Morgunblaðið - 07.09.1947, Page 3

Morgunblaðið - 07.09.1947, Page 3
Sunnudagur 7. sept. 1947 MORGUNBL4ÐIÐ 3 Sjötugur: Síra Guðmundur Einarsson orófastur á Mosfelli PÁLL postuli ritar vini sín- um á þessa leið : „Það sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hend ur frúum mönnum, sem munu færir um líka að kenna öðrum“. Á þessu byggist starf kirkj- unnar. Þetta er hin rjetta starfs- aðferð, er kristin trú er fiutt mönnunum. Fagnaðarerindið er boðað. „Trúin kemur af boðun- inni, en boðunin byggist á orði Krists“. Þetta orð er gefið mönn unum, til þess að þeir taki við því, og verði færir um að kenna öðrum. Þannig hefur einnig verið starfað í hinni íslensku kirkju. Hjá þeim, sem eignast trúna, vaknar sú þrá, að þeir geti starf- að að því, að aðrir fái hlutdeild með þeim í því, sem best er að eignast. Got" er að vei a prestur, þegar starfið byggist, fyrst og fremst á innri köllun. Þeirri köllun hefur stra Guð- mundur Einarsson fylgt. — Á /seskuárunum, er hann stundaði hám í Kaupmannahöfn, eignað- ist hann hina öruggu trúarfestu, sem hann á enn í dag. — Sam- kvæmt þeirri köllun hefur hann verið prestur um Aratugi. Það er styrkjandi og hress- andi að kalla á fagrar minning- ar. Þar er sá fjársjóður, sem gefur góða vöxtu. Síra Guð- mundur verður siötugur á morgun (8. sept.). En jeg minn- ist samverustundanna, er við á námsárunum hlustuðpm á marga prjedikara, sem höfðu slík áhrif á okkur, að við hlökk- uðum til þess að verða prestar. Minningar fi'á heilögum stund- um hafa varpað birtu á æfi- braut okkar. Jeg veit, að það orð, sem síra Guðmundur þá heyrði talað, bæði í einrúmi, í samtali við góða vini og fjelaga, eða í margra votta viðurvist, náði að festa rætur í hjarta þess manns, sem hefur reynst trúr og stefnu- fastur. Opð trúarinnar hefur geymst hjá trúum manni, sem vegna sannfæringar sinnar, hefur ver- ið fær um að kenna öðrum. Með gleði og áhuga, gekk síra Guðmundur að prestsstarfinu. Það starf hefur átt og á allan hug hans. Því hefur hann ávallt helgað krafta sína með skyldu- rækni og árvekni. Skýrt og greinilega hefur það sjest og heyrst, að síra Guðmundur talar, af því að hann trúir. Þegar jeg samgJeðst síra Guð- mundi á þessum tímamótum æfi hans, sje jeg starf hans í ljósi þessara orða: „Þess er krafist af ráðsmönnunum, að sjerhver reynist trúr“. Þeir eru áreiðanlega- margir, sem ásamt mjer líta þannig á síra Guðmund. Þannig hefur hann reynst í vandasömu og blessunarríku starfi, trúr ráðs- maður í því, sem honum var falið. Síra Guðmundur er nú á 40. prestsári. — í Ólafsvík var hann 15 ár, á Þingvöllum 5 ár, og nú byrjaður 20. árið í Gríms- f- v ^ nesi. Prófastsstarfi hefur hann gegnt í Snæfellsnesprófastsdæmi og í Árnessýslu. Auk prests og prófastsstarfa hafa honum verið falin margsvísleg trúnaðarstörf. Gott hefur verið að leita til hins ráðholla og hyggjudrjúga manns, sem er kunnur að festu, dugnaði og þreki. Menn kannast vel við góðan dreng sem er hvor- tveggja í senn: skörulegur prest ur og tryggur vinur, sem vill, að allt snúist til heilla þeim, sem hann starfar hjá. Jeg hefi svo oft heyrt hann tala, að jeg veit, að hann talar það, sem sæmir hinni heilnæmu kenningu, og mjer er þetta kunn ugt vegna vináttu okkar. Það hefur verið mjer um mörg ár og er enn í dag mikil hjálp að eiga vináttu þess manns, sem á heilbrigða og sanna tiú, svo að jeg veit, að þar sem hann er, má heyra þann prest, sem trúir með hjartanu og játar þá trú með prjedikun sinni og dagfari. Það sannast á góðum presti og tryggðavini, að af gnægð hjart- ans mælir munnurinn. Síra Guðmundur er í fremstu röð prestanna, á allan hátt prýði stjettarinnar. — Það vita ÞVOTTAMIÐSTÖÐIN Tökum Sslautþvott Borgartún 8 Sími 7263. i : Kaypum fuskur LITOPRENT Eaugaveg 118 2 hæð. iIMIHMMMHMMHHMMMMMHMIMMIMMMMMMMIMMMMMI* ; International I VörnLáM | : model 1942 með nýrri vjel ; § til sölu. Skifti á 5—7 j [ manna bifreið gætu kom- \ \ ið til greina. Ekki nauð- j \ synlegt að hann sje í gang- i j færu standi. — Uppl. í j ; síma 2466 eftir 'kl. 1. I !