Morgunblaðið - 08.08.1947, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.1947, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur S. ágúst 194? ^ Norrænu útvarpsmennirnir ætla að lýsa Islandi nútímans fyrir hlustendum sínum Alþjóða-björgunar- málaráðstefna í Oslo Frásðgn Henry Hálfdánarsonar, framkvstj. NORRÆNU útvarpsmenn- :irnir, sem hjer hafa dvalið frá þvi í byrjun júlí eru nú að ijúka ferðalagi sínu til íslands. Þeir Olov Forsen aðalristjóri 'við sænska útvarpið og Vilhelm Villiacus lektor frá finnska út- varpinu fara hjeðan í dag, en liinir eru farnir fyrir nokkrum dögum. Morgunhlaðið hitti þá iForsén og Zilliacus scm snöggv -ast í gær og spurði þá hvort "þeir væru ánægðir með ferðina )g hvort þeir hafi fengið hjer "það útvarpsefni, sem þeir bjugg * 'ust við. „Ánægðir er ekki rjetta orð :ið“, sagði Forsén, sem varð fyr :tr svörum. „Við erum stórhrifn :ir ög ferðalagið hefir gengið á’ramar öllum vonum, og vel það sem við gerðum okkur fyr krfram og voru þær þó alls ekki :3vo litlar.“ Vildu kynnast íslandi tiútímans. Þeir fjelagar segja, að þeir nafi fyrst og freinst farið í ftessa ferð til Islands til að safna upplýsingum og frjettaefni frá fslandi eins og það sje í dag. I Svíþjóð þekki menn Island nær eingöngu af fornsögunum, en Mtt viti almenningur í Svíþjóð og Finnlandi minna um, hvern :ig nútíma Islendingar lifi og starfi. Þeir hafi því lagt megin .Iherslu á að kynnast atvinnu- lífi okkar Islendinga og talað við sjómenn og bændur, iðnað armenn og fleiri fulltrúa at- 'vinnuveganna. Sambandið miili ifortíðar og nútíðar. Forsén ritstjóri segir, að það jhafi undrað sig mest hve Is lendingar sjeu tengdir fortíð- Ínni, þrátt fyrir allt hið nýja, ;em þeir hafi tileinkað sjer í nútíma framförum. „I Mý vatnssveitinni hittum við aldr aða konu, sem rakti ættir sinar langt aftur í gráa forneskju. Jón biskup Arason var ættfaðir liennar í aðra ættina og hún talaði um atburði, sem skeðu á 17. öld, eins og það væri eitt hvað, sem skeð hefði í hennar tíð, svo vel var hún kunnug sögu þjóðar sinnar. Þetta sam iband milli fortíðarinnar og nú tímans er einstakt meðal Norð urlandaþjóða. Þið getið skýrt þetta, eins og flestir gera með því að þjóðin hafi verið svo fámenn og einangruð, en það eru einhverjar dýpri menning arlegar rætur, sem að því »tanda“. ,,.Tá, eða þá bændaöldungur- inn, sem við hittum fyrir norð an“, bætir Zilliacus lektor við. „Hann var samnefnari í öllu íasi og framgöngu fyrir því besta, sem norrænt er. Andlits syipur hans tignarlegur og stór l rotinn, er það fallegasta, sem jng hefi sje á íslandi, að fjöll- x tium undanskildum. I bóka- .s ifni hans voru ekki aðeins ís- léttskar bækur frá öllum öld- nm heldin: og það besta, sem til er í norrænum bókmerintum. Þeir eru ánægðir með íslandsferðina oghafa N safnað miklu útvarps- efni Og hrifnir urðum við þegar hann las fyrir okkin: kafla úr Njálu, uppáhaldskaflann sinn. Það hresti okkur að hitta hreinræktaða norræna menn, eins og þenna bændaöldung og fleiri. Hafa víða farið'. Otvarpsmennirnir hafa víða ferðast hjer á landi á þeim mánuði, sem þeir hafa dvalið hjer og viðað að sjer miklu út- varpsefni. Þeir ferðuðust um Suðurland, skoðuðu m.a. Sám staðabúið, hverarannsóknir og tilraunir í Hveragerði, þeir skoðuðu Gullfoss, Geysi og Heklu. Þeir tóku upp á plötur lýsingu á Snorrahátiðinni og sendu lýsingar á stuttbylgjum til Norðurlanda. Þeir lýstu fundum norræna þingmanna- sambandsins hjer. Hefir Jón Magnússon frjettastjóri út- varpsins verið þeim til aðstoð ar og ferðast með þeim víða. Utvarpsmennirnir fóru til Siglufjarðar og kyntu sjer síld veiðar og töluðu við íslenska, norska og sænska síldveiði- menn og forystumenn í síldar iðnaðinum. Dvöldu á Akureyri og ferðuðust til Mývatns