Morgunblaðið - 06.07.1947, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.07.1947, Qupperneq 5
Surmudagur 6. júlí 1947. MORGUIIELAÐIB Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. FJófSungssamband ungra SjálfsSæSis- manna á Norður- landi FULLTRÚAR af Norðurlandi á Sambandsþingi ungra Sjálf- st.manna gengust fyrir stofnun f jórðungssambands ungra Sjálf ■ stæðismanna á Norðurlandi og hafa nú þegar flest samtök ungra Sjálfstæðismanna í fjórð- ungnum sótt um upptöku í sam- bandið. Fjórðungssambandinu er ætl- að það verk að koma á sem nán- ustu samstarfi milli allra sam taka ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi og gæta sameigin- legrar stefnu og hagsmuna þeirra. Fjórðungssambandið er aðili að Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna, en eins og kunn- Ugt er, þá eru öll samtök ungra Sjálfstæðismanna á landinu í því. Eftirtalin fjelög hafa þegar gerst aðiljar að fjórðungssam- bandinu: ,,Vörður“, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna, Ólafsfirði. „Bald- ur“, fjelag ungra Sjálfstæðis manna á Dalvík og í Svarfaðar- dal, Hjeraðssamband ungra Sjálfstæðismanna í Eyjafirði, Fjelag ungra Sjálfstæðismanna, Siglufirði, ,,Víkingur“, fjelag ungra Sjálfstæðismanna Sauð- árkróki og Hjeraðssamband ungra Sjálfstæðismanna í Skaga firði. Stjórn sambandsins skipa: Jónas G. Rafnar, Akureyri, form. Meðstjórnendur: Vilhjálm ur Sigurðsson, Siglufirði, Bald vin Tryggvason, ólafsfirði, Gísli Jónsson, Dalvík, Magnús Jónsson, Akureyri. Til vara: Sigurður Ringsted, Akureyri, Helgi Sveinsson, Siglufirði og Þorsteinn Jónsson, Ólafsfirði. Á því er enginn vafi, að ung- ir Sjálfstæðismenn á Norður- landi hafa styrkt aðstöðu sína með stofnun f jórðungssambands ins og að eftirleiðis megi vænta meiri afskipta þeirra í stjórn- málum. LANDSMÁLAÁLYKTANIR UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA EFTIRFARANDI samþykktir voru gerðar á þingi Sambands^ ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri: Verndun lýðræðisins. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar verði sem best tryggð þau almennu mannrjettindi, sem eru grundvöllur lýðræðisins, almennu'r og jafn kosningarrjettur og kjörgengi, trúfrelsi, mál- frelsi og ritfrelsi, fjelagafrelsi, fundafrelsi, fjelagslegt öryggi og jafnrjetti. Hafist sje handa í skólum landsins og með frjálsum samtök- um um að glæða lýðræðishyggju einstaklinganna með aukinni þjóðfjelagslegri fræðslu, er efli stjórnmálaþroska einstakling- anna, sem lýðræðisskipulagið grundvallast á. Haldið sje áfram eindreginni baráttu fyrir því, að fjelags- samök til almenningsheilla, svo sem verkalýðsfjelög, samvinnu- fjelög og hverskyns stjettasamtök, sjeu skipulögð á lýðræðis- grundvelli með hlutfallskosningum til trúnaðar- og stjórnar- starfa. Lýsi'r þingið eindreginni vanþóknun sinni á því, hvernig verkalýðsfjelög og samvinnufjelög hafa verið og eru víða notuð sem póiitísk baráttutæki í þágu ákveðinna stjórnmálafiokka. Kommúnisminn skemmdarstefna! Þingið ítrekar fyrri áskoranir S. U. S. til æsku landsins um að vera á varðbergi gegn áhrifum kommúnismans í íslensku þjóð- lífi. Er í þessu sambandi á það minnt, að kommúnisminn er í upp- hafi boðaður hjer á landi sem hreinn byltingaboðskapur, og kommúnistaflokkurinn stofnaður sem ósjálfstæð deild erlendrar stjórnmálahreyfingar, enda augljós staðreynd auðsveipni for- kólfa þessarar stefnu hjer, bæði fyrr og síðar, við erlenda ráða- menn alþjóðasamtaka kommúnista. Framkvæmd kommúnismans mundi stefna bæð.i persónufrelsi og þjóðfrelsi Islendinga í voða, enda augljós sannkidi, þar sem reynslan hefir skorið úr, að framkvæmd stefnunnar er í full- kominni andstöðu við lýðræðishugsjónir og frelsishyggju ís- lendinga. Fulltrúar á þingi S.U.S. að starfi. atvinnurekendur, á hvaða sviði sem er, verða að auka starfslið sitt á skrifstofum, vegna síaukinna skýrslna og innheimtu fyrir hið opinbera. Þá telur þingið mjög mikilvægt, að greiða fyrir því, að menn utan Reykjavíkur fái skjótari afgreiðslu en nú er með mál sín hjá hinum opinberu ráðum í Reykjavík, vegna sjerstaklega erf- iðrar aðstöðu þeirra að þurfa að leita til Reykjavikur um fjöl- mörg leyfi fyrir starfrækslu fyrirtækja sinna. Telur þingið mjög hættulegt fyrir þjóðina, að hið opinbera taki þannig sífellt fleiri og fleiri frá