Morgunblaðið - 02.08.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 02.08.1947, Síða 6
6 MORGVTSBLAÐJÐ Laugardagur 2. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Eítir þingmannafundinn FUNDUM norræna þingmannasambandsins er lokið. í dag og næstu daga munu hinir erlendu gestir halda heim- leiðis. íslendingum hefur verið mikil ánægja og sómi að komu þeirra og dvöl hjer. Böndin milli frændþjóðanna á Norðurlöndum hafa styrkst og kynnin aukist. ★ Árangur þessa fundar er tvíþættur. Annarsvegar sam- þyktir þær, sem gerðar voru um áframhaldandi samvinnu um vísindalegar fiskirannsóknir og verndun fiskistofna í norðurhöfum og hinsvegar aukin persónuleg kynni margra forustumanna þjóðanna. Þessi árangur er hinn mikilvægasti. Frændskapartilfinningin og vinarþelið milli Nbrðurlandaþjóðanna hefur sett svip sinn á fund þingmannasambandsins. Þetta kom greinilega fram í ræðu þeirri, sem Buhl, fyr- verandi forsætisráðherra Dana flutti á Þingvöllum í fyrra kvöld. Hann ræddi þar m. a. virðingu Norðurlandaþjóð- anna fyrir frelsinu. Þær hefðu nú allar öðlast stjórnar- farslegt sjálfstæði. Danir sendu íslendingum, „sinni gömlu bróðurþjóð“ innilegar hamingjuóskir með stofnun lýðveldis þeirra. ★ Þessi rödd hins reynda stjórnmálamanns vekur óskift- an fögnuð íslendinga. Sá hlýhugur, sem hún felur í sjer, gefur vissu um góða og drengilega samvinnu milli þessara tveggja þjóða, sem átt hafa langa samleið á liðnum öld- um. Hún gefur einnig vonir um að þau mál, sem þessar þjóðir enn eiga óleyst, muni ráðast vel og giftusamlega og þannig, að báðum. verði sómi að. ★ Skandinavíubúar hafa síðustu árin stundum látið í ljós ótta um að hin nánu samskipti íslendinga við Ameríku á styrjaldarárunum myndu fjarlægja þá frændum sínum á Norðurlöndum. Sú hefur þó alls ekki orðið raunin á. íslendingar bera enn meiri ræktartilfinningu í brjósti gagnvart þessum frændþjóðum en nokkru sinni fyr. Fjarlægoin og ein- angrunin frá þeim hin löngu styrjaldarár hafa kennt okkur enn þá betur en áður, hvers virði vinátta þeirra og frændskapur er. Hin góða samvinna, sem ríkt hefur við hið þróttmikla/ og frjálslynda lýðveldi Vesturheims er þess vegna engin sönnun fyrir því að íslendingar meti nú minna en áður frændskapinn við Norðurlandabúa. ísland hefur ekki fjarlægst hin Norðurlöndin. Það vilj- um við að þau viti. Við biðjum þá forystumenn þeirra, sem hjer hafa verið staddir undanfarna daga að skila því til þjóða sinna. Við óskum þess jafnframt að þeir beri þeim innilega kveðju okkar með óskum um sífelt aukin menningarleg og atvinnuleg skipti við þær. ★ Þetta er okkur efst í huga er við kveðjum hina nor- rænu þingmenn, sem setið hafa á fundum með íslenskum starfsbræðrum sínum. Þetta er áreiðanlega skoðun flestra íslendinga. Og þannig hlýtur þetta að vera. — Hvorki íslendingar nje nokkur önnur þjóð geta í einu vetfangi sagt skilið við fortíð sína eða uppruna. Það hlýtur auk þess að vera hverri þjóð metnaðarmál að vera ætt sinni og uppruna trú. En bæði íslendingar og aðrar norrænar þjóðir vita að takmark samstarfs Norðurlandaþjóðanna er ekki að ein- angra sig frá samvinnu við aðrar þjóðir. Því fer fjarri. Norðurlandaþjóðirnar greinir áreiðanlega ekki á um það að samvinna allra þjóða.er það, sem fólkið um víða veröld byggir nú vonir sínar um frið og örvggi á. Innan : samtaka sameinuðu þjóðanna munu Norðurlandaþjóðirn , a-r leggja sinn skerf til þess að framkvæma hugsjón þeirra. UR DAGLEGA r LIFINU Með ís í annari hendinni. ÞVÍ gæti jeg trúað, að ekki yrði piörgum kaupmanninum svefnsamt, ef hann vissi, hvern- ig sumt afgreiðsiufólk