Morgunblaðið - 06.07.1947, Side 6

Morgunblaðið - 06.07.1947, Side 6
6 M ORGXrWBIi ASTÐ Sunnudagur 6. júlí 1947. Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Bjargráð Evrópu FÁUM mun hafa komið það á óvart, að Molotov hinn rússneski sleit samningum við ráðherra Vesturveldanna, eftir að þeir höfðu komið saman fjórum sinnum Bevin, Bidault og hann í París. Næsta sporið var það svo, að Vesturveldin halda málinu áfram og boða nú fulltrúa allra Evrópuþjóða á fund, til þess að ræða, hvernig taka skuli tilboði Marshalls um aðstoð Bandaríkjanna við endurreisn Evrópu. í ræðu sinni þ. 5. júní ljet Marshall svo ummælt, að Evrópuþjóðum væri nauðsynleg hjálp, til þess að forðast fullkomið hrim. Slíka aðstoð sem Evrópuþjóðum væri nauðsynleg væri ekki fáanleg annarsstaðar, en frá Banda- ríkjamönnum. Auk þess þyrftu Evrópuþjóðir að gera sínar ráðstafanir innbyrðis, til að bjarga því sem bjargað yrði. Þjóðir þær sem koma sjer saman um, að vinna að end- Urreisninni, verði að afnema tolla hindranir, og gera með sjer sameiginlega áætlun um það, hvernig þær geti komið framleiðslu sinni á rjettan kjöl að nýju. Síðan eiga Banda- ríkjamenn að taka til athugunar hvernig þeir geti veitt þá aðstoð sem nauðsynleg er, til þess að bæta upp það, sem Evrópuþjóðirnar eru ekki einfærar um að vinna að viðreisninni. ★ Fyrir heimsstyrjöldina var Evrópa ekki aðeíns miðstöð menningarlífs í heiminum. Helmingur heimsverslunarinn- ar var tengd þessari álfu. Á árunum 1935—’38 var kola- nám í Evrópu helmingur af kolanámi heimsins. En nú er kolavinnslan í álfunni ekki nema um 56% af því sem hún var á þeim árum. Fyrir styrjöldina var raforkan í heiminum að hálfu leyti í Evrópu einni. En nú eru orku- verin eydd svo mjög að raforka álfunnar er mikið minni en hún var. Á árunum fyrir styrjöldina var matvæla innflutningur til Evrópulanda ekki nema um 10% af því, sem þjóðirnar þurftu sjer til matar, En á árinu 1946 varð uppskeran 20—40% minni en í meðalári. Talið er, að uppskeran verði mun verri í ár, vegna þess hve vetrarhveiti verður nú minna en í fyrra. Af þessum fáu tölum er það ljóst að geipifje og ógrynni af vörum þarf, til þess að framleiðsla Evrópuþjóða komist í sama horf, og hún var á árununrfyrir styrjöldina. Ástandið verður mun erfiðara á síðara hluta ársins 1948, þegar tæmd eru hin amerísku lán. Þeir erfiðleikar snerta ekki aðeins Evrópuþjóðir, heldur líka Bandaríkin. Því af þessu leiðir að útflutningur Bandaríkjanna til Evrópu hlýtur að minka að mun. Annars er vöntun á dollurum engin orsök að vandræðum í Evrópu heldur, af- leiðing af erfiðleikum Evrópuþjóða. Orsökin er sú að Evrópuþjóðir hafa of lítið af vörum til að selja Banda- ríkjamönnum samanborið við það sem Bandaríkjamenn flytja út til Evrópu. Hallinn á þessum viðskiftum nemur hálfum fimta miljarð á ári. En alls er útflutningar Banda- ríkjamanna til annara landa einum miljarð dollara meiri á mánuði, en innflutningurinn nemur. Á árunum 1919—’39 var 66% af öllum innflutningi frá Evrópu til Bandaríkjanna efnivörur, en unnar vörur voru þá ekki nema um 20%. Nú er lítið af efnivörum til útflutn- ings í Evrópu og hálfunnum vörum. Því í álfunni er ekki til nægilegt af fullunnum vörum, til þess að fullnægja þörf Evrópuþjóða sjálfra. Það er tilgangur Marshalls með tillögum sínum að jafna þenna mismun á innflutningi frá Bandaríkjunum og út- flutningi þaðan, á meðan Evrópuþjóðir eru að endurreisa atvinnulíf sitt eftir eyðingu styrjaldarinnar, uns Gamli heimurinn getur aftur staðið á eigin fótum fjárhagslega. Er