Morgunblaðið - 06.07.1947, Side 2
I
i
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. júlí 1947. ’l
gHættutímarnir mestu
| og varúðarþörfin
ekki ástæðulaus. Og væri þó nú
ennþá verri tíðinda von, ef ekk-
ert væri gert til að afstýra
þeim. En eitt sem í þeim efnum
mætti gera, og mjög mundi
greiða fyrir góðum tíðindum, er
að sættum yrði komið á í verk-
fallsdeilu þeirri, sem nú er. Það
er ekki mitt að segja neitt um
það, hvorumegin undanlátssem-
in ætti að vera meiri, því að í
þeim efnum brestur mig þekk-
ingu. En með vissu má -segja,
að aðalatriðið er þetta, að kom-
ið verði í veg fyrir ófrið.
III.
íslenskir fornmenn — að ó-
gleymdum þeirra forfeðrum —<
voru furðu glöggskyggnir um
margt, eins og jafnvel sjálft
málið ber með sjer, svo að stór-
fróðlegt er. En eitt af því sem
fornmenn vorir höfðu mikla ó-
trú á, var að menn væru ósáttir
í veiðistöð; töldu þá aflavon
minni, og að vísu fram yfir það
sem af verkatöfinni einni gæti
hlotist. Og í samræmi við þetta
er sá grunur minn, að síldarver-
tíðin muni reynast happasælli,
ef sættir takast áður hún hefst
—■ eða frá náttúrunnar hendi
eru ástæður til að hún geti haf-
ist. Það mun heldur ekki reyn-
ast alveg þýðingarlaust í þessu
máli, að nokkuð sje gert fyrir
mín orð. Mætti þess ýms dæmi
nefna, að það hefur oft ekki vel
gefist að hafa að engu orð
þeirra sem spámenn hafa verið,
Menn segja svo oft: ,,Jeg er
enginn spámaður." En jeg ætla
nú að gamni mínu, og þó einnig
til nokkurs gagns að hafa það a
hinn veginn, og segja: Jeg er nú
einmitt spámaður. Getur hver
sá sem hafa vill fyrir því að>
lesa bækur mínar, gcngið úp
skugga um, að jeg segi þetta
satt. Og það mun reynast hafa
eigi alllitla þýðingu fyrir fram-
tíð íslensku þjóðarinnar, hvort
menn taka mark á orðum mín-
um eða ekki.
25. júní.
Helgi PjetursS*
Sovjelráðherra
kvaddur heim
Auckland, Nýja Sjálandú
VÍÐA um heim hefir þa<3
valdið mikilli undrun, að M.
Ivan Ziabkin, sendiherra Sov-
jetríkjanna í Nýja Sjálandi, hef
ir hefir kallaður heim.
Ziabkin, sem oft hefir talað
frjálsmannlega um það, að
nauðsyn bæri til þess að skapa
vináttu milli Sovjetríkjanna og
Nýja Sjálands, sagði frjetta-
mönnum, að hann vildi ekkerli
taka fram í sambandi við heim
kvaðninguna. Fyrsti ritarj
sendiráðsins hefir tekið að sjer
að gegna sendiherrastörfunum
fyrst um sinn. Er hann vap
spurður um, hvaða orsakirj
myndu liggja til heimkvaðn-
ingarinnar, þá' svaraði hann
því til, að „erfitt væri um það
að segja“. Öllum öðrum spurn-
ingum í sambandi við þettú
mál svaraði hann stutt og lag-
gott: „Jeg veit það ekki“.
— Kemsley, J
Air France yfirgefur
Reykjavíkurfluf-
völlinn
Þann 18. júní hafði Flug-
rfjelagið Air-France boð inni á
heimili M. Noué, umboðsmanns
íjelagsins á íslandi, að Rauð-
arárstíg 3, í þeim tilgangi að
J>akka stjórn og starfsmönnum
Reykjavíkurflugvallarins, sem
undanfarna sex mánuði hafa
hjálpað til að tryggja ferðir
.Air-France flugvjelanna frá
París til New York, en þetta
starf þeirra var ómetanlegt.
Þar var viðstaddur Voillery
sendiherra Frakka á íslandi,
Erling Ellingsen flugmálastjóri,
Sigurður Jónsson, skrifstofu-
Stjóri flugmálastjórnar, Gunn-
ar Sigurðsson, flugvallastjóri
og Sigfús Guðmundsson, fram-
'kvæmdastjóri flugvallarins,
Agnar Kofoed-Hansen, lög-
reglustjóri og Sigurður Nor-
dal fulltrúi, Bergur Gíslason
:frá Flugfjelagi íslands, allt
starfsfólk flugvallarins, um-
ferðastjórar, veðurfræðingar
Veðurstofunnar og ýmsir fleiri.
Noué, umboðsmaður Air-
France, mælti fyrir minni
þeirra, sem starfa í þágu ís-
lenskra flugmála, og sem hefðu
kappkostað að aðstoða starfs-
menn frönsku flugmálanna og
lýsti hann því yfir, að Air-
France flytti frá Reykjavíkur-
flugvellinum aðeins vegna þess,
að renhibrautir hans væru of
stuttar fyrir hinar nýju flug-
vjelar.
Erling Ellingsen flugmála-
stjóri lýsti ánægju sinni yfir,
að frönsku flugvjelarnar lentu
á Reykjavíkurflugvellinum og
sagðist vona, að hann ætti eítir
að sjá þær þar að nýju.
Voillery sendiherra Frakka
lýsti yfir ánægju Air-France
og frönsku þjóðarinnar yfir við
íökum þeim, sem franskir far-
þegar og áhafnir flugvjelanna
hefðu fengið hjá starfsfólki
Reykjavíkurflugvallarins og
flutti hann því þakkir sínar.
