Morgunblaðið - 24.08.1947, Page 4
MORGVNBLAÐiif
4
Sunnudagur 24. ágúst 1947! 1
Bændur ákveða niðurskurð
og fjárskipti á svæðinu
miili Blöndu og lljeraðsvatna
■ .
| Samþykklir Varmahlíðaríundarins og
! framkvæmdanefnda fjárskiffamálsins
ÞANN 15. júlí s.l. var haldinn
að Varmahlíð í Skagafirði full-
trúafundur bænda fyrir fjár-
skiptasvæðið milli Blöndu og
Hjeraðsvatna. Tilgangur þessa
fundar var að taka ákvörðun um
niðurskurð sauðfjár á þessu
hausti.
Hafsteinn Pjetursson, bóndi á
Gunnsteinssiöðum setti fundinn,
en Jón Sigurðsson, alþingismað-
ur á Reynistað stjórnaði honum.
Fulltrúar.
Þessir fulllrúar áttu sæti á
f undinum:
Guðm. Árnason, Þorbj.st.,
Stefán Sölvason, Skíðastöðum,
Jónas Sigurðsson, Hvammi,
Helgi Magnússon, Tungu, Bjarni
Sigurðsson, Meyjarlandi, Hjör-
leifur Sturlaugsson, Kimbastöð-
um, Sig. Magnússon, S.króki,
Arngrímur Sigurðsson, Litlu-
Gröf, Ellert Jóhannsson, Holts-
múla, Jón Sigurðsson, Reyni-
stað, Jón Sigurjónsson, Ási, Sig.
Þórðarson, Egg, Hróbjartur Jón-
asson, Hamri, Tobías Sigurjóns-
son, Geldingaholti, Jón Jóhann-
esson, Y.-Skörðugxli, Haraldur
Jóhannsson, Völlum, Jóhannes
Kristjáns'son, Reykjum, Magnús
Sigmundsson, Vindheimum, Páll
Sigfússon, Hvíteyjum, Hafsteinn
Pjetursson, Gunnsteinsstöðum,
Tryggvi Jónasson, Finnstungu,
sr. Gunnar Árnason, Æsustöð-
um, Jónatan J. Líndal, Holta-
stöðum, Hilmar J. Frímanns-
son, Fremstagili, Bjarni Ó. Frí-
mannsson, Efri-Mýrum, Steingr.
Davíðsson, Blönduósi, Magnús
Björnsson, Syðrahóli, Þórarinn
Þorleifsson, Skúfi, Hafsteinn
Jónasson, Njálsstöðum, Sig-
mundur Ber.ediktsson, Björgum,
Sigurður Björnsson, Örlygsstöð-
um, Jón Árnason, Steineyjar-
stöðum.
Auk framanritaðra fulltrúa
var mættur Jón, alþingismaður
Pálmason á Akri, samkvæmt
beiðni framkvæmdanefndar.
Hafsteinn Pjetursson gerði
grein fyrir gangi fjárskiptamáls
ins frá byrjun. Kvað hann það
nýjast hafa gerst í því máli, að
landbúnaðarráðherra hefði með
brjefi dags. 10. júlí s.l. neitað
að staðfesta samþykkt fjár-
skiptanefndarinnar frá 15. sept.
1946.
Jón Páimason, alþm. á Akri
gerði grein fyrir afskiptum sín-
um og þingmanna Skafirðinga
af málinu. Taldi hann að þeir
hefðu haft rökstudda ástæðu til
þess að ætla að sauðfjársjúk-
dómanefnd og ráðherra myndu
fallast á að láta niðurskurðinn
fara fram á næsta hausti. En nú
hefðu þessir aðiljar bersýnilega
skipt um skoðun þar sem sam-
þykktinni hefði verið synjað
staðfestingar.
Alyktun fundarins.
Eftir nokkrar umræður var
lögð fram svohljóðandi tillaga
frá Hafsteini Pjeturssyni:
Fundurinn ákveður, að leitað
sje eftir almennum samtökum
f járeigenda á svæðinu milli Hjer
aðsvatna og Blöndu, um að þeir
skuidbindi sig til að lóga öllu
sínu sauðfje og geitfje á næsta
hausti, og felur fulltrúaráðs-
mönnum að annast söfnun und-
irskripta hjá f járeigendum. Sjeu
þær undirskriptir komnar til
framkvæmoanefndar fyrir 26.
