Morgunblaðið - 08.08.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.08.1947, Qupperneq 1
34. árgangur 176. — tbl. Föstudagur 8. ágúst 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. UTLIT FYRIR VAXAIMDI MATARSKORT Hörð gagnrýni á að- gerðir bresku stjórnar- innar í efnahagsmáium LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reiiter. UMRÆÐUNUM i neðri málstofu breska þingsins um ástand og horfur í efnahagsmálum Breta og fyrirhugaðar ráðstafanir stjórnarinnar til úrbóta lauk í kvöld. Stjórnarandstæðingar veitt ust harðlega að stjórninni, bæði fyrir aðgerðalevsi í efnaliags- málunum fram að þessu og fyrir það, hve skýrsla hennar um ástandið væri loðin og ófullnægjandi og hve fyrirhugaðar ráð- stafanir væru linlegar og ónógar. Ljetu stjórnarandstæðingar í v ljós óanægju sina með því að greiða atkvæði gegn tillögu um að fresta þingfundum, sem var að forminu til tilefni umræðn anna. 318 atkv. voru greidd með tillögunni, en 170 gegn. Gagnrvni stjórnarandstöðunnar. Af hálfu íhaldsmanna tóliu til máls við umræðurnar Sir John Ande'rson, fyrirrennari Daltons í embætti fjármálaráð herra og Anthony Eden. Sir John sagði, að fyrirhugaðar ráð stafanir stjórnarinnar í efna- hagsmálunum væru mjög ó- fullnægjandi. Hann kvaðst við urkenna, að stjórnin hefði átt við ýmsa milda erfiðleika að teja, en hinsvegar bæki hún þó ábyrgð á mörgu, sém aflaga hefði farið. -—- Eden var sömu skoðunar. Og hann sagði, að skýrsla stjórnarinnar um efna hagsástandið væri mjög vill- andi, og bersýnilega væri þar reynt að draga f jöður yfir marg ar, mjög ískyggilegar staðreynd ir, sem stjórnin vildi reyna að leyna fyrir þjóðinni. Dollaraskorturinn aðalmeiniS Af liálfu stjórnarinnar töl- uðu Sir. Stafford Cripps við- (Framhald á bls. 8). Wý nefml í Balkanmálin New York í gærkvöldi. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna hefur skipað sjerstaka nefnd til þess að semja álits- gerð um það, hvernig komið verði á friði á Balkanskaga. — Ráðið ákvað Lefndarskipun þess eftir að Gromyko, fulltrúi Sov- jetríkjanna, hafði án rökstuðn- ings fellt tillögu frá fulltrúa Ástralíu um að skora á Balkan- ríkin að leggja niður vopn og að hætta að egna hvert annað. 6eni Genf í gærkvöldi. FRÚ PJERON, kona einræðis herrans í Argentínu, sem nú er á ferð um Evrópu, fjekk heldur kuldalegar viðtökur, er hún kom á járnbrautarstöðina í Genf. — Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á stööinni. En þegar frú- in birtist, var hafin á hana skot- hríð með grjóti ög skemmdum tómötum. Svissneska sambandsráðið hef ur lýst því yfir, að það harmi þessar aðfarir. Frú Péron hefur hinsvegar verið vel tekið annars staðar í Sviss. Frúin hefur nú ákveðið að hætta við að heimsækja fleiri Evrópuríki, en mun halda heim leiðis frá Sviss. — Reuter. Yifi Eáfa af íerssfa- emfssffi Enrico de Nicola forseti Ítalíu hefur látið í ljós ósk um að I leggja niður embætti, en hefur | lofað að gegna störfum þar til i búið er að útnefna forseta í j hans stað. 1 Næsfi Bandaríkjaforseti! MMI ílarohl Stassen, fyrrv. fylkis- stjóri í Minnesota, er einn þeirra forystumanna republik- ana í Bandaríkjunum, sem lík- legastur þykir til að verða í kjöri fyrir flokkinn við for- setakosningarnar 1948 í Banda ríkjunum. Einkum þó í Vestur- og Mið- Evrópu „Áðgerðlr verða fyrst og fremsl að beinasl að því að bjarga mannslífum rr WASHINGTON í gærkvöldi. inkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í YFIRLITSSKÝRSLU, sem matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) birti í dag, varð- andi matvælahorfur í heiminum á næsta ári, segir, að í Vestur- og Mið-Evrópu muni viðurværi manna verða enn aumara árið 1948 en í ár. Og því er spáð, að í Asíu muni matarskammturinn verða áfram mjög lítilfjörleg- ur. Ástandið sje svo alvarlegt, að aðgerðir í matvæla- málunum verði fyrst og fremst að beinast að því, að koma í veg fvrir, að menn verði blátt áfram hungur- morða. eniangar s í GÆR laust eftir hádegi tókst tveim kvenföngum að strjúka út úr hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.’ Lögreglan leitaði þeirra í all an gærdag og fram á kvöld, en. þá tókst starfsmanni rannsókn arlögreglunnar að fá vitneskju um hvar þær væru og um kl. 10 í gærkvöldi vöru þær tekn- ar og færðar upp í ,,stein“. fláðstefna nm jiýska -<» París í gærkvöldi. BRETAR og Bandaríkjamenn hafa sent frönsku stjórninni boð um að útbúa álitsgjörð um magn framleiðslunnar í Þýskalandi. — Enn er ekki vitað, hvort fyrir- huguð muni vera sjerstök ráð- stefna þríveldanna til þess að ræða þessi mál, eins og Frakkar hafa farið fram á, en ekki er það talið ólíklegt. — Reuter. Gríska stjórnin treystist ekki til að sigra skæru- liöana f AÞENA í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. GRlSKA stjórnin hefur sent Bandaríkjastjórn tilmæli mn það, að Bandaríkin veiti öflugri aðstoð í þeirri viðleitni stjórn arinnar að koma á lögum og reglu í landinu. Frjettaritarar í Aþenu benda í þessu sambandi á það, að gríska stjórnin muni ekki, meðan hún hefir ekki yfir öflugri herstvrk að ráða. treysta sjer til þess að brjóta á bak aftur sveitir skæíruliðanna, enda þótt stjórnarhersveitunum hafi orðið vel ágengt síðustu vikurnar. Ritstjórar handleknir. Gríska stjórnin hefur nú lát ið handtaka ritstjóra vinstri blaðanna, sém í gær birtu til- kynningu frá foringja skærulið anná, þar sem skorað er á grísku þjóðina að gera óstarf- hæfa“, eins og það er orðað, þrjá ráðherra í ríkisstjórninni, þar á meðal Papandreou. Tito marskálkur sagði í við tali við hlaðamenn í dag, að óviðurkvæmilegt væri, hvern- ig ýms erlend ríki skiptu sjer af innanlandsmálum Grikkja og sambúð þeirra við nágranna ríki sin. Sagði hann, að hvorki afskiptasemi þessara ríkja nje fimbulfaml öryggisráðsins myndi verða til þess að bæta sambúð Grikkja og Júgóslava. Skýrsla þessi er birt til hlið- sjónar fyrir þriðju allsherjar- ráðstefnu FAO, sem á að hefj- ast í Genf 25. ágúst. Harður vetur I skýrslunni seg'ir, að vegna þess, hve síðastliðinn vetur var harður í Vestur- og Mið-Evr- ópu muni matarskammturinn þar verða enn minni á næsta ári, enda þótt þar verði haldið áfram viðreisnarstarfi, svo sem framast verði unnt, nema því aðeins að hægt verði að auka flutning matvæla þangað. Og svipað sje um Asíu að segja. Engin von sje til, að matar- skammturinn þar geti orðið meiri, nema innflutningurinn verði aukinn. Kornþörfin 34—38 millj. smál. Kornskammturinn í Norður- Afríku, Evrópu og Asíu var svo mikill 1946—1947, að flytja varð þangað 28 milljón smál. Hinsvegar sje útlitið svo slæmt núna, að kornþörfin 1947—■ 1948 verði 34—38 milljónir smálesta. Er þá gert ráð fyrir, að engin aukning brauð- skammtsins eigi sjer stað og að ekkert af korninu. verði notað til skepnufóðurs. Kornbirgðir til þess að fullnægja þessum þörfum eru á sama tímabili ekki áætlaðar nema 30—34 millj. smálestir í mesta lagi. —■ Mikill skortur er á áburðar- efnum, svo að ekki ýtir það undir kornframleiðsluna. Meira um ýmsar fæðutegundir Enda þótt skorturinn fari vaxandi um flestar tegundir matvæla, þá hefur samt rýmk- ast nokkuð til um ýmsar fæðu- tegundir, svo sem kartöflur, sykur og feitmeti. t ramh. á bis. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.