Morgunblaðið - 10.08.1947, Page 6

Morgunblaðið - 10.08.1947, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. ágúst 1947, Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssor Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) í rjettantsijori: Ivar Guömundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbok Yfirskyn guðhræðsl unnar KOMMÚNISTABLAÐIÐ læst í gær vera mjög hneyksl- að á því, að ekki skuli fullkomin leynd hafa ríkt um að- draganda og setningu laganna um eignakönnun og vitnar til aðferðar Dana, er þeir settu hliðstæða löggjöf. Heyr á endemi. Hvaða blöð og hvaða flokkur á íslandi hefur skrifað mest um eignakönnun áður en lögin um hana voru sett og gefið almenningi rækilegast til kynna hvernig líkur stæðu til að hún yrði framkvæmd? Það eru einmitt blöð og flokkur kommúnista. Senni- lega hefur engin löggjöf átt sjer eins óheppilegan aðdrag- anda og lögin um eignakönnun.Ekki aðeins málgögn kom- múnista heldur allra þriggja vinstri flokkanna, þreytt- ust ekki á því fleiri ár að boða hana og skýra það, hvernig hún hlyti að verða. Þeim, sem töldu sig mundu verða fyr- ir barði hennar, gafst þess vegna ágætt tóm til þess að gera gagnráðstafanir sínar. Það þarf þessvegna engum að koma á óvart, þótt þessi löggjöf nái ekki að öllu leyti til- gangi sínum. Þann 15. þ. m. er útrunninn fresturinn til þess að kaupa brjef þau, sem gefin eru út samkvæmt fyrsta kafla lag- anna um eignakönnun. Fyrir þann tíma þarf fólk að hafa notað sjer þau fríðindi, sem skuldabrjef þessi veita tæki- færi til. En kommúnistum eru þau að sjálfsögðu þyrnir í aug- um. Fyrir þeim v'akti fyrst og fremst að fá setta löggjöf, sem gæfi sporhundum þeirra tækifæri til þess að elta uppi einstaka menn í þjóðfjelaginu og fá þá stimplaða sem glæpamenn. Það kom gleggst fram í öllum ræðum Sig- fúsar Sigurhjartarsonar og fleiri kommúnista um þessi mál á þingi. Það, sem fyrir löggjafanum vakti með iögunum um eignakönnun, var hinsvegar að stuðla að því að skattfram tölum í landinu yrði í framtíðinni komið í rjettara horf. Það var megintakmarkið. Hitt er öllum ljóst, að aðalorsök þeirra níisbresta, sem orðið hafa á skattaframtölum síðustu árin hjer á lanai, er vægðarleysi gildandi skattalöggjafar. Vegna þess hve gengið hefur verið hart að almenningi í skattaálögum, hefur fjöldi manna talið sig knúða til þess að draga undan af tekjum sínum. Lögin um eignakönnun eru tilraun til þess að gera hreint á borði skattborgarans, hvernig sem sú tilraun tekst. Fá menn til þess að telja fram eignir sínar án þess að þeir þurfi jafnframt að eiga það á hættu að vera stimplaðir glæpamenn. En hjá því verður ekki komist. að benda á það, í þessu sambandi, að til þess að koma skattaframtölum á íslandi í nýtt og betra horf, þarf annað og meira en eignakönnun. þá, sem nú á að fara fram. Það þarf að endurskoða gildandi skattalöggjöf í heild. Hún seilist alltof djúpt niður í vasa skattborgarans. Með- an að hún er óbreytt í gildi, verður aldrei hægt að koma í veg fyrir skattsvik, ekki þótt framkvæmd yrði eigna- könnun á hverju ári. Hinum fáránlegu svívirðingum Þjóðviljans um Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra, er að sjálfsögðu ekki mikil ástæða til þess að svara. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Það eru ekki aðrir en örvita menn, sem þannig haga stjórnmálabaráttu sinni. En það er það, sem kom- múnistar eru um þessar mundir. Síðan þeir tefldu sjálf- um sjer út úr þátttöku í ríkisstjórn vegna hinnar auð- mjúku þjónsaðstöðu sinnar til Moskvavaldsins, hafa þeir ekki litið bjartan dag. Þeir ráfa um í myrkri þeirrar for- dæmingar, sem þeir sjálfir hafa yfir sig leitt. í hana munu þeir sökkva æ dýpra og tilraunir þeirra til þess, að hafa á sjer yfirskyn guðhræðslunnar í sambandi við fram- kvæmd laganna um eignakönnun fá þar engu um breytt. UR DAGLEGA LIFINU Hamstxir. ÞAÐ BAR VIÐ á bensínstöð hjer í bænum í fyrradag, að maður var að kaupa bensín á bíl sinn, en fjekk um leið á brúsa nokkra lítra. Einhver náungi, sem þarna var við- staddur gall við er hann sá þetta: „Já, altaf hygginn, karlinn. Ætlar að byrgja sig upp áður en skömtunin kemur“. • Og meira hamstur. í MATVÆLAVERSLUN var kona að kaupa margskonar matvöru í gærmorgun. „Þetta er rjett af þjer“, heyrði jeg að einhver sagði við hana. Það er um að gera að byrgja sig upp áður en skömtunin kem- ur á. í vefnaðarvöruverslun var viðskiftavinur að kaupa sjer sitt af hverju, lín og dúka, fatnað og fleira. Sennilega ver- ið utan af landi. — Þar gall þá við rödd líka, sem sagði: ,,Já, það er víst vissara að kaupa flíkur á sig núna, því ekki verð ur víst skömtunin svo rífleg, þegar hún kemur. 9 Leyndarmál eða slúður. ÞAÐ ER EKKI hægt að leyna því að það ganga sögur fjöll- unum hærra um það. að fyrir dyrum standi skömtun á alls- konar vörum, matvöru, vefn- aðarvöru og fleira. Sje nauð- synlegt að grípa til þessara ráðstafana til þess að spara gjaldeyri og vegna hins, að erfitt sje'að afla flestra nauð- synja á heimsmarkaðnum eins og stendur. En ekki hefir tekist að fá þennan orðróm staðfestan, nje borinn til baka. Enda mun það ekki vera ætlunin, að gefa mönnum tækifæri til að hamstra nauðsynjavöru, ef skömtun er yfirvofandi. En það er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort almanna- rómur lýgur, eða segir satt með fyrirhugaða skömtun. 9 Hvar lekur? 3 SEGJUM NÚ svo. að yfir- völtíin hafi ákveðið nýja skömtun á nauðsynjavörum. Þá er það augljóst mál, að .fregnir um það hafa lekið út frá einhverjum mönnum í trún aðarstöðum, því aðrir eiga ekki að vita um slíkar fyrirætlanir en embætíismenn og trúnaðar- menn ríkisins, áður en þær eru almenningr kunnar. Sje þa.ð hinsvegar svo, að einhverjir hafi búið þessar sög ur til þá er líka um hættuleg- legan hlut að ræða, þar sem með því hefir fólk verið hrætt að óþörfu og ber að kveða nið- ur orðróminn hið fyrsta, ef ósannur er. Öfugmæli. FRJETTIN í Morgunblaðinu í fyrradag um bílinn, sem rann læstur og mannlaus upp brekku og fór inn um glugga, hljómaði eins og öfugmæli. Nú vita sjerfróðir menn, að það var ekkert yfirnáttúrlegt við þennan atburð. Ræsir bílsins hefir fengið jarðsamband og þar sem bíllinn stóð í afturábak gír hefir hann „gengið á start- aranura", eins og sagt er þenna spöl upp brekkuna. 9 Vanræksla. OG ÞAÐ SEM meira er, að það er ekki neinu öðru um að kenna en vanrækslu bifreiðar- stjórans, sem hefir gleymt, eða vanrækt að hemla bílinn. Það er ein fyrsta regla, sem ökulæringar ættu að læra, að það er hættulegt að skilja bíl eftir í gír, án þess að hemlarn- ir sjeu.á hjólunum. Þeir bílstjórar, sem ekki vilja eiga á hættu að bílar þeirra þjóti af stað mannlaus- ir, aftur á bak eða fram ættu að muna þessa einföldu reglu. 9 Skriffinska. NORSK STÚLKA, sem kom hingað til lands í skemtiferða- lag og dvaldi hjer í tvær vik- ur var forviða, er henni var sagt á skipaafgreiðslunni, að hún gæti ekki fengið farseðil sinn afhentan fyr en hún hefði sýnt vottorð frá bæjarstjórn- arskrifstofunum um, að hún væri ekki skuldug um útsvar. Þetta fanst henni óþárfa skriffinska og lái hen i hver sem vill. Það er ekki venja, að .