atvinnuvegunum, og íþyngi þeim að öðru leyti, og því beri að athuga rækilega, hvort ekki sje hægt að fækka opinberu starfsliði til stórra muna, og á annan hátt að lækka kostnaðinn við stjórn ríkis og bæja. Beinir þingið þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún gefi út opinbera skýrslu um allar opinberar nefndir, starfssvið þeirra og launakjör, og hverjir skip þær, og sje fyrirkomulag Þingið lýsir sjerstakri vanþóknun á misnotkun kommúnista á þessara mála tékið til almennrar endurskoðunar, nefndum fækk- Fjelag ungra Sjálf- slæðismanna á Dalvík NÝLEGA var stofnað fjelag tmgra Sjálfstæðismanna á Dal- vík og Svarfaðardal. Stofnendur íjelagsins voru þrjátíu. Fjelag- ið hlaut nafnið ,,Baldur“ fjelag ungra Sjálfstæðismanna á Dal- vík og Svarfaðardal. Stjírn íjclagsins skipa: Gísii J0nc5.cn, IIcíi, form.. Dagmann Þorleifsson, Dalvík, Hjálmar Júlíusson, Dalvík, Ey- vör Stefánsdóttir, Dalvík. Vara- stjórn: Rósa Sigurðardóttir. Anton Guðlaugsson og Hörður Sigfússon. ýmsum menningartækjum þjóðarinnar og telur brýna nauðsyn að vinna gegn áróðri þeirra í skólum landsins og útvarpi. Það er eindregin skoðun þingsins, að atferli kommúnista að undanförnu sje þjóðhættulegt og miði að því að grafa undan j núverandi þjóðskipulagi með ólýðræðislegum aðfex’ðum. Álítur þingið því þjóðarnauðsyn, að allur lýðræðissinnaður æskulýður ■ sameinist til varnar gegn skemmdarstarfsemi kommúnist. Sjávarútvegsmál. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, hversu langt er komið framkvæmd þeirrar nýsköpunar á sviði sjávarútvegsins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forgöngu um í tíð fyrrverandi stjórnar. Fagnar þingið sjerstaklega þeim skilningi, sem ráðið hefir í framkvæmd þeirra mála, að beina opinberri aðstoð eindregið til eflingar einkaframtakinu og margvíslegrar fyrirgreiðslu við einstaklinga og fjelög þeirra til þess að eignast og reka ný fram- leiðslutæki á sviði sjávarútvegsins. Lögð verði áhersla á framhald þessarar stefnu almennt, en ríkisvaldið leggi jafnframt af sinni hálfu megináherslu á þær framkvæmdir, sem hafa alþjóðarþýðingu til grundvallar út- gerðinni, svo sem hafnargerðir, fiskirannsóknir og fiskiðnaðar- rannsóknir og öflun markaða. Við staðsetningu stói’virkra fiskiðnaðarfyrirtækja og stórút- gerðar verði þess gætt, að aukið jafnvægi skapist í atvinnu- möguleikum almennings í landinu, þannig, að fólksfjölgunin beinist ekki aðeins til örfárra staða. Opinber afskifti. Þingið telur mjög varhugaverða hina miklu útþennslu og af- skiftasemi hins opinbera af öllu atvinnulífi landsmanna. Sett eru á stofn ráð og nefndir, sem kosta ríkið of fjár, auk þess semig, að framkvæmd laganna tefjist á engan hátt. að og tilkostnaður við þær minnkaður. Landhelgismál. Unnið verði að því af f*emsta megni að fá landhelgina rýmk- aða með það lokatakmark fyrir augum, að allt landgrunnið um- hverfis ísland verði friðað fyrir fiskveiðum útlendinga, enda telur þingið lýðveldið Island á engan hátt bundið við samning Dana og Englendinga árið 1901, um skerðingu íslenskrar land- helgi. Landhelgisgæslan, sem nú er í óviðunandi niðurlægingu, verði efld með því að afla stærri og hraðskreiðari varðskipa, auk flugvjela til gæslunnar. Jafnframt verði hún sett undir sjer- staka stjórn, sem lúti yfirumsjón dómsmálaráðuneytisins á hverjum tíma. Þingið telur, að ekki komi til mála að veita neinum erlend- um þjóðum nokkrar ívilnanir til þess að athafna skip sín í höfn- um eða í landhelgi, í sambandi við síldveiðar í nánd við ísland, — og beri að herða löggæslu og eftirlit með framkvæmd ís- lenskrar löggjafar hjer að lútandi til fyllstu hlítar. Húsnæðismál. Greitt verði fyrir heimilisstofnun ungs fólks, með myndun sjerstaks sjóðs, sem veiti ungu fólki hagkvæm lán til langs tíma, til byggingarframkvæmda eða kaupa á húsnæði. Þingið telur, að nauðsyn beri til þess, að framkvæmdar verði á næstunni stórfelldar umbætur á húsnæðismálum þjóðarinnar til sjávar og sveita, þannig, að útrýmt verði með öllu á sem stytstum tíma hinum fjöldamörgu heilsuspillandi og ljelegu íbúð- um í landinu, m. a. með því að tryggja lánveitingar og fjárstyrk ríkisins til íbúðabygginga, samkvæmt lögum um opinbera aðstoð við húsbyggingar fjelagssamtaka, sveita og bæjarfjelaga, þann-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.