og víð ar um Norðurland. Norræn útvarpssamvinna. Koma hinna norrænu útvarps manna til Islands að þessu sinni er einnig þáttur í nor- rænni útvarpssamvinnu, sem hófst árið 1936 að undirlagi Thorstein Diesen við norska útvarpið. Það ár ferðuðust nor rænir útvarpsmenn um Noreg næstu ár um Danmörk, Svíþjóð og Finnland og síðan átti að efna til ferðar til Islands 1940, en fórst þá fyrir vegna styrj- aldarinnar. Nokkrir dagskrárliðir hafa þegar verið sendir til norræna útvarpsstöðva. Einn var 15 mínútna þáttur, sem útvarps- menn frá öllum Norðurlönd- unum fimm tóku þátt í: Carl Lyche frá Noregi, Forsén frá Svíþjóð, Zilliacus frá Finnlandi Aksel Dahlerup frá Danmörku og Jón Magnússon frá íslandi. Að þessu sinni var það sænska útvarpið, sem lagði til útvarpsbíl með öllum tækjum til upptöku í þessa ferð hinna norrænu útvarpsmanna. Fors- én sagðist vonast til að áfram- hakl gæti orðið á þessari út- varpssamvinnu milli Norður- landa og að Jón Magnússon fengi tækifæri til að koma til Svíþjóðar á næsta ári og ferð ast um með sænskum útvarps- mönnum. Rímnakveðskapur á tslandi og í Finnlandi. Norrænu útvarpsmennirnir taka með sjer talsvert af is- lenskri tónlist á plötum og hljóðfilmum og vonast til að fá meira hjeðan af íslenskri hljómlist er tímar liða. Zilliacus telur að sjerstak- lega muni íslenskur rimnakveð skapur vekja athygli í Finn- landi, því íslenskur rímnakveð skapur sje ekki ólíkur finskum kveðskap að mörgu leyti. Útvarpsmennirnir hafa tek ið nokkur viðtöl við íslenska menn á plötur og er jeg spurði þá, hvort málið hafi ekki vald ið erfiðleikum kváðu þeir það ekki vera. Höfðu þeir búist við að það yrði meira vandamál en raun varð á. Allir, sem þeir töluðu við mæltu á eitthvert Norðurlandamál, eða „skand- inavisku“, sem er vel skiljan- leg norrænum útvarpshlustend um. Forsén ritstjóri býst við að flytja að minsta kosti 10 dag skrárþætti í sænska útvarpinu um ferð sína á íslandi og Zillia cus annað eins. Þættir þeirra munu ekki verða framhalds- þættir, heldur sjerstök og sjálf stæð erindi um margvíslegt efni. Ohapp. Það óhapp vildi útvarps- mönnunum til, að er verið var að hefja útvarpsbílinn um borð í „Dr. Alexandrine“ hjer í höfninni s.l. þriðjudag, slitn- uðu böndin, sem hjeldu bíln- trm og hann f jell niður á bryggj una. Laskaðist bíllinn talsvert við fallið og hætta er á að eitt- hvað af því efni, sem í honum var hafi eyðilagst. Verður ekki til fulls gengið úr skugga um tjónið fyr en skipið kemrrr til Kaupmannahafnar og rann- sókn getur þar farið fram. Það voru skipsmenn „Drottningar- innar“, sem unnu við að setja bílinn um borð. ★ Hinir norrænu útvarpsmenn hafa verið hjer góðir gestir. Rík isútvarpið hefir á ýmsan hátt greitt götu þeirra og er það vel að slikum mönnum, sem vinna að því að auka kynni milli frændþjóðanna, sje veittur sá stuðningur, sem hægt er. Það er viðurkendur sannleikur nú orðið, að aukin kynni landa á milli og skilningur á högum og lifnaðarháttum eykur góða og vinsamlega sambúð þjóð- anna. FYRSTA alþjóða björgunarmálaraðstefnan, sem haldin hefur verið síðan styrjöldinni lauk, fór fram í Oslo í byrjun júlímánaðar. Slysavarnafjelag Islands sendi tvo fulltrúa til ráðstefnunnar og eru þeir komnir heim fyrir skömmu síðan. Fulltrúarnir voru Henry Hilf® dánarson framkvæmdastj. Slysa varnafjelagsins og Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður. í gær átti Morgunblaðið við- tal við Henry Hálfdánarson og ljet hann mjög vel yfir ráðstefn- unni. Hann bar mikið lof á Norð menn fyrir góðar viðtökur og lofaði mjög hversu þeir hafi skipulagt störf ráðstefnunnar vel. Ráðstefnan fór fram í Redens hus í Oslo og hófst 7. júlí og var lokið þann 10. júlí. Við setningu hennar flutti Hákona Noregskon ungur ræðu. Forseti ráðstefnunn ar var kosinn Dagfinn Paust, formaður Norska slysavarnafje- lagsins. Störf ráðstefnunnar. Mættir voru fulltrúar frá 14 föndum. í hópi þeirra voru for- ráðamenri slysavarnafjelaga í ýmsum löndum og sjerfræðing- ar í skipabyggingum og björg- unartækjum. Meðal bresku full- trúanna var hinn kunni björgun- arskipateiknari J. R. Barnet, er Bretar kalla „föður björgunar- skipanna.