Morgunblaðið - 17.09.1947, Side 1

Morgunblaðið - 17.09.1947, Side 1
VERSLUNARNEFNDIN frá Hollandi, sem stödd er hjer í bænum um þessar mundir, talið frá vinsíri: Dr. E. D. Meester, forstjóii fyrir sambandi utanríkisviðskifía, Haag, Drs. A. Rom Colíhoff. ritari hollenska iðnsambandsins, Haag. J. C. Backer Overbeek, fiá hollenska skipa- eigendafjelaginu, T. M. W. Kreek, forstjóri út flutningsdcildar Philips-verksmiðjanna , End- lioven. Dr. Tj. Bakker, landbúnaðarfuUtrúi holl ensku stjói narinnar í London. J. W. T. E. Sikkes, ritari hollenska kaupmannafjelagsins í Haag o g W. T. Hoogerboord, forstjóri N. V. Alge- meene Veevoeder Maatschappy, Rotterdam. — (Myndin tekin að Hótel Borg í gær. (Ljósm. Eiríkur Hagan). Sjá frjett um þá á 2. síðu. Cripps ræðir við baðmullariðnaðar- menn Enginn kolaskortur í vetur Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. London i gær, SIR STAFFORD CRIPPS átti í dag ráðstefnu með for- ustumönnum í baðmullariðnaði Bretlands til þess meðal annars að segja þeim, hve mikinn þátt baðmullariðnaðurinn rnuni eiga í aukningu útflutningsins. Bæði verður að auka framleiðsluna og að minka fataskamt. Bretar selja gull BRETAR hafa selt Banda- ríkjunum 20 milljón sterlings- punda virði í gulli, og er það allmikill hluti af allri gulleign Breta. Voru þeir tilneyddir til þessa af dollaraskortinum og vegna þess, að þeir þurfa að kaupa ýmis tæki og vörur en ákveðið hefur verið að ganga ekki meira á bandaríska lánið. Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna sett Eina von þjéðanna um raunverulegan trið ANNAÐ allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna var sett í kvöld í Lake Success við New York. Viðstaddir voru meðlimir frá hverju hinna 57 ríkja, sem sæti eiga þar. Setningin fór mjög hátíðlega fram. öllum ræðum fulltrúanna var útvarpað og allri athöfninni var sjónvarpað. Danir senda mót- mæli til Rússa DANSKA utanríkisráðuneyt- ið hefur enn sent mótmæli til Rússa vegna þess, aö sprengjum og jafnvel eiturgashyikjum hef- ur verið kastað í Eystrasalt ná- lægt Bornholm. Þegar danska stjórnin mót- mælti þessum aðförum Rússa fyrir einni viku síðan sagði So- kolovsky yfirmaður rússneska hernámsliðsins, aö Rússar skyldu láta kasta sprengjunum annars staðar. Þrátt. fyrir það loforð hafa Rússar ekkert breytt til um og hefur kQmið skýrsla frá dönskum varðskip- um um að sjest haft til rúss- neskra skipa nýlega. sem voru að kasta meiri sprengjum utan borðs. — Reuter. Aranha forseti þingsins. í kosningunni um forseta þingsins sigiaði Aranha utanrík ismálaráðherra bæð þá Her- bert Evatt fulltrúa Ástralíu og Jan Masaryk fulltrúa Tjekkó- slóvakíu. — í fyrri atkvæða- greiðslu fjekk Aranha 26 atkv. Évatt 23 og Masaryk 6. Þar sem krafist er % greiddra atkvæða var kosið aítur. Fjekk Aranha þá 29 atkvæði og Evatt 22. CAIRO: — Tólf egypskir stúdent- ar voru handteknir af lögreglunni í Cairo fyrir að hegða sjer ósæmi- lega í fjöldagöngunum, sem mót- mæltu hersetu Breta á landinu. — Þeir voru látnir lausir daginn eftir. FramvörSur Cripps sagði, að baðmullar- iðnaðurinn væri framvörður í útflutningssókn Breta og því yrði hið skjótasta að auka fram leiðsluna. Nú þegar verður að auka hana um 10% og eftir sex mánuði um 20%. Minkaður skamtur Fataskamtur í Bretlandi hef- ur verið minkaður enn og fá menn nú ekki nema 20 miða í stað 23 áður. Enginn kolaskortur Cripps sagði, að baðmullar- iðnaðurinn þyrfti ekki að óttast kolaskort því að bæði