Morgunblaðið - 05.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. júlí 1947. J ÖRVÆNTINGARORÐ KOMMÚNISTA SAGAN SEGIR, að þegar tek ist hafði að mynda ríkisstjórn á síðastliðnum vetri án þátt- töku kommúnista, hafi einn valdamaður þeirra látið svo ummælt: ,,Nú höfum við misst það, sem við höfum unnið síð- ustu 6 árin“. Sex árum áður en þessi orð voru mælt, var hagur komm- únista vissulega ekki álitlegur. Aldrei auðvirðilegri en þá. í ársbyrjun 1941 hjeldu kom múnistar enn uppi fjandskap við bandamenn til varnar við ófrið nasista Þá hömuðust þeir á móti ,,landráðavinnunni“, er þteir svo kölluðu, og voru því andvígir, að við seldum Bret- tim afurðir okkar. Þá var enn lifandi í hugum manna hin •auðvirðilega framkoma komm- únista í Finnlandsstyrjöldinni. Hin labbakútslegu skrif Halld. Kiljan Laxness, er ráðist var aftan að Pólverjum. þegar neyð jpeirra var mest, voru þá eigi heldur fallin úr minni manna. Af öllu þessu voru kommún- íistar í upphafi árs 1941 í al- gerðri einangrun með þjóðinni og enginn ærlegur maður vildi nokkur mök við þá eiga. Það er þess vegna harla fast að orði kveðið, að segja, að staða kom- múnista nú eftir áramótin hafi verið hin sama og rjettum sex árum áður. Segja sex ára vinning glataðan W ir lýðræðislegum stjórnarhátt- | um og ekki ætlað sjer meiri hlut en raunverulegu fylgi þeirra með þjóðinni nam. En ekkert var þeim fjær skapi. Þeir ákváðu að kúga þjóð ina til hlýðni, að sýna í eitt skifti fyrir öll, að ekki væri hægt að stjórn þessu landi án síns atbeina. Þær tilraunir þeirra hafa staðið síðustu vikurnar. Verk- föllin eru þau vopn, sem bíta áttu á almenning. En allt hefur j komið fyrir ekki. Hin almenna verkfallaalda, sem Einar Olgeirsson boðaði á Alþingi og í útvarpi, reis aldrei. Kommúnistar hafa stuðning nokkurra fjelaga. Sumra þeirra að vísu mjög þýðingarmikilla. En þeir hafa hlotið yfirlýsta andstöðu mjog margra verka- lýðsfjelaga ,og í fyrsta skifti virða mörg þeirra fyrirmæli A1 þýðusambandsins að vettugi. I þeim fjplögum, sem kommún- istar hafa hrifsað til sín ráðin, er vaxandi óánægja og sann- færing um, að fjelagsmenn hafi verið leiddir út í ófæru. förnu hefir beinlínis orð ið til þess, að þeir hafa misst af því, sem þeim er kærast, stöðunum handa burgeisum flokks síns. Ef kommúnistar hefðu sýnt alúð í störfum og einhvern heiðarleik í andstöðu mundu þeir sjálfsagt hafa feng ið sæti í Fjárhagsráði. Fram- kormi þeirra hefir hinsvegar orðið til þess, að svifta þá full- trúum í þessari þýðingarmiklu stofnun og svo mun um fleiri fara. Ómögulegt er að eiga nokkra samvinnu við þá, sem sífelt sitja á svikráðum við aðra og sjaldnast nota þekkingu sína og aðstöðu almenningi til góðs, heldur oftast til sundrungar og til að vega aftan að þeim mönn um, sem einhvern trúnað hafa sýnt þeim. Það er eðlilegt að kommún- istar uni því illa, að vera svift- ir stöðunum. Þar er komið að hjartarótum þeirra Óttinn við þann missi er skýringin á ör- væntingarorðunum, um að nú væri ávinningur síðustu sex ára glataður. Örvæntu um völdin. En því eftirtektarverðari eru ummælin. Þau lýsa sem leiftur á nóttu upp örvæntingu þess manns, sem er að hverfa frá völdum, og veit að hann hefur þannig farið með þau, að ekki er líklegt að hann eigi aftur- .kvæmt til þeirra. Örvæntingarorðin eru að þessu leyti fremur einkennandi um persónulegt viðhorf en afstöðu flokksins í heild. Engu að síður eru þau einnig lærdómsrík varðandi flokkinn sjálfan. Atburðir síðasta árs hafa | íært mönnum heim sanninn um að eigi tjáir í íslenskum stjórn- \ málum að beita þeim ráðum, er kommúnistaflokkurinn hafði ætlað sjer drýgst til framdrátt- ar. Þegar til lengdar lætur una menn því ekki, að einn taki sjer alræðisvald og ætli að halda 'Jþví með hótunum og ofbeldi. Ofsi sá og líkamlegt ofbeldi, sem kommúnistar sýndu í sam- bandi við flugvallarsamning- inn á s.l. hausti, spilti mjög mál stað þeirra og veikti stöðu 'Jþeirra í augum almennings. — Hóflausar kröfur, ofmetnaður og tvöfeldni í samningum, varð