^kemti ferðamenn, sem koma til nokkra daga dvalar 1 erlendu landi sjeu útsvarsskyldir og það er enginn vandi að sjá það á vegabrjefi viðkomanda hve lengi hann hefir dvalið í landinu, því útlendingaeftir- litið stimplar á það komu og brottfarardag. 9 Óþarfi. ÞAÐ ER EKKI nema eðli- legt, að bæjaryfirvöldin vilji hafa eftirlit með því. að út- lendingar, sem starfað hafa í landinu og orðið útsvarsskyld- ir hlaupist ekki úr landi án þess að greiða lögboðin gjöld. En það má ekki gera ferða- mönnum erfiðara fyrir, en nauðsyn er til og sjálfa okkur og skriffinskuna hjá okkur hlægilegri, en brýn nauðsyn krefur. 9 Skotheld. í KAFFISTOFUNNI var mik ið rætt um sjerstaka tegund vínarbrauða í gær, þar til einn gall við: „Þetta er skotheldur fjandi!“ MEÐAL ANNARA ORÐA MéXsXoer m HáfeM Immm HÁKON sjöundi Noregs- konungur er fæddur 3. ágúst 1872 og var hann því 75 ára á sunnudaginn var. Hákon kon- ungur er elskaður mikið af allri norsku þjóðinni. enda hef ir hann til þess unnið með framúrskarandi ósjerhlífni, dugnaði og hugrekki. Þjóðirnar eiga jafnan marg- ar sögur um þá menn, sem þær halda upp á, sögur sem geym- ast á vörum fólksins, sumar þeirra eru skráðar í letur eru þær þjóðsögur, segja frá af- rekum og skemtilegum tilsvör- um, en allar láta þær í ljósi, hvernig þjóðin vill helst ímynda sjer þá menn, sem hún elskar. | I tilefni af afmæli konungs gáfu mörg norsku blöðin út auþablöð og nokkur þeirra rifjuðu upp sumar af sögunum um konunginn. Hjer fara á eft ir nokltrar þeirra teknar úr blaðinu Aktuell. ★ Einu sinni var þrettán ára stúlka að reyna að taka :nynd af konunginu.m á kassavjelina ! sína, en það gekk ekki vel.' j Hún reyndi að snúa vjelinni til á allar lundir, en loks sagði hún í vandræðum sínum: — Þú ert of langur. Jeg kem þjer ekki öllum inn á mynd- ina. — Reyndu þá að taka mig í tveim pörtum, svargði kon- Ungurinn brosandi. ★ Konungurinn, forseti stór- þingsins og forsætisráðherrann tóku sjer ferð á hendur til Vestur-Noregs árið 1938 Lil þess að vera viðstaddir afhjúp un Michelsen-styttunnar í Bergen. Þaðan fóru þeir í opn um bíl norður til Sola og Sta- vanger. Það var hellirigning alla leiðina og allir í föruneyt- inu voru orðnir holdblautir. Auðvitað. var ekki hægt að ski-fta um föt. því að frakk- arnir höfðu orðið eftir í skip- inu. Loks komust þeir í gisti- húsið, Uppi á annari hæð beið þeirra skíðlogandi eldur og þangað voru heiðursgestirnir færðir upp. — Þeir, sem eru blautastir eiga að vera næstir eldinum, sagði konungurinn, jeg vissi hvernig veðurfarið við Sola er og var í þykkurn regnfrakka. Stórþingsforsetinn og forsætis- ráðherrann höfðu verið í þunn um vorfrökkum og þeir voru settir upp við arininn og inn- an- skamms stóð gufan upp af þeim eins og þoka. Nú höfðu dómsmálaráðherrann og nokkr ir aðrir bætst í .hópinn og þeir nýkomnu litu - skrítilega hver á annan. — Hm, hm, segir einn, — jeg hefi eina konjaksflösku með mjer. — Jeg er ekki viss um hvort það er lögum samky. svaraði konungurinn. En ef dómsmála ráðherrann dregur tappann úr flöskunni og sýslumaðurinn skeinkir, verðum við víst að telja það nauðsynlegt meðal. Og svo varð það. Hátíðlega, en feginsamlega drakk hver sitt glas af ,,meðali“. ★ Auðvitað reyndu allir, sem höfðu samneyti við konunginn í styrjöldinni í Noregi 1940 að' ávarpa konunginn með rjett- um tignarheitum. En þótt þeir í feimni og fáti gleymdu því stundum og svöruðu honum með einföldu „þjer“ varð vin- gjarnleiki konungsins síst minni fyrir það. Og þegar hann var staddur í Tromsö munaði minstu að ó- varkár hjólreiðamaður hjólaði bramh. á bis. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.