þetta lokatakmark Bandaríkjamanna í viðleitni þeirra, til þess að koma Evrópuþjóðum til hjálpar í erfiðleikum 'þe'irra, forða frá algeru fjárhagshruni í Norðurálfu, er um leið myndi gera það að verkum að menning álfunnar kæmisi í yfirvofandi hættu. Wíkverji ákrij'ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ný tíska. TÍSKAN ER sterk. Það er hægt að fá kvenfólk og karla til að gera allan fjáran, bara ef það er tíska í það og það skiftið. Allir muna eftir poka- buxnatískunni hjer á árunum. Þá gat enginn farið svo mikið sem inn að Elliðaám án þess að klæðast í hólvíðar pokabuxur, sem stungið var niður í rosa- mikla gönguskó, en utan yfir alt saman þurfti helst að vera togsokkar miklir — og það hvítir. Nú fást víst fáir til að klæð- ast í slíkan fatnað, nema í skíða ferðum og er sannast sagna ekki mikils að sakna. En nú er komin ný tíska í staðinn. • Stelpustrákar. UNDANFARNA DAGA hef- ir gefið að líta á götum bæjar- ins nýja tísku. Það eru ungar stúlkur, sem ganga í síðbuxum og eldra fólkið kallar þær stelpustráka, eða öðru nafni, sem illa er prenthæft. Þessar síðbuxur kvenna eru í öllum regnbogans litum, gul- ar , grænar, bláar, lilla. svartar og hvítar. En það sem merki- legast er, að þessir stelpustrák- ar ganga í hópum um bæinn. Nú má enginn misskilja, að það sje verið að amast við þess ari nýju tísku. Það verður hver um sig að ráða því hvernig hann eða hún klæðist. En það er ekki hægt að neíta því, að þótt síð- buxur sjeu hentugur klæðnað- ur fyrir kvenfólk í ferðalögum eða í sveit, þá er skemtilegra að sjá þær blessaðar í sumarkjól- unum sínum, eða drögtunum á götum bæjarins. • Að leika sumar. ANNARS ER það eiginlega hálf átakanlegt að sjá Reyk- víkinga um þessar mundir. Þeir eru að reyna að leika sumar. Telja sjer trú um, að það sje hægt að klæðast sumarfötum. Það taka allir þátt í þessu, ung- ir og gamlir. Karlmenn eru sumir með stráhatta, sem eru ætlaðir fyrir sumarveður í heitu löndunum, stúlkurnar klæðast liðskrúðugum næfur- þunnum sumarkjólum. (Þær, sem ekki eru í síðbuxum). Svona erum við öll að reyna að telja okkur trú um, að það sje sumar á Islandi. Vonandi að okkur verði að trú okkar, áður en sá árstími er liðinn, sem við köllum sumar. • Húsnæðisekla. ÞAÐ ER SAMA hvað er bygt í bænum. Altaf er sama hús- næðiseklan. Eina sögu kann jeg um það, hvao mönnum er boðið upp á er þeir auglýsa eftir ibúð. Ung hjón. sem eru í vandræðum með að hola sjer einhvers stað- ar niður auglýstu eftir íbúð. Þau fengu eitt tilboð. Það var í kjallara í gömlu húsi. Þegar húseigandi fór að sýna þessa „tveggja herbergja íbúð“ lenti hann í vandræðum.. Það var enginn gluggi á ,,stofunni“ og er væntanlegir leigjendur spurðu, hvort ekki væri hægt að kveikja ljós, var því svarað til, að því miður væri það ó- mögulegt, vegna þess, að mað- ur, sem hafði komið til að skoða íbúðina næst á undan hefði rekið sig uppundir í ljósastæð- ið og brotið peruna. • Kolabingurinn átti að fylgja. HITT HERBERGIÐ af þess- um tveimur var gamalt þvotta- hús. Það átti að notast sem ,,eld hús“. Á miðju gólfi var allstór kolabingur. Væntanlegum leigj endum var sagt, að þau fríðindi fylgdu með íbúðinni, að kola- bingurinn gæti fylgt! Hjónin hrökluðust út án þess að spyrja um verðið á þessari luxusíbúð. e Nóg vatn. ÓLAFUR HVANNDAL prent myndagerðarmeistari skrifar í eitt af dagblöðum bæjarins og segir frá því, að nú fyrst hafi hann nóg vatn til iðnaðar síns allan daginn. Það þykir hon- um gott, sem von er og þakkar verkfallinu. Má vera. að það sje rjett hjá honum og