Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 8
Sunnudagur 6. júlí 1947. ! 8 i Fimsn mínúlna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 lofttegundin — 6 kvikmyndafjelag — 8 skvald ur — 10 horfði — 11 skíturinn — 12 skammstöfun — 12 tveir hljóðstafir — 14 pat — 16 gremjast. Lóðrjett: — 2 ryk — 3 vönt- un — 4 fangamark — 5 borg í Frakklandi — 7 liðnar — 9 stofu — 10 snjó — 14 öðlast — 15 standa saman. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 úthaf — 6 ári — 8 ná — 10 fa — 11 glann- ar — 12 aa — 13 ti — 14 ala —16 hrapa. Lóðrjett: — 2 tá — 3 hringla •— 4 ai — 5 angan — 7 marin — 9 ála — 10 fat — 14 ar — 15 ap. — Air France (Framhald af bls. 2). öllum farþegum frönsku flug- vjelarinnar, sem tafðist hjer í tvo daga vegna smávegis bil- unar, þar sem þeir þökkuðu fyrir dvöl sína á íslandi og hina yndislegu ferð, sem þeir hefðu farið til Þingvalla. Að lokum skildu menn með kveðjum vegna vináttu þeirr- ar, sem verið hafði á milli starfsmanna flugvallarins og starfsmanna Air France á ís- landi. Sigríður Gunnlaugsdöttir flugfreyja Kveðja frá Ragga bróður MORGUNBLAÐIE maídaginn langa O, man jeg ætíð og megna kvöl, er óvissan mjer bjó. Þá hrundu tárin höfgu mjer um vanga, en hugur minn var sviftur allri ró. Hvort gat það skeð, að hópur mætra manna, að morgni lífs, er flaug um loftin blá, vegi Heljar væri nú að kanna og vinum mætum horfin burtu frá? Þú flaugst um geiminn, full af björtum vonum, svo fús að vinna hugþekk skyldustörf Og þú varst dáð, af djörfum íslands sonum, en dugur þinn var knúinn innri þörf. Jeg þakka, systir, ævi þína alla; en ef að treginn fyllir huga minn, jeg bernskumyndir bjartar fram vil kalla og blessa kraft og yndisleika þinn. Þó græði tíminn sollnu hjartasárin og sorgir fleiri mæta kunna hjer, hve mörg sem verða ævi minnar árin, jeg aldrei gleymi, kæra systir, þjer. Er flýgur þú nú frjáls um æðri heima, og færð að sinna göfgum verkum þar, Ó, lífsins drottinn láti til þín streyma þar Ijóssins geisla sinnar hátignar. Lilja Björnsdóttir, frá Þingeyri. Lögreglan í Bombay í verkfalli UM 400 menn í lögregluliði Bombay hófu verkfall í dag til þess að mótmæla því, að dýrtíð- aruppþot á laun þeirra var nið- ur felld. Mjög margir lögreglu- menn frá öðrum borgum og bæj um í Indlandi eru nú á leið til Bombay til þess að taka þátt í kröfugöngu, sem lögreglumenn- irnir í Bombay hyggjast fara í mótmælaskyni við hagsmuna- skerðingunni. — Reuter. iiiiiiMiiimiiiiiMMiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiuiiimiiB Fullur bssij að kvöldi I hjá þeim, sem auglýsa í | Morgunblaðinu. Eiríkur Ormsson rafvirkja- meistari sextugur EIRÍKUR ORMSSON, raf- virkjameistari, er 60 ára í dag. Hann er fæddur í Meðallandi og ólst upp í Botnum J þeirri sveit. 7Ett hans verður ekki rakin hjer. En hins má geta, að hann er í föðurætt af hinni kunnu Sverresens ætt. Móðir hans var alsystir Sveins ólafs- sonar bónda í Hvammi í Mýr- dal, þjóðhagssmiðs, og eru því systkinasynir, Gústaf A. Sveins son, lögfræðingur, og Einar Ól. Sveinsson, prófessor. Kosti ættar sinnar erfði Eirík ur Ormsson. Um annan arf var ekki að ræða. Hin meðfædda gáfa, hagleikurinn, var svo rík, að þegar hann sá í fyrsta sinn saumavjel, dáðist hann að þess ari völundarsmíði og reyndi að líkja eftir því, og tókst að smíða nothæfa saumavjel. Sýn- ir þetta hagleik handanna, á- samt dirfsku og kjarki unglings ins lítt þroskaða. Benti þetta til, að framundan væri von á