Morgunblaðið - 29.08.1947, Síða 1

Morgunblaðið - 29.08.1947, Síða 1
34. árgangur 194. tbl. — Föstudagur 29. ágúst 1947. ísafoldarprentsmiðja h.í. II miljónir manna hafa tekið þátt í skærum í Punjah LAIIORE í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. 10—15 þús. menn hafa verið drepnir í skærunum í Punjab á undanförnum þremur til fjórum vikum. í rauninni hefur geisað mikil borgarastyrjöld manna hafa átt þátt í. Flóttamenn. 1 miljón manna hefur verið rekinn úr húsum sínum og er nu kominn á vergang. Mikill flóttamannastraumur hefur ver ið til New Delhi og að öðru leyti miklir mannflutningar milli austur og vestur Punjab. Landamæranefndin, sem á að ákveða tii fullnustu skipting'u landsins milli Indlands og Pakistan starfar nú af fullum krafti, en skiptingin virðist ætla að verða mikið meira verk en áður var talið. Sikharnir. Mestu erfiðleikunum valda Sikharnir, sem vilja stofna sjer ríki. Hafa þeir komið á fót sterkum herfylkjum, sem fara um landið með báli og brandi. Hersveitum þeirra er stjórnað á hermannavísu og fara þær á milli þorpa múhameðstrúar- manna og brenna heil þorp nið- ur. Jinnah er nú kominn til La- hore, og á þar viðræður við fylkisst j órnirnar. t M. Saw ákærður fyrir ráðherra- morðin ÁKVEÐIÐ hefur verið að for ingi Myochit flokksins í Burma U. Saw verði dreginn fyrir dóm ákærður um morðið á 6 ráð- herrum. Liggja nú fyrir mikil sönnunargögn gegn honum og er talið víst, að hann verði dæmdur sekur. Fyrir rjetti eru sem meðsekir fleiri leiðtogar flokksins, þar á meðal foringi flokkshersins Maung San. — Reuter. Hnattflupiennimir í írlandi BANDARÍSKU hnattflugs- mennirnir Truman og Evans sem komu hjer við á Piber Club flugvjelum sínum eru nú komn- ir tfl írlands. Þeir fóru hjeðan í fyrrakvöld kl. 9 og komu til Belfast í írlandi klukkan 8,20. Samkvæmt flugáætlun þeirra, er var til Prestvíkur, voru þeir hálftíma á eftir áætlun. Um ástæðuna fyrir því að þeir lentu ekki í Prestvík er ekki vitað. Ferðin til Belfast hefur því gengið að óskum. um allt Punjab sem 8 milljónir <♦>------------------------- Flugslys í Noregi Margir farast Osló í gær. MIKIÐ flugsiys varð í Nor- egi í gær, þegar norskur flug- bátur rakst á fjallshlíð í Norður Noregi rjett hjá Lofoten. Allir, sem með flugvjelinni voru 27 farþegar og átta manna áhöfn fórust. Flakið hefur fundist og sjest að flugyjelin hefur klofnað sundur eftir miðju og orðið sprenging í henni. Flugvjelin var að fljúga á flugleiðinni frá Oslo til Tromsö —Reuter. BrauSskamfur enn minkaður í Frakk- landi París í gær. FRANSKA stjórnin hefur sett á ströng hegningarákvæði til að 'iafnema allan svartan markað úr landinu. Verða strangar refsingar fyrir öll kaup og sölur á svörtum markaði, allt upp í fimm ára fangelsisvist og 5 milj. franka fjársekt. Ramadier forsætisráðhérra Frakklands sagði blaðamönn- um á fundi sem hann átti með þeim í dag, að uppskeruhorfur væru svo slæmar í haust, að engin líkindi væru til að Frakk- land framleiddi nema % af því hveiti, sem þeir þyrftu á að halda. Ný reglugerð hefur ver- ið sett á þar sem segir, að brauð sölubúðir skuli vera lokaðar þrjá daga í hverri viku. Hann sagði, að stjórnin væri ákveðin í að taka á næstunni fastari tökum á fjárhagsmálum þjóðarinnar, sem væru nú orð- in alvarleg mjög. — Reuter. Japanir verða afvopnaðir BRESKU samveldislandaráð- stefnunni um væntanlega frið- arsamninga við Japbn var hald- ið áfram hjer í Canberra í dag'. Er sýnt, að fulltrúarnir allir eru algerlega sammála um af- vopnun Japana, að þeim verði bannað að framleiða vopn, her- skip og flugvjelar og auk þess að þeir fái ekki að gera neinar tilraunir með atomorku. ARABAR HÓTA HÖRÐU Leiðlogi indonesa Segjast þeir muni taka upp vopn í Palestínu LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SAMTÖK ARABA í London sendu í dag út frjettatil- kynningu, þar sem Bretar eru varaðir við því, að Arabar í Palestínu muni ekki draga það mikið lengur, að taka upp vopn „til varnar lífi sínu og eignum“. Er tekið fram í tilkynningu þessari, að Bretar einir verði ekki fyrir tjóni af völdum of- beldismanna í Palestínu, heldur