Morgunblaðið - 07.09.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 07.09.1947, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. sept. 1947 II MARY 0’ NEILL Cftir J4a(( Cai ne l 1 •I—»j« 20. dagur Það var líka eins og sál mín sameinaðist sál Rómaborgar — ekki hinnar nýju Rómaborgar, því að hana þekti jeg ekki neitt, heldur hinnar gömlu Rómaborgar, borgarinnar helgu sem jeg gat látið mig dreyma um á kvöldin. Þá heyrði jeg klukknahljómana frá klaustr- um Dominikana og Fransiskus munkareglanna. Þá rifjuðust upp fyrir mjer sögur um þau kraftaverk, sem gerst höfðu fyr ir framan líkneski Maríu meyj ar, þar sem sjúkir fengu meina bót. Og við hugarsjónum' mín um blasti hinn mikli skari fólks frá öllum löndum, sem streymdi til Pjeturskirkjunnar til að hlýða þar á guðsþjónustu. Og svo fanst mjer ekki síst til um nálægð páfans, fulltrúa og erindreka guðs. Afleiðingin af öllu þessu varð sú, að mig langaði til þes að verða nunna. Jeg sagði þó engum frá þessu, ekki einu sinni abbadísinni, en með hverj um deginum sem leið varð þessi ásetningur minn fastari. Jeg var átján ára, þegar þetta skeði, og í sama mund var þeirri fyrirætlan kollvarp- að. — Mildred Banks var nú kom- in til Rómaborgar og ætlaði að vinna nunnueiðinn. Abbadísin fór með mig til þess að vera þar við. Aldrei mun jeg gleyma því hver áhrif sú athöfn hafði á mig. Þetta var fagran sumar- morgun. Litla klausturkapellan var full af blómum og altarið fagurlega skreytt. Vinafólk var þar í skrautlegum bún- ingum eins og veisla væri. Og svo • var það Mildred sjálf, klædd í hvítan brúðarbúning, með langa hvíta slæðu. Tvær nunnur fylgdu henni sem brúð armeyjar. Það var eins og hjónavígsla ætti að fara hjer fram, nema hjer var enginn sýnilegur brúð gumi. Brúðguminn var hinn ósýnilegi Kristur. Eiðurinn var og mjög líkur hjúskapareiði — aðeins háleitari, helgari og meira hrífandi. Hringur var dreginn á hönd brúðurinnar og hún hjet því að þjóna sínum himneska brúðguma og elska hann í blíðu og stríðu alla sína ævi og síðan eilíflega. Jeg grjet af gleði, svo mjög hreifst jeg af hinni háleitu at- höfn. Þegar henni var lokið, hitti jeg Mildred og hún sagði mjer að hún ætti að fara til Englands og starfa meðal hinna föllnu kvenna í London. Jeg hjet því með sjálfri mjer að jeg skyldi fara að dæmi henn- ar, þótt mjer væri ekki ljóst í .hverju starf hennar mundi fólgið. Það voru ónotaleg viðbrigði, að koma út á göturia, í allan ysinn og hávaðann, sem þar var. Jeg var að því komin á heimleiðinni að segja abbadís- inni frá ákvörðun minni, því að nú var jeg viss um það að jeg vildi aðeins lifa sem nunna upp frá þessu. En svo skall jelið á. Þegar við komum heim var pósturinn þar með brjef. Eitt af þeim var til abbadísapinnar bg jeg ,sá undþr eins .að faðir minn hafði skrifað utan á það. Hún las það í hljóði og rjetti mjer það svo. Brjefið var á þessa leið: ) ,,Jeg er kominn til Róma- borgar að sækja dóttur mína. i Jeg býst við því að námi henn ar sje nú lokið, og jeg tel tíma til kominn að hún búi sig und- ir það líf, sem bíður hennar. i Biskupinn okkar er með mjer og við munum leyfa okkur að heimsækja yður klukkan tíu í fyrramálið. Yðar Daníel 0’Neill“. XIX. Jeg sá í einu vetfangi hvað þetta þýddi og hjarta mitt i branli af gremju. Þetta var ! glæpur — að faðir minn, sem j ekkert hafði hugsað um mig öll þessi ár kom nú og ætlaði að kollvarpa framtíðarfyrir- I ætlun minni. Það gat svo sem I verið að hann hefði lagalegan rjett til þess, en siðferðisleg- 1 an rjett hafði hann ekki til þes, og jeg var ákveðin í því ’ að neita að hlýða honum, hvað sem það kostaði. j Jeg svaf ekki mikið um nótt ina og var að velta þessu fyrir