Morgunblaðið - 11.09.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.1947, Blaðsíða 8
MORGUNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 11. sepr. 1647 Útg.: H.í. Árvakur, Reyítjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Yaltýr Stefánsson (ábyrgCarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði iimanlands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. XJíluerji ólri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Vandræði Breta BRESKA þjóðin á í miklum erfiðleikum sem kunnugt er. Styrjöldin hefir orðið Bretum svo þung í skauti, að þjóðin virðist eiga langt í iand að ná fyrri orku og lífs- þrótti. Svo þröngt er þar nú í búi, að almenningur verður að sætta sig við rýrari skamt af ýmsum neysluvörum sín- um, én hún átti við að búa meðan á styrjöldinni stóð. Samtímis er boðað, að vinnutími verði lengdur. Hið mikla endurreisnarlán, sem Bretar fengu frá Ameríku í fyrra, kom þjóðinni ekki að því gagni, sem vænst var. Mikill hluti af lánsfjenu eyddist í kaup á neysluvörum, er eyddust jafnóðum. Og nú hugleiða hinir vísu menn hvernig á því geti staðið, að svo fór með lán þetta, að Bretar eru litlu nær, þrátt fyrir þá aðstoð. Menn reka fyrst og fremst augun í, að nokkuð af láns- fjenu fór sem sagt í eyðslufje. En þetta er ekki fullnægj- andi skýring. Notin af hinu ameríska láni urðu minni, en vænst var, vegna þess, að verðlag fór að hækka í Ameríku svo kaupmáttur dollaranna þar, varð 30 % minni en hann var þegar lánið var tekið. Þetta hefði þó átt að geta jafnað sig upp fyrir Breta, sem gátu gert sjei' vonir um 30% hærra verð fyrir vörur þær, er þeir seldu til Vesturheims. En þeir fengu lítil not þeirrar verðhækkun- ar, vegna þess að útflutningur þeirra komst ekki í það horf, sem menn höfðu gert sjer vonir um. Bretar skiftu um stjórn rjett eftir að bandamenn höfðu unnið styrjöldina í Evrópu, sumarið 1945. Eftir kosning- arnar sem þá fóru fram, tók hrein verkamanna stjórn við völdum af samsteypustjórninni, sem haft hafði stjórn- artaumana meðan á styrjöldinni stóð. Jafnaðarmannaforingjarnir í Englandi ætluðú að gera mikið og margt á skömmum tíma samkvæmt stefnuskrá flokks síns. Mikið af iðnaði og atvinnuvegum þjóðarinn- ar var þjóðnýttur. Og almenningi var lofað miklum end- urbótum á lífskjörum sínum, eftir þrengingar styrjald- arinnar. Þetta leiddi til þess að alþýða manna leit svo á, að fjár- hagur þjóðarinnar væri í raun rjettri betri, en hann var. En það almenningsálit, leiddi síðan til þess, að gerðar voru sívaxandi kröfur til hærri launa og batnandi lífs- kjara á öllum sviðum. Nokkuð af þessum kröfum hafa náð fram að ganga. En þá um leið tók að draga úr framleiðslunni. Tilætlunin var að útflutningurinn yrði brátt 75% meiri en hánn var fyrir styrjöldina. Endurreisn landsins eftir styrjaldar- eyðinguna skyldi verða hröð. En þetta fór á annan veg. Verslunarjöfnuöurinn varð sífelt óhagstæðari með hverjum mánuði sem leið. Stafaði þetta einkum af því að kolaframleiðslan komst ekki í lag. Vinnuafköstin í námunum urðu minni en búist var við, og verkföll hafa tafið og dregið úr kolanáminu. Lengi hefjr það verið talið svo, að efnahagur bresku þjóðarinnar byggðist fyrst og fremst á kolavinnslunni. En svo virðist sem námugröfturinn sje illa þokkaður meðal breskra verkamanna. Þjóðnýting námanna hefir ekki örf- að kolaframleiðsluna Svo mikið er víst. Aukin framleiðsla er lífsnauðsyn fyrir Breta, einsog fleiri, nú á tímum. En auk þess þarf þjóðin að gera sjer grein fyrir efnahag sínum, vita hve miklu hún má eyða, til þess að hún geti búist við batnandi efnahag og lífs- afkomu. Sje ekki hægt að auka framleiðsluna þá er óum- flýjanlegt, að draga verður úr neyslunni og hver þjóð- fjelagsborgari verður að temja sjer að sníða eyðslu sína