þ. m.
Fari svo, að a.m.k. % atkvæð
isbærra sauðfjáreigenda sam-
þykki slíkan niðurskurð, felur
fundurinn framkvæmdanefnd-
inni áð undirbúa fjárskifti sam
kvæmt samþykktafrumvarpinu
frá 15. september 1946 og gild-
andi lögum.
Nú nást ekki % hlutar
atkvæðisbærra f járeigenda til að
bindast þessum samtökum, telur
fundurinn þá, að lokið sje störf-
um fjárskiptafjelagsins, fulltrúa
ráðs og framkvæmdanefndar og
felur henni að gjöra upp kostn-
að þann, sem hlotist hefur af
undirbúningi málsins og inn-
heimta hjá hreppunum.
Jafnframt fellst fundurinn á
tillögur sauðfjársjúkdómanefnd
ar og óskir fjáreigenda á fjár-
skiptasvæðinu vestan Blöndu
um að hafa svæðið fjárlaust eitt
ár.
Sr. Gunnar Árnason bar fram
eftirfarandi tillögu:
Fundurinn felur þingmönn-
um Austur-Húnvetninga og
Skagfirðinga að bera, ef nauð-
syn krefur, fram á næsta Al-
þingi breytmgartillögu við lög
nr. 44, 1947, sem tryggi sauð-
fjáreigendum milli Biöndu og
Hjeraðsvatna bætur og rjettindi
samkvæmt lögum, ef þeif lógá
f je sínu með almennum samtök-
um haustið 1947, enda þótt sam-
þykki sauðíjársjúkdómanefndar
komi ekki til.
Báðar tiilögurnar voru sam-
þykktar með samhijóða atkvæð-
um.
Enn komu fram þessar til-
lögur frá f járskiptanefndinni.
Almennur fulltrúafundur fjár
skiptasvæðisins milli Blöndu og
Hjeraðsvatna haldinn að Varma
hlíð 13. júli 1947 beinir þeim
eindregnu tilmælum til Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, að
það greiði fyrir sölu kindakjöts
af þessu svæði á komandi hausti
og sjá um, að það verði tekið
svo fljótt úr frystihúsunum, að
slátrun geti gengið með nauð-
syniegum hraða.
Samþykkt í einu hljóði.
Um leið og fundurinn lýsir
megnri óánægju yfir því, að
sauðfjársjúkdómanefnd sendi
ekki fulltrúa sinn á þennan
fund samkvæmt ósk. skorar
hann á nefndina að banna alger-
lega flutning sauðfjáx’ yfir
Framh. á bls. 11
N ý b é k
Landsyfirrjellurinn
SÖGUFJELAGSBÆKURNAR
fyrir árið 1946 eru komnar út.
Með árbókum Sögufjelagsins að
þessu sinni er merk bók og
skemmtileg, sem heitir Lands-
yfirdómurinu 1800—1909, eftir
dr. Björn Þórðarson.
Margir gætu haldið, að rit
þetta væri þungt og þurt aflestr-
ar. En svo er ekki. Þannig er
með efnið farið, að sönn ánægja
er að lesa. Dr. Björn Þórðarson
lýsir yfirrjettinum og rjettar-
farinu í landinu á 18. og 19. öld-
inni með dæmum úr rjettar-
skjölum og tiivitnunum í dóma
og málflutning.
