Morgunblaðið - 06.08.1947, Page 6

Morgunblaðið - 06.08.1947, Page 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Frjáls verslun HINUM almenna frídegi verslunarmanna er lokið. — Þúsundir af fólki, sem vinnur störf sín á skrifstofum og í verslunum allan ársins hring, hafa leitað út úr bæjunum eða tekið þátt í margskonar skemmtunum, sem haldnar hafa verið í tilefni dagsins. í ræðu, sem viðskiftamálaráðherra Emil Jónsson hjelt í tilefni þessa hátíðisdags verslunarstjettarinnar, rakti hann nokkuð sögu íslenskrar verslunarbaráttu. Niðurstaða hans var sú, að því fastar sem hert var á verslunarfjötrunum, því ófrjálsari sem verslunin varð, því verri hafi afkoma þjóðarinnar orðið. „Allt starf og framtak lamaðist og þjóðin komst í þá mestu niðurlæg- ingu, er hún hefir komist í nokkurn tíma“. Þannig fórust viðskiftamálaráðherranum orð. Vissulega eru þessi ummæli rjettmæt. Hvaða íslending- ingur getur skilið sögu þjóðar sinnar á annan veg? Dómur reynslunnar er skýr og ótvíræður.Því meira frjáls ræði, sem ríkt hefur í verslunarmálum þjóðarinnar, því betri og hagstæðari hefur verslunin orðið. Hin frjálsa samkeppni milli einstaklingsverslunar og samvinnuversl- unar hefur aukið vöruvöndun, lækkað verðlagið og gefið fólkinu kost á hagstæðari verslunarviðskiftum. Verslunarstjettin íslenska hefur á nokkrum síðustu ára tugum unnið það afreksverk að færa verslunina algerlega í hendur íslenskra manna. Á þá staðreynd bentu bæði viðskiftamálaráðherra og Eggert Kristjánsson í ræðum sínum. Viðskiftamálaráðherra minntist einnig á það í ræðu sinni, að íslensk verslunarstjett hefði hlotið misjafna dóma og stundum ómilda. í því sambandi komst ráðherrann þannig að orði: „Jeg hygg, að þessu valdi fyrst og fremst, að þeir, sem dæma, þekkja ekki sem skyldi það, sem þeir eru að leggja dóm á, en hafi ef til vill orðið varir við, eða sjálfir komist í kynni við brask eða spákaupmennsku í einhverri mynd, sem óneitanlega er til, og þjónar ekki fjelagslegum hags- munum, en slíkt er undantekning, sem ekkert á skylt við þá verslunarstarfsemi, sem hjer hefur verið gerð að umtalsefni.' Að yfirfæra slíka dóma, sem oft og tíðum eru líka sleggjudómar, á stjettina í heild, sem vissulega vinnur merkilegt, þjóðnýtt undirstöðustarf, nær vitan- lega engri átt, og sannar aðeins hið gamla máltæki, að „fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra“. íslenskri verslunarstjett eru þessi ummæli viðskifta- málaráðherra mikilsvirði. Á hana hafa á undanförnum árum verið bornar þungar sakir. Heil þjóðfjelagsstjett hefur verið látin gjalda fyrir mistök sem örfáir einstak- iingar innan hennar hafa gert sig seka um. Meginþorri verslunarmanna hefur hinsvegar unnið að því af dugnaði og árvekni að tryggja landsmönnum vörur þrátt fyrir margvíslega örðugleika af völdum styrjaldarinnar. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið opnum augum. En aðalatriði þessa máls er það, hvernig þjóðinni verði í framtíðinni trvggð hagkvæm verslun. Reynslan bendir í þeim efnum fyrst og fremst í eina átt: Til frjálsrar versl- unar, samkeppni milli einstaklingsverslunar og fjelags- verslunar. Allar líkur benda til þess, að þessari stefnu í verslunar- málum íslendinga sje að aukast fylgi. Stærsti stjórnmála- flokkurinn í landinu, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur fvrir löngu gert hana að sinni En hún á einnig fylgi að fagna í röðum hinna svokölluðu vinstriflokka. Ýmsum af for- ingjum fjelagsverslunarinnar hefur skilist það, að það sje hvorki skynsamlegt að taka hjer upp þjóðnýtta lands- verslun nje fjelagsverslun með einokunaraðstöðu.