athafnasömu lífi. Á þessum tíma var lítið um þekkingu og endurbætur í af- skekktum sveitum. Fátækt og umkomuleysi var hlutskipti * unglinganna þar. Aðeins þeir, sem.gæddir voru stórhug eða menningarþrá, lögðu á flótta úr sveitinni, í von um að finna eitthvað betra. Og Eiríkur Ormsson var einn af þeim. Blá- fátækur og allslaus, eins og ýmsir aðrir, hjelt hann út í ó- vissuna. Ef til vill var hann ekki þá vitandi vits um mikils- verðasta arfinn, sem hin heil- ögu alheimsöfl höfðu lagt í ætt hans, og gengu að erfðum mann frá manni. Aðeins fann hann til aflsins. Kjarkurinn og dirfsk- an var óbilandi, höndin styrk og hög. Fjármunir koma og hverfa. Sá arfur er hverfull. En varanlegastur og bestur er mannkostaarfurinn. Sá, sem- hrindir af stað nýtilegum at- höfnum og framkvæmdum, veit ir arðberandi atvinnu og brauð fæðir þurfandi menn. Þannig er athafnamaðurinn að bjarga sjálfum sjer og öðrum. Afmælisbarninu sextuga tókst að stofnsetja hjer í Reykjavík rafmagnsfyrirtæki á Vesturgötu 3. Á hann það einn og hefir stýrt því með sæmd. Við þetta fyrirtæki hafa unnið um og yfir 20 manns árlega. >Auk þess sem Eiríkur Ormsson hefir fundið ýmislegt upp, sem beinlínis er til bóta í rafmagns- iðnaði, var hann fyrsti maður hjer á landi, sem bjó til raf- magnsmótora. Allir þeir, sem Eiríkur Orms son hefir kennt rafmagnsiðnað og þeir, sem hann hefir veitt atvinnu og ennfremur þeir, sem notið hafa mannúðar hans, gest risni og greiðvikni, munu í hjarta sínu óska honum allra heilla á sextugs afmælinu. Bjarni Sigurðsson. Vilja flytja innflytj- endur meö flug- vjelum Sidney. ÁSTRÖLSK flugfjelög hafa komið fram með tillögur um að fljúga 15,000 breskum innflytj- endum til Ástralíu á komandi ári. Hafa flugfjelögin tilkynt, að breskar og ástralskar verk- smiðjur muni innan skamms geta afhent til afgreiðslu tölu- verðan fjölda flugvjela, sem tek ið geti 60 farþega. Gert er ráð fyrir, að ástralska stjórnin muni í fyrstunni þurfa að leggja fram nokkurt fje til styrktar þessum loftflutningum, en ekki talið líklegt, að það mundi verða neinn verulegur farartálmi í leið alls þess fjölda, sem sótt hefur um landvistar- leyfi í Ástralíu. — Kemsley. ...........- - - ............ ■ n-—, M . , ......... , ------ V X-f a a a a Eftir ftoberf Sform ' " .■ ■ » - » n - - - - n . . - t, . ■ - 1 ------ "*■' — - - H W9-WHV DO VOO WAMT TO iKNOW THE iNAME 0F MV PgRFUME ? BECAU6E IT'$ "N P0&&IBLE THAT MR, PLEED'5 /MURDERER UC-EE- THE $AME PERFUME THAT^ V0U DO! T TH0U£AND5 0F WOMEN UC.E 5PRIN6 BL0$$0M , PERFUME! BUT 0NLV 0NE OF THEM HA5 ACCE55 T0 PLEED'5 ^ OFFICE' I no... Birr the police MI6HT' 50ME0NE, FEATURIN6 5PRIN6 BL0550/H, 6CENTED UP THE INTERIOR 0F THE CL05ET IN PLEED'5 OFFICE! ARE Y0U IN5INUATIN6 THATI 5H- KlLLED /HV EMPLOVER 0H,VE5- WE FOUND 5OME PEACHV, DANDV FIN6ERPRINT£ |N THERE (TOO .„ Q05H, I HOPE THEV AREN’T V0UR5. } K ^ FRALE ] J OH: Frale: Hversvegna viltu vita hvaða vellyktandi jeg nota? Bing: Vegna þess að það getur verið, að morðingi Pleeds noti sömu tegund og þú. Frale: Þúsundir kvenna nota þessa tegund. Bing: En aðeins ein af þeim hefir aðgang að skrifstofu Pleeds. Frale: Áttu við þú haldir að jeg hafi myrt hann. Bing: Nei, en lögreglan kann að halda það. Ein- hver, sem notar þessa vellyktanditegund, var á felum í skápnum í skrifstofu Pleeds. Já, og svo fundum við þar líka ágætis fingraför. Jeg vona það sjeu ekki þín för. I >• !•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.