“ Mörg -mál komu fyrir ráð stefnuna og skal þeirra helstu getið hjer lítillega. Rætt var mjög mikið um gerð björgunar- báta. Við þessar umræður komu fram mörg og misjöfn sjónar- mið. Menn voru t. d. ekki á eitt sáttir um hvort byggja skyldi þá úr trje eða járni. Sagði Henry, að af því sem fram hafi komið við umræður þessar mætti draga mjög lærdómsríka ályktun. Enn- fremur var rætt um fyrirkomu- lag þess, að koma hjálparbeiðn- um um aðstoð við nauðstödd skip, sem fyrst á framfæri við rjetta aðila. Á ráðstefnunni voru samræmdar alþjóðareglur um ljósmerki nauðstaddra skipa. Þeir Henry og Sigurjón fluttu sinn fyrirlesturinn hvor á ráð- stefnunni. Fyrirlestur Sigurjóns fjallaði um skipbrotsmannaskyl og aðstoð við skipbrotsmenn. — Henry skýrði frá björgunarstarf semi bæði á ^andi og sjó, hjer heima. Tæknilegar nýjungar. Ráðstefnan tók einnig til með- ferðar helstu tæknilegar nýj- ungar á sviði björgunarmála. — Fulltrúar Bandaríkjanna voru aðaltalsmenn þessara mála. — Skýrðu þeir frá reynslu sinni við riotkun Helycopterflugvjela við björgunarstörf. Þá viku þeir að bílum, sem herinn notaði, en þeir geta farið bæði á landi og sjó. Þessa bíla töldu þeir heppilega björgunarbáta og nefndu dæmi máli sínu til stuðnings. Frásagnir amerísku fulltrú- anna vöktu mikla athygli allra fulltrúanna. Mikill áhugi ríkti á ráðstefn- unni um samræmingu slysa- varna hjá hinum ýmsu þjóðum. — Ennfremur var rætt um að stofna ritárastarfa sem aðstoð- aði hin einstöku f jelög á ýmsan hátt. Áður en ráðstefnunni lauk, hafði Osioborg boð inni fyrir fulltrúana og var Olav krón- prins meðal gesta. Ennfremur bauð Norska slysavarnafjelagið fulltrúunum að vera viðstaddir björgunaræfingar, sem í tóku þátt fjórar bestu björgunarskút- ur Norðmanna, auk björgunar- báta frá Svíþjóð og Danmörku. Næsta alþjóðaþing verður væntanlega háð eftir 4 ár. Bæðx furstinn í Monakko og Banda- ríkin hafa boðist til að halda ráðstefnuna, en hvoru boðinu verður tekið er ekki vitað enn. Þeir Henry Hálfdánarson og Sigurjón Á. Ólafsson munu gefa. stjórn S. V, F. í. skýrslu, en hún kemur síðan fyrir ársþing Slysa- varnafjelagsins, er það kemur saman í vetur. Indónesar faka | mfðlunartflboði ! Bandaríkjanna London í gærkvöldí. INDÓNESISKA stjórnin hef ur nú formlega tekið tilboði Bandaríkjanna um að reyna að miðla málum í deilu Indónesa og Hollendinga. Jafnframt fer ríkjastjórn, að hún hlutist til um það, að öryggisráð S. Þ. sendi sjerstaka rannsóknarnefná til Indónesíu til þess að kynna sjer ástandið þar. — Ennfremur fer stjórnin þess á leit, að sjer- stakur fulltrúi Bandaríkjastjórn ar verði sendur til Jegjakarta, höfuðborgar Java, sem fyrst, svo að hann geti kynt sjer afstöðu Indónesa í deilunni. — Reuter, Námymenn taka vel tilmælum Attlees London í gærkvöldi. FRAMKVÆMDARÁÐ sam- bands breskra kolanárriumanna kom saman á fund í dag til þess að ræða þau tilmæli Attlees, að kolanámumenn ynnu aukalega hálftíma á dag, en hjeldu þó fimm daga vinnuviku. — Ráðið samþykkti að leggja til, að námumenn ynnu annan hvern laugardag frá septemberbyrjun, í stað þess að lengja daglegan virinutíma, og taldi ráðið, að af- köstin myndu verða miklu meiri með því móti. — Seint í þessum mánuði munu einstök f jelög námumanna halda fundi til þess að taka afstöðu til tillagna framkvæmdaráðsins, — Reuter,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.