Morgunblaðið - 15.07.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 15. júlí 1947
Vöruhifreið
til sölu. Tíu hjóla G.M.C. vörubifreið (Truck) með
♦
drifi á öllum hjólum, og vjelsturtum. Bifreiðin er í ,*
f
fyrsta flokks lagi. Nánari uppl. í síma 6858 í dag.
5 herbergja íbiíð
til sölu í nýju húsi. Þeir, sem vildu kaupa, senai nöfn |
sín á afgreiðslu Morgunblaðsins sem fyrst, merkt: \
„Nýtt hús“.
í
í
Verslun á góðum stað
Er kaupandi að verslun á góðum stað í bænum.
Tilboð sendist á skrifstofu Morgunbl. fyrir 18. þ. m.
merkt: „Verslun á góðum stað“.
«<♦4
MKXi
Renauit Bifreiðarnar
Þriðjudaginn 15. júlí verða afhentar bifreiðar þær,
sem bera afgreiðslunúmer 71—85. Afhendingin fer
fram kl. 1—4 e. h., þar sem bifreiðarnar standa á af-
greiðslu Eimskip í Haga.
Kaupendur þurfa að hafa með sjer skrásetningar-
númer bifreiðarinnar.
Viðski'ptamálaráðuneytið.
Sumarbústaðarland
12000 fermetrar við Élliðavatn hef jeg til sölu.
BALDVIN JÖNSSON hdl.
Vesturgötu 17. — Sírm 5545.
Unglingur, piltur eða stúlka
óskast til starfa í skógræktarstöð Skógræktarfjelags
Reykjavíkur í Fossvogi. — Umsækjendur snúi sjer til
formanns fjelagsins Guðmundar Marteinssonar, Lauf-
ásveg 2, gengið inn frá Bókhlöðustíg.
^♦«♦4
4 T
$
&
é
é
4
o
4>
Hús til niðurrifs
Tilboð óskast í gömlu hafnarsmiðjuna til niðurrifs.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir þessu, snúi sjer
til Sigurðar Sigurþórssonar verkstjóra í síma 2962.
Tilboðum sje skilað á hafnarskrifstofuna fyrir kl.
11 föstudaginn 18. þ. m.
Hafnarstjóri.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<8*8
Lítið hús
X
•f
2 herbergi og eldhús ásamt heilum hektara erfða-
festulands við Kársnesbraut til sölu.
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, hrl.
Aðalstræti 8.
♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<?♦•
BEST AÐ AVGLfSA í MOR G LiSBLA fílN 11
Æfisflgu Jóns lseingrímssonar
EF BÓKMENTAÞJÓÐIN ís-
bökmeníasö*ju og bókaútgáfu ]
Skaftfellingaf jelagsins verður!
þar getið, verður því tæplega
borið á brýn að fyrsta bókin, ]
sem það gaf út, sje óblandað lof
urn Skaftíellinga.
Ef einhvern fýsir að fregna
um 'oresíi manna og lyndisgalla
austur þar, fær hann tæplega
glæsilegra heimildarrit um
slíka hluti, en Ævisögu hins
þjóðkunna merkismanns sr.
Jóns Steing ímssonar.
Sr. Jón Steingrímsson var
borinn og barnfæddur norðan
lands. Þegar á unga aldri fekk
hann að kenna á óblíðu lífsins,
og er kaflinn um bernsku- og
æskuár hans merkilegur vitnis-
burður um, hverju iðni og at-
orka samfara prýðilegum gáf-
um mega til leiðar koma, þótt
fátækum og umkomulitlum
manni verði ávalt þungur róð-
urinn upp í efstu stigaþrep þjóð
fjelagsins.
Þótt Jón hafi fundið misbresti
á einstaka Norðlendingum,
verið ólíkt því sem alkunna er, i
þar eð hún fleygir unnusta sín-
um í faðm annarrar konu. Þykir
mjer sennilegast, að annaðhvort
hafi Sigríður fundio þá mcin-
bugi á Jóni, að henni hafi verið
tækifærið kærkomið til að losna
við hann, eða hjer sje eitthvað
málum blönduð frásögn hans.
