Morgunblaðið - 27.08.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITÍÐ: Faxaflói: AMERÍSKI SENDIHERRANN Stúlka slasast í bílslysi í GÆR vildi það slys til, að urtg stúlka slasaðist, er bíll sem hún ók lenti í árekstri við ann- an fólksbíl- á gatnamótum Sól- eyjargötu og Njarðargötu. Slas aðist stúlkan svo mikið, að hún var fiutt í Landsspítalann. Hún heitir Ásbjörg Þorkelsdóttir til heimilis að Hofsvallagötu 15. Við rannsókn á meiðslum Ás- bjargar í Landsspítalanum kom m. a. í ljós að rif hafði brotnað. Va r hún síðan flutt heim til sín, og var hún þá velhress. Bíll sá er hún ók er jeppa- bíll, R-3007. Varð hann fyrir stórskemdum í árekstrinum. Sildartorfumaí' láar eg þunner Frá frjettaritara Mbl. á Hjalteyri. í NÓTT kom Sædís með 112 tunnur síldar og Eldborg með 27, Alls hafa nú borist hingað til verksmiðjunnar 111,000 mál. Undanfarið hefur hvergi orð ið síldar vart nema austur við Langanes. Fengu örfá skip köst, mest Narfi með 500 mál. í morg un fengu fjögur skip síld und- an Svínalækjartanga. Var Áls- ey meðal þeirra. Eftir hádegi jókst suðaustan vindur þar og var kominn stinningsvindur um kl. 4 og fór vaxandi. Undanfarið hefur síld ein- göngu vaðið fyrir myrkur og torfurnar verið fáar og þunnar. Eitt skip hjeðan er hætt veið- um, en búast má við að fleiri hætti innan skamms, ef veiðin glæðist ekki. Á sunnudagsmorgun kom hingað rússneska olíuskipið Adserbezyan og tók lýsi. Það fer á mánudagsnótt. Hæsta skip hjer er Eldborg frá borgarnesi með 11,510 mál, en næst er togarinn Sindri með 10,762 mál. — Valgarð. Vi gröf óþekkta hertnannsins Þátttakendur í Sjamboreemótinu lögðu nýlega blómsveig á graf- reit óþekkta hermannsins í París. Viðstaddir voru meðal annars Wilson yfirskátahöfðingi (Iengst til hægri) og Lafent hershöfð- ingi, scm stendur við hlið hans. Flokkurstjórnarandstöð- unnar í Búlgaríu bannaður Nasísiaaðierðir kommúnisia Bjarni Benedibtsson ufanríkisrálherra farinn uian BJARNI Benediktsson utan- ríkisráðherra tók sjer far með Prestvíkurflugvjel Flugfjelags- ins í gærmorgun til Kaupmanna hafnar. Erindi hans þangað er að sitja fund utanríkisráðherra Norðurlanda sem þar verður haldínn. Er það Danastjórn sem boðað hefir til fundarins. En fundarefnið mun aðallega vera það að utanríkisráðherrarnir ræða um fund Sameinuðu þjóð- anna sem haldinn verður í haust. Engin skipting Palestínu GENF. Palestínunefnd Samein- uðu þjóðanna hefur fellt tillögu um að láta skipta Palestínu í tvö ríki, annað með Gyðingum, en hitt með Aröbum. SOFÍA í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Peuter. BtJLGARSKA þingið samþykkti í dag með lögum að leysa upp stjórnarandstöðuflokk Nikola Petkovs, sem dæmdur hefur verið til dauða. Þingmenn flokksins fá ekki að sitjn áfram á þingi, og afhenda verður stjórninni allar eignir og skjöl hans innan sjö daga. Verði það ekki gert, er hægt að dæma flokks- leiðtogana til allt að tíu ára fangelsisvistar. — í ákærunni á hendur Petkov L og flokki hans er því haldiö Líkt og nasislar Breskur talsmaður hefur sagt í sambandi við flokksbann þetta, að það minni á aðgerðir þýskra nasista, er þeir voru að komast til vaida. Stjórnarandstöðunni var komið fyrir kattarnef með því að banna andstöðuflokkana, en þannig kváðust nasistar skapa þjóðlega „einingu". PARÍS. Viðræðum á Parísar- fundinum um Marshall áætlunina er langt komið. Búist er við að honum verði slitið 1. september. Calotifa New Delhi í gærkveldi. MIKILL fjöldi Hindúa og Múhameðstrúarmanpa fóru í dag í „friðarkröfugöngu“ um götur Calcutta. Fjöldaganga þessi var farin vegna hinna tíðu uppþota, sem orðið hafa í borginni að undanförnu og xiost að hafa fjölda manns lífið. Er hópgangan kom að húsi Gandhis, var