Morgunblaðið - 23.07.1947, Side 10

Morgunblaðið - 23.07.1947, Side 10
10 MORGU TS BL AÐIÐ Miðvikudagur 23. júlí 1947 GULLNI SPORINN 15. dagur „Þú lítur prýðilega út“, sagði maðurinn og það var hrifning í rómnum. Blærinn feykti ljósu lokkunum framan í bjart andlitið á henni og bláu augun brunnu af reiði, þó hann sæi ekki og því síður vissi hann hvað það var sem orsakaðiþað. „Þakka þjer kærlega fyrir að hjálpa okkur“, sagði Lucy um leið og hún náði í Tags tig setti hálsbandið á hann. „Mjer firinst nú nóg komið af hjera- veiðum í dag“. Svörtu skýin skyggðu nú á sólina og stórir dropar voru þegar farnir að falla. „Þetta verður slagveðurs rigning“ sagði maðurinn. „Þú ættir að koma heim til mín og standa hana af þjer þar. „Nei, nei, þakka þjer fyrir“ sv.araði Lycy heldur snöggt. Það var eins og henni heyrð- ist vindurinn hvísla „hrædd, hrædd“ að henni — eða var það að eins vindurinn? „Þú verður rennandi blaut“ sagði maðurinn með dálitlum ókafa. „Mjer þætti svo gaman að þú kæmir — þessir apríl skúrar standa ekki svo lengi yfir, og eftir svona svaðilför þá ætti hundurinn eiginlegd ekki að blotna — sjerðu, nú ertu sjálf farin að blotna“. „Hrædd, hrædd“ hvíslaði vindurinn. „Nei það er jeg ekki“ sagði Lucy. „Víst ertu það“ sagði maður- inn ,,og jeg heimta að þú komir með mjer. Það er að eins stutt- - ur- spölur þangað, þarna á milli trjánna“. Og um leið tók hann í handlegginn á henni og leiddi hana niður hæðina að litlu stéinhúsi, sem stóð á grMflöt um það bil í miðri hlíðinni. Það yar hulið milli gamalla vind- barðra trjáa_og greinarnar á þeim voru allar skakkar og skældar. „Jeg vissi ekki, að það var hús hjerna“ sagði Lucy þar sem hún stóð á tröppunum og beið þess, að hann opnaði dyrnar. „Það er vel falið“ svaraði hann „og stundum kann jeg vel Við éinveruna, jafnvel þó jeg verði af nýtísku þægindum. Vatnið verður að sækja mílu, og jeg baða fnig í sjónum, sem tíugar mjer ágætlega sem stend ur, þó hann sje kaldur í svona veðri“. ! „Dyrnar opnuðust inn í dag- stofuna og í gegnum opnu dyrn- ar til hægri sást inn í svefnher- bergið, sem var að eins búið því nauðsynlegasta, en það var rúm, borð og stóll. Dagstofan var búin meiri þægindum. Það var dúkur á trjególfinu og tjöld fyrir grindagluggunum, skeifu- myndaður sófi og hægindastóll fyrir framan arininn. og rauð- ur borðdúkur á kringlóíta borð inu, sem lampinn stóð á, ásamt bókum og blöðum, og sultu- tauskrukka full af jurtum og víólum af stuttum stikl- Um líkt og þegar börn týna blóm og flýta sjer svo mikið að stilkurinn slitnar of ofarlega. Þessi ámáttlega skreytingar- tilraun var nóg til þess að end- urlífga traust Lucy. Hugsanir liennar hættu nú að snúast um hana sjálfa og beindust nú einungis að þessum manni, þessum ókunna manni, sem hafði komið henni til hjálpar svona fúslega. Hver matbjó fyrir hann, hver sópaði gólfin, gerði við fötin og þvoði upp leirílátin fyrir hann? hugsaði hún. Hún settist á hægindastólinn, sem hann bauð henni og horfði á hann þegar hann beigði sig niður að arninum til þess að kveikja upp. Hann var ,hár, herðabreiður og um það bil jafn gamall henni, með rauðbrúnt hár, sem var heldur sítt, og ein- kennilega lítil ejyu. En það var gat á hælnum á öðrum sokkn- um hans og skórnir hans voru götóttír. Einhver móðurleg vorkunnar tilfinning vaknaði til hans. Hafði hann engann til að líta eftir sjer? Bjó hann aleinn í þessum fátæklega kofa? „Væri ekki tilvalið að fá sjer tebolla? spurði hann. — Hann opnaði dyr hinu megin í her- berginu og smáeldhús kom í Ijós. Hann fór þangað og fyllti ketilinn af vatni og kom svo með hann og hengdi hann á krók yfir eldinum. „Það væri ágætt, þakka þjer fyrir“ sagði Lucy. „Hugsarðu algjörlega um þig sjálfur“ spurði hún meðan