Með þessu kvonfangi aukast
veraldleg efni Jóns og skömmu
síoar fiyst hann suður í Mýrdal.
Allar athafnir Jóns bera vott
um. frábæran tíugnað og stór-
hug. Umbótalöngun hefur verið
honum í blóð borin engu siður
í landbúnaðar en kirkjuniálum.
Þá var eigi upprunnin öld jarða-
bótastyrkja, en svo framúrskar-
andi voru umbætur Jóns, að
konungleg umbun fjell honum í
skaut og mun það vera fyrsti
jarðabótastyrkur á íslandi.
Eigi myndi Jón nú skipa eins
virðulegan sess og hann gerir í
sögu og bókmentum þjóðarinn-
ar, ef ytri aðstæður hefðu ekki
gripið með óvenjulegum hætti
inn í líf hans.
Saga Skaftáreldanna og ævi-
verða þeir þo aldrei alvarlega
fyrir barðinu á honum í sam-
anburði við þá, sem búa handan
fjallanna.
Ferðalýsingar Jóns greina frá
hinum ótrúlegustu ódyggðum
Rangæinga og Skaftfellinga,
sem hann kemst í kynni við á
ferðum sínum milli fjórðunga
áður en hann flyst búferlum
suður.
Ógestrisni og tuddaskapur sá,
er hann lýsir þar, er með þeim
fádæmum, að ýkjukend hefði
frásögnin verið talin, ef ómerk-
ari maður hefði borið söguna.
Hvort sem menn vilja trúa
öllum frásögnum um svaðilfarir
Jóns eður eigi, mun enginn
geispa af leiðindum, sem þær
les, svo lifandi er frásögnin. —
Vantar ekki mikið á, að um
hana leiki Ijómi kynjasagna, þar
sem vaskir menn komast í tæri
við útilegumenn eða annan á-
þekkan lýð.
Ferðasögur Jóns eru auk
þessa frábærar hetjusögur, svo
vaskur hefur Jón verið í öllum
mannraunum, að enginn Bjart-
ur í Sumarhúsum þyrfti að telja
sjer minkun að, að slást í för
með honum.
Kvenhollur hefur Jón verið
og undi hann lítt hag sínum án
náins sambands við konur. All-
undarleg þykir mjer frásögn
Jóns um þau atvik, er leiddu til
hjónabands hans og Þórunnar
Hannesdóttur.
Samkvæmt frásögn Jóns átti
Þórunn við svefnleysi að stríða
eftir lát fyrra manns síns Jóns
klausturhaldara Vigfússonar,
varð að vaka yfir henni og urðu
helst til þess Jón Steingrímsson
og unnusta hans, Sigríður Ólafs-
dóttir. Nótt eina hvetur Sigríð-
ur Jón til að leggjast við hlið
Þórunnar í hvíluna, og er hann
gerði það, brá svo við, að Þór-
unn festi svefn.
Telur Sigríður þetta bera vitni
um, að Þórunn hafi hug á Jóni,
og hvetur hann til að snúa þang
að hug sínum, sem Þórunn er.
Jón telst undan í fyrstu, en þó
fer svo að lokum, að Sigríður
afklæðir hann og hreiðrar um
hann í rúminu hjá Þórunni. Ef
hjer er rjett með farið, hefur
kveneðli Sigríðar Ólafsdóttur
saga sr. Jóns Steingrímssonar
eru svo nátengdar, að hvorug
getur án annarar verið.
í ógnum þeim, sem skullu yf-
ir ísland og þá einkum yfir
Skaftafellssýslu með Skaftár-
eldum sýndi Jón fyrst til fulls,
að hann var karlmenni bæði and
lega og líkamlega. Þrátt fyrir
harðindi, skort og vanheilsu
hjelt hann velli með sóma. Þá
sýndi Jón, að hann átti skilið að
teljast þjónn kristinnar kirkju,
hann fórnaði öllu fyrir sóknar-
börn sín og var þeim sá hugg-
ari og hjálparhella í neyð þeirra
að líklegt má telja, að byggð
hefði eyðst á Síðu, ef Jón hefði
flúið af hólmi.
