Morgunblaðið - 13.09.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1947, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: Sunnan kaldi eða stínnings- kaldi. — - Skúrir. KJOR VERKAMANNA und- ir oki kommúnismans heitir grein á 7. síðu. Sunnubryggja r \ TIL viðbótar fijettum þeim er frjettaritari Mbl. á Siglufirði símaði um skemdir þar af völd- um ofviðursins, símaði hann í gærkvöldi, að skemdir hefðu orðið á Sunnubryggju. Skip er bundin voru við nryggju þar skammt frá, slitnuðu upp og rak þau undan veðriru á bryggj- una og skemdu hana talsvert mikið. Þá hrundi hús, er nýlega var iokið við að hlaðá upp. Trjá- plöntur við kirkjuna slitnuðu upp með rótum undan veðrinu. I gær var skriðum þeim er fjellu í Siglufjarðarskarði rutt í burtu og er vegurinn orðinn fær á ný. ■ ■ Oðru sænska skipinu bjargað Frá frjettaritara vorum á Siglufirði SKONORTAN Skandia, sem rak á land við Bakka hjá Ás- geirsbryggju í ofviðrinu, náðist iit í gærkveldi. Það var sænskt skip sem dró hana á flot. Hinu sænska skipinu sem strandaði við Skutugranda, tókst ekki að ná á flot í morg- un, er tilraunir voru gerðar. Var þá farið að Ijetta skipið, ef vera mætti að þá tækíst að ná því. Er farmi skipsins skipað yfir í annað sænskt skip. Er síðast frjettist var kominn leki að skipinu. 207. il)3. — Laugardagur 13. september 1947 Flótiafólk frá Esfiandi Finnbjörn sigrar í langsfökki ÍR-INGARNIR tóku þátt í ,,Septemberspelin“ í Stokkhólmi í gær. Úrslit voru ekki kunn að öllu leyti er blaðið fór í press- una vegna slæmra hlust- unarskilyrða, en þó heyrð- ist' þao að Finnbjörn sigr- aði í langstökki stökk 6,98 m., annar varð Strand, sem vann langstökks- keppnina á Norðurlanda- mótinu. Þá varð Finnbjörn annar í 200 m. hlaupi á sama tíma og sigurvegar- inn Lundqvist, á 22,1 sek. Það var tekið fram að Haukur gat ekki verið vegna smá tognunar, sem hann fjekk í boðhlaups- keppninni á Norðurlanda- mótinu. Oskar tók þátt í 3000 m. hlaupi, en óvíst er um árangur hans þar. I dag verður fjelagakepn- in við Skuru IK, en á sunnudag fara íslensku íþróttamennirnir til Kaup- mannahafnar og koma heim með Heklu n. k. fimtudag. Þegar Rússar lögðu umlir sig Eystrasaltslönd n og fjötruðu íliúana í viðjar kommúnism- ans flúði fólkið þúsumlmn saman frá okinn. Ilefur niargt af þessu flóttafólki lent í hin- um mestu raunum. Margir hafa revnt að koinast til Ameríku og lagt á Atlantshafið í smá- kænum. Sumir hafa náð markinu, en aðrir farist. Iljer á myndinni sjest fjölskylda frá Estlandi, sem ætlar að freista að komast yfir Atlantshaf á litlum fiskibát. Myndin var tekin fyrir skömmu í enskum hafnarhæ. Fundur Alþjóðabankans lieldur áfram r,Fyr$l og fremsf verða þjóðirnar að byggja upp heilbrigl efnahagskerfi ■ i? LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRAMHALDSFUNDUR Alþjóðabankans hjelt áfram í dag. Hjelt M. Camille Goud, formaður gjaldeyrissjóðsins, ræðu, þar sem hann kom með yfirlit yfir starf hans á síðasta ári. Mc Clay, forseti Alþjóðabankans, hjelt einnig ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir allsherjar ástandi í fjármálum veraldarinnar. Engan klíkuskap V Goud, formaður gjaldeyris- sjóðsins, sagði að ef heimurinn ætti að komast skaðlaus út úr öllum þeim eifiðleikum, sem nú steðjuðu að, yrði fyrst og fremst að koma í veg fyrir að föst viðskiptasvæði mynduð- ust, svo að aðrar þjóðir yrðu útilokaðar frá verslun við heil svæði. Vertfa sjálf að gera lilraun Mc Clay, forseti Alþjóða- bankans, lagði rika áherslu á, að þau lönd, sem bæðu um lán yrðu, sem Trurnskilyrði fyrir því að lánið yrði veítt, að sýna að þau væru að reyna að byggja efnahagskerfi sitt á heil brigðum grundvelli. V innuaflsskorlur Hann minntist á vinnuafls- skortinn í löndum