■•••• •>>•• nnnMlllilrMlUMr>illMuiililllililllH*ll*lllllili allir þeir, sem honum kynnast, að hann er víðlesinn maður, sem stundar fræðiiðkanir af miklu kappi, fróðleiksmaður, sem allt- af er að auka þekkingu sína. Það er nú verið að undirbúa annað afmæli á Mosfelli, af- mæli kirkjunnar bar, sem bráð- um verður 100 ára. í henni hafa mætir menn flutt mönnum gleði boðskap og huggunarorð. En rjett hjá kirkjunni er heimili prestsins. Þeim stað má ekki gleyma, er talað er um prestinn. Það er engin hætta á því, að menn gleymi þeim stað. Þar ríkir gestrisni í rausnar- garði. Margir hugsa til heimils- ins á Mosfelli á afmælisdegi pró- fastsins. En þá munu þeir ekki eingöngu tala um hann, heldur munu þeir einnig með þakklæti og vinarhug tala um prófasts- frúna, Önnu Þorkelsdóttur, sem með sannri prýði hefur eflt heill og heiður heimilisins. Jeg veit, að margt manna hugsar til pró- fastshjónanna með virðingu og þakklæti, því að það ber öllum saman um, að þangað er gott að koma. Mig langar til bess, að vinar- orð mín megi verða í fylgd með samfagnaðarkveðjum, sem víðs- vegar að berast að Mosfelli á af- mæli prófastsins. Bj. J. Zurich-banki hæitir gullsðlu Zurich í gær. ÞJÓÐBANKINN í Zurich hef- ur algjörlega hætt sölu á gulli. — Var ákvörðun þessi tekin á fundi bankaráðs síðast liðna nótt. Var tekið fram að engum hefði verið gert aðvart fyrir fram um þessa ákvörðun og að hún gengi jafnt yfir menn af öllum þjóðernum. Orsök þessa er að stöðugt hefur gengið á gull- forða bankans undanfarna mán- uði. Um leið fjell gildi svissneska frankans úr 27,07 bandarísk cent niður í 26.75. — Reuter. ! óskast strax til að mat- j reiða. Herbergi getur fylgt j ef óskað er. Gott kaup. — j Uppl. í síma 2329 kl. 12 j —2 í dag og á morgun. j AeglyssnpsKísís^fan *r opbs ; l tumar aila snrka 'taga j fré kl 10—1? og I—6 «.b aema lauaardaga ) Horgunbiaðlð, s iiMiiMiiiMiiiiiiPiimnrrttiMtiiitimaiintimnmMaitnHEta. Simastarfsmenn gera tiliögur ism endurbætur á símarekstrinum Frá Landsfundi ísíenskra símamanna ÞRIÐJI landsfundur íslenskra símamanna var haldinn dagana 30. og 31. ágúst, að Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk í Haínar- firði 3. sept. síðasfliðinn. Landsfundinn sátu 24 fulltrú- ar víðsvegar af landinu. Formaður fjelagsins, Stein- grímur Pálsson, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna Þá mint ist hann nokkrum orðum Frið- björns Aðalsteinssonar, skrif- stofustjóra, sem var einn af brautryðjendum fielagssamtaka símamanna og einn vinsælasti starfsmaður stjettarinnar. Full- trúar vottuðu hinum látna virð- ingu sína með því að rísa úr sæt- um. Fundarstjórar voru kosnir: Steindór Björnsson frá Gröf og frú Ingibjörg Ögmundsdóttir, Hafrjarfirði. Fundarritarar þeir Halldór Helgason og Kaare For- berg. Landsfundurinn tók til með- ferðar skipulagsmál Fjelags ís- lenskra símamanna (F. í. S.) , og samþykti tillögu til lagabreyt- inga, sem miða að því, að sam- eina hinar dreifðu fjelagsdeildir. Þessar lagabreytingar öðlast þó ekki gildi nema þær verði sam- þyktar við allsherjaratkvæða- greiðslu innan f jelagsins. Fundurinn ræddi ýms hags- munamál stjettarinnar og síma- stofnunarinnar og gerði margar ályktanir í þeim