kemur fram við viðskiptavinina. Bein ókurteisi er að vísu frekar und- antekning en regla, en þó kem- ur það oft fyrir, að kaupandan- um finnst hann vera nokkurs- konar óboðinn gestur, sem allir amist við. Áður hefur að vísu verið minst á þessa ókurteisi, en góð vísa er víst aldrei of oft kveðin og því fer jeg að minnast á þetta hjer, að jeg er nýkominn úr verslun, þar sem jeg sýnilega fór svo í taugarnqr á afgreiðsludöm unni að jeg þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki verið fleygt á dyr. Sú litla var semsje með ís í annari hendinni, þegar hún af- greiddi mig, og svo miklum ó- þægindum ollu kaup mín, að um skeið var alt útlit fyrir, að hún yrði að leggja sælgætið frá sjer, til þess að ná í það, sem jeg bað um. í þjálfun. TIL allrar hamingju var ung- frúin þó í þjálfun — henni tókst að veiða fram alla þá hluti, sem jeg bað um, án þess að sleppa af ísnum sínum þótt ekki væri nema andartak. Það var aðdáunarvert að horfa á hana. Hún teygði sig upp í hillur, seildist inn í sýningar- kassa og taldi peninga. Og svo gaf hún mjer til baka með því að fleygja skiptimyntinni á borð ið, sneri við mjer bakinu og át ís. — • Þar sem afgreiðsl an er góð. AUÐVITAÐ er hjer fjöldi verslana, þar sem viðskiptavin- urinn mætir lipurð og kurteisi. Sumar eru iafnvel þektar af þessu. Og enginn held jeg þurfi að efast um það, að kaupandinn snýr aftur til slíkra verslana kýs fremur liðlegheit og hjálp- semi en ókurteisi og ís. En það er jeg handviss um, eins og jeg sagði áðan, að mörg- ! um kaupmanninum yrði ekki svefnsamt, ef hann vissi, hvern- ig sumt afgreiðslufólk hristir af sjer viðskiptavinina. • Skemtilegir bílaeigendur EINHVERJIR skemtilegustu bílaeigendur, sem jeg hef kynst, eru þessir með jeppana. Hvílík ást og umhyggja! Mjer er ekki grunlaust um, að sumir þeirra fari ekki að sofa, fyr en þeir eru búnir að fullvissa sig um, að „litla jeppó“ líði vel. í augum margra jeppaeigenda að mjer skilst, er jeppinn nokk- urskonar húsdýr heimilisins. Og þetta er nytsamasta dýr. Það sækir mjólkina handa húsmóð- urinni á morgnanna húsbóndann í matinn um hádegið og er svo einstaklega ósjerplægið, að það tekur karl og kerlingu og roll- ingana alla út í sveitasæluna um helgar. En eftir á að hyggja, skyldi sama sagan ekki eiga við um lúx usjeppana, þessa, sem eru svo fínir, að maður veit ekki hvað snýr fram og hvað aftur? • Marmari og spítnarusl. JÆJA, þá eru þeir farnir að hengja skrautið utan á nýja I Búnaðarbankahúsið. Fallegur, 1 gljáfægður marmari verður þarna og stórir, bjartir gluggar. Þetta ætlar að verða allra fall- egasta hús —■ það er að segja, ef spítnaruslið í kringum það á þá nokkurntíma að hverfa. Það er í raun og veru von að maður spyrji. Þarna hafa „still- aðsarnir" staðið svo mánuðum skiptir, og það er eiginlega fyrst núna, að sjáanlegt sje, að þeir sjeu nokkuð notaðir. Nýja Búnaðarbankahúsið er raunar langt frá því að vera það eina, sem gert hefur sig sekt um þetta, en það hefur þá sjerstöðu að standa við eina af aðalum- ferðargötum bæjarins, þar sem umferðarerfiðleikarnir eru þeg- ar of margir til. að við þá sje bætandi. Við þjóðbraut veraldar. „LEO kom til Reykjavíkur. True Knot fór til Ameríku. Ing- ólfur Arnarson kom frá Eng- landi. Horsa kom. . . . Banan kom.... Reykjafoss kom.... Helgafell kom frá Englandi.... Bjarni Ólafsson. hinn nýi togari Akraness, kom frá Akranesi". Svona voru frjettirnar frá höfninni í Morgunblaðinu s.l. fimtudag. Skipin komu og fóru, fluttu okkur vistir og aðrar nauð synjar og færðu erlendum þjóð- um eitthvað af framleiðslu okk- ar. Sáraíáir