Morgunblaðið - 13.09.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1947, Blaðsíða 1
tmftfafrito 34. árgangnr 207. tbl. — Laugardagur 13. september 1947 íasfoldarprentsmiðja h.f. lær allar núverandi birgðir áf saltfiski seidar Greiðslur fara fram I dollurum og pundum ÞÆR saltfiskbirgðir, sem til eru í landinu, hafa nú verið seldar. Námu þœr samtals 25 þúsund smálestum. Það var Sölu- sa'mband íslenskra fiskframleiðenda, er seldi fiskinn. En svo sém kunnugt er, hefur S.I.F. annast alla saltfisksölu lands- míanna. -K'ristján Einarsson, forstióri'* S.I.F., skýrði Morgunblaðinu frá þessum gleðitíðindum í gær. Á næstu þrem mánuðum vei-ður fiskinum afskipað bjer. Kristján Einarsson gat þess ennfremur, að rxú sem stendur sje óselt óverulegt magn af upsa. Ennfremar fiskur, sern verið er að þurrka, en láta mun nærri að það sjeu um 1000 smálestir. Kaupendurnir Kaupendurnir eru okkar gömlu viðskiptalönd með salt- fisk: Italía og Grikkland, enn- fremur Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Svíþjóð. Mestur hmti fisksins fer til Italíu og Grikkland. Greiðslur íyiir fiskinn fara að mestu leyti fram í sterlings- pundum og dollurum. Ehgar skemmdir Þá skýrði Kristján Einars- son svo frá, að engra skemmda hafi orðið vart í saltfiskinum. Má ef til vill þakka það nokk- uð tíðarfarinu hjer sunnan- lahds, hversu cólarlítið hefur verið og hitar litlir, en hjer um slóðir er mestur hluti fisksins geymdur og sá elsti. Fór betur en á horf&ist Landsmenn allir munu fagna þessum tíðindum. Marg- ir voru þeir er svartsýnir voru, er rætt var um saltfisk- framleiðsluna. En nú geta allir orðið sammála um, að vel hafi farið. Kaupmannahöfn í gær. VIÐSKIFTAVIÐRÆÐUM milli Dana og Breta^ sem stað- ið hafa yfir um hríð hefir nú verið frestað um óákveðinn tíma. Gátu Bretar ekki gengið að verðhækkunarkröfum Dana og buðu ekki nema litla verð- hækkun á dönskum landbún- aðarvörum. Politiken skrifar, að við- skiftasamningar Dana og Breta hangi í lausu lofti. Danir verði að athuga sinn gang um hvort viðskiftasamningunum eigi að halda áfram, ef Bretar neiti stöðugt að hækka verðið. Önnur lönd vilji gjarna kaupa danskar landbúnaðar- afurðir við hærra verði en Bretar greiði. Rússar vilji t. d. gjarna kaupa danskar landbún aðarafurðir og greiða með rúg- mjeli, sem Dani vanti. — Páll. Bevin frestar för sinni til París Vegna gagnrýni (laylons LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ERNEST BEVIN, utanríkisráðherra Betlands, hefur frest- að fyrirhugaðri ferð sinni til Parísarborgar. Hann ætlaði að fara næstkomandi mánudag og flytja þar ræðu við slit Parísar- ráðstefnunnar. Viku seinna vn ákveðið var Ráðstefnuslit verða viku síðar en áður var ákveðið, eða 22. september og mun Bvein halda ræðuna þá Gagnrýni Claytons Frestun þessi stafar af þvi, að Clayton, varafjármálaráð- herra Bandarixjanna, hefur mjög gagnrýnt skýrslu nefnd- ar þeirrar, sem átti að semja yfirlit yfir efnahagsmál Evr- ópuþjóðanna. Liggja á Bundaríkjunum Clayton sagði, að ef ekki kæmu fram nákvæmari skýrsl ur um hve mikið Evrópuþjóð- irnar gætu sjálfar hjálpað sjer yrði það aðein.> til að vekja grun meðal Bandarikjamanna um að þær væru að reyna að liggja algjörlega á hjálp fiá Bandaríkjunum. Næstu viku verður því safn- að nákvæmari gögnum um framleiðslugetu og viðbjargar- viðleitni þjóðanna. i Farísarráðstefnan endirskoðar ólyklanir sínar um Marshall- tiUögurnar Ráðstefnan framlengd um eina viku Thor Jensen fáiínn THOR JENSEN andaðist að heimili sínu Lágafelli í Mosfells sveit aðfaranótt föstudags þ. 12. september. Hann veiktist snögg lega að morgni þess 4. s. m. fjekk aðsvif er hann var að klæða sig. Kom brátt í ljós að hann hafði fengið heilablæð- ingu. Var hann oftast með lítilli rænu eftir það en meðvitund- arlaus frá síðari hh.ta miðviku- dags. Hann var 83 ára að aldri fædd ur 3. des. 1863. Með-Thor Jen- sen er hniginn eirin hinn mesti framfara og athafnamaður sem ísland hefir átt. Ráðstefna um sam- einingu bresku ný- lendna í V.