Morgunblaðið - 23.07.1947, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikuclagur 23. júlí 1947
Bresk-bandaríska hernáms-
svæðið hlynl endnrreisnar-
s
BERLlN í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
YFIRMENN hernámsliðs Breta og Bandarkjamanna í
Þýskalandi fluttu í dag ræður, er efnahagsráð bresk-bandaríska
hernámssvæðisins kom saman til fundar. Að ræðum þeirra
loknum, samþykkti ráðið ályktun þess efnis, að Þjóðverjar
\dldu fúslega senda sjerfræðinga á hverja þá ráðstefnu, sem
haldin yrði um endurreisn Evrópu, og lýsti yfir fylgi sínu við
endurreisnartillögur Marshalls utanríkisráðherra.
Erfiðustu vandamálin.
Shol'to Douglas, yfirmaður
breska hernámsliðsins, sagði
meðal annars, að alvarlegustu
vandamál bresk-bandaríska
hernámssvæðisins lytu að mat
vælum, kolum og flutningum.
Taldi hann nauðsynlegt að
auka kolaframleiðsluna sem
fyrst, þannig að lönd þau, sem
keyptu kol frá Þýskalandi fyr
ir styrjöldina, yrðu þeirra nú
aftur aðnjótandi. Ilann ljet
þess loks getið, að aukin fram
leiðsla heimafvrir og bætt
dreyfing matvæla mundi hafa
í för með sjer aukinn matar-
skammt.
40 miljónir.
Clay, yfirmaður bandariska
hernámsliðsins, benti meðlim
um efnahagsráðsins á, að þeir
hefðu nú í hendi sjer efnahags
lega afkómu meir en 40 miljón
manna. Þá gat hann þess og,
að Bandaríkin hefðu nú lofað
að senda 300,000 tonn af mat-
vælum mánaðarlega til her-
námssvæða Breta og Banda-
ríkjamanna.
Tveir þriðjungar
dollaralánsins
úlleknir
TILKYNT hefur verið í Lon-
don, að breska stjórnin hafi enn
tekið út 150 þúsund dollara af
láni því, sem Bandaríkjastjórn
veitti Bretum í fyrra. Nemur út-
tekt Breta í þessum mánuði ein-
um 400 þúsund dollurum. Hafa
þá samtals verið teknir út tveir
þriðjungar allrar lánsupphæð-
arinnar, en lánið átti að endast
Bretum út árið 1948. — Reuter.
«--------------------------
— Heðai annara orða
Framh. af bls. 6
til skyldmennanna og vinanna
1 ljóðaformi.
Okkur hvítum mönnum virð
ist að trúarbrögð og skoðanir
þessarra manna hafi verið ó-
trúlega grimdarleg og okkur
hryllir við ef við lesum sum-
ar lýsingar úr fornbókmentum
Japana. En eins verður að
gæta. Samuraiar voru flokkur
manna, sem hafði styrjaldir að
atvinnu. Og þegar svo er verð
ur lífið ekki eins mikils virði.
Aður en við norrænir menn
förum að dæma þessar aust-
rænu þjóðir og hrópa upp um
grimd þeirra, ættum við að
minnast þess, að jafnvel okk-
ar eigin forfeður voru eins
grimmir þegar því var að
skifta. Nægir þar að minnast
á víkingana, sem einskis svif-
ust á ránsferðum.
MATVÆLI HANDA
ÞJÓÐVERJUM
LONDON — Fyrstu vikuna í júní
voru flutt 141.000 tonn af matvæl-
um til hafnarborganna Bremen,
Hamborgar og Emden. Þetta kost-
aði Bretland og Bandaríkin yfir
4.500.000 sterlingspund.
i
WIIMWIIIWMHWIWlllMllllWlllOTiailMWHMWlUIMIWMriW
Stofur I
2 góðar stofur nálægt 1
miðbænum eru til leigu 1
fyrir einhleypa yfir tíma' f
bilið frá 1. ágúst til 1. I
okt. Stofurnar verða leigð f
ar með vönduðum hús- [
pögnum og ræstingu. Til- j
boð merkt: „Stofur •— \
879“ sendist afgr. Mbl. j
fyrir 27. þ. m.