hann hylltur. —Reuter. Einangrun bilar í vjelasamstæðu í Ljósafosstöðinni -------------------------- I Veðrálfan falin orsök bilunarinnar _______ 1 EIN vjelasamstæðan í Ljósafossstöðinni hefur orðið fyrig alvarlegri bilun. Bilunarinnar varð vart á mánudagsmorgun, er setja átti hana af stað. Af þessum sökum mun spennufalj verða mikið um hádegisbilið. | Sænsk vjel Rafmagnsvjel þessi er af sænskri gerð og framleiðlr 4000 kílóvött. Tvær slíkar vjelar eru í stöðinni og hefur samskonar biiun gert vart við sig í hinni vjelinni einu sinni, en þetta er í annað sinn, sem þessi vjel bilar. Einangrun brnnnin Verkfræðingar Rafmagns- veitu Reykjavíkur fóru þegar austur að LjósafosSi til þess að kanna biluriina. Samkvæmt mæl ingum verkfræðinganna hefur einangrun á vafningum raf- magnsvjelarinnar bilað. Slík biiun er talsvert alvarieg. og mikið verk að gera við hana. Rafmagnsveitan á öll nauðsyn- leg varastykki til þessara hluta. Strax og upplýst var í hverju bilunin lá, var byrjað á því að taka rafmagnsvjelina í sundur. Hefur síðan verið unnið að því, og til þess að flýta verkinu, heí- ur verið unnið í vöktum. Sjerfrœðingur frá verksmiðjunni Rafmagnsveitan hefur gert ráðstafanir til þess, að sjeifræð- ingur frá verksmiðju þeirri er rafmagnsvjelin var keypt hjá, komi hingað með flugvjel hið bráðasta. Hann á að nafa á hendi eftirlit með viðgerð vjel- arinnar og samsetningu hennar, til þess að flýta fyrir verkinu. Orsök bilunarinnar Verkfræðingar Rafmagnsveit- unnar álíta, að loftkælingu vjel- arinnar sje í ýmsu ábótavant. Kæligöngin að vjelinni liggja framan á stöðvarhúsinu (mót suðri), en hin látlausa rigning og stöðuga sunnanátt hafa or- sakað raka í kæligöngunum, sem svo hefur átt sinn þátt. í að eyðileggja einangrun vafning- anna í rafmagnsvjelinni. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvenær rafmagnsvjelin verður komin í lag, en það mun alltaf taka eina 10 daga eða þar um bil. Áb rif hilunarinnar Bilunin hefur þau áhcif, að um hádegisbilið, eða milli kl. 11 —12, verður all-mikið spennu- fall og hefur það komist niður í 150 volt. Telja verkfræðingar Rafmagnsveitunnar að takast megi að halda spennunni eðli- legri á öðrum tímum sólarliring? ins. Skéii fyrir skáta- foringjaeini SKÁTASKÓLINN að Úlf- ljótsvatni, sem í sumar hefur starfað á vegum Bandalags ísl. skáta, lauk störfum s. 1. föstu- dag. I sumar voru nemendur, milli 50 og 60. Um miðjan sept. n. k. hefst þar skóli fyrir foringjaefni, verði þátttaka næg. Skólinn starfar í vikutíma. !. sepí. faka barna- skélamir ii! sfarfa BARNASKÓLAR Reykjavík- ur taka til starfa þann fyrstai sept. Þájiefja nám við skólans nemendur yngstu deilda þeirra. Það er að segja börn sem fædd erú á árunum 1937 til 1940. Að- standendum barnanna verðuij svo gert aðvart í blöðum bæj- arins, um hvenær þau skulf mæta til læknisskoðunar. Bresk heimsveldisráðstefna m friðarsamninga vðl Japan ---------- 1 CANBEEíRA í gærkvöldi. i Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FYRSTI FUNDUR bresku heimsveldisráðstefnunnar iirij væntanlega friðarsamninga við Japan var haldinn hjer í Can-< berra í dag. Samþykkti fundurinn ályktuxi þess efnis, að hanrf teldi mjög æskilegt, að friðarráðstefna, þar sem fjallað vrði um japönsku samningana, yrði haldin fyrir desemberlok. 11 lönd < Fundurinn samþykkti einnig tillögu, sem fram hefur komið frá Bandaríkjastjórn, um að krefjast beri fylgis tveggja þriðju hluta fulltrúa hinnar væntanlegu ráðstefnu til að fá máli framgengt. Búist er við, að ellefu þjóðir taki þátt í undir- búningi japönsku friðarsamn- inganna, eða öll þau lönrl, serrt börðust gegn Japönum á víg- völlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.