Evrópu og sagði, að nokkuð mætti bæta úr honum mcð því, að taka í vinnu þeirra vegalausu manna, sem lægju atvinnulausir langt frá heimalandi sínu. Lána út Mc Clay sagði, að eiria rík- ið, sem liefði fallist á, að öll innstæða þess í Alþjóðabankan um væri lánuð út, væri Banda- ríkin. Hann hvatti þjóðirnar mjög til að veita leyfi til út- láns á eigum þeirra í bankan- um, því að það myndi mjög greiða fyrir viðskiptum þjóða á milli. VILL FA HANN LAUSAN. PARÍS: — Faðir bandaríska Gyðingsins, sem handtekinn var fyrir þátttöku í fyrkhug- aðri „dreifibrjefaárás" á Lond on, hefir ákveðið aðv biðja bandarísku stjórnaívöldin að skerast í málið og krefjast þess að sonurinn verði látinn laus. OVENJULEGT flóð var í Olfusá í gær og í fyrradag. Þar sem áin rennur um Arnarbæl- ishverfi og Hjallahverfi flæddi áin yfir bakka sína og engjar. Bændur á 10 til 15 bæjum áttu hey í sætum og flatt á engjunum og hefir flóðið sóp- að því í burtu. Hve mikið hey mu ræðir, verður ekki sagt með neinni vissu, en láta mun nærri að það skifti nokkrum hundr- uðum hestburða. Hvergi hefir áfn flætt inn á tún, en flóðið nær að túnum bæjanna Grímslæks og Hrauns. Klukkan 3 í gærdag byrjaði flóðið að rjena og töldu menn að engjarnar myndu koma vel undan vatninu. Morgunblaðinu hafa borist litlar frjettir af frekari skemd- um af völdum veðursins í aust ursveitum. Víða hafa þó hey bænda fokið að meira eða minna leyti. Fjekk rúm 4000 kil eftir 5 daga úlívist UNDANFARIÐ hefur afli á Halamiðum verið óvenjulega góður. Togararnir hafa fengið fullfermi, eftir 5 til 7 daga úti-> vist. Um hádegisbilið í gær, kom Akureyrartogarinn Kaldbakur hingað til Reykjavíkur af veið- um. Hann var um það bil 5 j/3 sólarhring að veiðum á Hala- miðum, og hafði þá fengið fu!| fermi, milli 4100 og 4200 kit.: Á leiðinni inn lenti skipið í of-> viðrinu og sögðu skipverjar togarann hafa farið vel í sjó. Milli klukkan 5 og 6 i gær- kvöldi, lagði Kaldbakur af stað áleiðis til Grimsby, en þar verður afli sldpsms seldur. Kúabóla kemur upp á bæ á Kjaiarnesi i KUABÓLA hefur komið upp í kúm á bænum Sjávar* hólum á Kjalarnesi. — Hefur þetta vakið mildð umtal hjer í bænum og jaínvel borið á hræðslu í fólki. Hjeldu sumir, að um bólusótt væri að ræða, en það er al-rangt. - - Um sýkinguna í kúnum er það að segja, að hún er sama’ eðlis og þegar fólk er bólusetf við kúahólu, enda telja læknar að kýmar hafi smitast af börnum þar á bænum, er ný-< lega vom bólusett. Strax og læknar urðu þessa: varir settu þeir sölubann á mjólk frá Sjávarhólum og verð ur bannið á uns búið er að græða kýmar. Ný úlflulningsáætlun Brela BRESKA stjórnin hefir gert nýjar áætlanir um útflutning á' næstu árum og sett markið hátt. Sir Stafford Crips, verslunar- málaráðherra skýrði frá þessU í gær. Hann boðaði, að þessi útflutn- ingsáætlun myndi valda því að enn yrði um hríð rkortur á ýmg um nauðsynjum í Bretlandi, en hann taldi, að breska þjóðin myndi geta komist af sæmilega eins og hingað til, þótt hún legði að sjer til að geta flutt út framleiðsluvörur , sínar í stað þess að nota þær sjálf. Fulitrúar stjettaráðstefnunnar fá ýms gögn til athugunar RÁÐSTEFNAN, sem ríkisstjórnin boðaði til með fulltrú< um frá stjettarfjelögunum, hjelt áfram í gær og stóð fundmj yfir frá klukkan 1,30 til 5,30 eftir hádegi. Fóru fram almennar um-^- um- ræður í gær og fengu fundar- menn ýms gögn og skýrslur til að kynna sjer, til næsta fundar, sem verður á mánu- daginn kemur. Á fimmtudag, þegar ráð- stefnan var sett í Alþingishús-* inu, ávarpaði forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson, fulU trúa, en ennfremur tóku til máls ráðherrarnir Jóhann Þ. Jósefsson og Bjarni Asgcirssoa^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.