Morgunblaðið - 06.07.1947, Qupperneq 1
34. árgangur
149. tbl.
Sunnudagur 6. júlí 1947.
Isafoldarprentsmiðja b.f.
Bág kjör verkamanna 99öreiga ríkisins46
kisráðherrar
Til að ræða Parísar-
ráðsiefmina
Kaupmannahöfn í gær.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og
Danmerkur munu koma saman
til fundar á næstunni til þess
að ræða þá ákvörðun Breta og
Frakka að boða til ráðstefnu í
París 12. júlí í því augnamiði
að fjalla um tillögur Marshalls
um efnahagslega aðstoð Banda-
ríkjanna við Evrópuþjóðir.
Að því er haft er eftir góðum
heimildum í Kaupmánnahöfn í
dag, verður fundurinn haldinn
á miðvikudag eða fimtudag í
næstu viku. -— Það er norska
stjórnin, §em á frumkvæðið að
þessum fundi, en ekki hefur enn
verið ákveðið, hvort fundurinn
verði haldinn í Oslo eða Kaup-
mannahöfn.
Skeyti frá Stokkhólmi herm
ir, að utanríkismálanefnd Svía
muni koma saman til fundar á
þriðjudaginn til þess að ræða
boð Breta og Frakka til París-
arráðstefnunnar. — Reuter.
------------
Hiðurrifi verbmiðja
móimælf
Frá höfuðbækistöðvum
Breta í Þýskalandi.
ÞEGAR það barst út, að á-
kveðið væri að rífa og flytja
burtu 19 af hinum stóru stál-
verksmiðjum Krupps í Essen,
olli það mikilli ólgu meðal verka
manna, sem þar hafa unnið og
hafa þeir sent sterk mótmæli
til bresku herstjórnarinnar. —
Auk þess hefur samband starf-
andi manna heimtað að mega
tala við Pakenham fulltrúa
bresku stjórnarinnar.
Dr. Heinemann borgarstjóri í
Essen hefur sagt, að þessi á-
kvörðun sje óskiljanleg og hann
bendir á að þessar verksmiðjur
hefðu verið farnar að vinna að
friðsamlegum verkefnum og
endurreisn landsins svo sem
byggingu eimreiða, sem mikil
vöntun er á.
Breskir fulltrúar segja að
þetta sje samkvæmt ákvörðun,
sem tekin var fyrir nokkru í
Berlín um að flytja verksmiðj-
ur brott og þeir segja, að eim-
reiðaverksmiðjurnar verði ekki
hreyfðar. — Kemsley.
Gsfis! bandarískur borgari
Danski söngvarinn heimsfrægi, Lauritz Melchior, og kona hans
urðu nýlega handarískir ríkisborgarar. Á myndinni sjást þau
vera að sverja borgaraeið sinn.
Icitað ú einum leiðtoga
Stern-ofbeldisflokksins
Líkiegt að hann sje í Frakkland!
PARÍS.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Kemsley.
FRANSKA leynilögreglan og Scotland Yard eru nú í sam-
einingu að leita að emhverjum dularfullum Monsieur Henry,
sem talinn er vera foringi Stern-ofbeldisflokksins í Evrópu.
En ekki veit þó lögreglan enn sem komið er mikið um þenn-
an mann.
Stóð fyrir tilræðum.
En franska stjórnin hefur ný-
lega komist yfir gögn, sem leiða
það í ljós, að það var hann, sem
skipulagði sprengjutilræðið í
skrifstofu breska nýlendumála-
ráðuneytisins og stóð fyrir hót-
unum sem hafðar voru í frammi
við sendiráð Breta á meginlandi
Evróp^ Einnig eru taldar líkur
til þess, að hann hafi staðið fyr-
ir samsæri um að ráða Bevin,
utanríkisráðherra Breta, af dög-
um, er hann kom til Brússel frá
fundi utanríkisráðherranna í
Moskva.
Fangar yfirheyrðir.
Franska lögreglan hefur þeg-
ar yfirheyrt tvo menn, sem hún
hefur í haldi og taldir eru með-
limir Stern-flokksins í því skyni
að afla sjer vitneskju um Mon-
sieur Henri. Menn þessir halda
því fram, að þeir hafi starfað
fyrir mann, sem þeir viti engin
deili á. Þeir neita algerlega að
kannast vjð nafnið Monsieur
Henri.
Vopn og bæklingar.
Til viðbótar við handtökurn-
ar, hefur lögreglan komist yfir
vopn sprengjuhluta og bæklinga
á ensku, þýsku og hebresku, þar
sem skorað var á Gyðinga í Pal-
estínu að „taka upp vopn gegn
bresku innrásarmönnunum.“
Golfmót ísiands hefsf
ídag
GOLFMÓT ÍSLANDS hefst á
golfvellinum hjer í bænum í dag
klukkan 2.
Þátttakendur eru 25 frá Ak-
ureyri, Vestmannaeyjum og
Reykjavík.