Ljósasta dæmið um það,
hvernig rjettarfari var háttaö
hjer á landi síðari hluta þess
| tímabils, sem yfirrjettunnn var
) við lýði, er lýsing Magnúsar
Stephensen í ritgerð til nefndar
þeirrar, er undirbjó tilskipunina
um landsyfirrjettinn. En lýsing
hans er þannig:
„Meðdómendur hefur orðið aö
tína saman úr ferðamanna-
slangri, sem statt var á iögþing-
inu 21. eða 22. júlí, og dómur-
inn hefur ekki orðið fullskipað-
ur stundum, nema fengnir væru
til lögrjettumenn og bændur. —
Þessir meðdómendur, sem kall-
að var að sætu dóminn, þekktu
ekkert til málanna, sem dæma
átti. Dómsorð hins áfrýjaða
dóms var lesið upp og hinar
nýju málsúrslitanir. Sjerhver
meðdómenda var óðfús á að
komast heim, og taldi það rýra
atvinnu, á besta tíma ársins, að
eiga að fæða sig og fóðra hesta
sína, fyrir samtals 10 ríkisdali
i kaup og fæðispeninga. Þegar
talið er, að menn sitji og greiði
dómsatkvæði, þá er í rauninni
gapað og geispað af leiðindum,
og hver greiðir ekki atkvæði
fyrir sig og skriflega. Aðeins
einn, ef til vill sá, er þekkir eitt-
hvað til málsins, ræður niður-
stöðunni. Málflutningur er að
mestu fólginn í hnííilyrðum,
sem fávísif og frakkir málflytj-
endur hreyta hver í ahnan. —
Auðvitað verður einn dómenda
að skrifa dóminn, tekur hann
til sín málsskjölin í fáa tíma til
þess að líta yfir þau; svo er dóm
inum hraðað, sem mest má
veröa, hann undirskrifaður og
lesinn upp“.
Þetta var lýsing Magnúsar
Stephensen á yfirrjettinum. —
Hann segir líka, að það komi
fyrir, bæði fyrir þessum dóm-
stóli og öðrum hjer á landi, að
aðiljar og málflytjendur hafi
notað sjer af því, þegar gagn-
aðili var ekki leikinn í dönsku,
að varna honum svars, með því
að flytja mál sitt á dönsku, og
baka honum þar með óhagræði
og kostnað.
1 bókinni er saman dreginn
mikill fróðieikur, skemmtilega
sagt frá málefnum og atburðum
og frásögnin víða krydduð með
frásögnum um þau mál, er sjer-
staka athygli vöktu.
Bókin er prýdd miklum f jölda
mynda. Þar er mynd af Hóla-
vallaskóla og YfirrjettarhúsinU.
Og þarna eru myndir af nærri
öllum dómendum yfirrjeltar og
landsyfirrjettar, fram að stofn-
un hæstar jettar hjer á landi. —
Sumar þeirra mynda hafa mjer
Franih. á bls. 8
75 ára:
Frú Andrea Guðmundsdóttir
í DAG er merk kona í- þessum
margmenna bæ 75 ára. Fullu
nafni heitir hún Andrea Katrín
Guðmundsdóttir. Hún er fædd
að Hömrum í Hrunamanna-
hreppi, 24. ágúst 1872, þar sem
foreldrar hennar bjuggu, og síð-
ar að Urriðafossi. — Þau voru:
Guðmundur Ámundason — af
Sandlækjaætt — og Kristín
Andrjesdóttir —- af Langholts-
ætt — systir sr. Magnúsar
Andrjessonar á. Gilsbakka og
þeirra systkina.
Börn þeirra Guðmundar og
Kristínar voru 12 að tölu, en af
þeim lifa nú 5, auk Andreu.
Hinn 7. júlí 1893 giftist
Andrea ungum og efnilegum
manni, Halldóri Högnasyni, frá
Skálmholtshrauni í Villinga-
holtshreppi. Reistu þau bú á
þessu býli, sem forfeður hans
höfðu búið að langfeðgatali, en
hann bjó nú á í tvíbýli við syst-
ur sína.
Árið 1898 fluttu hin ungu
hjón sig búíerlum til Reykjavík-
ur, þar sem Halldór stundaði
sjómennsku til að byrja með, en
síðar verslunarstörf.
Þeim hjónum varð 12 barna
auðið. Þrjú þeirra dóu ung, en
hin níu eru á lífi, öll mannvæn-
leg og góðir borgarar Reykja-
víkur. Árið 1907 reistu þau hjón
hús yfir hópinn sinn að Njáls-
götu 52, þar sem þau bjuggu
meðan Halldór lifði og Andrea
með börnum sínum lengi síðan.
Mann sinn missti Andrea 16.
júní 1920. Þá voru aðeins 4
börn þeirra fermd, og má því
fara nærri um verkefni ekkj-
unnar með sinn stóra barnahóp.