væru Bret ar það vel birgir að kolum nú, að þeir hefðu nóg l'yrir vetur- inn, en svo líka ef til þess kæmi myndi utflutningsiðnaðurinn vera látinn ganga fyrir um kol. Erlendir sjálfboðaliðar Um erlenda sjálfboðaliða sem hafa fluttst til Bretlands sagði Cripps, að þeir gætu mikið bætt úr vinnuaflsskorti Bretlands. -— 1600 hafa þegar komið til lands ins og á næstunni er von á fleir- um. — Reuter. Verslunarsamningar Dana og Breta Danir heimta 3 shillinga fyrir smjörpundið FRAMLEIÐSLAN í PÓLLANDl EYKST New York: Pólski sendiherr- ann í Winewitz hefur sagt, um Pólland, eftir að hann kom það- an fyrir skömmu, að atvinnu- vegunum hafi mjög farið fram, kolaframleiöslan sje komin upp í 80% af fyrirstríðsframleiðslu. Hann segir, að stjórnmála- ástandið megi ekki hafa áhrif á beiðni Póllands um lán hjá Al- þjóðabankanum. Khöfn í gær. í samtali við tíðindamann Kemsley í Khöfn, sagði A. E. Feaveryear, formaður bresku verslunarnefndarinnar, að Dan ir heimtuðu þrjá shillings fyr- ir pund af smjöri og shillings fyrir pund af svínakjöti. Erfiðleikarnir miklir. Feaveryear sagði: Erfiðleik- arnir á að ná samkomulagi, hafa aldrei verið eins miklir og nú og verður báðum þjóð- unum bæði vonbrigði og tjón, ef ekki næst eitthvað samkomu lag. Minni framleiðsla. Miklir þurkar og skortur á fóðurvörum hefir minkað fram leiðsluna svo að Danmörk getur ekki flutt út eins mikið og æski legt væri. Síðasta ár keyptu Bretar 52.000 smálestir af smjöri af Dönum, en á þessu ári geta Danir ekki flutt út nema 40.000 smálestir. Danska smjörið er of dýrt. Feaveryear sagði: Það er ó- mögulegt fyrir Brc-ta að kaupa danska smjörið á 3 shillinga, þegar þeir geta fengið smjör frá Ástralíu og Nýja Sjálandi á 1 sh. 9 d. —Kemsley Samningarnir fóru út um þúfur I Reutersfrjett seint í gær- kvöldi segir, að verslunarsamn- ingarnir milli Breta og Dana, hafi farið út um þúfur. Það er þó tekið fram, að gerðar verði fleiri tilraunir á næstunni. Þýðingarmikið fyrir smá- þjóðir. Eftir atkvæðagreiðsluna sett- ist Aranha í forsetasæti og hjelt hann ræðu við þetta tækifæri og sagði meðal annars, að þessi samkoma væri sjerstaklega þýð ingarmikil fyrir smáþjóðirnar og að raunverulegan frið gæti heimurinn aðeins fengið með störfum Sa.neinuðu Þjóðanna. Smáþjóðirnar ákveði sjálfar sín innanlandsmál. Hector Mac Neill fulltrúi Breta á samkomunni ljet í ljósi óskir sínar um að smáþjóðirnar fengju að ákveða sín eigin inrx anlandsmál án þess að ná- grannaþjóðirnar skiptu sjer af því. Sagði hann, að erlendar þjóðir væru að skipta sjer af innanlandsmálum Grikklands og verkefni S.Þ. væri að hafa eftirlit með því að rjettur Grikkja væri ekki skertur. Um neitunarvaldið sagði Mac Neill, að Bretar álitu ekki að það ætti að afnema það, en víst væri, að undanfarið hefði það verið misnotað hraklega. Frakkar styðja Itali. Bidault utanríkisráðherra Frakka kom til New York i morgun, og sagði við blaða- menn, að það mál, sem Frakk ar myndu fyrst og fremst styðja, væri að Ítalía fengi að taka þátt í samtökum S.Þ. Hann sagði ennfremur, að hann áliti, að Italir, sem hefðu unnið mikið og ættu mikið und ir nýlendu sinni í Norður Af- ríku hefðu svo mikinn eignar- rjett á Libyu, að ekki væri mögulegt að rífa hana frá henni. Bandarískt stál til Þýskalands NEW YORK: óstaðfestar fregn- ir herma, að bandarískar stálverk smiðjur hafi fengið pantanir fyrir milljón dollara frá þýsku járn- brautunum. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.