einnig Arabar. LEIÐTOGI índónesa, sem nú hafa kært Ilollendinga fyrir Oryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, sjest hjer á myndinni (með gleraugu). Hann heitir dr. Sokarno, en með honum á myndinni er nánastí samstarfs maður hans, dr. Gani, en Hol- lendingar tóku Gani til fanga fyrir skömmu. FRIÐARSAMNINGARNIR. LONDON: — Einn af tals- mönnum bresku stjórnarinnar hefir tjáð blaðamönnum, að til vandræða horfi, sökum þess, að Rússar vilji að bandamenn samþykki ekki friðarsamninga við fyrverandi óvinaríki, fyr en þau sjálf hafa gert það. Óánægðir með mannkynssöguna FRJETTARITARI Associated Press í MðBkva símar um síð- ustu helgi að stjórnarblaðið , Pravda“ lýsi vanþóknun sinni á þeim mönnum, sem hingað til hafi skrifað kenslubækur í mannkynssögu fyrir rússneska jskóla. Þeir hafi, segir blaðið, látið áróður vestrænu þjóðanna hafa altof mikil áhrif á sig. T. d. hafi þeir haldið fram hug- vitsmönnum Vesturlandanna á kostnað hinna rússnesku. Segir í sömu grein, að upp- götvanir Marconi, Edison, 'Stephensons og Morse hafi ekki yerið annað en eftirhermur, því rússneskir vísindamenn hafi á undan þessum mönnum fundið upp glóðarlampann loftskeytin ritsímann og eimreiðina. 350 gr. af keti á viku lý spamaðaráæflun bresku stjémarinnar LONDON í gær. Einkaskeyti 'til Morgunblaðsins frá Reuter. BRESKIR borgarar munu, þar til öðruvísi verður ákveðið, fá að kaupa aðeins um 350 grömm af kjöti á viku. Er þetta í sambandi við hina nýju efnahagsáætlun stjórnarinnar, en sam- kvæmt hinum ,,jákvæðu“ liðum áætlunarinnar á að auka fram- leiðslu og útflutning til muna og draga úr dollaraeyðslunni. ^ í frjettatilkynningunm, sem vakið hefur mikla athygli, segir meðal annars: King David atburSurinn „Þegar King David hótelið í Jerúsalem var sprengt í loft upp, ljetu um 70 Arabar lífið. Hvert nýtt ofbeldisverk Gyðinga kost- ar einn eða fleiri Araba lífið irásir á þorp Arabasamtökin í London leggja áherslu á, að ofbeldis- menn hafi að undanförnu beint ofsóknum sínum beint gegn Ar- öbum. Er bent á það sem dæmi, að nú nýlega hafi verið gerðar árásir á þrjú arabisk þorp og nokkrir af íbúum þess myrtir. Hretar ásaka&ir „Það, sem meira er“, segir og í tilkynningunni, „er, að Arab- ar fá ekki gleymt því, að of- beldismennirnir stefna að því að ræna Araba landi sínu og gera það að Gyðingaríki“. Eru Bretar ásakaðir um að vera undanláts- samir í viðskiptum sínum við Gyðinga, en það hafi aftur aukið hróður ofbeldismannanna og ^flt þá á ýmsan hátt. Haganah Bretar, segir ennfremur, halda því fram, að sumir of- beldisflokkanna sjeu í raun og veru friðsamleg samtök. — Sje hinn öflugi Haganah-ílokkur þar einna helst tekin til fyrir- myndar, enda þótt þetta sje með öllu rangt, sem sjáist best á því, að menn úr flokknum hafi fyrir aðeins sex vikum síðan ráðist á Arabaþorp og drepið tvo af inn- byggjum þess. Vikuskammtur Breta verður eitthvað á þessa leið: Kjöt — 350 gr. Ostur — 57 gr. Smjör — 85 gr. Smjörlíki — 85 gr. Svínafeiti — 28 Vz gr. Sykur — 285 gr. Tc — 57 gr. Avaxtamauk — 115 gr. Brauð — lVi kg. Mjólk — 1 lítcr. Auk þess má hver maður kaupa eitt egg á viku út á skömmtunarbók sína — þegar það er fáanlegt. Fiskur er ó- skammtaður. Hin nýja fjárhagsáætlun stjórnarinnar, sem birt var í gærkveldi, vekur að vonum mikla eftirtekt. Fyrirtæki þau, sem verða fyrir barðinu á á- ætluninni, hafa mörg hver lýst því yfir, að þau muni ekki geta borið tjónið að völdum hennar. Bifreiðaframleiðendur eru þannig mjög óánægðir, en frá október að telja verður ekkert bensín veitt til skemmtiaksturs. Þá er og tekið algerlega fyrir skömmtiferðalög til útlanda, og eyðslufje verslunarmanna, sem utan fara í verslunarerindum verður minkað. Hvorir eru slerkari? Greininni lýkur með þeirri fullyrðingu, að nú verði Arabar að ákveða, hvort þeir ætli að halda áfram að þola yfirgang, eða verja sjálfa sig og reyna hvorir sjeu sterkari, þeir eða Gyðingar. Tveir særðus) Jerúsalem í gær. SJÖ manns særðust í dag — þar af tveir hættulega — er handsprengju var varpað inn í arabiska bifreið í Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.