Morgunblaðið - 07.09.1947, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.1947, Side 2
2 MORGUTS BLAÐÍÐ Sunnudagur 7. sept. 1947 OF HÁTT LEIKA • 9 ERFIÐ- NNI ÓSKAMMFEILNI kommún- ista í umræðum um almenn mál- efni hefur oft gengið fram af mönnum. Er vissulega örðugt að segja, hvenær þeir .ná hámarki í ósannindum sínum og blekk- ingum. Erfitt er þó áreiðanlega að komast lengra í þeim efnum en kommúnistum hefur tekist í frásögnum af sölu íslenskra af- urða á þessu ári. Kommúnistar skrökva upp í opið geðið á tugum þúsunda Islcndinga. Þjóðviljinn skýrir nú hvað eft- ir annað blygðunarlaust frá því, að það sje Bjarna Benediktssyni að kenna, að ekki tókst að selja hraðfrysta fiskinn á fyrrihluta ársins, nema með því að binda sölu hans við afhendingu á síld- arlýsi. Nú nýlega gengur Þjóðviljinn jafnvel svo langt, að hann segir, að Bjarni Benediktsson hafi hald ið sjerstakan útvarpsfyrirlestur, til að hæla sjer fyrir þessa hag- kvæmu sölu afurðanna. Erindi þetta flutti Bjarni Bene diktsson í útvarpið i áheyrn al- þjóðar. Síðan var það birt í f jöl- lesnustu blöðum landsins, svo að tugir þúsunda íslendinga hafa bæði heyrt það og lesið. Engu að síður ætlar Þjóðviljinn sjer þá dul, að snúa efni erindisins al- gjörlega við, og. reynir að telja mönnum trú um, að efni þess hafi verið þveröfugt við það sem í raun og veru var. í erindi sínu, sem flutt var síð ari hlutann í júnímánuði s.l., gerði Bjarni Benediktsson ein- mitt ítarlega og óhnekkjanlega grein fyrir því, hvílíkt neyðar- úrræði þessi háttur á afurðasöl- unni væri. En jafnframt skýrði hann rækilega frá ásl æðunum til þess, að þá leið varð að fara. Kommúnistar voru upphafs- meiHiimir. Ástæðan til þess var eingöngu sú, að með fiskábyrgðarlögunum var verð á íslenskum fiskafurð- um, og þó einkum hraðfrysta fiskinum, hækkað langt yfir heimsmarkaðsverð. Af þessu leiddi, að ómögulegt reyndist að selja hrgðfrysta fiskinn fyrir verð, sem neitt nálgaðist ábyrgð arverðið, nema samtímis væri gerð skuldbinding um afhend- ingu annaiar vöru, sem menn sóttust meira eftir, sem sje síld- arlýsis. Því fer einnig f jarri að Bjarni Bcnediktsson *hafi vpiíö sá, sem kom fram með tillögu um að tengja saman sölu á þessum vör- um. Eins og nýlega var frá skýrt hjer í blaðinu, kom einmitt tll- laga um þetta fram í áliti nefnd ar, sem enginn annar en Áki Jakobsson hafði skipað, í jan- úar s.l. í greinargerð nefndar- innar segir m. a.: „Nefndin er sammála um, að þær vörur, sem mést eftirspurn er eftir, svo sem síldarlýsi.... beri að nota til þess að greiða fyrir sölu annara vara .... eftir því sem með þarf.“ Þessa greinargerð hefur Ár- sæll Sigurðsson, fyrrv. formað- ur Socialistaf jelags Eeykjavíkur undirritað fyrstur manna. Af hveriu vill Þjóðviljinn fela Eina ráðið til að ná tilskildu verði. Störf samninganefndanna í London og Moskva gengu lengi framan af mjög stirt, vegna þess hve mikið bar á milli um verð. —■ íslensku samninganefndirnar hömpuðu að vonum framan í viðsemjendur sína síldarlýsinu og reyndu að nota það, sem agn, til að fá þá til kaupa á öðrum afurðum. Fóru nefndarmenn þar eítir tillögum Ákanefndarinnar og formanns hennar, Ársæls Sig urðssonar. Var þeim það ekki láandi, því að eftir fiskverðshækkunina inn- anlands fyrir áramótin í vetur, var þetta eina ráðið til þess að viðlit gæti verið, að koma vör- unni út með aðgengilegum kjör- um fyrir íslendinga. Afleiðing þessa varð svo sú, að eftir mikið þóf sögðu bæði Englendingar og Rússar, að þeir skyldu kaupa hraðfrysta fiskinn fyrir aðgengilegt verð, ef Is- lendingar skuldbindu sig til að láta ákveðið lýsismagn þar á móti. Auðvitað var þetta neyð- arúrræði fyrir íslendinga, en sú neyð stafaði eingöngu af því háa verðlagi, sem Áki Jakobsson hafði beitt sjer fyrir, að ákveð- ið væri með fiskábyrgðarlögun- um ,sem sett voru í desember síðastliðinn, í stað þess að gera það eitt ,sem var skynsamlegt, að lækka þá þegar tilkostnáð, svo að við yrðum samkeppnis- færir með