónum.
Brelar misslu 2,500
skip
London í gærkvöldi.
SAMKVÆMT skýrslu, sem
birt var hjer í London í dag,
kemur í ljós, að Bretar misstu
alls 2426 slcip á styrjaldarár-
unum af styrjaldarorsökum.
Versta árið — 1941 — niisstu
þeir yfir 700 skip, en alls nam
tjón þeirra IIV2 milljón smá
lesta.
1 heimsstyrjöldinni fyrri
sökktu Þjóðverjar 5,000 skip-
um, eða því nær helmingi
meira en bandamenn misstu
í þetta skipti. Tonnafjöldinn
var þó minni eða um 11 millj.
tonn á móti 14VÓ milljón í
síðari heimsstyrjöld.
— Reuter.
ItisMkis
Karl Grubcr, utanríkiisráðherra
Austurríkis, sem hjer birtist
mynd af, hefir nú nýiega þakk-
að Bandaríkjunum aðstoð þá,
sem þau hafa látið landsmönn-
uin hans í tje.
Hæða Trumans á þjóðhátíðar-
degi Bandaríkjanná
CHARLOTTESVILLE í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
I ÞJÓÐHÁTÍÐARRÆÐU, sem Truman forseti, flutti á
fæðingarstað Thomas Jefferson, aðalhöfundar frelsisyfirlýsingar
Bandaríkjanna, skoraði hann á allar þjóðir að taka höndum
saman um að varðveita friðinn, ekki aðeins á okkar tímum
heldur ætíð. Lagði forsetinn mikla áherslu á það, að alheims-
samvinna væri nauðsynleg, og nefndi fjögur skilyrði fyrir því
að friðarvonin yrði að rannveruleika.
Júgóslövum
London í gær.
BRESKIJ stjórninni hefir nú
borist ný orðsending frá Júgó-
slövum, vegna atburða, sem
gerst hafa á landamærum Júgó
slavíu og hernámssvæðis Breta
í Austurríki.
—Reuter.
Seysilegir efnahags-
örðugleikar Japana
Tokio í gærkvöldi.
JAPANSKA stjórnin hefur
birt opinbera skýrslu um efna-
hagsástand landsins. Segir þar,
að þjóðin sje mjög illa stödd
fjárhagslega, einkum vegna
þess að dregið hafi úr fram
leiðslunni sakir skorts á vjelum
og hráefnum og vegna þess, að
verkamenn vinni af lítilli trú
mennsku. — Þá er ennfremur
áætlað í skýrslunni, að fjórar
milljónir íbúða þurfi að byggja
til þess að bæta úr húsnæðis-
vandræðunum. Skorar stjórnin
á þjóðina að Veita sjer dyggi-
lega liðveislu í baráttunni við
erfiðleikana. — Reuter.
Indland verður alfrjálst
eftir 15. ágúst
Indversku sjálfslæðislögin lil fyrstu umr.
í breska þlnglnu
LONDON í gær.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
FRUMVARP það, sem gera á Indland að frjálsu og fullvalda
ríki eftir 15. ágúst, var til fyrstu umræðu í neðri málstofu
breska þingsins í dag. Búist er við að allir flokkar þingsins
sty'ðji frumvarpið, en önnur umræða um málið fer fram næst-
komandi fimmtudag.
Tvö ríki.
Samkvæmt frumvarpinu verð
ur Indland tvö ríki, annað undir
heitinu Indland, en hitt mun
nefnast Pakistan. Vesturhluti
Punjabfylkis og Austur Bengal
verða meðal hjeraða í Pakistan.
Kcisaratitillinn hverfur.
Úr titli Bretakonungs verða
felld orðin „keisari yfir Ind-
landi“, og þau bresk lög, sem
samþykkt verða eftir 15. ágúst,
gilda ekki í Indlandi eftir þann
tíma.
Landstjórar verða í báðum
hinna nýju ríkja, en þó ætlast
til þess, að sami landstjórinn
geti verið fyrir Indland
og Pakistan, ef þess er æskt.
Skoðanafrelsi.
Truman ræddi og um það,
hversu mikil hætta fælist í því
að hefta skoðanafrelsi og koma
í veg fyrir það, að almenning-
ur í öllum löndum fengi sem
rjettastar upplýsingar. Lýsti
hann því yfir, að slíkt ætti sjer
því miður stað í nokkrum lönd-
um, sem sum gengju jafnvel svo
langt að banna þegnunum að
ferðast til annara landa. Þessi
sömu lönd, sagði forsetinn,
kenndu svo íbúunum að van-
treysta og fyrirlíta nábúa sína.
Andvíg endurreisninni.
Truman benti á, hversu
Bandaríkin hefðu gengið á und-
an við stofnun samtaka, sem
vinna ættu að því að koma á
algerum friði í heiminum.
Gagnrýndi hann harðlega þau
lönd, sem ófáanleg eru til að
styðja skipulagða endurreisn,
á þeim grundvelli, að slíkt
mundi hafa í för með sjer af-
skifti af innanlandsmálum ein-
staka þjóða. Líkti hann þessu
við það, að maður vildi ekki
gánga í verslunarf jelag við ann"
an mann, sökum þess að hann
óttaðist afskifti hans af einka-
lífi sínu.
Skilyrði þau, sem forsetinn
taldi nauðsynlegt að uppfylla,
til þess að friður fengi að hald-
ast, eru þessi:
1. Að þjóðirnar sjeu fylgjandi
þeirri meginreglu, að ríkisstjórn
hvers lands byggi völd sín á
fylgi þegnanna.
2. Að full virðing sje borin
fyrir almennum mannrjettind-
um.
3. Að ekkert sje gert til að.
koma í veg fyrir útbreiðslu
hugrtiynda og upplýsinga.
4. Að þjóðirnar komi sjer
saman um efnahagskerfi, sem
grundvallist á alheimssjónar-
miði en ekki hagsmunum ein-
stakra þjóða.
Fórst á tundurdufli.
París: — Franska olíuskipið St.
Yves fórst nýlega, er það rakst á
tundurdufl í Biscayflóa. Áhöfninni
var bjai gað.