mjer. Og þegar klukkan var tíu um morguninn, gekk jeg i skjálfandi af geðshræringu nið ur til abbadísarinnar. ! Þar sat faðir minn. Hann var óbreyttur að öðru leyti en því, að nú var hann gráhærð- ari en þegar jeg sá hann sein- | ast. Hann reis á fætur þegari jeg kom inn og sagði: „Þarna kemur hún“. Jeg gekk til hans J og hann lagði hendur á axlirn- ar á mjer. • „Alveg eins og fullorðin ít- ölsk stúlka. Og þó ertu lík henni móður þinni“, sagði hann, en horfði ekki á mig heldur á j biskupinn, sem sat hinum meg in í herberginu. J „Líst yður ekki vel á hana?“ sagði hann við biskupinn. „Ágætlega“, svaraði hann. Jeg roðnaði af gremju út af því að þeir skyldu vera að meta mig eins og einhvern grip. Þá kallað'i abbadísin til mín. Jeg ! gekk til hennar og sá á henni ' að henni hefði líka gramist tal þeirra. j Hún bað mig að setjast á stól við hliðina á sjer. Svo tók hún hönd mína og hjelt henni í kjöltu sjer allan tímann. Biskupinn hafði jeg aldrei sjeð áður. Hann hafði á sjer helgislepju og var síbrosandi. Hann var í silkihempu með silfurspenta skó og digra gull- keðju og hjekk á henni kross. Hann tók fyrstur til máls. „Göfuga móðir“, sagði hann. „Þjer munuð hafa sjeð það á brjefi O’Neill að hann hefir í hyggju að taka..dóttur sína frá yður — jeg vona að þjer haf- fð ekkert á móti því“. Hún svaraði ekki en draup höfði. „Auðvitað getur þetta ekki gerst strax“, sagði biskupinn. „Fyrst, verður að sauma handa henni viðeigandi klæðnaði og jeg vona að þjer liðsinnið O’Neill um það“. Abbadísin svaraði engu enn. Þeir töldu víst þögn hennar sama og samþykki og fóru að tala um það hvenær mundi heppilegast að jeg færi hjeð- an. Jcg skalf af ótta út af því að þetta mundi ganga ,alt orða laust af. En þá sagði abbadís- in: „Herra minn“. „Já, göfuga móðir“. „Er yður ekki kunnugt um, að þessi stúlka hefir verið hjá mjer í tíu ár?“ „Jú, mjer er sagt svo“. „Og vitið þjer það ekki, að á þessum tíma hefur hún að- eins einu sinni komið heim til sín?“ „Nei, það vissi jeg ekki, en jeg efast ekki um að þjer seg- ið það satt“. „Með öðrum orðum: í tíu ár hefir hún verið undir minni umsjá og einskis annars“. „Þjer hafið verið henni mjög góð, og jeg er viss um að fað- | ir hennar er yður mjög þakk- látur“. „Finnst yður þá ekki, herra minn, að jeg eigi heimtingu á I að vita hvers vegna hún á nú I að takast frá mjer og hvaða lífernisbreyting það er, sem faðir hennar talar um í brjefi sínu?“ I Við þessa spurningu var eins og brosið hjaðnaði á vörum i biskupsins og hann leit alvar- lega til föður míns. | „Segðu henni frá því“, sagði faðir minn og biskupinn fór að útskýra. Hann sagði að það væri ekki tímabært að skýra mjög ýtar- lega frá þessu, en svo mikið gæti hann sagt, að O’Neill væri að undirbúa gleðiríka framtíð fyrir dóttur sína og þess vegna vildi hann nú taka hana úr klausturskólanum. „Eigið þjer við giftingu?“ spurði abbadísin. „Það getur verið. Jeg hefi ekki heimild til að .... “. „Og að mannsefni hennar hafi þegar verið valið?“ „Getur verið — en jeg segi ekkert um það“. „Herra minn“, sagði abba- dísin og reisti sig. „Finnst yð- ur þetta rjettlátt?“ „Rjettlátt?“ „Já, finnst yður það rjett- látt, að faðir hennar skifti sjer ( ekkert af henni í tíu ár en komi svo og ákveði framtíð hennar hvort sem hún vill eða ekki?“ Jeg leit upp og sá að bisk- upinum var brugðið. „Göfuga móðir“, sagði hann. „Mig furðar á því hvernig þjer talið. Hvenær hefir faðir verið sviftur forráðarjetti yfir barni sínu? Hefir það ekki ver ið venja síðan heimurinn bygð ist, að faðir rjeði fyrir barni sínu? Og byggir ekki kirkjan sjálf á því, að svo skuli vera?“ „Er nú víst að hún geri það?