Morgunblaðið - 29.08.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 29.08.1947, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. ágúst 1647 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, augiýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Lýðræðið og vinir þess KOMMÚNISTAR um allan heim kyrja um þessar mundir sama sönginn um að uppreisnarmenn í Grikk- landi sjeu að berjast fyrir lýðræði og persónufrelsi í landi sínu. Á grundvelli þessarar staðhæfingar ásaka þeir svo hina löglegu stjórn landsins fyrir fasisma og einræðis- brölt. Þetta er viðhorf kommúnista til þess, sem er að gerast i Grikklandi. í Grikklandi fóru fram frjálsar kosningar eftir að styrj- öidinni lauk. Þjóðin fjekk að velja sjer stjórnarform og yfirgnæfandi meirihluti hennar valdi konungdæmi. Stjórnir þær, sem setið hafa að völdum í Grikklandi und- anfarið ha:fa þannig stuðst við þingkjörna fulltrúa mikils meirihluta þjóðarinnar. ★ En gegn þessum stjórnum hófu uppreisnarmennirnir grísku baráttu sína. Þeir sættu sig ekki við úrslit kosn- inganna en samkvæmt þeim áttu foringjar þeirra sáralitlu fylgi að fagna. Gríska þjóðin vildi ekki hlýta forsjá þeirra. Þessir menn eru að berjast fyrir lýðræðinu í Grikklandi segja kommúnistar um víða veröld, líka á íslandi. Þetta er þeirra mat á lýðræðinu. En það eru fleiri dæmi til, sem sýna, hversu þroskað lýðræði kommúnistanna er. ★ Nokkru fyrir norðan hjeruðin þar sem skæruliðar kommúnista eru að berjast við löglega stjórn Grikklands býr maður, sem heitir Nikola Petkoff. Hann er foringi fjölmenns stjórnmálaflokks í landi sínu, Búlgaríu. Þenn- an mann hafa kommúnistar dæmt til dauða, ekki fyrir að hefja uppreisn, því hann hefur enga uppreisn hafið, heldur fyrir það að láta í ljós þá skoðun að Búlgaríu hent- aði betur stjórn annara flokka en nú ráða þar. Búlgarski bændaforinginn hafði það eitt til saka unn- ið að berjast í ræðu og riti fyrir skoðunum sínum eins og tíðkast í lýðræðislöndum. En svoleiðis latínu kærðu kommúnistar í því landi sig ekki um að væri töluð þar, lýðræði, sem byggðist á málfrelsi og ritfrelsi var ekki það lýðræði sem þeir vildu koma á. Og þeir voru ekki einir um þessa afstöðu. Hún bergmálaði þegar frá öllum kommúnistasellum í Evrópu jafnvel utan af íslandi. ★ Sjer ekki hver einasti maður þann einstæða skrípaleik, sem kommúnistar leika á Balkan. í Búlgaríu og fleiri löndum dæma þeir leiðtoga stjórn- arandstöðunnar til dauða og stjórna löndunum í skjóli rússnesks hervalds en í Grikklandi segjast þeir berjast fyrir eflingu lýðræðisins með því að hefja uppreisn gegn ríkisstjórn, sem styðst við yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar í frjálsum kosningum. Guð njálpi mjer fyrir vinum mínum, er sagt að mferkur stjórnmálamaður hafi sagt fyrir nokkrum öldum. Það er sannarlega ástæða til þess fyrir lýðræðisskipulagið að biðja máttarvöldin ásjár og verndar fyrir vináttu komm- únista. ★ Það er harmleikur að gerast á Balkanskaga. Lífsskoð- unum, sem eru gjörólíkar hefur lennt þar saman. Styrj- aldarþreyttar smáþjóðir eru notaðar sem peð í áróðurstafli kaldrifjaðrar heimsveldisstefnu, sem á rætur sínar austur á Volgubökkum. Þar situr sjálfur leiksviðsstjórinn og gefur út „dagskipanir“. Ogþessar „dagskipanir“ eru send- ar til fleiri landa en Búlgaríu og Grikklands. Þær ná til allra þeirra landa þar, sem ein einasta „sella“ er starfandi. Þessvegna veit engin þjóð hvenær röðin kemur að henni, að meðtaka hið austræna lýðræði. En enginn, sem ann persónufrelsi og raunverulegu lýðræði, rjettinum til þess að hugsa, rita og tala, má láta undir höfuð fallast að vera á verði gegn þeirri formyrkvan, sem fylgir í kjolfar þess. UR DAGLEGA LIFINU Slátur fæst