Því virð ist þessvegna mega treysta að frjáls verslun verði áfram ] heiðri höfð í þessu landi. Fyrir hennar atbeina og fram- tak og atorku. vel menntr^r verslunarstjettar, mun þjóðin njóta hagkvæmrar verslunar og viðskifta á komandi árum. verjt ÚR DAGLEGA LÍFINU Komið í bæinn. ÞEGAR REYKVÍKINGAR koma heim til sín eftir nokkra dvöl utanbæjar sjá þeir margt, sem vaninn og dagleg um- gengni huldi fyrir þeim áður en þeir lögðu upp í ferðalagið. Fyrsta daginn eftir heimkom- una sjá ferðalangarnir sinn eiginn bæ með gestsaugum. — Menn gera ósjálfrátt saman- burð við það, sem þeir hafa sjeð annarsstaðar og vega og mæla. Gera sjer grein fyrir því sem aflaga fer, og hinu sem vel hefir verið gert. Flestir sanngjarnir menn munu kom- ast að þeirri niðurstöðu, að „heima er best“. • Ljósadýrð í Vatns- mýrinni. ÞEIR, SEM KOMU HEIM úr stuttum eða löngum ferðalög- um í fyrrakvöld og sáu alla ljósadýrðina og flugeldasýn- ingarnar í Tivoli munu hafa orðið hrifnir af hátíðahöldum fólksins og gleðinni í Vatns- mýrinni. Vatnsmýrin varð enn þá æfintýralegri fyrir það, að ekki var búið að kveikja á götu ljósunum í bænum. Tivoli-skemtigarðurinn set- ur sinn svip á bæinn og á fögr- um sumarkvöldum, eins og í fyrrakvöld kunna Reykvíking- ar að meta þenna skemtistað. Það er einmitt skemtistaður eins og Tivoli, sem okkur hefir altaf vantað. • Þörf tilbreytni. OG ÞAÐ þóttist jeg sjá er jeg kom í bæinn eftir nokkra daga fjarveru, að það væri þörf og góð ráðstöfun. að senda okk ur nöldurseggina úr bænum í nokkra daga öðru hvoru. Við, sem jafnan höfum alt á horn- um okkar, nuddum yfir því í hvaða átt nefið á Þorfinni karlsefni snýr, eða hvort það rýkur meira úr öskuhaugunum annan daginn en hinn.. Eða þá að við höfum sjeð eitt eða tvö blóm troðin niður á Austur- velli. — Það er sannarlega þörf tilbreytni fyrir okkur þessa karla, að sjá, að það er víðar pottur brotinn en 1 henni Vík, og að margt eigum við hjer, sem ekki er til annarsstaðar. • „ Meira ljós. EN Nú er að taka til við nöldrið á ný og ekki þýðir að leyfa sjer neina værð. eða gef- ast upp. Það sjáum við, sem komum úr sumarfríinu, að ým islegt smávegis má betur fara. Það er gott að tekið er á móti ferðalöngum, sem heim snúa með Ijósadýrð og rakettu- skrauti um öll loft, en það er ekki sanngjarnt að ætlast til að slík hátíð sje á hverju kvöldi og þess vegna væri al- veg óhætt að fara að kveikja á götuljósunum hvað úr hverju. • Beðið um skammir. „JEG ÞARF að biðja þig að skamma duglega veitinga- og gistihúsin úti á landi. Þau eru flest sóðaleg, maturinn er ekki hundum bjóðandi hvað á mönn um, framleiðslufólkið er fúl- lynt og frekt og alt er selt við okurverði“. — Þannig Ijet kunningi minn einn, sem var að koma úr sumarfríi dæluna ganga við mig í gær. Jeg hefði getað sýnt honum stafla af brjefum um þetta sama efni. Það virðist ríkja almenn óá- nægja með íslenska greiðasölu staði og sannleikurinn er sá, því miður. að það er hrein und antekning ef menn koma á gisti- og veitingastað úti á landsbygðinni, sem eru boð- legir hvað viðurværi alt snert- ir. • Fyrirmyndir. EN í STAÐ ÞESS að skamm ast yfir hinum Ijelegu greiða- sölustöðum vildi jeg minnast á einn stað, serri jeg kom og þáði beina á dögunum. Það er stað- ur, sem til fyrirmyndar og heit ir Valhöll á Þingvöllum. Þar er borinn fram góður matur, frammistöðufólkið er kurteist og alúðlegt, alt er hreint og fágað og alt þetta kostar ekki meira en annars- staðar. Vitanlega eru það fleiri veitinga- og gististaðir á land- nu. sem eru góðir en Valhöll. En Valhöll er að ýmsu leyti gott dæmi um hvað hægt er að gera í þessum efnum ef vilj inn er fyrir hendi. • Nýtt gistihús á Þingvöllum. GISTIHÚSBYGGINGIN í Valhöll er orðin gömul og úr sjer gengin. Herbergin eru fæst góð, en þó fer vel um gestina. Hvað núverandi gestgjafar í Valhöll geta lengi haldið í horf inu jafn prýðilega og þeir gera, skal jeg ekki