-lirdíum London í gær. CREECH JONES nýlendu- málaráðherra Breta er nú stadd ur við Montico-fióa, þar sem hann opnaði sameiginlega ráð- stefnu sem haldin er þar til þess að koma á sameiningu ailra Vesturindísku nýlendna Breta. Jones sagði í ræðu, sem hann flutti við þetta tilefni, að sam- ining eyjanna táknaði aukna velmegun á þeim öT.um en hins- vegar sagði hann, að ef sam- einingin tækist ekki myndi það verða til þess að eyjarnar yrðu mörgum kynslóðum á eftir tim- anura. — Reuter. PARIS í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÁÐSTEFNA Evrópuþjóðanna 16 um Marshali-tillögurnar verður f ramlengd um. eina viku. Lýkur henni ekki á mánudag, eins og ráð hafði verið fyrir gert, heldur annan mánudag, 22. september. Forseti ráðstefnunnar, Sir Oliver Franks, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í kvöld. Hefir ráðstefnan í hyggju að endurskoða ályktanir sínar og þá aðallega í sex atriðum, en það er Bandaríkjastjórn, sem farið hefir fram á slíka endurskoðun. Éíssar segja Persa hafa svikiS London í gær. í MOSKVA-ÚTVARPINU í dag var farið hörðum orðum um að persneska stjórnin hefði svik ið samning sinn við Rússa um sameiginlegt olúitjelag þjóð- anna. Fyrirlesari útvarpsins sagði, að með samningnum, sem gerð- ur hefði verið fyrir um það bil ári hefði svo verið fast á- kveðið, að olíufjelagssamsteypa Rússa og Persa skyldi mynduð. Hins vegar hefði forsætisráð- herra Persíu nýlega sent brjef til rússnesku stjórnarinnar, þar sem hann segði, að áður en full- komlega yrði gengið frá stofn- un fjelagsins yrði persneska þingið að samþykkja samning- inn. Fyrirlesarinn virtist á þeirri skoðun að þetta væri sama og bein svik, þar eð hann taldi víst, að persneska þingið myndi ekki samþykkja samn- inginn. Vegna þessa hefur breska stjórnin birt álit sitt á slíku sameiginlegu olíufjelagi Rússa og Persa, og segir hún, að hún geti ekki haft neitt á móti slíkri samvinnu, ef til hennar sje stöfn að af frjálsum vilja beggja þjóða. — Reuter. Samningum á Akureyri sagl upp Frá frjettaritara vorum VINNUVEITENDAFJELAG Akureyrar, Akureyrarbær og Kaupfjelag Eyfirðinga, hafa sagt upp samningum sínum um kaup og kjör verkamanna við Verkamannafjelag Akureyrar- kaupstaðar. Samningunum er sagt upp frá og með 15. okt. n. k. "^AtriSin sex. Atriðin, sem ráðstefnan mun taka til endurskoðunar eru þessi: 1. Atriði, sem varða alþjóða- vandamál, fjárhags og gengis. 2. Atriði, sem varða afstöðu og stefnu þeirra 16 þjóða og sem þær hafa komið sjer saman um. 3. Atriði, sem varða störf ráð- stefnunnar í sambandi við millilandaviðskipti og tolla- mál. 4. Málefni, sem varða fram- kvæmdir Evrópuþjóða og sem kunna að fá fjármagn annarsstaðar frá en Banda- ríkjunum, t. d. alþjóðabank- anum. 5. Atriði í sambandi við fram- leiðsluáætlanir, sem ráð- stefnan gerir ráð fyrir. 6. Atriði, sem varða áætlanir og eftirlit, ef Bandaríkin á- kveða að hjálpa þeim þjóð- um, sem þátt taka í ráðstefn unni og hvernig best verði að haga þeirri aðstoð. Samkvæmt beiðni Bandaríkjanna. Um ástæðuna fyrir fram- lengingu ráðstefnunnar sagði Sir Oliver: „Undanfarna daga höfum við staðið í nánu sam- bandi við vini vora Bandaríkja menn og þeir hafa bent okkur á ýms atriði í áiyktunum og skýrslum ráðstefnunnar, sem ekki eru nægilega Ijós og hafa þeir óskað eftir, að við tækjum þessi atriði til nánari yfirveg- unar. Við höfum jafn mikinn áhuga fyrir því sem þeir, að ráðstefnan leysi hlutverk sitt vel og skilmerkilega af hendi og ekki verði neinn misskilning ur í framtíðinni útaf störfum hennar og ályktunum. „Það skiftir ekki svo miklu máli, hvort ráðstefnan stendur nokkrum dögum lengur, eða skemur, aðalatriðið er að hán ljúki hlutverki gínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.