ekki. Stöðugar kvartanir berast úr ýmsum áttum yfir því að þótt slátrun sje fyrir nokkru hafin hjer í bænum, þá sje ómögu- legt að fá slátur keypt. Það sje alls ekki til sölu. Hefur það vakið mikla óánægju. Það er rjett í þessu máli að fólk hefur ekki getað fengið slátrið keypt beint frá slátur- húsunum eins og oft áður. En samkvæmt upplýsingum, sem jeg fjekk hjá Sláturfjelagi Suð- urlands sprettur það af því að það hefur verið bókstaflega ómögulegt að fá mann til þess að afhenda það þar. Auk þess hefur verið slátrað svo fáu fje ennþá, að eftirspurninni eftir slátri hefði enganveginn orðið fullnægt. Sláturfjelag Suður- lands tók því þann kostinn að búa sjálft til blóðmör úr öllu blóðinu og senda hann síðan í búðirnar. Þar hefur fólk átt kost á að fá hann keyptan. — Ennfremur hafa svið og lifur verið til sölu í búðum. Það er þessvegna varla hægt að segja að um algeran slát- urskort hafi verið að ræða, enda þótt húsmæðrunum hafi eðlilega mislíkað að geta ekki fengið það keypt beint frá slát- urhúsinu eins og venjulega. En úr þessu ætti að greiðast þegar aðalhaustslátrunin hefst. Það er ótrúlegt að ekki verði þá unnt að fá fólk til að vinna við afhendinguna og þá ætti einnig að vera hægt að full- nægja eftirspurninni. • Á leiðinni heim. Síldarskipin, sem hafa í sumar verið fyrir Norðurlandi, eru að byrja að tínast heim. Meginhluti flotans heldur þó ennþá áfram að leita ef ske kynni að síldin sæist sletta sporði. Það er alla jafna hlut- verk veiðimannsins, hvort heldur er á sjó eða landi að leita og bíða. Á sú staðreynd ekki hvað síst við um síldveið- ina. Skipin eru stöðugt á ferð- inni, sigla frá einum miðunubi á önnur. Og altaf er maður upp á „spani“ eins og síldar- brúin er stundum kölluð. Hann horfir stöðugt út yfir hafið, stundum bregður hann kíkir upp að augunum. Árvakurt auga varðmannsins skynjar allt, sem gerist umhverfis skip hans. Þarna flögra máfur og skegla, og hnísa og hrefna blása mæðulega einhversstaðar út á sviði. Einhvertímann í endaðan á- gúst eða fyrrihluta september hefst svo ferðin heim að lok- inni vertíð. • Fyrir Horn eða Langanes. Yfir ferðinni heim hvílir dá- lítið sjerstakur blær. Þegar ver tíðin hófst mótaði eftirvænt- ingin huga sjómannanna. — | Hvernig mundi sú silfurlita verða viðfangs í sumar? Hvað fær maður í hlut? , Komandi vertíð er óráðin gáta, gáta, sem ræðst smám saman allar vikurnar, sem hún stendur yfir. Og það eru ekki aðeins sjómennirnir á skipun- um fyrir norðan, sem fylgjast með því, hvernig hún ræðst. Á þúsundum heimila í landinu er! fylgst með því af áhuga, hvern J ig gengur. Og öðru hvoru fá piltarnir á sjónum brjef að heiman frá konum og kærust- um. Stundum er tíminn til þess að lesa þessi brjef naumur. En , þau eru samt kærkomin og eru lesin aftur á hekki og fram í hosiló. En nú eru síldarskipin aftur' á leið fyrir Horn eða Langa- nes. Þau eiga heima fyrir vest- an og austan. norðan og sunn- an. Að þessu sinni hefur ráðn- ing gátunnar orðið flestum ó- hagstæð. En menn eru samt á leiðinni heim og rýr hlutur get ur ekki svipt menn tilhlökk- unártilfinningu heimkomunn- ar þótt hann valdi verulegum vonbrigðum og ef til vill kvíða fyrir framtíðinni. En sjómaðurinn veit að hann muni koma aftur á þe'ssi mið, sem í sumar hafa brugðist hon um. Hann hefur verið þar oft áður. Stundum hefir hann afl að vel og komið með góðan hlut. Stundum illa. Slíkt er hlut skifti fiskimannsins. Þetta og margt fleira flýgur sjómönnunum í hug á leiðinni heim. Vertíðarlokunum fylgir vottur af rósemdarkennd. Þá gefst tóm til þess að litast um yfir farinn veg. Þessvegna er oft rólegt í brúnni eða háseta- klefanum á leiðini heim með- fram ströndinni. • Varðar okkur nokk- uð um þetta? En hversvegna að vera að rausa um það, sem er hugsað eða gert í stjórnpöllum og há- setaklefum fyrir norðan Horn og austan Langanes, varðar okkur, sem í sumar höfum labbað um Austurstræti, nokk- uð um það? Jú, okkur gerir það. Piltarnir á skipunum hafa nefnilega bygt Austurstræti og ef ekki þeir sjálfir, þá feður þeirra og afar, sem sótt hafa sjó á skút- um, vjelbátum og togurum. — Við eigum allt undir sjónum og því starfi. sem þar er unn- ið. Fyrir arð þess höfum við byggt borgir og brýr. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Frnl glæpur kommúnisla gegn lýðræúinu Eftir Alexander Kerensky. Þegar jeg fór nýlega í fyrir- lestrarferð tók jeg eftir því að hvarvetna hjelt fólk, að það hefðu verið kommúnistarnir í Rússlandi, sem ráku keisara- stjórnina frá. Þetta er það sem hinn kommúnistiski' áróður hefur borið út um heim. ■ En það er ekkert líkt því, að það hefðu verið kommúnistar, er veltu keisaranum frá völdum Stjórnin, sem þeir steyptu var svo langt frá því sem hugsast getur að vera keisaraeinræði. Hún var fyrsta og eina lýð- ræðisstjórnin, sem Rússar hafa haft, hin svokallaða Kerensky- stjórn. 12. mars 1917 fjell keisara- stjórnin úr sessi og hin mikla rússneska bylting byrjaði. Lýð ræði var komið á fót 1 landinu. Voru allir fjarver- andi. — Kommúnistaf oringj arnir áttu engan þátt í þessum at- burðum. I raun og veru voru þeir allir — Lenin, Trotsky, Stalin — erlendis. Og ekki nóg með það. Byltingin' kom svo snöggt, að hún kom þeim á ó- 1 várt. Þeir gátu ekki trúað að i hún hefði komið svo snemma. , Lenin skrifað frá Zúrich, að engin von væri til að setja byltingu af stað í Rússlandi á næstu árum og stuttu áður en byltingin var gerð sögðu nokkr ir fylgismanna hans í Pjeturs- borg við mig, að engin merki væru á byltingu: Við erum að fá yfir okkur mikið og sterkt keisaralegt afturhald. Það var ekki fyrr en hin nýja lýðræð- isstjórn hafði komið á fullkom- inni ró í öllu stjórnmálalífi þjóðarinnar, sem bolsarnir fóru að koma saman í borgunum. Lenin, Sinoviev og aðrir komu til Rússlands einum mánuði eftir afsetningu keisarans — og þeir komu með járnbrautar- I lest, sem þýski keisarinn Ijet útbúa sjerstaklega fyrir þá. Lýsing Lenins sjálfs. Til hvers konar Rússlands komu þessir menn? Við þurf- um ekki annað en að lesa lýs- ingu Lenins sjálfs á því: Rúss- land er nú það land Evrópu, þar sem mest frelsi ríkir. Eng- in þvingun er lögð á þjóðina. Þetta sagði hann nokkrum dög um fyrir valdatöku kommún- ista 7. nóvember 1917, sem drap niður lýðræðis og frelsis- stjórn Rússlands, þegar hún hafði staðið x 8 mánuði. Lygasagan um að það hefðu verið kommúnistar, sem ráku kéisarann frá völdum, hefur verið breidd út um allan heim af áróðursstofnunum kommún ista sjálfra í þeim tilgangi að reyna að breiða yfir þann glæp þeirra, að þeir kyrktu fyrsta rússneska lýðræðið. Og með hinum sömu brögðum eru kommúnistar nú að reyna að ná völdum, með því að koma fram líkt og einhverjir boðberar og verjendur lýðræðis og skipu- leggja baráttuna gegn frelsinu undir merkjum^ falslýðræðis síns, sem aldrei hefur neinu orkað nema iílu einu. Var tál eitt. Lenin viðurkenndi sjálfur, eftir valdatöku bolsa. að slag- orð hans um frelsi hefðu verið tál eitt. Mjejr finnst, að það sje ekki hægt að ásaka Rússa mjög fyr ir að þeir ljetu blekkjast, því að heimurinn hafði þá ekki kynnst starfsemi og meðulum falsspámannanna. En nú er engin slík afsökun til fyrir þær miljónir verkamannai, bænda og annarra, sem búa í hinum lýðfrjálsu yesturlöndum. Þeir .æitú að sjá hiha hræðilegu gildru. sem föðurlánd mitt hef ur verið ginnt í og það ætti að vei’ka sem aðvörun. (Úr Plain Talks AK)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.