Morgunblaðið - 15.07.1947, Blaðsíða 14
14
UORGUIf BLAÐIð
Þriðjudagur 15. júlí 1947
8. dagur
aftur og aftur, þá svaraði hann
ekki og hún héyrði ekkert
nema vindgnauðið á gluggan-
um, og báruniðið neðan frá
strönainni.
II. KAFLI
Það vakti eigi lítið umtal og
furðu í Whiteciiff þegar það
frjettist að Mávahlíð hefði ver
ið seld og ekkja ætlaði að setj-
ast þar að með tveimur börn-
um' sínum. En þegar nokkrar
vikur voru liðnar og ýmsir
höfðu heimsótt frú Muir, og
þetta var allra viðfeldnasta
kona, þá fóru menn að gleyma
því að húsið hefði nokkru sinni
staðið í eyði og afturganga
Greggs skipstjróa gengið þar
ljósum logum.
En Lucy gleymdi því ekki.
Hvernig hefði hún líka átt að
gleyma því þegar hann heim-
sótti hana á hverju kvöldi, eft-
ir að börnin voru sofnuð, til
þess að tala við han^ um alt sem
gerst hafði þann daginn? Lucy
var ekkert hrædd við hann, en
hún hafði samviskubit af því
að hafa farið niður í kjallara,
tekið þar peninga úr holu og
keypt húsið fyrir þá, og síðan
gert 'erfðaskrá þess efnis að
húsið skyldi verða heimili aldr
aðra sjómanna eftir sinn dag.
Hún hafði samviskubit út af
þessu, en Gregg var hún farin
að skoða sem góðan vin sinn,
þótt hann væri nokkuð ráðrík-
ur. Lengi hafði hann nauðað
á henni að taka peningana, en
hún færst undan, jafnvel þótt
hann segði henni að frændi
sinn væri nógu ríkur og hefði
ekkert með þessa peninga að
gera, enda hefði hann alls ekki
fengið þá ef Gregg hefði mátt
ráða.
,,Mjer er alveg sama“, sagði
Lucy þegar hann var að tala um
þetta í fimtugasta sinn. „Jeg
veit að mjer mundi finnast jeg
vera þjófur. Stundum efast jeg
líka um það að þú sjert reglu-
legur andi. Jeg hefi aldrei sjeð
þig nema í draumi, og hvernig
Stendur þá á því að þú ert hjer?
Hvers vegna gengurðu aftur
þegar þú hefir enga ástæðu til
þess?“
„Jeg hefi sagt þjer það að
jeg fer ekki fet hjeðan fyr en
húsið er orðið að sjómanna-
heimili“, svaraði hann stygg-
lega. „Og jeg veit hvað jeg
vil, en þú ert auðvirðilegri en
skipsdrengur. Mjer þykir það
fjandi hart ef jeg má ekki vera
í mínu eigin húsi, sem jeg bygði
með eigin höndum og hefi nú
keypt fyrir mína eigin peninga,
sem fara til frænda míns, svo
út af hverju ertu að rellast?
Jeg skil það ekki“.
En Lucy var nú samt sem
áður ekki rótt. Hún vissi eng-
in dæmi þess að nokkur mað-
ur hefði komist í kunningsskap
við draug. Fólkið hennar hafði
altaf hlegið að draugum og
draugatrú og sagt sem svo að
engir hefði komist í samb&nd
við framliðna nema dýrling-
arnir fyr á öludm og geðbil-
aðir menn núna.
©g hver veit, hugsaði Lucy
mcíi skelfingu, nema að þetta
sje;a}t: ímyndun mín? Miðaldra
konur, sem urðu einstæðingar,
urðu oft skrítnar og gerðu sjer
alls konar grillur, hafði hún
lesið í bókum. En hún gat nú
tæplega talist miðaldra, og hún
hefði aldrei getað gert sjer slíka
fjarstæðu í hugarlund að kom-
ast í kunningsskap við draug.
Þessar áhyggjur urðu þess
nú samt sem áður valdandi að
hún fór einn góðan veðurdag
til London til þess að ná tali
af sálsýkifræðing, sem hún
hafði heyrt getið um.
Hún átti langt og einkenni-
legt tal við þennan sjerfræð-
ing. Hann ljet hana segja sjer
alt um einkalíf sitt og að því
loknu sagði hann að hún væri
jafn heilbrigð eins og hægt væri
að ætlast til af kvenmanni. En
það væri þó einhver truflun á
undirvitund hennar, sem lík-
lega stafaði af ómeðvitaðri þrá
eftir elskhuga, og þess vegna
heyrði hún þessa rödd. Hann
kvaðst þó vona að geta bætt úr
þessu ef hún kæmi til sín svona
tíu til tuttugu sinnum, en hvert
viðtal kostaði þrjár gíneur.
„Jeg fullvissa yður um það
að það er síður en svo að nokk-
ur ástleitni komi fram hjá rödd
inni“, sagði Lucy.
„Það stafar auðvitað af því,
að þjer beitið viljanum til þess
að bæla niður eðlishvatir yð-
ar“, sagði sjerfræðingurinn.