Gunnar Sigurðsson flugvall-
arstj. sagðist með ánægju hafa
tekið á móti -og aðstoðað flug-
vjelar Air-France, er lent hefðu
á Reykjavíkur-flugvellinum.
Síðustu ræðuna flutti Sigfús
Guðmundsson framkvæmdar-
stjóri flugvallarins og að því
loknu skýrði Noué viðstöddum
frá því að hann hefði nýlega
frjett, að borist hefði brjef til
stjórnar Air France í París frá j
i' ramn. a Dts. B.
Lúðrasveit Reykjavíkur
.á 25 ara afmæli
á morgun
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur
á 25 ára afmæli á morgun. Var
hún stofnuð 7. júlí 1922 með
sameiningu lúðrasv. Hörpu og
Gígju. — Fyrstu stjórn skipuðu
Gísli Guðmundsson form., Björn
Jónsson ritari, Pjetur Helgason
gjaldkeri, óskar Jónsson og
Karl O. Runólfsson.
Var fyrsti stjórnandi Ottn
Bötc-her. Aðrir stjórnendur hafa
verið dr. Páll ísólfsson, dr.
Frans Mixa, Karl O. Runólfsson
og Albert Klahn.
Mesta þrekvirki, sem Lúðra
sveitin hefur ráðist í var þegar
hún á öðru ári rjeðst í að byggja
Hljómskálann og heíur sú mikla
framkvæmdasemi orðið ómetan-
Iegt gagn fyrir allt tónlistarlíf
borgarinnar. Verkefni Lúðra-
sveitarinnar hefur líka veriö
fyrst og fremst að glæða tón-
listarlífið. 1923 stofnaði hún vísi
að tónlistarskóla, og þótt hann
yrði raunar ekki langlífur var
hann þó byrjunin, því að nokkr-
um árum síðar var Tónlistarf je-
lagið stofnað fyrir atbeina með-
lima úr Lúðrasveitinni. Tónlist-
arskóli þess var og til húsa i
Hljómskálanum í 15 ár.
Lúðrasveitin hefur nú spilað
fyrir bæjarbúa í 25 ár og hún
hefur komið fram á gleði og
sorgarstundum þjóðarinnar, og
er hún vissulega ómissandi við
öll hátíðleg tækifæri. Spilaði
hún bæði á Alþingishátíðinni
1930 og við Lýðveldistökuna
1944. Einnig hefur hún látið
Asbjörnsons ævintýrin. —
Ógleymanlegar sögur
Sígildar bókmentaperlur.
barnanna.
sjer ant um sveitirnar og farið
í hljómleíkaferðir út um land
nú síðast fyrir skömmu til Vest-
mannaeyja.
Tveir elstu fjelagar Lúðra-
sveitarinnar, þeir Sigurður Hjör
leifsson og Stefán Gunnarsson
hafa báðir verið virkir þátttak-
endur í sveitinni frá byrjun. •—-
Sigurður var einn af stofnend-
um Lúðrasveitarinnar Hörpu
1912, en Stefán byrjaði að leika
á blásturshljóðfæri á ísafirði
1906 hjá Jóni Laxdal tónskáldi.
í Lúðrasveitinni eru nú starf-
andi 24 menn og skipa stjórn-
ina þessir: Guðjón Þórðarson,
form., Kári Sigurjónsson, rit,
Oddgeir Hjartarson ' gjaldk.,
Magnús Sigurjónsson og Sigurð-
ur Þorgrímsson. Síðar í haust
mun Lúðrasveitin halda afmæl-
ishljómleika.
I.
Aðalmein í þjóðlífi Islend-
inga hefur sundurlyndið verið
og ófriðurinn sem af því hlaust.
Eru þar glegst dæmin frá 13.
öldinni. Kraftinn, sem þá var í
íslensku þjóðlífi, verður að telja
með hinum mestu ólíkindum,
þegar þess er gætt hversu fá-
menn þjóðin var. En þó er hitt
ekki síður með ólíkindum,
hversu mikil hnignun varð hjer
á fáeinum áratugum, eftir deil-
ur hjer innanlands og ófrið,
miklu meiri en dæmi voru til
áður í 'sögu þjóðarinnar. Þarf
ekki að efa, að menn höfðu, um
það bil er þessi ófriður hófst,
aðeins mjög óljósar hugmyndir
um það — eða öllu heldur, eng-
ar — hvílikir úrslitahættutímar
fóru þá í hönd. En þó eru nú á
vorum dögum, hættutímar enn-
þá miklu meiri. Því að nú eru
hjer á jörðu, hættutímar meiri
en nokkru sinni hafa verið áður
í sögu mannkynsins.
II.
Það mundi ekki þykja vitur-
legt, ef * einhverjir, sem þyrftu
að leggja leið sína þar um, sem
mjög væri vandfarið, tækju sjer
fyrir hendur að fara að grafa
undan, þar sem helst væri
skriðuhætt. En þó væri það
nokkuð í ætt við slíkt athæfi,
að fara að efla ófrið nú, á þess-
um hættumestu tímum.
Menn geta í síðustu bók minni
Þónýal, lesið hugleiðingar mín-
ar á nýársmorguninn, um horf-
ur á hinu nýbyrjaða ári. Og
enginn getur nú, að árinu hálfn-
uðu, verið í neinum vafa um
það, að sá uggur sem í þeim
hugleiðingum lýsir sjer, var
Þræladans
Listavcrkasýning Nínu Sæmundsson, hcfir að vonum vakið
mikla athygli og hafa nú hátt á fjórða þúsund manns skoðað
sýninguna. Þræladans nefnist þetta verk Nínu og er á sýning-
unni. Það hefir nú vcrið ákveðið að sýningin vcrði opin þar til
á fimmtudag.