eftir raunverulegum tekjumöguleikum. Þetta sjer og skilur allur almenningur í Bretlandi nú. Og búast má við að nauðsynlegur sparnaður bresku þjóð- arinnar hafi veruleg áhrif á heimsverslunina. Að við- . skiptaveltan minki, æðasláttur viðskiftalífsins verði hæg- ari en áður. Tahð er jafnvel að verðfall geti gert vart við sig áður, en bætt hefir verið úr hinum almenna vöru- skorti í álfunni. Vertíðin á rúntinum. VERTÍÐIN á rúntinum er hafin. Hún byrjar þegar skugg arnir lengjast með rökkrinu og myrkrinu á haustin. Flúnku- nýir lúxusar, model 1947j hóst- andi Fordarar frá 1929, jepp- ar og station-waggonar, öllu er teflt fram á þessar kvöld- veiðar á aðalgötum bæjarins. Og þær tindilfættu eru ekki eins dutlungafullar og síldfisk urinn. Þær vaða í torfum, eða ein og ein og ekki er minst á hver átan sje, sem dregur þær á miðin. Og ekki heldur er að sjá að veðrið hafi nein áhrif á göngur þeirra. Kvöld eftir kvöld aka bíl- arnir í strollu, ofurhægt eftir Austurstræti, beygja suður Að alstræti, inn í Kirkjustræti og svo hringinn. Það er endalaus halarófa. Þegar einhver fær gott kast, stöðvast öll runan meðan verið er að fást við veiðina og loks er hún háfuð inn í lúxusinn eða jeppann. • Eldgamall siður — ný aðferð. ÞESSAR kvennaveiðar eru vitanlega ekkert nýtt fyrir- brigði. Þær hafa verið til frá upphafi vega og verða vafa- laust til á meðan „gumi girn- ist mey“. En það eru aðeins veiðiaðferðirnar sem taka stakkaskiftum. Og það hefði heldur ekki tekið því að orða þetta á prenti, ef ekki vildi svo til, að göturnar- í Reykja- vík þola ekki- þetta rölt. Það eru fleiri borgarar, en veiði- mennirnir, sem þurfa að fara eftir götunum, en það er svo að segja ógjörningur að koma bíl inn á Asturstræti að kvöld lagi nema vera í halarófunni. Austurstræti hefir forgangs- rjett fyrir göturnar sem að því liggja hvað akstur snertir. Af þessum ástæðum verður að fara þess á leit við götulög- regluna, að hún finni einhver ráð til þess að afnema veið- arnar á rúntinum. • Umferðaljósin ókomin. ÞAÐ var að því vikið hjer á þessum vettvangi í vor, að það væri ekki lengur hægt að kom ast hjá því að koma upp um- ferðaljósum á helstu götum höfuðstaðarins. Viðhorfið hef- ir ekki breyst, nema ef vera skyldi í þá átt, að eftir því sem bílunum hefir fjölgað, er enn meiri ástæða en áður til að koma umferðarljósunum upp. En nú er mjer sagt, að það hafi ekkert verið gert til þess að fá Ijósin. Og hvenær koma þau þá? Það má guð og við- skiftanefndin ein vita. ílát undir brennivín. EINHVERNTÍ MA voru tveir karlar, báðir við skál, að deila um það hvort það væri hægt að drekka svo mikið, að máð- ur gæti lifað á því að selja tómar flöskur. Ekki er getið um hvort þeir komust að nokk urri niðurstöðu. Mjer datt þessi saga í hug er jeg las auglýsingu frá Áfeng isversluninni um að hún keypti allar algengar þriggja pela flöskur fyrir 50 aura stykkið og minti á um leið, að í ná- grannalöndunum fengju menn ekki áfengi nema að koma með flösku undir það. í lausri vigt. MENN verða með öðrum orð um að koma með ílát undir brennivínið. Þetta hefir þann kost að menn spara tappatog- ara, en hver veit nema að Arn arhóls-viðlegumenn stofni nú fjelagsskap til þess að heimta brennivín á flöskum, en ekki í „lausri vigt“ og að minsta kosti er það ekki nema sann- girniskrafa að afgreiðslumenn irnir í Austurríki og Dýra-rík- inu setji á sig höfuðklúta — af hreinlætisástæðum. Endar mcð slysi. SKELFING er að sjá hvern- ig margir vörubílstjórar ganga kæruleysislega frá varningi, sem þeir flytja. Þeir stafla á vörupallinn eins og frekast er unnt, jafnt þungavöru, sem ljettari og hirða margir hverj- ir ekkert um hvort vÖrurnar tolla á pallinum eða ekki. Það endar með því fyr eða síoar, að það hljótast slys af þessu