(Framhald af bls. 2).
ur hafa ekki íæðst, og jeg vona
að bænum takist að forðast
þær í framtíðinni.
Það er erfitt að komast hjá
pví að minnast á eitt atriði —
að vísu stórt atriði — og það
er hin glæsilega og fagra kven
þjóð. Það hefir bænum áskotn-
ast að kostnaðarlausu, en af
því getur hann stært sig engu
minna en konurnar af hinum
fögru silfurmunum sínum.
Island og Reykjavík hafa
færst oss miklu nær en var fyr-
ir stríðið. A fáeinum klukku-
stundum er hægt að fljúga
hingað frá hinum mikla flug-
völl frá Sóla-flugvelli. Sam-
bandið er ekki lengur erfitt
vegna fjarlægðar. Og jeg von-
ast til þess, að Snorralíkneskið
sem innan skamms verður reist
í Bergen — og horfa mun í vest
ur — verði ekki einmana, held
Ur fái oft að heilsa löndum
sínum.
Bjarni Gíslason hefir sagt:
„Þjóð, sem á sjer viljastyrk og
óskar sjer hvorki hvíldar nje
athafnaleysis, henni er engin
hætta búin, þótt sum vanda-
mál berji að dyrum“. — Af-
komendur Skarphjeðins —
mannsins, sem ekki vissi til
hvers sjer skyldi bjargað —
óttast heldur ekki framtíðina,
því að þeir vita að með starfi
og samheldni munu þeir kom-
ast lengra.
Og með þessum orðum vil
jeg fyrir hönd gestanna lýsa
óskum um áframhaldandi heill
og framfarir Reykjavíkurbæj-
ar, ósk um að framvegis megi
einnig eitthvað nýtt gerast á
hverjum degi til heilla fyrir
land og bæ.
Kveðja frá Oslo.
Forseti bæjarstjórnar, Arn-
finn Vik, flutti kveðju frá Oslo
til Reykjavíkur og mælti nokkur
vingjarnleg orð.
Einnig flutti þingforseti Jakob
Lothe kveðju frá Stórþinginu.
Hann mintist líka á landnáms-
mennina, sem fóru á litlum skip-
um yfir ókunnugt haf til ókunns
og óbyggðs lands til þess að setj-
ast hjer að. Hann talaði um frels
isbaráttu Norðmanna eftir 9.
apríl 1940. Hann var ásamt
mörgum öðrum fyrirmönnum
Noregs í loftvarnabyrgi í Elver-
um. Það var þá sem sagt var,
að frelsi væri líf þjóða. Þá vissu
Norðmenn það ekki eins vel og
nú, hve þau orð eru sönn. Hann
talaði um Gulaþingslög, sem
voru fyrirmynd að Úlfljótslög-
um, er sett veru á Alþingi, er
íslenska lýðríkið var stofnað.
Ræddi hann um ýms atriði rjett-
arskipunarinnar, til dæmís það,
hve kvenþjóðin var frjáls, en
hjer var upphaf kvenfrelsis í
heiminum.
Gunnar Thoroddsen þakkaði
ræoumönnum.
En er leið fram yfir nón, gerð
ust menn ókyrrir 1 sölum Val-
hallar, sökum þess hve veður I
var gott. Vildu menn heldur lit-
ast um á hinum fornhelga sögu-
stað. Þar var svo dvalið þangað
til klukkan að ganga fimm. —
Menn dáðust mjög að náttúru-
fegurðinni og spurðu mikið um
hina merkustu staði. Voru menn
sammála um, að þeir hefðu ekki
getað hugsað sjer Þingvelli eins
tilkomumikla og þeir voru í
sumarsólinni í gær.
Rólegra í Burma
London í gærkvöldi.
