Morgunblaðið - 05.07.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1947, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 6. júlí 1947. ' ' 1 MOB6UNBLASIS i- A FARTINNI cjCeyniiöffreffiuiaffa eftir (f^íl’iuictj 50. dagur „Jeg kem“, segi jeg. „En ekki fyr en seinni partinn. Jeg á ýmislegt ógert. Jeg hefi ekki lokið öllum rannsóknum enn. Bless á meðan“. Jeg geng götuna í áttina að bílnum. Þegar jeg er kominn svo sem miðja leið þá kemur einhver þar út úr skugganum. Hann er hár vexti og vel bú- inn og' með honum er stúlka, sem er á við miljón. Jeg þekki þegar að þetta er Callaghan. „Mig langaði til að koma í lokaþáttinn“, segir hann. „Nú hafið þjer unnið sigur. Jeg samgleðst yður“. „Þakka yður fyrir“, segi jeg, „og þakka yður fyrir alla hjálp ina. Það eru góðir piltar sem þjer hafið á að skipa — og Nik olls er afbragð“. „Hann er ágætur“, segir Callaghan. „Það er bara eitt að honum, að hann talar alt of mikíð. Lítið inn til mín áður en bjer farið vestur um haf. Jeg held að jeg eigi svolitla lús af Kentucky-viský. Hvað segið þjer um það?“ því komist“, segi jeg og and- varpa. „Gallinn á ykkur í leynþjónustunni er enginn ann ar en sá að þið vitið ekki nokk- urn skapaðan hlut. Og þegar þið komist í vandræði. þá verð- ið þið að biðja leynilögregl- una að hjálpa ykkur út úr þeim“. Jeg beygi inn á Leatherhead- brautina. Hún segir: „H.vert ætlið þjer?“ „Jeg ' á smáerindi hjerna“, segi .jeg. „Jeg skildi við einn vin yðar bundin í húsi hjer skamt frá. Og jeg hugsa að henni sje farið að leiðast. Henni er víst mál á því að rjetta úr sjer“. Hún lítur snögglega til mín. „Hamingjan góða“, segir hún. „Er það Dodo Malendas? Jeg hafði alveg gleymt henni“. „Auðvitað höfðuð þjer gleymt henni“, segi jeg. „Það væri laglega komið fyrir yður ef þier, hefðuð ekki notið mín að. Mjer finnst eins og jeg sje fóstri yðar. Gallinn á yður Júlía er sá. að þjer hafið ekki áttað yður á því að þjer eruð lif— andú Yður er rænt og hana — þar tapið þjer yður alveg“. „Jeg kem áreiðanlega“, segi jeg. Þau halda áfram að húsinu. Mjer verður starsýnt á stúlk- una og jeg verð að segja það að þessi Callaghan hefir nærri því eins góðan smekk fyrir fall egum leggjum og jeg sjálfur. Jeg ætla að spjalla margt við hann einhvern daginn. Þegar jeg kem að húsinu hans Schribners er klukkan rúmlega hálffjögur. Nú er glaða tunglsljós og þokan öll á bak og burt. Og nú finst mjer hús- ið fallegt eins og álfaborg. Það er máske ekki að marka, jeg er svo skáldlega hugsandi í kvöld. Jeg stöðva bílinn fyrir utan og geng heim að húsinu. Þar standa þau þá Nikolls og Kar- en, hallast fram á handriðið og hvíslast á. Hún er 1 regn- kápunni hans. Jeg hugsa að Nikolls sje að segja henni frá því hvernig sú ljóshærða í Maryland fór með hann einu sinni. Jeg heyri að henni líkar vel það sem hann er að segja. Jeg geri vart við mig. „Jæja. nú er þessu svo að segja lokið, Nikolls", segi jeg. „Og þjer hafið reynst prýði- lega. Nú þarf jeg bara að biðja yður að fara með ungfrú Kar- en í bílnum yðar heim til Júlíu. Þar skuluð þið bíða eftir mjer. Jeg Jíem bráðum“. Jeg geng inn í húsið. Svei mjer þá ef jeg hefi haldið að nokkur vegur gæti ver ið svo skemtilegur í tunglsljósi. Og svo er það eitthvað svo ó- sköp notalegt að heyra suðið í bílnum. Jeg tek upp vindling- ana mína, og segi ekkert. Júlía segir: „Hvað sem hver segir, þá heyrir þetta mál undir leyniþjónustuna. Nú verður að fara með það eins og jeg vil. Þjer gerðuð ekki annað en ræna mjer. Skiljið þjer það?