þeim að falli við stjórnarmynd- unina. Hegðun þeirra var slík, að menn sáu, að hún var ein mesta hættan, sem steðjaði að íslensku þjóðinni, og þessvegna varð að bindast samtökum, um að bægja henni frá. Höfðu ekki vit á að breyta um aðferð. Ef kommúnistar hefðu kunn- að að læra af reynslunni, mundu þeir þegar hjer var kom ið, hafa breytt um starfsaðferð. Þeir mundu hafa lagað sig eft- Höggið, sem missti marks. Kommúnistar ætluðu sjer að reiða eitt aðalhöggið að Alþingi og ríkisstjórn með verkfallinu á síldarbátum víðsvegar um land. Fyrirætlun þeirra var sú, að sjómenn ljetu ekki úr höfn fyrr en búið væri að nema úr lögum fyrirmælin um, að af síld arafurðum skyldi taka fjeð, sem ríkissjóður þarf að greiða vegna ábyrgðar á öðrum fisk- afurðum. A þenna veg ætluðu kommúnistar að kúga Alþingi og ríkisstjórn til að hverfa frá rjettum lögum. Frá þessari kröfu og öðrum þeim, er nokkra þýðingu höfðu urðu kommúnistar gersamlega að falla, en setja í þeirra stað innantómt orðaskvaldur. Á sama stendur hvernig verk föllin, sem enn eru, verða leyst. Kommúnistar hafa þegar misst af höfuðmarkmiði sínu. Þeim hefur ekki tekist að veikja eða sundra ríkisstjórninni. Þvert á móti, þá eru nú fleiri íslending ar en nokkru sinni fyrr sann- færðir um, að hvað sem á kann að dynja, þá sjeu kommúnistar höfuðhættan í stjórnmálum landsins. Kommúnistar eru þess vegna fjær því nú en nokkru sinni áður, að kúga sig inn í ríkis- stjórn. Slíkt mun þeim aldrei takast. Aðrir munu ekki fást til að taka upp við þá samstarf fyrr en þeir hafa lært að vinna að nýtilegum málum eftir rjett um lýðræðisreglum. Þangað til hlýtur einangrun lcommúnista að aukast dag frá degi. Missa af því, sem þeir sækjast mest eftir. Framferði þeirra að undan- Víkingur og Akur- nesingar gerSu jafntefli NÍUNDI og næst síðasti leik ur Knattspyrnumóts Islands fór fram í gærkvöldi á milli Akur- nesinga og Víkings, og endaði með jafntefli, 1:1. Leikurinn var heldur daufur og minnti meira á I.-flokks, en meistaraflokksleik. Þó sýndi markmaður Víkings ágætan leik og virðist þegar komirm í hóp bestu markmanna hjer, svo ekki sje meira sagt. Víkingar settu bæði mörkin í leiknum og það síðara með góðfúslegri að- stoð dómarans, sem var Hrólfur Benediktsson. Ragnar Emilsson skoraði fyrra markið hjá Akur- nesingum seint í fyrri hálfleik, en síðara markið setti vinstri bakvörður Víkings hjá Víking- um. Ilann teygði sig eftir knettinum með hendinni og snerti þann á vallarhelmingi Akurnesinga. Dómarinn dæmdi auðvitað aukaspyrnu á Víking fyrir tiltækið, en Ijet taka hana á vallarhelmingi Víkinga um 10 metrum nær Víkingsmark- inu en brotið var framið. — Bakvörðurinn, sem gerði hend- ina, ætlaði að verja mark sitt með því að skalla knöttinn, en tókst ekki að lyfta honum nóg. svo að hann lenti í hans eigið mark. Stigin standa nú þannig, að Fram hefur 6 eftir 3 leiki. Val- ur 6 eftir 4 leiki, KR 5 eftir 3 leiki og ÍA og Víkingur 1 hvort eftir 4 leiki. Úrslitaleikurinn fer franVá mánudag. — Þ. Ilndirbúeingur al þátttöku íslands í Olympíuleikunum ;• : • : : ■: 'ýi ÓLYMPÍUNEFND íslands hefir nú verið starfandi á annað ár. Starfi hennar hefir hingað til verið svo háttað, að segja mætti, að það hafi farið fram í kyrrþey, án þess þó að nokk- ur dul hafi verið þar á. Hún hefir snúið sjer til þeirra aðilja — æði margra —, sem þörf gerð ist, til þess að koma áhuga- og nauðsynjamálum sínum í kring — og orðið vel ágengt. Þakkar hún þennan góða árangur vel- vild og skilningi viðkomandi aðilja á hlutverki hennar og starfi. Nú mun þó verða nokk- ur breyting á starfsháttum nefndarinnar, að því leyti, að hún mun bráðlega leita hlut- verki sínu meiri stuðnings hjá almenningi en hingað til. Ólym píunefndin ætlar að stofna til happdrættis á næstunni. Um leið og nefndin snýr sjer til almennings í þessu efni, er rjett að geta helstu málanna, sem hún hefir haft með hönd- um fram að þessu. Þau eru þessi: Stofnun og sameining skipu- lagsskrár fyrir Olympíusjóð Is- lands. Sjóður þessi er stofnaður