málum. Fara hinar helstu þeirra hjer á eítir: Stofnunin og notendur 1. „Landsfundur símamanna feluí stjórn fjelagsins að skipa fimm manna nefnd er taki til at- hugunar og geri ályktanir um eftirfarandi atriði: A) Hver sje orsök hinnar sí- feldu gagnrýni er fram kemur í blöðum og manna á milli á Síma stoínunina, stjórn hennár og starfsfólk, hver áhrif hún kann að geta haft á traust almennings til stofnunarinnar og starffólks- ins, og hvernig bætt verði úr því, er áfátt kann að vera og gefur tileíni til þessarar gagnrýni. B) Hvort og hvernig fjelags- samtök símamannastjettarinnar geta stuðlað að því, að rekstr- ar'aíkoma símastofnunarinnar breytist til batnaðar frá því, sem nú er. C) Á hvern hátt sje hægt að koma í veg fyrir það, að svo haldi áfram sem mjög heíur bor- ið á undanfarið, að hver starfs- maöurinn á fætur öðrum fari úr þjónustu stofnunarinnar, henni og símamannastjettinni til stór- tjóns.“ 2. „Landsfundur símamanna samþykkir að beina þeirri áskor- un til Símamálastjórnarinnar að hún svari opinberlega þeirri gagnrýni á símann og starf- rækslu hans, sem oftsinnis hefur komið fram að undanförnu í blöðum og útvarpi. Landsfundurinn lítur svo á, að umrædd gagnrýni, sem veldur starfsfólki stofnunarinnar ýrris- um óþægindum og órjettmætUm I aðfinnslum, - stafi af tómlæfi Símamálastjórnarinnar í því, að gera almenningi ljóst hvernig í málunum liggur.“ Launamál 1. „Landsfundur símamanna telur, að reynslan hafi sýnt, að launaílokkunin í núgildandi launalögum sjé mjög ranglát í ýmsum atriðum. Einnig telur íundurinn, að ákvæðin um launa hækkun eftir starfsaldri þurfi endurskoðunar við. Skorar fund urinn á Bandalag starfsmanna ríkis og bæja að beita sjer fyrir því, að Alþingi geri nauðsynleg- ar bætur á Launalögunum þegar á næsta vetri.“ 2) „Landsfundur símamanna telur það staðreynd, að þrátt fyr ir hækkaða verðlagsuppbót verði f járhagsafkoma opinberra starfs manna verri með ári hverju. — Skorar því Landsfundurinn á A1 þingi og ríkisstjórn að taka nið- urfærslu dýrtíðarinnar föstum tökum. Telur fundurinn “það höfuð- nauðsyn í þessu sambandi, að ríkisvaldið leiti um það sam- vinnu við öll stjettasamtök laun- þega og atvinnurekenda.“ 3) „Landsfundur símamanna vill undirstrika þá samþykt, er á sínum tíma var gerð á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, að telja óviðunandi, að op- inberir starfsmenn sjeu sviftir þeim rjetti í verkfallsmálum, er aðrir launþegar hafa. Skorar fundurinn á Bandalagið að fylgja málinu fast eftir, uns náðst hefur fullkomið jafnrjetti við aðrar launastjettir.“ Stö&uveitingar og starfsmannaval. „Landsfundur símamanna beinir þeirri áskorun til síma- málastjórnar: 1) Að allar stöður sem losna, og nýjar, sem myndast innan símans, skuli undantekningar- laust auglýstar með tilskyldum fyrirvara, og öllum símamönn- um þannig gefinn kostur á að sækja um þær. 2) Að í veitingu þeirra sje far ið eftir hæfni og starfsaldri um- sækjenda.“ Nám og nemendur „Landsf. símamanna skorar á stjórnendur símans, að þeir sjái um að nemendur eða byrjendur sjeu ekki notaðir til vandasamr- ar afgreiðslu nema þá undir sjer stöku eftirliti. Fundurinn lítur svo á, að not- endur símans eigi fulla kröfu á því, að stofnunin sjái ávalt um, að hafa nóga og fullkomna starfskrafta til að vinna þau verk, er hjer um getur. Sömu- leiðis á starfsfólkið fulla kröfu á því að stjórnendur símans sjeu vel á verði hvað það snertir, að nemendur sjeu ekki látnir vinna vandasöm verk þó í skjóli full- gildra starfsmanna sje.“ Starfsmannashifli „Landsfundur símam. skorar i Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.