„Þjer trúið því þá ekki að and
ar sjeu til?“ spurði Lucy.
„Kæra frú mín“, sagði sjer-
fræðingurinn, „það gerast furðu
legri hlutir á himni og jörð
j heldur en við getum látið okk-
! ur dreyma um. Komið þjer til
mín í næstu viku og þá skul-
um við sjá hvað jeg get gert
fyrir yður“.
Það verður varla þriggja
gínea virði, hugsaði Lucy.
„Jeg vissi að svona mundi
fara“, sagði Gregg skipstjóri
um kvöldið, „en jeg vissi að
þú mundir ekki ánægð fyr en
þú hefðir talað við manninn“.
„Hefir þú trú á sálfræðing-
um?“ spurði Lucy.
„Þetta er tiltölulega ný fræði
grein og enn á rannsóknar-
stigi“. sagði Gregg. Og það há-
ir vísindamönnunum, að þeir
verða að gera allar tilraunir
sínar á mönnum, því að þar’er
ekki hægt að nota kanínur eða
mýs. Að öðru leyti fer þetta
fyrir ofan garð og neðan hjá
mjer“. j
„Jeg hjelt að þú mundir vita
alt af því að þú ert kominn yfir
um“, sagði Lucy. „Segðu mjer,
nú frá öðru lífi. Hværnig er
það?“
Það leið löng stund þangað
til Gregg svaraði. |
„Nei, það er ekki hægt að
segja frá því“, sagði hann svo.!
„Það er alveg eins og mjer væri
skipað að útskýra siglingafræði
fyrir barni, sem væri að leika
sjer að bát í bala. Þú mundir
alls ekki skilja það sem jeg
segði — og það er heldur ekk-
ert jarðneskt tungumál' haft
til þess að útlista hvernig er
annars heims, alveg eins og ekk
ert mál átti nein hugtök eða
orð til að lýsa rafmagni og
loftskeytum fyr en þetta hvort
tveg^ia var uppgötvað. En þótt
þú kynnir að skilja eitthvað,
þá held jeg að það væri ekki
rjett gert að segja þjer frá. Nei,
goða mín, rjett er rjett, og þú
verður sjálf að reyna að skilja
lífið og dauðann".
„Jeg fer alls ekki fram á það
að þú segir mjer óorðna hluti
eða "efir mjer ráðleggingar um
það hvernig jeg skuli breyta“,
sagði Lucy. „Mig langar bara
til þess fyrir forvitnissakir að
fá að vita hvernig er í hinum
heiminum. Hafið þið vængi og
svífið þið skýjum ofar alla
daga? Leikið þið á gullnar
hörpur? Og hvernig hvílist þið
á nóttunni?“
„Jeg hjelt ekki að þú værir
svona mikið barn“, sagði
Greggs. „Hjer er enginn dagur
og engin nótt, hjer er eilífð en
enginn tími“.
„Hamingjan góða“, hrópaði
Lucy. „Eilífð, eilífð, alt enda-
laust. mig svimar af að hugsa
um það“.
„Alveg rjett“, sagði Gregg,
„en samt ætlastu til þess að jeg
geti lýst þessu fyrir þjer.
Láttu þjer nægja að hugsa um
jarðnesk málefni fyrst um
sinn, og jeg efast um að þú
getir ráðið fram úr þeim án
minnar hjálpar".
9
GULLNS SPORINN
Eftir Quillcr Couch.
37
Það var undarlegt hvað dag
arnir voru fljótir að líða. Börn-
in voru mjög ánægð í skólan-
um og þau fengu þar miðdeg-
isverð fyrst um sinn, á meðan
Lucy var að læra að búa til
mat. Hún var sjálf ákaflega á-
nægð með einveru sína þarna.
Og það var gaman á kvöldin
þegar börnin komu heim. Anna
hafði þá ótal margt að segja,
því að hún færði allt í stílinn
og gerði frásagnir um alla at-
burði sem skáldlegasta. Cyril
var miklu alvörugefnari um
alt sem hann hafði að segja. Og
þar á eftir talaði svö Greggs
skipstjóri við hana um alt það
er gerst hafði og hann var ekki
ánægður altaf.
„Ekkert skil jeg í því hvers
vegna þú lógaðir mínum ágætu
húsgögnum“, sagð.i hann einu
sinni. „Jeg borgaði hátt verð
fyrir þau“.
„Jeg efast ekki um það“,
sagði Lucy, „en dýrari voru hús
gögnin, sem hann pabbi keypti
og jeg hefi flutt hingað í stað-
inn. Jeg fjekk líka tvö pund og 1
tíu skildinga fyrir gömlu hús-
gögnin þín og gat keypt nýjan
skáp fyrir það“.
„Rán — ekkert annað en
rán“, þrumaði Gregg. „Hverj-
um var þægð í nýjum skáp,
má jeg spyrja? Og þú hefir
fleyg svarta marmara arninum
sem jeg keypti í Ítalíu og nú
liggur hann úti í garði eins og
klettur til skrauts. Jeg gæti
vel trúað þjer til þess að rífa
legsteininn af l^iði föður þíns
og hafa hann til skrauts
í garðinum“.