“ „Alveg rjett“, segi jeg. „Sama er mjer. Ekki skal jeg hafa á móti því að þjer fáið allan heið urinn. Það verður víst ekki hjá „Skammist þjer yðar ekki?“ segic hún. „Mjer hefir verið sagt að þjer sjeuð mjög slyng- ur, Caution. Þjer hljótið að hafa tekið það injög nærri yð- ur að þurfa a vinna fyrir kven- mann“. „Mjer líkar það vel að vinna fyriy kvenmenn11, segi jeg. „Það er að segja sumar konur. En þjer megið vera ánægð. Þjer fáið allan heiðurinn, en jeg verð bara til athlægis“. „Hvað eigið þjer við með því?“ segir hún og jeg finn að hún skotrar augunum til mín. „Jeg á aðeins við það“, segi jeg, ,.,að þegar þjer láguð þarna í kjallaranum hjá Schribner, með bundið fyrir augun, og hjelduð að þjer væruð að tala við Rudy Zimman, þá hörmuð- uð þjer það að þjer skylduð ekki hafa trúað mjer og lagt alt málið í mínar hendur. Og þjer sögðuð að jeg væri merki- legur maður og þar fram eftir götuDum. Jeg náði öllu þessu á hljóðnema, og jeg hefi hann hjerna í bílnum, góða mín. Hann geyrtiir alt, sem þjer sögð uð. Og þegar jeg kem heim til Bandaríkjanna ætla jeg að. skemta samverkamönnum mín um með því að lofa þeim að heyra hve mikið álit þjer haf- ið á mjer. Jeg hugsa að jeg setji hljóðnemann á stað á hverjum morgni til þess að láta mjer líða vel“. Það er eins og hún dæsi. En hún segir ekkert um stund. Sv.o kemur það: „Hvað þarf stúlka að gera til þess að eign- ast þessa hljóðritun?“ segir hún. Þá var mjer skemt. „Hún verður að vera góð og elskuleg og láta mig sjá að sjer sje alvara — ef þjer skiljið það?“ segi jeg. Hún gefur mjer hornauga. Jeg sje að hún brosir. Hefi jeg ekki sagt ykkur það áður pilt- ar, að þessi stúlka er guðs meistaraverk — og meira þó. Hún segir: „Jeg býst við að þjer ætlist til að jeg feti í fót- spor Tamara og geri einhvern samning við yður“. „Alveg rjett, Ijúfan mín“, segi jeg. „Þjer sjáið nú að jeg hefi altaf eitt hátromp á hend- inni, sem jeg geymi mjer“. „Hverjir eru skilmálarnir?“ segir hún. „J.eg þarf fyrst að komast í rjett skap“, segi jeg. „Og til þess þarf jeg gott andrúmsloft. Jeg sje að það er stórt trje þarna niður með veginum og greinar þess nú niður undir jörð. Jeg held að þar sje rjetti staðurinn fyrir mig“. Jeg stöðva bílinn undir trjenu. Hún segir: „Nei, heyrið þjer nú, Lemmy. Haldið þjer að þjer getið fengið mig til að kyssa yður hvenær sem yður sýnist, aðeins vegna þess að þjer eruð með þennan hljóð- nema?“ Jeg brosi framan í hana. „Já, einmitt11, segi jeg. „Svo á það að vera“. Hún andvarpar. „Jeg bjóst við því að það mundi fara svona“, segir hún. „Jeg hlýt að hafa spásagnargáfu“. Jeg ek bílnum á stað í átt- ina til Leatherhead. Júlía kveikir í tveimur vindlingum og rjettir mjer annar. Það er blómaangan að þessum vindl- ingum og ilmurinn læsir sig um mig allan. Mjer verður hugsað um hænsnagarðinn í Minnesota. Það getur vel verið að það sje rjett fyrir mig að byrja á hon- um þegar jeg er níutíu árum eldri en jeg er nú — en ekki núna. Mj.er verðu'r hugsað um það að jeg hafi fengið eltingaleik- inn við bófana vel borgaðan. Borgunin situr hjerna í sætinu við hliðinu á mjer. Nei, piltar — þið megið eiga hænsnagarðinn. ENDIR Asbjörnsons ævintýrin. ■ Ógleymanlegar sögwr Sígildar bókmentaperlur. bamanna. = Bankastræti 7. Sími 6063 I § er miðstöð bifreiðakaupa. , i BEST AÐ AUGLYSA í MOBGUNBLAÐINU GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 29. þetta var enginn annar en Dick, fjelagi Settles höfuðs- manns. Ákvörðun mín var tekin. „Jeg fer ekki fet lengra í kvöld“, sagði jeg. „Þá geturðu staðið úti í kuldanum”, sagði náunginn. Hann ætlaði að fara að skella hurðinni, þegar hinn greip í hendi hans, dró hann að sjer og hvíslaði einhverju að honum. Jeg gat svo sem hugsað mjer, hvað þeir væru að brugga, en ákvað að gefa mig ekki, og rjett á eftir tók annar þeirra til máls. „Mundirðu láta þjer nægja að sofa á hálmfleti?“ „Ef þið hafið ekkert skárra, verð jeg sjálfsagt að gera mjer það að góðu“, svaraði jeg. „Þá geturðu sofið fyrir ofan hesthúsið. Hjer er allt yfirfullt af gestum, en hálmurinn er mjúkur og hreinn og jeg skal sjá um að gefa hestinum eitthvað“. „Ágætt“, sagði jeg, „en þó með’því skilyrði ,að þið látið mig fá glas af heitu öli, því jeg er alveg að drepast úr kulda“. ■ • Hann samsinnti þessu og kom skömmu síðar út með ljósker, til þess að vísa mjer til svefnstaðar míns. Hann ávarpaði mig ekki, en leit forvitnislega til mín. „Þárna er svefnstæðið", tautaði hann loks, þegar -við vorum komnir upp á hæðina fyrir ofan húsið. Svo hengdi hann ljóskerið upp á nagla á þilinu og var horfinn, aður en mjer gafst tími til að svara honum. Jeg leit í kringum mig, og skalf af kulda. Stormurinn hvein í gegnum ótal rifur á herberginu, en allt í einu brakaði í stiganum og rauðhærð og þrekvaxin sveita- stúlka kom inn úr dyrunum. Þetta var svipfalleg og vin- gjarnleg stúlka, og hún færði mjer stórt glas barmafullt af heitu öli. „Jæja, hvað fær maður þá fyrir fyrirhöfnina“, sagði hún og þurkaði sjer á höndunum. „Eitt eða tvö penny geri jeg ráð fyrir“, sagði jeg. „Skelfing ertu vitlaus, lambið mitt!“, hrópaði hún. „Hvað áttu við?“ Einu sinni kom þaS fyrir að kapteinn í her drakk í liðsfor- ingjaklúbbnum heldur meira en hann þoldi. Það var til þess að á heim- leiðinni kastaði hann upp og ataði sig allan út. Vitanlega tók hann ekki eft- ir neinu um nóttina, en þegar hann vaknaði um morguninn, varð hann var eyðileggingar- innar og kallaði á þjón sinn. — Þegar jeg var á leiðinni heim í gær, sagði hann, — mætti jeg óbreyttum hermanni, sem var svívirðilega fullur. Viltu sjá hvernig hann hefir ælt yfir mig. Auðvitað gaf jeg honum hálfsmánaðar varðhald. Sjáðu nú hvort þú getur hreins að fötin mín. Þjónninn fór út með ein- kenn'isbúninginn og var mjög lengi í burtu. Þegar hann kom aftur spurði hann kapteininn: — Hvað langt varðhald ljet kapteinninn svínið fá? — Auðvitað gaf jeg honum hálfan mánuð. — Það er eiginlega altaf lít- ið, sagði þjónninn, því að sóð- inn sá arna hafði líka gert í buxurnar. ★ I rjettinum: — Nafn yðar? — Beta Jónsdóttir. — Atvinna? — Þvottakona. — Aldur? — Sjötíu og fjögra ára. — Gift? — Nei, ekki ennþá. ★ Guð hefur gert'karlmennina fyndna og konurnar svo óskap- lega þolinmóðar, að þær nenna að hlusta á fyndnina. ★ — Hvað er Statourist? — Það hlýtur að vera hann Áki. Flóðhestur, sem þarf tíu hjóla vörubíl til að ferðast á. ★ Tveir menn að skoða kálgarð. — Sjáið hvað salatið er gott í ár. — Uhu, já, — en þetta eru kartöflur. — Jú, jeg meinti kartöflu- saladið. 'k Sá fulli kemur seint á hótel- ið og segir við þjóninn: — Þjónn, viljið þjer vekja mig klukkan átta í fyrramálið. Þjónninn: — Klukkan er nú átta. Sá fulli: — Nú, — hikk —< vekið mig þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.