Morgunblaðið - 02.08.1947, Page 2

Morgunblaðið - 02.08.1947, Page 2
2 MORGXJTSBLAÐIÐ Laugardagur 2. ágúst 1947! j Ráðgerði hestaferðalag um Island í æsku sinni ! ----------------------- Stiili samlal við Henrik Kaufímann, sendiherra Dana í Washinglon JEG HÁFÐI einu sinni ráðgert að heimsækja Island og ferð ast tvo mánuði um landið.á-hestum. Jeg var þá ungur stúdent heima í Danmörku. En því miður varð ekki úr því fer-ðalagi. En frá því að jeg var harn hefur mig langað til að koma hing- að. Þetta er í íyrsta skiptið, sem jeg kem til Reykjavikur. Þetta sagði Henrik Kauffmann, sendiherra Dana í Washing ton, er Morgunblaðið átti stutt samtal við hann í gær. Sendiherrann kom hingað til lands s. 1. miðvikudag og :mun dvelja hjer til fimta ágúst en þá mun hann fljúga til Washington. Þjer komið heiman frá Dan- mörku? Oddfellowregla á landi 50 ára Ræddi við ríkisstjórn sína. Já, jeg. hefi verið þar um fjögra vikna skeið til viðræðna við ríkisstjórnina um ýms mál, m. a. tillögur Marshalls utanríkisráðherra Bandaríkj- anna um efnahagslega við- reisn Evrópu. Hvað líður viðræðum Banda ríkjamanna og Dana um Græn land? Danska stjórnin óskaði í maí í vor að hafnar yrðu umræður um þetta mál milli ríkisstjórna landanna í samræmi við 10. grein samnings þess, sem gerð- ur var við stjórn Bandaríkj- anna um afnot þeirra af bæki- stöðvum í Grænlandi 9. apríl 1941. Um það mál er annars ekki mikið að segja á þessu stigi þess. Fá Danir gjaldeyrislán? Hafa Danir fengið gjaldeyr- islán það sem þeir sóttu um til alþjóðabankans? Þegar jeg fór frá Danmörku stóðu yfir umræður um það. Danir hafa sótt um 50 miljón dollara lán hjá alþjóðabank- anum. Þjóðin á í miklum örð- ugleikum vegna gjaldeyris- skorts. Aformað er að nota þetta lán ef það fæst til efna- hagslegrar uppbyggingar í landinu. Þjer búist við að dvelja hjer nokkra daga? Já, mjer þykir vænt um að geta stansað hjer dálítið. Jeg hefi hitt hjer gamlan samverka mann frá stríðsárunum, sem er Bruun sendiherra. Við unnum saman í Washington og nú dvel jeg hjer á heimili hans og konu hans. Svo ætla jeg að skreppa austur að Heklu á laugardag- :inn. Jeg vona að hún taki vel __ á móti mjer. Koma forseta íslands til jarðarfarar Kristjáns konungs vel sjcð. Mjer þótti vænt um að heyra það í Danmörku, hve þeir, sem jeg talaði við, voru ánægðir með að forseti íslands skyldi vera við jarðarför okkar ást- sæla konungs, Kristjáns X. Það þótti mikill vinsemdar- ^ vottur af hálfu íslendinga. Jeg minnist þess í þessu sambandi að forséti Islands, herra Sveinn Henrik Kauffmann Björnsson, var fyrsti persónu- legra kunningja , minna, sem kom frá Danmörku eftir her- námið og sagði mjer frjettir þaðan að heiman. Mig minnir að það hafi verið í maí 1940, sem hann kom til New York og jeg gerði mjer þá ferð þangað til þess að hitta hann. Mjer þyk ir mjög vænt um að fá tæki- færi til þess að hitta hann nú. Glæsilegur fulltrúi. Þetta sagði Kauffman sendi- herra, sem á styrjaldarárunum vann þjóð sinni ómetanlegt gagn með hinni skörulegu framkomu sinni er land hans var hernumið. Sendiherrann er gæsilegur maður að vallar- sýn og öll framkoma hans ber vott látlausrar siðfágunar. Það er ástæða til þess að fagna því að hann skyldi hafa ástæðu til þess _að dvelja hjer um skeið, enda þótt tveggja mánaða hest- ferðalagið færist fyrir í æsku hans. Sianda í sambandi við Hindúaríkin New Delhi í gærkvöldi. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR 22 ind- verskra ríkja hafa ákveðið að stofna til allnáins sambands við Indland, ríki Hindúa, sem stofn sétt verður 15. ágúst n.k. Verð- ur þar um að ræða sameigin- lega meðferð utanríkismála, landvarnamála og samgöngu- mála. — Fregnritarar benda á, að ríkin hafi brugðist skjótt við áskorun Mountbattens um að stofna til sambancfe við ríki Hindúa eða Múhamméðstrúar- manna. Er talið líklegt, að önn- ur prinsaríki fari að áskorun- inni inhan skammst. — Reuter. í GÆR voru liðin fimtíu ár síðan að Oddfellowreglan var stofnuð hjer á landi. Þess afmælis síns minnist reglan á ýmsan hátt, svo og brautryðjendanna. Hjer í borg inni er staddur mikill fjöldi Oddfellowa utan af landi, sem þátt taka í hátíðahöldunum. Þá hefir Oddfellowreglan í Dan- mörku, sýnt þeirri íslensku þann heiður, að senda stjórn Stórstúkunnar þar í landi, sem fulltrúa sina. Hinir dönsku OddfellöWar eru: Storsire Knud Nielsen. Vara storsire Rob'ert Jahnke. Stórritari Al- ffed Christensen og stórfje- hirðir Edwin Berner. Auk þeirra er ritstjóri Oddfellow- blaðsins E. Melander. j Sstarfsem.i og stofnun. Á þessum fimmtíu árum, sem Oddfellowreglan hefir starfað hjer á landi, hefir hún j mjög látið til sín taka hvers- konár mannúðarmál. En það er höfuð markmið hennar: „að vinna að mannúðarmálum, bæði út á við og inn á við“. Það urðu tildrög stofnunnar Oddfellowreglunnar hjer á á landi, er dariskir Oddfellow- ar söfnuðu fje til byggingar holdsveikraspítalans í Laugar- nesi og afhentu hann íslenska ríkinu til reksturs. Á þessum tímamótum verð- ur brautryðjendanna minnst. Þeirra: Björns Jónssonar ráð- herra, Guðbrandar Finnboga- sonar konsúls, Guðmundar Björnssonar landlæknis, Hall- dórs Daníelssonar bæjarfógeta og Sighvatar Bjarnasonar bankastjóra. Þessir menn stofnuðu Oddfellowregluna hjer á landi og unnu henni ó- metanlegt gagn, sem Odd- fellowar fá seint þakkað. Nú eru í stjórn Oddfellow- reglunnar hjer á landi: Magn- ús Jochumsson, stórmeistari, Steingrímur Jónsson, varastór- meistari, Helgi H. Eiríksson, stórritari og Guðmundur Ás- björnsson, stórfjehirðir. Oddfellowreglan er útbreidd um allan heim. En flestar stúk- ur eru í Bandaríkjunum, en þar voru samtök þessi fyrst mynduð árið 1819. -,|#Jtð&t. Afmælið. Eins og fyrr segir minnast Oddfellowar þessara tímamóta á ýmsan hátt. Yfirmenn regl- unnar hjer, svo og hinir dönsku, hafa gengið á fund forsætisráðherra, Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, og Gunn- ars Thoroddsen, borgarstjóra. í dag ganga þeir á fund for- seta íslands. I gærmorgun gengu Odd- fellowar suður í gamla kirkju- garð og lögðu blómsveiga á leiði hinna fimm brautryðj- enda. Þar minrjtist Magnús Jochumson-, stórnaejstari, þeirra stuttlega í ræðu, ennfremur tók til máls Knud Nielsen stór- sire. Aím ælisins minnsl á veglegan hátt Björn Jónsson ráðherra Guðbranclur Finnbogason konsúll. r — Guðmundur Björnsson landlæknir. Seinnipart dags í gær var haldinn hátíðafundur í tilefni afmælisins^ en kl. 7 V2 hófst borðhald að Hótel Borg. Reykjavíkurbær býður stjórn um Oddfellowreglanna og hin um dönsku gestum í ferð aust- ur að Ljósafossi og að skoða mannvirki hitaveitunnar að Reykjum. Ennfremur býður ríkisstjórnin Oddfellowum austur að Geysi og Gullfoss. Þá munu íslenskir Oddfellow ar kynna hinum dönsku starf- semi sína. Þann 4. ágúst verða Danirnir kvaddir með sameiginlegu borðhaldi. <"■) ) 1 Halldór Daníelsson hæjarfógeti. Sighvatur Bjarnason hankasljóri. S. Þ. bjóða !ndo- nesum á ráðslefnu New York í gærkvöldi. EFNAHAGSRÁÐ Samein- uðu þjóðanna samþykkti í dag þá tillögu frá fulltrúa Indverja í ráðinu, að bjóða Indonesum að taka þátt í ráðstefnu þeirri, sem haldin verður í Havana, Cuba, í nóvember, og f jalla á um verslunar- og atvinnumál. Tillaga Indverja var sam- þykkt með sex atkvæðum gegn fjórum, en átta sátu hjá. Bret- land, Frakkland, Bandaríkin og Holland greiddu atkvæði gegn tillögunni. — Reuter. ir 11 ieiiðil dæ&t&t Varsjá í gær. PÓLSKUR herrjettur dæmd* í dag fyrrverandi formann sós- íalistaflokksins í Varsjá í tíu ára fangelsi fyrir að standa í sambandi við pólitísk leynifje- lög. Sex konur, sem taldar eru vera meðlimir eins þessara fje- laga, voru samtímis dæmdar í fimm ára fangelsi hver. Þá hafa tveir menn, sem lýst er sem „fjárglæframönnum' verið dæmdir til dauða fyrir „efnahagslega skemmdarstárf- semi“. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.