vörur okkar á erlend- um markaði. Einróma tillögur samninga- ncfndanna. Samninganefndirnar í London og Moskva sögðu íslensku ríkis- stjórninni einum rómi, að betri kjör en þetta væri ekki fáanleg á hvorugum staðnum. Um það gerði hvorugur, Lúð- vík Jósefssoirnje Ársæll Sigurðs son, neinn fyrirvara. Þvert á móti skýrði Lúðvík Jósefsson utanríkisráðherra frá í símtali, frá London, að hann væri sann- færður um, að botri kjörum væri ekki hægt að ná. Við ríkisstjórnina hefur hvor- ugur þessara manna, allra síst Lúðvík Jósefsson, nokkru sinni látið uppi, að þeir væru sölu- samningum þessum andvígir. Furðulegt athæfi Lúðvíks. Aoferð Lúðvíks Jósefssonar var hinsvegar sú, að þegar hann kom heim frá Englandi, foroað- ist hann í fyrstu að eiga tal við ríkisstjórnina eða utanríkisráð- herra, sem útnefnt hafði hann í í samninganefndina, um þetta mál. Þá var að vísu fyrir nokkru búið að samþykkja höfuðefni samninganna og var þessvegna ekki hægt að breyía þeim í veru- légum atriðum. En þá var samt enn ekki búið að undirrita samn- ingana og ef Lúðvík Jósefsson staðreyndii taldi, að einhverju yrði um þok- að til góðs, hefði honum borið bein skylda til að koma til stjórn arinnar og skýra henni frá at- hugasemdum sínum. Það gerði hann ekki. í þess stað fór hann rakleitt til Brynj- ólfs Bjarnasonar og Áka Jakobs sonar og gaf þeim trúnaðarupp- lýsingar um gang samninganna, sem þeir Ijetu vitanlega ekki á sjer standa að misnota í út- varpsumræðum, er á+tu sjer stað um þetta leyti. Hræsni Brynjólfs og Áka. Þóttust Áki og Brynjólfur þá vera mjög hneykslaðir á því á- kvæði samningánna, að tengja saman sölu hraðfrysta fisksins og lýsisins. — Um þetta atriði höfðu þeir samt ætíð vitað og aldrei fyrr fundið að út af fyrir sig, enda var það mest fyrir þeirra tilverknað, sem menn höfðu neyðst til að fallast á þetta neyðarúrræði. Vissu þeir og, þegar þeir gerðu árásir sín- ar, að samninganefndin- hafði fyrir löngu tilkynt viðsemjend- um, að íslendingar neyddust til að samþykkja einmitt þetta at- riði. Hitt var annað mál. að komm- únistar voru í utanríkismála- nefnd ætíð andvígir því, að selja Bretum yfirleitt nokkurn skap- aðan hlut. Sjerstaklega var þeim þó illa við, að Bretum væri selt síldarlýsi, sem þeir vissu að Bret ar sóttust mest eftir. Sú afstaða kommúnista bygg ist á því, að'þeir virtust trúa á ’samninga1 Áka og Semenovs um kaup Rússa á nær öllum íslenskum afurðum Þá samn- inga ætluðu þeir sjer umfram allt að' knýja fram og hjeldu fast í vonina um þá með barna legri einfeldni, löngu eftir að komið var á daginn, að Rússar vildu ekki líta við meginhluta afurðanna og reyndust í allri samningsgerðinni mun tregari en Englcndingar. Afstaða kommúnista í utan- ríkismálanefnd bygðist ein- göngu á þessum fráleita hugs- anaferli þeirra, sem engin rök eða staðreyndir gátu haggað. Skynvillur kommúnista. Skiljanlegt kann þó að vera, að kommúnistar fari villir vegar um kaupvilja fjarlægra erlendra stjórnvalda, scm þeir trúa á meira en guð almáttug- an, þcgar þeim förlast bæði sjón og heyrn um þá atburði, sem þeir hafa mátt greina með sínum eigin skilningarvitum. Þannig er til dæmis með frá- sögn Þjöðviljans af einhverjum ummælum, sem Bjarni Bene- diktsson á að hafa viðhaft á fundi utanríkismalanefndar 17. apríl s.l. Samkvæmt fundar- gerð utcjnríkismálaneíndar hefur Bjarni Benediktsson ckk ert sagt í þá átt, þó að hitt •nar? liggi í hlutarins eðli, að það er ríkisstjórnin, sem endanlega kveður á um, hvort viðskifta- samningar skuli gerðir, en ekki samninganefndir, sem sendar eru í hennar umboði. Um þetta mál varð hinsvegar enginn árekstur milli ríkis- stjórnar og samninganefnda þegar af þeirri ástæðu, að ríkis stjórnin fjellst á þau tilboð, sem samninganefndirna-' einróma sögðu, eftir mánaða starf, að væri hin bestu, er hægt væri að afla. Jafnvel Þjóðviljanum ofbjóða ósannindin, sem í hann cr Iroðið. Þó að Þjóðviljinr. sje ófyrir- leitinn í ósannindum sínum um afurðasöluna, kemur það þó