„Það mundi jeg gera ef hann
væri úr svörtum marmara og
með drekamyndum, sagði Lucy. i
„Það eru drekamyndir í
NotreDame“, sagði Gregg. |
„Það getur vel verið“, sagði
Lucy, „en jeg get ekki setið í
skjóli við Notre Dame“. j
>.Og jeg skil heldur ekki í(
því hvers vegna þú varst að
flytja myndina af þjer hingað
upp“, sagði Gregð.
AUGLY SING
ER GULLS ÍGILDI
„Áður en jeg spyr yður, herra minn, hvað yður er á
höndum, vildi jeg biðja yður og menn yðar að koma nær
og bragða þennan drykk, sem við frönsku hirðina hefur
verið líkt við guðaveigar“, sagði gamli maðurinn og
smakkaði á púnsinu. Svo brosti hann ánægjulega, stóð
upp af stólnum og ljet hægri hendi sína hvíla á silfurfæti
lampans, um leið og hann hneigði sig fyrir höfuðsmann-
inum.
Auðsjeð var, að hik kom á fantinn við þessa dirfsku.
Þegar hann sá Sir Deakin bragða á púnsinu, tók hann
skömmustulega en reiðilega ofan og settist við borðið, um
leið og hann stamandi þakkaði fyrir sig.
„Gerið svo vel að koma nær, vinir mínir — komið þið
bara inn fyrir og farið að dæmi foringja ykkar“, sagði
gamli maðurinn. „Jeg mun líta á það sem mikið virð-
ingarmerki, ef þið ljúkið við púnsið“. Hann færði sig nær
dyrunum, til þess að bjóða þá velkomna, en ljet aðra
hendina hvíla á lampanum, eins og til að styðja sig. Jeg
sá örlítið bros koma fram á varir hans, um leið og hann
tók sjer stöðu við stólinn, sem Settle hafði sest á.
„Jaeques, sóttu glösin í skápinn þarna! Og Delía, sóttu
nokkra stóla handa gestunum — nei, herrar mínir, verið
þið ekki að hafa fyrir þessu!“
Hann hafði veifað annari hendinni lítillega í áttina að
dyrunum, um leið og hann sneri sjer að okkur, og jeg sá
á augabragci, hvað hann hafði í huga — að hann var að
leika á þorparana og sýnilega hafði mikla ánægju af því,
að bragð hans virtist ætla að heppnast. Enginn maður
var nú milli okkar og hurðarinnar, og hvað Sir Deakin
viðvjek, hafði hann þegar byrjað að þoka sjer frá gest-
um sínum.
Jeg snerti varlega hendi ungu stúlkunnar, og við ljet-
um sem við ætluðum að fara að sækja tvo af stólum þeim,
sem stóðu fast við dyrnar. Um leið og við gerðum þetta,
ýtti Sir Deakin púnsskálinni fast að höfuðsmanninum.
„Lyktið þjer af þessu, herra minn“, sagði hann hreyk-
inn, „og segið vinum yðar, hversu dásamlegur ilmurinn
er“.
NYJU SKORNIR SKOTANS
— Og mundu svo eftir því,
Mac, að taka löng skref —
injög löng skref.
★
Einu sinni þegar Sandy var
í London hjá nokkrum vinum
sínum fóru þeir að ræða um
drykkjupeninga og urðu sam-
mála um að slíkt ætti að leggja
niður og að það væri siður,
sem væri lítillækkandi fyrir
mannkynið. Loks ákváðu þeir
að stofna fjelag til að berjast
á móti drykkjupeningum og
Sandy var spurður hvort hann
vildi vera með.
— Já, með ánægju, svaraði
hann.
— Það er ágætt, ársgjaldið
verður aðeins .1 króna í fjelag-
inu.
Þá klóraði Sandy sjer í hnakk
anum og sagði að lokum: — Þá
er ódýrara fyrir mig að borga
drykkj upeningana.
★
Skoti kom upp í sporvagn og
hjelt á stórum böggli af óhrein
um þvotti og borgaði fyrir 1
penny akstur. Þegar hann var
kominn svo langt, sagði vagn-
stjórinn, að nú yrði hann ann-
aðhvort að borga meira eða fara
út. Skotinn bað um að mega
sitja út að næsta horni og vagn
stjórinn aumkaðist yfir hann
en þegar þangað kom, sagði
Skotinn: — Mjer þykir það
leitt, en það er við næsta horn,
sem jeg ætlaði af, og jeg er
með svo þunga byrði, er ekki
sama þó jeg standi í þangað.
Þeir komu út að næsta horni
og enn hreyfði Skotinn sig ekki.
Þá loks varð vagnstjórinn vond
ur og æpti: — Út með þig, og
um leið greip hann sekkinn og
kastaði honum langt út á stein-
lagða stjettina.
, — O, veslings bróðir minn,
kallaði Skotinn. ,
A Iistsýningu.
— Þetta málverk er kolsvart,
hvað á það að þýða?
•— Það er „I innýflum — á
negra“.