munu þó hafa veitt þessu eftirtekt. Alt of fáir lesa frjettirnar frá höfninni, þessu eina „húsi“ okkar, sem loks á síðustu árum hefur mátt segja að lægi við þjóðbraut veraldar. — Og þó er þetta svo mikilsvert atriði, að fullyrða má, að ef „Leo kæmi ekki og Trué Knot færi ekki og Bjarni Ólafsson, hinn nýi togari Akraness, rendi ekki inn á höfnina“, værum við engin þjóð og hefðum aldrei get- að gert kröfu til að nefnast þjóð. Svona mikið eigum við sjó- mönnunum að þakka. • Og svo gamla sagan. OG SVO er það gamla sagan um útlendinginn, sem ekkert veit um ísland. Kunningi minn, nýkominn frá Bandaríkjunum, sagði mjer hana. Hann var á ferðalagi í bíl með bandarískum lækni, og þeir röbb uðu saman um ísland. Læknir- inn hafði kynst hermönnum sem verið höfðu hjer á landi, og kunni frá mörgu skemtilegu að segja. „Eiginlega er þetta ís- land nú ágætt", sagði hann. — „Barnadauði til dæmis óvenju lítill, nú og svo eru allir læsir og skrifandi.“ Svo þagnaði hann andartak og leit á kunningja minn. „Já“, sagði hann, „þetta væri bara ágætis land — ef þið að- eins vilduð hætta þessum sjó- ránum!“ MEÐAL ANNARA ORÐA .... . i - Karol konungur gekk í hjónaband KAROL krónprins var orð- inn þrítugur, þegar hann fyrst mætti henni árið 1924. Eftir því, sem sagt er, mætti hann henni fyrst, á dansleik í liðs- foringjaklúbbnum í Búkarest. Aðrir segja, að hann hafi fyrst sjeð hana í óperunni og veifað til hennar. Þriðja sagan segir, að hún hafi beðið við veginn, þar sem bifreiðin hans íór fram hjá og hún hafi látist vera slös- uð og hann hafi tekið hana upp í bifreiðina. Hvernig sem þetta er, þá er það víst, að Karol af Hohen- zollernætt varð ástfanginn í Helenu Lupescu. Hún varð hjá- kona hans og allir vissu það. Magda Lupescu var Iagleg. Hún hafði rautt hár og græn augu og húð hennar vai* hvít eins og fílabein. Hún var köll- uð Magda. Hún játaði grisk- | katólska trú, þótt móðir henn- i aí? væfí ' fómversk-'katólsk óg faðir hennar kaupmaður af gyð ingaættum. Sagan segir, að hann hafi altaf haldið mikið upp á Karol eftir að Magda var farin að vera með honum og kallað hann drenginn sinn. Magda var fyrstu fimm árin með Karol í útlegð hans 1925 —1930. Þegar hann fór aftur til Rúmeníu 1930 og var krýndur til konungs fylgdi hún honum einnig. Hún fekk sitt eigið hús í Búkarest og land í kringum, þar sem hún stytti sjer stundir við að rækta kalkúna. En nærri öll rúmenska þjóð- in hataði hana og það voru haldnar kröfugöngur, þar sem þess var krafist, að konungur- inn losaði sig við þessa rauð- hærðu norn. En Karol neitaði, að reka hana frá sjer og sagði einu sinni — Hún er minn betri helming- ur. Jeg get ekki lifað án henn- ar. — En árið ‘1940 varð Karol að flýja land, þegar Þjóð verjarnir voru að ná tangar- haldi á Rúmenum. Húsinu, sem Magda lifði í, hefur vérið breytt í safn og kostar 50 aura inn- gangur. Þau reyndu til við að komast til Bandaríkjanna, en þau fengu ekki leyfi og settust þá að í höfuðborg Mexikó, í út- hverfinu Coyoacan. Og þar voru þáu bæði vinsæl og allir sóttust eftir að komast í boðin, sem þau hjeldu stundum. Síð- ar fluttu þau til Brasilíu og bjuggu í gamalli höll í Rio de Janeiro. Karol varð 53 ára í ár, en Magda sagði aldrei, hvað hún var gömul. Líklega er hún samt ekki yngri en fimmtug. Þau eru trygg hvort öðru. Sonur Karols ræður nú ríkj- um í Rúmeníu, en í Rio í Brasi líu eru þau Karol og Magda. Þau eru vön að spila bridge, og ganga um göturnar með hundana sína. Vinir þeirra segja, að Karol hafi alltaf vilj- að giftast henni, en hún hafi Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.