“ sagið abbadísin og jeg fann að hönd hennar titraði. „Sumir þjónar hennar gera það, það veit jeg. En hvenær hefir kjrkj an kennt þa ðað nokkur maður hafi leyfi til þess — hvort það er faðir eða einhver annar — að ráða yfir sál annars og fjötra hana?“ „Göfuga móðir“, sagði bisk- upinn. „Kallið þjer það að fjötra sál konu að gifta hana inn í göfuga ætt, gefa henni ódauðlegt nafn, upphefð og völd“. ,,Biskup“, sagði faðir minn. „Það er víst best að jeg ^ker- ist hjer í leikinn“. GULLNI SPORINN Eftir fvuiíler Couck, 83. T „Jæja, þykir þjer jeg ekki hafa fallega rödd?“ sagðí hún um síðir. Jeg svaraði ekki fyrst í stað, en sneri mjer svo að henni og sagði: „Delía, áður en við höldum áfram, verðurou að svara því, sem jeg spurði þig. um fyrir fjórum dögum síðan. Hjartans Delía . .. .“ Jeg þagnaði skyndilega, því hún hafði allt í einu numið staðar og stóð nú og starði á mig hryggðaraugum. „Ó, Jack, hvers vegna gerðirðu þetta? Við höfum haft það svo gott saman, og nú eyðileggur þú þetta allt“. Eftir þetta hjeldum við þögul og döpur áfram göngu okkar. Delía, sem jeg hafði skýrt frá fyrirætlunum upp- reisnarmannanna, var mjer sammála um, að engum tímá væri að tapa, en að við yrðum eins skjótt og ruðið væri, að komast til Bodkin, sem lá sex eða sjö mílur fyrir suð- vestan okkur. Það var komið myrkur. Pottery skipstjóri hafði, er jeg kvaddi hann, látið mig fá lítinn vasaáttavita, og á hann leit jeg altaf öðru hvoru, til þess að vera viss um, að villast ekki. Við gengum í suðurátt, því þannig vonuðumst við til að komast út á þjóðveginn, sem lá til vesturs. Þegar birta tók, sáum við hæð framundan. en efst á henni stóð rammbyggileg höll. Við rætur hæðarinnar stóð allstór bær, sem við gerðum ráð fyrir að væri Launceston. Delía og jeg vorum nú á nýjan leik orðnir ágætis vinir, og námum staðar til að ráðgast um, hvort við ættum að halda inn í bæinn, eða í kringum hann og í vesturátt, í þeirri von, að við rækjumst á eitthvað veitingahús og gætum keypt okkur rnorgunverð. En þar sem við vissum ekki með vissu, hvort íbúarnir hjeldu með konunginum eða uppreisnarmönnum, þótti okkur hyggilegast að kjósa síðari kostinn. BAK VIÐ TORFÆRUNA Það eru þó ekki veðreiðar í dag. ★ Þolinmæði gamla kennarans var nú alveg lokið. Hann gat ekki með "nokkru móti fundið út hver hefði sett knallettur undir stólsetuna, teiknibólu á stólinn og karbíð í blekbytt- una. Hann tók því þá ákvörð- un, að nú skyldi öllum bekkn- um hegnt. Hann ljet strákana raða sjer upp fyrir framan kennaraborðið og síðan tók hann hvern og einn á hnje sjer og flengdi þá þremur vandar- höggum. Hann var búirin að flengja þá alla nema einn, minsta drenginn í bekknum. Hann horfði nokkra stund á drenginn og mælti: — Ef þú segir mjer Eiríkur, hver gerði það, þá skal jeg sleppa þjer við hegninguna. Og Eiríkur litli svaraði með f eginsandvarpi: — Kennari, það var jeg. ★ — Hannes safnar forngrip- um. — Jeg veit það, jeg hef sjeð konuna hans. ★ Af hverju drekkurðu alltaf af stútnum? — Vegna þess að einu sinni lofaði jeg konunni minni, að vínglas skyldi aldrei koma upp að mínum vörum. Móðirin (ströng): En hvers vegna sagðirðu unga mannin- um ekki að hann ætti að hætta að kyssa þig. Hanna: En mamma, þú sagð- ir mjer einu sinni, að það væri dónaskapur að taka fram í fyr- ir fólki. ★ ! — Varstu að fá brjef? — Já, frá Friðrik. — Hvernig líður honum? — Hann virðist vera búinn að fá svefnsýki. — Svefnsýki? — Já, hann segir hjer: í fjór ar vikur hefi jeg sofið í kof- anum fyrir ofan túnið .... ★ Stærsti plógur heimsins er í Texas. Hann vegur 10 tonn, er 60 feta breiður og tekur 88 plógför í einu. Hann er rekinn áfram af 85 þa. vjfl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.