ef svo er væri ómaksins vert, að at- huga hvað mikið sparast af vatni við verkfallið. Það gæti gefið bendingu um hvar ætti að bera niður, ef takmarka þyrfti enn meir vatnsnotkun bæjar- búa. En jeg hefi grun um, að ástæðan sje önnur og þá fyrst og fremst sú, að húsmæður geta ekki þvegið þvott sinn fyrir sápuskorti. • Sápuvandræðin. ANNARS ERU sápu- og þvottaefnis-vandræðin meiri en menn alment grunar og horfir til stórvandræða. Hús- mæður geta ekki skolað úr flík hvað sem á liggur og þetta fer versnandi vegna verkfallsins. Sápuskorturinn stafaði að miklu leyti af hárefnaleysi fyr ir verkfallið, en þó var altaf hægt að fá eitthvað. En nú eru víst allar sápuverksmiðjur hættar framleiðslu vegna þess að þær geta ekki flutt að sjer það litla hráefni, sem þær eiga í vöruskemmum. MEÐAL ANNARA ORDA . . . . Sameinast Nýfundnaland og Kanada! vinningastefnu. Þeir eiga stórt land með nærri ótakmörkuð- um möguleikum. Það sem Kan- ada vantar er fleiri íbúa en ekki meira landrými. Ef úr sameiningunni verður, mun Kanada verða að taka að sjer ríkisskuldir Nýfundna- lands sem eru að upphæð 82.000.000 dollara. Þetta verð- ur nokkur baggi og auk þess yrðu þeir að taka að sjer land- varnir, flutninga, skólamál, fje lagsmál og önnur vandamál, til þess að tryggja íbúunum sæmi legt líf. Bækistöð Bandaríkjanna. Ef Nýfundnaland samein- ast Kanada, verður ein af bæki stöðvum Bandaríkjanna á Kanadískri grundu. Það er Ný fundnalandsbækistöðin, sem var leigð út til 99 ára. í allri stríðssamvinnunni við Banda- ríkin var Kanada ákveðið í að leyfa Bandaríkjunum hvergi að fá hernaðarbækistöðvar. Ef Ný fundrvaland gengur inn í Kan- ada, myndast þess vegna nýtt viðhorf milli Bandaríkjanna og Kanada. Eftir JOHN MARSHALL VIÐRÆÐUR eru nú að fara fram í þriðja skifti til að á-1 kveða hvort Nýfundnaland eigi að verða kanadískt hjerað, — en kanadíska stjórnin mundi fagna því ef úr slíku yrði. Þó er ekki haldið uppi neín- um áróðri íyrir því, vegna þess að þá er talið að nærri allir íbúar Nýfundnalands myndu gagnsefjast og þeir snúast al- gjörlega á móti því. Samningar ná allt aftur til ársins 1895, þegar sendinefnd fór til Ottawa til að ræða um sameiningu. Eftir langar við- ræður slitnaði upp úr samn- ingaumleitunum. Labrador er kostaland. Flestir Kanadabúar hafa mikið meiri áhuga á því að ef til þessa kemur mun Labra- dorskaginn um 110.000 ferm. fylgja með. Skaginn er allur alþákinn skógum, mikill vatns kraftur í ánum og talið að nokkuð sje af málmum í jörðu. Auk þess er skaginn megin- land og Kanadabúum finnst, að hann eigi að fylgja Kanada. Nýfundnaland hefur 320.000 íbúa. Af þeim eru aðeins fáein þúsund á Labrador skaganum, en hann er samt talinn allmik- ið meira virði en eylandið. Engin landvinningalöngun. Kanadabúar hafa enga land- Bevin ællar fil Þýskalands London í gærkvöldi. ÞAÐ var opinberlega tilkynt í London í dag, að Ernest Be- vin, utanríkisráðherra Breta myndi fara til Þýskalands síð- ari hluta sumars. Bevin ætlaði sjer að koma til Þýskalands um miðjan júlí, en af því gat ekki orðið vegna starfa hans í sam- bandi við tillögur Marshalls um efnahagslega aðstoð Bandaríkj- anna við Evrópuríkin. — Reuter Mikið komið undir dugnaði þýskra bænda Berlín í gær. ANDERSON, landbúnaðar- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu í Stuttgart í dag, að Þjóðverjar mættu ekki treysta um of á matvælasendingar er- lendis frá. Kvað hann bætt lífs- kjör Þjóðverja að miklu leyti byggjast á dugnaði þýskra bænda." Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.