í þeim tilgangi, að tryggja þátt- töku íslendinga í Olympíuleik- unum- í framtíðinni. Sjóðurinn er stofnaður með 10% af þeim tekjum, sem Olympíunefnd afl- ar hvert sinn, sem Islendingar taka þátt í Olympíuleikunum. Ætti með þessu móti að safnast svo í sjóðinn, að hann gæti kom ið að notum innan mjög langs tíma. Olympíunefndin sneri sjer snemma til hæstv. Alþingis og bæjarstjórnar Reykjavíkur með beiðni um styrkveitingu til starfs nefndarinnar. Var erindi hennar vel tekið hjá báðum að- ilum og hinn umbeðni styrkur veittur. Er Olympíunefndinni vel ljóst, hve mikils virði stuðn ingur þessara aðilja er öllu starfi hennar og mun kappkosta að bregðast ekki því trausti, sem henni er sýnt í þessu. Nefndin hefir sent út boðs- brjef til allra fjelaga innan vje- banda Í.S.Í., óskað samvinnu þeirra að undirbúningi og þjálf un hæfustu íþróttamannanna og vitneskju um hæfni þeirra og getu. í brjefinu var einnig skýrt lauslega frá starfssviði nefndarinnar. Nefndin hefir látið byrja að þjálfa nokkra ’ íþróttamepn, meðal þeirra, sem hæfastir eru. Jón Pálsson, sundkennari, sem Olympíunefnd hefir ráðið til að þjálfa kappsundsmennina, er þegar tekinn til starfs við undir búning þeirra. Ennfremur hefir Olympíunefndin fengið hingað sænskan þjálfara, O. Ekberg, til þess að þjálfa frjálsíþrótta- menn okkar undir Olynipíu- keppnina. Hefir hr. Ekberg nú eftirlit með þjálfun frjálsíþrótta manna hjer í bænum í sam- vinnu við kennara fjelaganna, en mun síðar taka við þjálfun hinna hæfustu þeirra. Olympíunefndin hefir skip- að fulltrúa fyrir sig í London, Björn Björnsson, stórkaupm. Hefir starf hans verið nefnd- inni mikilsvert. Nefndin er nú að láta prenta mjög smekkleg merki í Eng- landi, Olympíumerki, sem verða látin sem kvittun og viðurkenn ing til- þeirra aðilja, sem styrkja starf nefndarinnar fjárhagslega en verða ekki seld. Ennfremur á að gera Olympíunælur, sem gert er ráð fyrir að selja al-> menningi. Eins og þegar er sagt, ætlar 01ymp,íunefndin að stofna til happdrættis, eins og fleiri að- iljar, erstarfa að þjóðþrifarnál- um. Hinn fyrsti vísir til þess var það, að einhver ágætur og velhugsandi áhugamaður um íþróttamál vann aðaldráttinn í happdrætti KR og ánaínaði hann Olympíunefndinni til happdrættisstofnunar. Vegna hinnar miklu samkepni á þessu sviði, treystist nefndin þó ekki til að fara á stað með það fyrir- tæki, nema eitthvað fleira yrði á boðstólum — þótt hún hins- vegar væri hinum ágæta og ó- þekkta gefanda mjög þakklát fyrir hugulsemi hans. Þegar svcs var komið málum, ákvað nefnd in að hafa einn vinninginn fyrsta flokks 6-manna Hudson bíl. Þriðji vinningurinn í happ- drætti nefndarinnar, verður frí ferð á Olympíuleikana og ókeypis aðgangur að öllum leikunum. Olympíunefndin hefir gert mikið, með aðstoð fulltrúa nefndarinnar í London og á annan hátt, til þess að koma íslensku glímunni að á Olym- píuleikunum sem sýningar- íþrótt. M. a. með því að senda kvikmynd af glímunni til framt kvæmdarnefndarinnar. Það mál er enn óútkljáð hjá framkvæmdi arnefndinni og verður Olym- píunefnd íslands látin vita um úrslitin, þegar þau eru fullvís orðin. Olympínuefndin hefir skrif- að Eimskipafjelagi íslands og Skipaútgerð ríkisins og spurst fyrir um farkost til leikanna, bæði fyrir menn þá, sem nefnd- in þarf að koma þangað og ef til vill fleiri, en ekki getað fengið loforð um hentugar ferð- ir ennþá, en erindi nefndar- innar var tekið af vinsemd og skilningi. Þetta er aðeins fáorð skýrsla um helstu málin, sem Olympíu nefndin hefir haft — og hefir flest enn — til meðferðar. En auk þessara aðalmála er fjöldi annara mála, sem ekki þykir ástæða til að skýra frá í þessus fáorða yfirliti. Að endingu skal hjer skýrt frá mikilvægasta málinu, sem Olympíunefnd íslands hefir tek ið ákvörðun í: Nefndinni hafa borist þátttökutilboð til íslend- inga í Olympíuleikunum f London á næsta sumri. Olym- píuncfndin hefir tekið báðum þessum boðum með þökkum og Framh. á bls. 11. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.