Auk margrar annarrar hæfni _
var Jón á þeirra tíma mæli- I
kvarða læknir góður, kom það f
í góðar þarfir, er berjast skyldi
við sjúkdóma þá, er sigldu í
kjölfar harðindanna.
í harðindum þessum misti
Jón fyrri konu sína Þórunni. —
Var áður kominn af stað róg-
burður um þau hjónin. Voru
þau bendluð við sviplegan dauða
fyrri manns hennar Jóns Vig-
fússonar klausturhaldara. Fór
þá sem oftar að ann eyra ilt að
heyra og urðu margir til að bera
slúður þetta.
Guðbrandur Jónsson prófess-
or telur að Jón Steingrímsson
hafi skrifað þann hluta ævisög-
unnar, sem nær fram yfir dauða
fyrri konu hans, skömmu eftir
lát hennar, sem einskonar varn-
arrit gegn þessum rógburði. Ef
svo hefur verið er harla eðlilegt
þótt Jón sjái bernskustöðvarnar
í hálfgerðum hillingum, hann
sjálfur tekinn að reskjast og
farinn að telja það gott, sem
gamlir kveða. Ástvinarmissir
hefur nýlega skapað honum
sorg og illkvitnislegt aðkast
bæði frá háum og lágum hlaut
að vekja beiskju hjá honum. —•
Hin óvægilega gagnrýni, sem
jeg gat um áður, verður því að
skoðast sem sálræn afleiðing
hugarástands höfundarins, • en
ekki sönnun þess að fólk hafi
yfirleitt verið verra súnnan
fjalla en norðan.
Jón Steingrímsson hefur haft
óvenjulega mikið vald yfir mál-
inu, enda prýðilega mentaður.
Hrifnastur er jeg af stíl hans,
er hann segir frá því, sem gerist
í harðindunum, þar klæðir snill-
ingurinn alþýðumál í listrænan
búning. í brjefum til embættis-
manna og jafnvel þegar sagt er
frá samræðum við þá ber meira
á erlendum orðum og eitthvað
af hinni notalegu hlýju, sem
kemur fram í frásögnum um al-
þýðuna, hverfur.
Vitanlega gætir allsstaðar er-
lendra orða, en við öðru er alls
ekki að búast eins og mál var
þá alment í ræðu og riti.
Þeir, sem kunnugir eru skaft-
fellsku máli, munu finna mörg
orð, sem enn eru lítt kunn utan
Skaftafellssýslu.
Dr. Einar Ól. Sveinsson hefur
skrifað inngang að bókinni, en
Guðbrandur Jónsson prófessor
formálann. Hvort formálinn er
ævisögunni samboðinn eður eigi
skal láta ósagt, en eftirfarandi
setningar hefði jeg talið betur
sagðar á annan veg:
,,Úr öðrum hefur prentsmiðju
þefurinn dregið svo kjarkinn, að
þeir hafa ekki þorað að segja
það, sem flestir vissu, og því
farið að þegja, þegar lesendur
ætluðust til að þeir byrjuðu að
tala.“
Þeir sem ekki láta sig sögu
vora engu skipta lesa Ævisögu
Jóns Steingrímssonar, engan
mun iði’a þess lestrar.
Ólafur Gunnarsson
frá Vík í Lóni.
iiummuiUMiirtMWtimHmMipxMUMifcwBntwiiuHW
{ Asbjörnsons ævintýrin. — |
Ógleymanlegar sögur
! Sígildar bókmentaperlur.
barnanna.
1
MBDPmmmamMMmnanpanmwaMMuOTMÉMMi
Gæfa fylgir
trúlofunar
hringunum
frá
SIGVRÞÓR
Hafnarstr. 4
Reykjavík.
Margar gerðir.
Sendir gegn póstkröfu hvert
Sendið nákvœmt mál —
á land sem er.
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna. Sími 1710.
f Bankastræti 7. Sími 6063 |
= er miðstöð bifreiðakaupa. 1