hann fór nokkrar ferðir út í eldhúsið og sótti könnu, tvo postulins-bolla, brauð, sultutau, smjör, sykur og mjólk. „Kona þarna frá bænum kemur hingað einu sinni á dag til þess að gera hreint og mat- búa“ svaraði hann, „að öðru leiti sje jeg um mig sjálfur". Það var notalegt í-litla her- berginu, snarkið í eldinum og righingin dundi á þakinu. Tags lá við fætur hennar milli svefns og vöku af þreytu. Vegna þess að þessi rriaður hafði bjargað lífi Tags fannst henni að nokkurskonar vinátta hefði skapast milli sín og þessa ó- kunna manns. Það hefði verið mesta vitleysa hjá henni að halda að Gregg, skipstjóri, hefði á nokkurn hátt stuðlað að kynningu þeirra — hún mátti passa sig á því að láta ekki þessa gömlu vofu ná slíkum tökum í hugsunum sínum •— ef til vill var hún að verða smá skrítin. — Þessi kynning var þó að minnsta kosti alveg eðli- leg. Það hlaut að vera svo — og að röddin hefði verið hugboð, eins og maðurinn hafði sagt sjálfur og hvað hana snerti bara ímyndun og suðið í vind- inum. „Hefurðu verið hjer lengi“? spurði hún og hallaði sjer aftur á bak í stólnum. „Um það bil viku“ svaraði hann. Augun í honum voru eins lit og hárið á honum, rauð- brún; það var ör á kinninni á honum; hann bar innsiglishring á litla fingri vinstri handar. „Þetta er fallegasti staður. Hvernig fannst hann?“ spurði Lúcy. - „Jeg sá auglýsingu um hann í blaði“ svaraði hann. „Það er svo friðsamt hjer“ sagði Lucy. „Flestar'konur mundu segja að það væri svo einmana hjer“ sagði hann. „Jeg elska einveruna“ svar- aði hún. „Hefurðu nokkurntíma reynt hana?“ spurði hann. „Já, vissulega. Jeg er ein all- ann daginn meðan börnin eru í skólanum“ svaraði Lucy. „Áttu börn?“ spurði hann og lifti brúninni af undrun. „Tvö, dreng og stúlku — jeg er ekkja“ og hún flýtti sjer að bæta við „það sýður á kattl- inum“. Hversvegna ætti hann að langa til að vita hvort mað- urinn hennar væri látinn eða ekki? „Þú ert alltof ungleg til þess að vera ekkja“. Hann stóð á fætur og tók ketilinn af krókn- um, og bjó til teið. „En það eru margar ekkjur yngri en jeg er“ sagði Lucy. „Jeg er frekar að tala um reynsluna en árin“, sagði hann. „Þú hefur alls ekki giftingar- svipinn“. „Er nokkur svoleiðis svipur til?“ spurði Lucy. „Vissulega“ svaraði hann. „Á öllum giftum konum“. „Er þá ekki á mjer fastur konusvipur?“ spurði hún. „Alls enginn“. „Það hljómar ákaflega ó- fínnt — og tuðrulega“ sagði Lucy hlæjandi. „Þú er ósköp indæl“. „Þú mátt ekki tala svona“ sagði Lucy og roðnaði. „Jeg þekki þig einu sinni ekki“. „ Jeg heiti Miles Fairley Blane — og mjer finnst þú mjög lag- leg“. „Vertu ekki að þessari vit- leysu“ sagði Lucy. „Mjer finnst ekki ,að þú ættir að tala svona við mig“ svaraði hann. „Þú þekkir mig einu sinni ekki“. „Jeg heiti frú Muir“ og ef þetta er teið, sem jeg á að fá, viltu þá bæta dálitlu vatni við það, jeg vil það ekki svona sterkt“. ,____ „Svo þú heitir frú Muir, og þjer þykir sterkt te vont“ sagði hann alvarlega, „mjer finnst jeg þegar þekkja þig vel, en vonast þó eftir að kynnast þjer enn betur“. „Það var dálítið einkennilegt hvernig þessi rigning byrjaði“ sagði Lucy. „Það var svo ágætt ,veður þegar jeg fór að heiman“. „Jeg bað um stórrigningu, veðurfræðingurinn er ágætur vinur minn“, svaraði Miles. „Það má vel vera að jeg biðji hann um flóð því þá ferðu aldrei hjeðan“. „O—0“ sagði Lucy rólega. Jeg held að það je best að jeg fari“. „Nei, það kemur ekki til mála, það er alltof blautt úti, og þó jeg hefði regnhlíf þá mundi jeg ekki lána þjer hana“. „Jeg verð að fara“ sagði Lucy og stóð upp. „Nei, nei farðu ekki frá mjer“ sagði hann. „Það er allt í lagi og þú þarft ekki að óttast mig“. „Jeg er ekkert hrædd við þig“ svaraði Lucy. „Jæja, sannaðu það þá með því að setjast aftur og klára teið þitt“. Mjer leiðist svo hjer, og ef þú verður kyr hjer þá bjargarðu mjer frá því að fyrir- fara mjer“. „Ef þjer leiðist, hversvegna ertu hjer þá?