Ævi örlög og raunir þjóðar
vorrar um liðnar aldir, „þekkir
Guð einn og talið getur“. En það
mun sannast þegar að verður
gáð og eftir leitað, að konurnar
hafa með hverri kynslóð best
dugað til að leggja grundvöll-
inn að heill og hamingju þjóðar-
innar, — og munu best duga, —
meðán þær kunna, eða er ekki
1 meinað að blessa börnin sín.
Kjör og aðbúnaður ekkju
með níu börn var til. skamms
tíma — af hálfu ríkisins — ekki
á marga fiska. Það var því ekki
fyrir nein smámenni að standa
í þeirra sporum. — Enda gátu
margar þeirra skipað drottn-
ingarsess með sóma. Þær gerðu
flestar kröfur fyrst og fremst
til sjálfs síns en ekki annarra.
Þær gengu alls á mis til þess að
geta þjónað æðstu lífsskyldu
sinni: Að vera flekklaus fyrir-
mynd og forsvarsmaður barn-
anna sinna.
Þetta hefur Andrea margvís-
lega reynt á langri og viðburð-
ríkri ævi. Frá því á vori lífsins
að yera ljettstíg með ungum elsk
huga. Á miðju skeiði, að taka
mannlega á móti miklu hlut-
verki, — að annast ein móður-
og föðurskylduna. — Til þess nú,
að vera um tveggja ára skeið
bundin við rúm sitt og geta ekki
hrært — hjálparlaus — legg eða
lið. Þegar jarðskjálftarnir gengu
hjer árið 1896, var Andrea borin
út úr bænum, tveim nóttum
eftir að hún hafði alið annað
barn sitt, — af ótta við að bær-
inn hryndi yfir þau, — og hafð-
ist þar við um hríð í tjaidi. Allt
þetta hefur hún þolað, — og
leyst af hendi — með snilii marg
reyndrar hetju. Sátt við Guð og
menn, þar sem hún telur lífið
•— þrátt fyrir alit — ljúfan leik,
þegar horft er til baka. Þegar
lagðar eru saman Unaðssemdir
þess og sorgir. — Rjett lagt
saman og dregið frá.
Skaplyndi manna er áreiðan-
lega lykill að lífshamingju
þeirra eða óhamingju. Ekki að-
eins þeirra sjálfra, heldur og
þeirra, sem næst standa og við
samskifti búa. Þar hefur Andreu
áreiðanlega verið afhent mikil
lyklavöld, og hún verið vel þeim
vanda vaxin að fara vel með það
vald.
Allt hefur blómgvast og bless-
ast í návist hennar, þar sem kær
leiksþjónusta, hógværð og hygg-
indi hafa runnið saman, og orð-
ið farvegur að fyrirmyndar f jöl-
skyldulífi. Fyrst á stóru barn-
mörgu heimili og einnig þó níu
heimili bættust við.
Dæmi góðrar og göfugrar móð
ur, er sá dýrasti f jársjóður, sem
nokkurri kynslóð, nokkurri
þjóð getur hlotnast. Fjársjóður,
sem seint verður afmáður til
fulls. Jeg hygg að Andi-ea hafi
lagt þar drjúgan skerf til, og
muni lengi endast með niðjum
hennar frá kynslóð til kynslóð-
ar. Því sú kona, sem hefur
margreynt lífið á langri ævi, —
en þrátt fyrir, — fundið, og sí-
felt haldið á lofti því einu, sem
betur mátti fara í lífi og leik
náungans, er af drottningarkyni,
með hjartað á rjettum stað.
Margir óska henni til ham-
ingju í dag, um leið og þeir vona
að hún verði ekki — hjeðan af
— leið á liíinu.
Ó. B. B.
Gullsmygl frá Suður-
Afríku
Cape Town.
MIKLU af óunnu gulli hefur
að undanförnu verið smyglað
frá Suður Afríku til Bretlands,
Egyptalands og Indlands. Er t.
d. álitið að 100,000 sterlings-
punda virði af gulli hafi verið
smyglað með skipum til Ind-
lands á aðeins örfáum vikum.
Scotland Yard hefur nú með
hÖndum rannsókn máls, þar sem
vitað er að gulli var komið.a
óleyfilegan hátt til Bretlands í
niðursuðudósum. Dósir þessar
voru faldar innan um niðursoð
ið ávaxtamauk. — Kemsley.