Sovjetstjórnin margfaldar verl
á skðmmtunarvörum
WASHINGTON.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Kemsley.
FRÁ ÞVÍ á síðasta hausti hefur verð á skömtunarvörum í
Rússlandi hækkað um 166 prósent. Vöruskamturinn hefur ver-
ið minkaður og stórkostlega hefur dregið úr kaupgetu launþeg-
anna. Þessar staðreyndir koma fram í skýrslum verkamála-
skrifstofu Randaríkjanna, sem hefur athugað áhrif Moskvaúr-
skurðarins frá 16. september 1946.
Mannrán aukasl í
Austurríki
Vínarborg í gær.
OSCAR Helmar, innanríkis-
ráðherra Austurríkis, skýrði í
dag frá tíu mannránum, sem
yfirvöldin hefðu ekki getað
komið í veg fyrir, sökum þess
að þau voru framin af mönnum,
sem klæddir voru rússneskum
einkennisbúningum.
Helmar fullvissaði þingmenn
um, að stjórnarvöldin mundu
gera allt, sem þau gætu, til þess
að koma í veg fyrir frekari
mannrán, en kvað hinsvegar
ólíklegt, að ástandið í þessum
málum mundi batna, þar til
austurríska lögreglan fengi
leyfi til að bera skotvopn og
beita þeim gegn lögbrjótum
klæddum einkennisbúningum
hernámsveldanna.
— Reuter.
Morðfaraldur í
Tanganyika
Daressalarm, Tanganvika
í gær.
DAUÐADÓMAR hafa hjer
verið kveðnir upp yfir 28
,,ljónamönnum“ eða galdra-
læknum, sem hafa framið 16
morð í Sindidahjeraði í Tanga-
nyika. áamkvæmt frásögnum
sjónarvotta höfðu morðingj-
arnir varpað ljónsfeldi yfir sig,
læðst að mönnum og stungið
þá til bana með rýtingum.
—Reuter.
Kesselring fær ævi-
langt fangelsi
Rómaborg í gær.
LÍFLÁTSDÓMUM þeirra
Kesselrings, von Mackensen og
Meltzer hefur verið breytt 1
ævilangt fangelsi, samkvæmt
fregnum, sem bárust frá Róma
borg í gærkvöldi. Allir þrír
höfðu verið sakaðir um stríðs-
glæpi.
—Reuter.
UrskurSurinn.
Með þessum úrskurði var
hækkað verð á skömtunarvör-
um, en hinsvegar lækkað verð
á miklu dýrari vörum, sem seld
ar voru án skömtunarseðla í
verslunum, sem reknar voru
af hinu opinbera. Var þetta gert
í því skyni að samræma verð ■
lag á vörum í því skyni að und-
irbúa afnám vöruskömtunar. —
Til þess að bæta verkamönnum
tjón af þessum ráðstöfunum á-
kvað ráðstjórnin að hækka um
25% laun þeirra, sem höfðu
mánaðarlaun, sem ekki námu
900 rúblum.
Verðhækkunin.
Samkv. úrskurðinum hækk-
aði verðlag á eftirtöldum vör-
um, talið í prósentum, sem hjer
segir: Rúgbrauð 240, hveiti-
brauð 196, sykur 173, smjör 136,
nautakjöt 114, svínakjöt 183,
kindakjöt 143, kjúklingar 164
og mjólk 220. — í ágúst s.l.
varði verkamaður í hæsta skömt
unarflokki í Moskva 100 rúblum
á mánuði til kaupa á skömtun-
arvörum. Tveim mánuðum síð-
ar 281.5 rúblum. Meðalkaup
verkamanna í Sovjetríkjunum
er 500 rúblur á mánuði, en marg
ir fá miklu minna. Þannig fer
meir en helmingur verkamanns-
launanna til kaupa á matvælum.
Óskamtaðar vörur
gejTsidýrar.
Menn geta keypt meira en
matarskamtinum nemur í sjer-
stökum búðum, sem selja án
skömtunarseðla. Þær vörur eru
ennþá mjög dýrar, enda þótt
þær hafi með úrskurðinum ver-
ið lækkaðar um 71%. Ef verka -
maður vildi kaupa sjer eitt pund
af smjöri umfram smjörskamt-
inn, þá myndi það kosta hann
tveggja vikna kaup. Karlmanns
föt í þessum búðum kosta 3000
rúblur (sex mánaða kaup). —
Skyrtur 300 rúblur, skór 1700
og frakki 5050 rúblur.
Framdi sjálfsmorð.
London: — Þýskur hershöfðingi,
Franz Böhme, 62 ára að aldri,
framdi nýlega sjálfsmorð í Niirnberg
með þeim hætti að fleygja sjer út
um glugga á þriðju hæð. Hann var
einn í hópi 12 Þjóðverja, sem voru
fyrir rjetti, ákærðir fyrir stríðsglæpi.