“ spurði Lucy. AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI Eftir Quiller Couch. % 45. Hljóðið virtist koma frá vinstri, og jeg gekk hægt í áttina til þess, þegar jeg allt í einu kom að örsmárri lækjarsprænu, sem rann niður hlíðina. Og eftir henni gekk jeg nú um stund. Jeg mun hafa farið um hálfa mílu, þegar jeg kom auga á bjálkakofa á hægri hönd. Kofinn var lágur, en nokkuð langur, og mjer datt í hug, að hann kynni að vera dvalarstaður skógarhöggsmanna á sumrin. En það, sem kom mjer á óvart, var, að frá honum bárust háat hrotur! í öðrum enda kofans var gluggi, og það var í gegnurn hann, sem hroturnar heyrðust. „Þetta hlýtur að vere furðulegur maður“, hugsaði jeg með sjálfum mjer, „ac' geta hrotið svona hátt Jeg ætla þó að líta á hann, áður en jeg vek hann“. Jeg óð varlega áfram, þar til jeg kom fast að glugganum, greip báðum höndum í gluggakarm- inn og gægðist inn. Jeg var ekki lengi að beygja mig. Jeg hafði nefnilega horft beint framan í Settle cg fylgifiska hans, þar sem þeir lágu sofandi á gólfinu. Hversu lengi jeg stóð þarna í læknum, get. jeg ekki sagt, en það hefur sjálfsagt verið nokkuð lengi. Sm; m saman fór þó hræðslan af mjer, og þegar jeg sá, að ) ir sváfu sem fastast, gægðist jeg inn á ný. Aðeins sej þorparanna lágu við hliðina á Settk- vo JaCques hlýtur að hafa sjeð fyrir mörgum, áður en 1 m fjell. Inni \ kofanum stóðu hestar þeirra méð öllun : ð- týgjum. Ekki hafði jeg í hyggju að staldra við þarna lenfc", en þegar jeg sá þá þarna alla sofandi, fjekk jeg löngen til að gera þeim einhvern grikk Beggja vegna við glugganri voru breiðar hillur, en á þeim stóð ýmislegt, sem þorp- urunum hafði tekist að bjarga úr hinu brennandl húsi. Jeg hjelt niðri í mjer andanum, teygði mig inn um gluggann og náði mjer varlega í steikt svínslæri, tvö bjúgu, brauð, reyktan kindarbóg og heilmikið a£ eggj- um í körfu. Pedrillo á Spáni er ástfang- inn í Amanitu. Hann segir : — Amanita, þú’ elskar mig ekki og þú munt aldrei elska mig. Jeg get ekki lifað án þín og jeg mun stytta mjer aldur. ‘ — Hvernig ætlar þú að gera það? ■ — Jeg geri það með skamm- byssu. — Ef þú raunverulega elskar mig, villtu þá kaupa skamm- byssuna hjá Amadeo, jeg er trúlofuð honum. ★ — Gvendur hefur aðeins einn galla. — Hvað er það? — Að hann er ómögulegur. ★ — Geturðu sagt mjer hvað er meinað með vitur maður? — Það er maður, sem er hættur að þurfa að spyrja. ★ — Þjer fáið ekki að fara með hundinn inn í bíó. — Er myndin svo hörmuleg? ★ — Þú mátt ekki bölva svona. — Er hægt að gera það öðru vísi? ★ —. Jeg hefi þrisvar sinnum verið óhamingjusamur í ást- um. Fyrsta konan skildi við mig og giftist afur og önnur konan dó. — En sú þriðja? — Henni er jeg enn g'.ftur. ★ — Álítur vitnið, að bílstjór- inn hafi verið drukkinn. — Það veit jeg ekki, en það var vínlýkt af honum. — Viljið þjer ekki ák-/eða þetta nánar. — Nánar? Jeg get ekki sagt hvort það var brennivín cea viský. ★ A: Það er sagt að kosccx sjeu hættulegir heilsunni. B: Já, það er satt. Jeg véx að kyssa konuna hans Jónr, þegar hann rak nefið inn úv gættinni og jeg varð að liggý þrjá daga í rúminu. ★ Við tóbaksckrurnar. — Hafðirðu mikið upp úi tóbaksekrunum þínum í ár? — Jeg hafði nákvæmlega nóg upp úr þeim fyrir sígar- ettum yfir árið. ★. —r Sá maður, sem jeg ætla að giftast, verður að vera hetja. — Jeg skil það, sagði ungi maðurinn og gekk burt. ★ Ef yður, herra læknir tekst að bjarga mjer frá dauðanum skuluð þjer fá 1000 krónur hjá mjer. Það fæ jeg nú hvort sem er«

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.