öðru hvoru glögglega fram,.að hann finnur veiiu sína og flokksbræðra sinna. Þannig var til dæmis nýlega horfið frá að halda því fram, að selja hefði átt Rússum allar afurð- irnar, þó að þeir vildu ekki sjálfir kaupa nema lítinn hluta þeirra, og í þess stað tekið að gefa í skyn, að auðvelt hefði verið að halda verðinu á hrað- frysta fiskinum u.ppi með því að gera fyrst sölusamning um hann við Tjekkóslóvakíu. Utan- ríkisráðh. er borinn þungum sökum fyrir, að hann hafi tafið samningagerðina við Tjekka. Ef menn vilja áfellast ein- hverja fyrir, að ekki var strax í. vetur haíist handa um fulln- aðarsamningagerð við Tjekka, liggur næst að kenna það þeim, sem þar um hafa mestu valdið, sem sje kommúnistum. Mcnn skildu ckki strax, að engu Áka-orði mátti trúa. Þegar samningar um sölu af- urðanna hófust á síðastliðnum vetri, höfðu menn enn ekki gert sjer til hlítar grein fyrir, hvílík fjarstæða var tal Áka Jakobssonar og armara komm- únista um kaupvilja Rússa á meginhluta afurða okkar. — Kommúnistarnir íslensku full- yrtu þá m. a., að Rú^sar myndu heimta mest allt síldarlýsið í sinn hlut. Af þessum sökum þótti ekki fært að taka upp samn- iilga við Tjekka, sem fyrirfram var vitað, að fyrst og fremst sóttust eftir síldarlýsi, fyrr en sýnt væri, hVernig samningar tækjust við Rússa. Utanríkisráðherra tók þetta sjerstaklega fram á fundi utan- ríkismálanefndar 10. febrúar s. 1. og lýsti-þá sjerstaklega eftif^ hvort nokkur væri þvi ósam- þykkur. Á þeim fundi voru m. a. bæði Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, en hvor ugur hafði þá neitt við þetta að athuga. Það er fyrst nú, sem gefið er í skyn, að enginn vandi hefði verið að halda uppi verði á hraðfrysta fiskinum með því að semja fyrst við Tjekka? vegna þess að þeir vilji borga hæst verðið. Csannindi Þjóðviljsns um Tjckkasamningana rakin. I þeim umræðum, sem átt haía sjer stað við Tjekka á þessu ári, hefur því miður eng- inn slíkur áhugi þeirra fyrir fiskkaupum komið í ljós. Orð- ugleikinn þar sem annars stað- ar er hið háa verð, sem Is- lendingar krefjast. Hvílík fjarstæða þetta tal um, að öllu hefði verið borgið með því að semja snemma á árinu við Tjekkóslóvakíu, er, sjest þó best með því að at- huga, að á árinu 1946, voru þangað send aðeins 2282 tonn. Hafði þó sjálfur Emar Olgeirs- son, sem skrifar daglega lang- ar greinar um hina ótæmandi markaði í Austur-Evrópu, ver- ið sendar til að undirbúa þá fisksölu. Framleiðsla hraðfrysti húsanna á vorvertíðinni einni, er hinsvegar kringum 27.000 tonn, og sjest þá, að harla lítið bjargráð hefði verið, þó að> Tjekkar hefðu á þessu ári vilj- að kaupa jafnmikið og þeir gerðu eftir sendiför Einars Ol- geirssonar. Allt á sömu bókina lært . Með þessu er engan veginn sagt, að ekki eigi eftir fremsta megni að reyna að viðhaída og efla markaðinn í Tjekkóslóvak- íu. Hann' ber vissulega að reyna að auka svo sem unnt er. — Jafnvel þo að blekk- ingar kommúnista um sjerstak- lega hátt verð þar fái ekki stað- ist, því að þó að Tjekkar hafi keypt sumar vörui fyrir hátt verð, er það því skilorði bund- ið, að íslendingar kaupi þar aðrar vörur í staðinn, er greiða verður með tilsvarandi jafn- háu verði og því, sem íslend- ingar heimta í sinn hlut. Á sama stendur hvert atriði er tekið til meðferðar af frá- sögnum Þjóðviljans um sölu afurðanna, allt reynist það skrök og blekking. Má með sanni segja, að allur sá þvætt- ingur sje ljelegar efndir þeirra fögru fyrirheita, sem Áki Jak- obsson gaf um afurðasöluna í ráðherratíð sinni. Lífi! maísuppskera íUSA New York í gær. MAÍS uppskeran í Bandaríkj- un’um verður % milljón skeffa minni en á síðasta ári. Er þetta samkvæmt yfirlýsingu frá land- búnaðarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Verða kornílutningar frá Bandaríkjunum fyrirsjáanlega mikið minni en áður, því að jafn vel þótt hveitiuppskeran verði með allra mesta móti getur hún ekki vegið upp maísvöntunina. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.