spá neinu um, en þeir eru úthaldsgóðir ef þeir gera það í mörg rigningarsum- ur enn. Sannleikurinn er sá, að það þarf að reisa nýtt gistihús á Þingvöllum. Það sýndist vera verkefni hins opinbera. Þing- vellir eru helgur staður þjóð- arinnar og þangað koma flestir eða allir erlendir gestir, sem landið sækja heim, auk inn- lendra manna úr öllum lands- hornum. Þótt að Valhöll sje vel stjórn að eins og er, þá er sannleikur- inn sá, að það er ekki nema tímaspursmál hvenær ekki verður lengur - hægt að reka fyrsta flokks gistihús í þeim húsakynnum, sem þar eru nú. • Hin hliðin. ÞESSAR hugleiðingar hófust með beiðni um skammir á greiðasölustaði og víst geta þær verið rjettmætar. En það er önnur hlið á því máli, sem ekki þarf síður að minnast á og það er umgengni gesta á þeim stöð- um, sem þeir koma á. Það eru nú ljótu grísirnir margir hverj ir. Það veitti ekki af að hafa eftirlitsmenn með hverjum gesti og þegar minst er á rudda hátt og ljóta framkomu. þá eiga gestirnir sinn skerf af því. Þessa hlið málsins mætti ræða betur. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Innflyljendur lil Suður-Ameríku Fyrir einu eða tveimur ár- árum var því spáð, að ógur- legir mannflutningar myndu verða frá Evrópu til Suður- Ameríku. Menn álitu, að þrengslin og matvælaskortur- inn í Evrópu yrðu til þess að fólk girntist að komast suður í aðrar álfur, þar sem nóg var íil af öllu og menn imynduðu sjer að næstum væru aðrir þjóð- flutningar í nánd. Það er ekki löngun fólksins til að kómast úr Evrópu, sem vantar, en ýmsir örðugleikar hafa steðjað að og margir þeirra svo slæmir, að þeir verða alvarleg hindrun í veg- inum. Fyrst og fremst ber að telja vöntun á skipum og kostnað- inn við að flytja fólkið yfir Atlantshafið. Bæði Suður- Ameríku þjóðirnar og aðrar þjóðir eiga enn mörg skip frá því á stríðstímunum, en næst- um ekkert af þeim skipum er bjóðandi til að flytja fólk á milli landa. Vöruflutningáskip er ómögulegt að nota óg gÖml- um herflutningaskipum þarf að gjörbreyta áður en þau eru tek- in í notkun sem landnemaskip. Og þrátt fyrir alt, þótt nóg' skip fengjust myndi kostnað- j urinn við að flytja hvern mann verða nærri 2000 krónur eða á fjölskyldu að meðaltali 5000 krónur. Ef flutningarnir verða í meira lagi er upphæðin fljót að komast upp í miljónir. Nærri búnir með stríðsgróðann. En fleiri vandræði steðja að. Þegar innflytjendurnir loksins komast til fyrirheitna landsins, hvar í Suður-Ameríku sem er, lenda þeir í húsnæðisvændræð- um. Þess vegna verða viðkom- andi landsstjórnir að reisa nokkurskonar kampa fyrir fólkið, og sjá þeim í byrjun al- gjörlega fyrir mat og klæðum. Það kostar mikla peninga. Þá verður að setja upp ráðningar- skrifstofur og upplýsingaskrifr stofur svp að fólkið geti strax komist til að vinna fyrir sjef og þurfi ekki aítaf að vera kom ið upp á hjálp frá öðrpm, Og nú er svo komið, að þótt stríðsgróðinn hefði verið mik- ill í Suður-Ameríku ríkjunum, er hann nú að miklu leyti upp- j urinn, svo að nú eru þau farin að verða naumari á fje en áður. Vilja fa innflytjendur til þess að verða voldugri. En mörg ríkin álíta, að þau þurfi að fá innflytjendur, því að þau eru flest frekar strjál- býl og til þess að mega sín meira þurfa þau fleiri íbúa. Viðhorf hinna ýmsu ríkja er sem hjer segir: Argentína hefir sent sendi- nefndir til Róm til að ræða við ítölsku stjórnina og einnig til Spánar, Frakklands, Belgíu og Hollands og Peron stjórnin hef ir gefið út áætlun um að flytja til landsins á næstu 10 árum 4 miljónir Evrópubúa. Meiri hluti þeirra á að verða Spán- verjar: dg ítalif. En sjerfræð- ing^if halda að Argentína geti ekki tneð nokk-ru móti tekið við slíkum fjölda manna og er talið Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.