STJÓRNARFULLTRÚI
Burma í London lagði í dag af
stað flugleiðis !il Rangoon, höf
uðborgar Burma. Áður en
hann steig upp í flugvjelina
sagði hann blaðamönnum, að
ástandið í Rangoon væri nú
rólegra. svo að lögreglu virtist
ekki ofvaxið að halda uppi lög
um og reglu. Sú aðdróttun'
kommúnista í Burma, að Bret
ar mundu að emhverju leyti
hafa staðið bak við morð ráð-
herranna væri ótrúlega fjar-
stæðukennd. Bretum væri á
engan hátt hægt að kenna um
þann verknað. — Reuter.
ÁVARP PÁFA
RÓM: — Páfinn hefur sent verk-
lýðsmálaráðstefnunni í Genf á-
varp. Segir hann þar, að allar
þjóðfjelagslegar framfarir verði
að byggjast á viðurkenningu á
rjettindum einstaklingsins, hver
svo sem staða hans í þjóðfjelaginu
kunni að vera; á viðurkenningu á
samábyrgð einstaklinga þjóðfje-
lagsins og á nauðsyn þess að setja
þjóðarheill ofar einstaklingshags-
munum.
Fimm mínúína krossgáían
Lárjett: — 1. skemmast —
6. boiðandi — 8. tveir eins •—■
10. söngfjelag - 11. sljettir - 12.
fangamark — 13. tveir eins —
14. hamfletta — 16. afla.
Lóðrjett: •— 2. kný — 3.
mathákur — 4. frumefni —
5. fuglar — 7. bóla -<*- 9 kyn
— fæðu 14. frumefni — 15.
hvilt.
Lausn á síðustu krossgátu:.
Lárjelt: — 1. safír — 6.
mas — 8. ér —10. óp 11.
reyfari — 12. KK — 13. il —
14. agi — 16. galli.
Lóðrjett: — A. M. — 3.
farfuglar — 4. ís — 5. verka
— 7. spila — 9. rek — 10. óri
— 14. AA — 15 il.
S' ^ 9
uom
vestur um land til Akureyrar
laugardaginn 26. þ. m. Tekið
á móti flutningi á allar venju-
legar viðkomuhafnir milli
Patreksfjarðar og Akureyrar í
dag og fram til hádegis á morg
un. Skipið kemur við á Sandi,
Ólafsvík, Stykkishólmi og
Flatey vegna pósts og farþega.
Pantaðir farseðlar óskast sótt-
ir á morgun.
m.b. N A N N A
Tekið á móti flutningi til
Snæfellsneshafna, Stykkishólms
og Flateyjar í dag.
Esja
Brottför kl. 15 í dag.
X-f
£
Efiir Roberl Storor
' PHlL, TBE D.A. >
QOT A LETTER TMl^
M0RNINQ,,. IT WA5
5UPP0GED TO’VE
BEEN WRlTTEN BV
PLEED/ BLA/V1IN6
vou— y
&>\W
WELL.THE
EMANCIPATINQ
- BUT IT WA<5 P05TED AFTER PLEED
WA$ MURDEREO, WHlCH PR0VE4 THAT
50ME0NE TRIED 70 FRAME V0U !
FEEL FIT TO QET 0ACK
v INT0 HARNE^?
THE D0C 'SAVÍ ÍM A& FlT
A& A BULL FIDDLE ! I WON'T
RE5T TILL I CATCH UP WlTH
THE DIRTV 5CUM THAT O / LET'é
PULLED 7HIS CAPERÍ ^ DETECK,
BY HECK!
Lögregluþjónninn: Þjer eruð frjáls aftur, Corri-
gan. Bróðir yðar er frammi. Bing: Opinberi ákær-
andinn fjekk brjef í morgun. Svo átti að líta út
sem það væri skrifað af Pleed, og sökinni var
skellt á þig. En það var sett í póst eftir að Pleed
var myrtur, en það auðvitað sannar það, að ein-
hver var að reyna að fá þig dæmdan saklausan!
Ertu reiðubúinn að taka til starfa ,aftur. Phil:
Læknirinn segir, að mjer sje alveg batnað! Jeg
skal ekkj hætta fyr en jeg næ í þorparana, sem
standa á bak við þetta allt saman.