kæruleysi. • Misræmi. LÖGREGLUÞJÓNAR draga miskunnarlaust menn fyrir dómarann, sem hafa lagt bíl- um sínum ólöglega á götum bæjarins. Þannig á það líka að vera. En nokkuð misræmi er í því, að sömu lögregluþjónar skuli orða og athafnaiaust horfa á bílstjóra fremja önnur brot á umferðareglunum. Það kem- ur varla fyrir að menn sjeu stöðvaðir fyrir að „stela rjetti“ af öðrum við gatnamót, en það er mjög algengt, og stórhættulegt brot. Vilja ekki lögregluyfirvöld- in athuga þetta? « Saga frá Englandi. BRETAR eiga það til að vera fyndnir og ekki síst þegar illa gengur. Fjöldi pólitískra smá- sagna ganga jafnan manna á milli og eru birtar í blöðun- um. Lýsa þær oft betur ástand inu í landinu og hug almenn- i-ngs yfirleitt, en mörg alvar- leg orð. Hjer er ein: — María litla kom í skól- ann einn dag og sagði við kenn arann sinn, sem er sósíalisti: „Kisa mín er nýbúin að eign- ast finmm splúnku nýja ketl- inga og þeir eru allir sósíalist- ar.“ — Kennaranum líkaði þetta vel og sagði: „Þetta verður þú að segja skólaeftirlitsmanninum, þegar hann kemur í heimsókn næst“. En það liðu sex vikur þar til eftirlitsmaðurinn kom, en María mundi eftir orðum kenn arans og sagði við ,'eftirlits- manninn: „Kisa mín á fimm ketlinga og þeir eru allir í íhaldsflokkn um“. „María“, sagði kennarinn. „Þú sagðir mjer söguna öðru vísi fyrir sex vikum“. „Það er líka rjett“, sagði María, „en nú eru ketlingarn- ir farnir að sjá“. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . AÐ HVE miklu leyti geta þjóðir Evrópu hjálpað sjer sjálf ar, að hve miklu leyti geta þær hjálpað hver annarri og hve mikla hjálp þurfa þær að fá frá Bandaríkjunum. Þannig er undirstaða Marshall-áætlunar- innar. Fyrst og fremst verða þjóð- irnar sjálfar að reyna að hjálpa sjer, því að ef þær leggja ár- ar í bát, þá tapa þær í raun- inni tilverurjetti sínum. Endurreisnartímar. Nú er um alla Evrópu mik- il öld endurreisnar og nýbygg- ingar. Margt hefur verið eyði- lagt í hamförum styrjaldarinn ar og nú verður að reisa það við. En flestar þjóðirnar eru framgjarnar og þeim nægir vart gð reisa við hið gamla, heldur háfa þær , áætlanir um að komast lengra og gera meiri kröfúr til lífsins en á árunúm fyrir styrjöldina. Og það er ekki aðeins, að (Jm endurreisn ífalíu þjóðirnar, sem voru sigursæl- ar í styrjöldinni reisi við, kúgi hinar sigruðu til að standa und ir bagganum. Menn skilja, að ef Evrópa á að hefja sig upp úr fátækt og örbirgð, verður hún öll að standa saman, jafn vel þótt þjóðirnar hafi barist sitt hvoru megin við víglín- una. — Endurreisn Ítalíu. Hjer fer á eftir yfirlit yfir endurreisn Italíu eins og hún er nú komin og eins og hún er áætluð næstu ár. Italía hefur á boðstólum ýms- an varning, sem skortur er á í öðrum löndur Evrópu. Það eitt nægir til þess, að hún er ómissandi í samfjelagi Evrópu landanna. Fyrst og fremst geta ítalir framleitt bifreiðar. Stærstu bifreiðáverksmiðjurnar eru Figt vérksmiðjurnar í Torinó. Þær framleiða nú lítið annað en dýra skrautvagna, sem hafa verið seldir út úr landinu íil að afla gjaldeyris. Nú á næst- unni verður farið að framleiða mikið af sterkum og stórum vörubifreiðum, sem verða þá verkfæri til að auðvelda sam- skifti þjóðanna og flytja varn- ing milli landa. Aðrar verksmiðjur eru að hefja mikla framleiðslu á drátt arvjelum, strætisvögnum, járn brautarvögnum og fleiri farar tækjum. Á Norður-Ítalíu eru miklar vefnaðarvöruverksmiðjur. Þær framleiða nú þegar mikið, en hægt er að auka framleiðsluna enn og lækka þar með verðið á vefnaðarvörum í allri Ev- rópu. I Neapel og Bari eru miklar olíuhreinsunarstöðvar, sem verða starfræktar með fullum krafti, svo áð ýmsar aðrar Evróþuþjöðir ‘gétá1 há'ft þar gagn áf. ítalski iðnaðurinn mun á Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.