Morgunblaðið - 17.09.1947, Síða 2

Morgunblaðið - 17.09.1947, Síða 2
2 MORGUPÍBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. sept. 1947, Verðbólguna verður uð lækku Með því er unt að koma í veg fyrir vinnudeilu „EKKI munar um einn blóð- mörskepp í sláturtíðinni“ hugsa kommúnistar. Þeim verður þess vegna ekki mikið fyrir, að bæta rjett einum ósannindunum við ofari á öll þau ókjör ósanninda og rangfærslna, sem út úr þeim velta um þessar mundir. Atvinnurekendur standa ekki undir hinu háa kaupgjaldi. Engan getur þessvegna furð- að á þó að kommúnistar skrökvi upp, að ríkisstjórnin hafi fyrirskipað uppsögn Dags- brúnarsamninga. Ákvörðunar- valdið um það, hvort Dagsbrún- - arsamningunum skuli sagt upp eða ekki, er að sjálfsögðu í hönd um samningsaðila einna. — At- vinnurekendur tóku þá ákvörð- un að segja upp samningunum án nokkurs atbeina ríkisstjórn- arinnar. Hitt leiðir af sjálfu sjer, að Reykjavíkurbæp segði einnig . upp samningunum af sinni hálfu, úr því að atvinnurekend- ur höfðu gert það. Samningar . Dagsbrúnar og Reykjavíkurbæj ar hvíla algjörlega á grundvelli samninganna milli Dagsbrúnar og atvinnurekenda. Rcykjavíkurbær horgar sama kaup og aðrir. Dagsbrún og Reykjavíkurbær hafa aldrei samið sjálfstætt sín á milli. Það hefur fyrst verið eftir að Dagsbrún og atvinnu- rekendur hafa náð samkomu- lagi sín á milli, sem Reykjavík- urbær hefur gengið inn í þá, með þeim breytingum einum, er leiða af sjerstöðu hans. Ef þessi háttur væri eigi á hafður, mundi þar af leiða óhæf an glundroða í kaupgjaldi verka manna. Glundroða, sem væri jafn fráleitur og hættulegur, hvort sem hann væri skoðaður frá sjónarmiði verkamanna, at- vinnurekenda eða bæjarfjelags- ins í heild. Um þetta urðu allir bæjar- fulltrúar, aðrir en erindrekar kommúnista, sammála, enda er ekki efi á, að yfirgnæfandi meirihluti borgara bæjarins er bæjarstjórninni sammaþ um þetta. Sökin er hjá kommúnistum. Ánægja kommúnista af því, að rangfæra öll mál og snúa sannleikanum statt og stöðugt við, á eflaust ríkan þátt í upp- hlaupi Þjóðviljans nú í þessu tilefni. En hjer býr einnig ann- að undir. — Þjóðviljinn er að reyna að draga athygli manna frá þeirri scaðreynd, að það er kommúnistum að kenna, ef nú á ný hefjast harðvítugar vinnu- deilur hjer í bænum og víðsveg- ar um land. Á síðastliðnu vori ginntu kommúnistar verkamenn til að knýja fram nokkra kauphækk- un með harðvítugu verkfalli. — Verkamenn Ijetu þá leiðast til þessa vegna þess, að þeir trúðu kqmmúnistum um, að stórgróði yrði á rekstri atvinnúveganna og þjóðarbúsins á þessu ári. j Með þessum fullyrðingum ; tókst kommúnistum að blinda ! verkamenn fyrir þeirri stað- !' reynd, að hvernig, sem síldveið- árnar tækjust var verðlagið á Islandi þá þegar orðið svo hátt, áð í hreint óefni var komið. Til viðbótar þeirri staðreynd bættist svo við, að síldveiðarnar brugðust. Það hefur þessvegr.a, því miður, sannast, að atvinnu- vegunum hefur verið um megn, jafnvel um hásíldarvertíðina að greiða hið háa kaupgjald, sem kommúnistar knúðu fram í vor. Tjónið, sem kommúnistar valda verkamönnum. Það er rjett, að verkamenn verða fyrir miklu tjóni af öllum þessum tiltektum kommúnista. Vegna verkfallsins i vor urðu verkamenn fyrir vinnutjóni sem þeir þurfa eitt og hálft til tvö ár til að vinna upp með þeirri kauphækkun, er þá íjekkst. Ef nú þarf að lenda í harðvítugum deilum á ný út úr kaupgjalds- málunum, er greinilegt að þetta tjón hlýtur að margfaldast. — Vonandi verður hjá slíkum deil- um komist. Allur almenningur er nú far- inn að átta sig á þvi, að getan til hins háa kaupgjalds er ekki lengur fyrir hendi. Ef ekki tekst að lækka framleiðslukostn aðinn svo, að samsvari því verði sem raunverulega fæst fyrir af- urðirnar, er þessvegna, því mið- ur, ekki að ræða um hátt eða lágt kaupgjald á íslandi, heldur •íeiðir það til þess, að ekkert kaupgjald verður hægt að greiða. Slíkur hallarekstur megin at- vinnuvega landsins og þjóðar- búsins í heild, sem að undan- förntf hefur verið, hlýtur að leiða til gjaldþrots og atvinnu- leysis á örskömmum tíma, ef ekki verður við gert. Kommúnistar vilja hrun. Þjóðviljinn segir, að þeir menn, - sem brýni þetta fyrir þjóðinni, vilji leiða hrun yfir hana. Hjer er, eins og oft ella, öllu snúið öfugt hjá Þjóðviljan- um. Þeir, sem nú eru að vara þjóðina, og hvetja hana til að koma málum sínum í lag, géra það einmitt til þess að afstýra hruni og atvinnuleysi. Kommúnistarnir, sem segja, að alt sje í lagi, stinga undir stól hinum mikilsverðustu upp- lýsingum og endurtaka dag eft- ir dag, að vandinn sje ekki ann- ar en að hækka enn verð afurð- anna, þeir menn, sem alt þetta gera, eru einmitt mennirnir sem vísvitandi stefna að því að leiða hrun og eymd yfir íslenska al- þýðu. Ef til vill þykja það stór orð að segja, að þeir geri þetta vís- vitandi. Með því er þó aðeins bláber sannleikurinn sagður. — Kommúnistar setja það öllu of- ar, að innleiða þjóðskipulag sitt. Þeir vita, að hjá þjóð, sem við góð kjör á að búa, fá þeir litla áheyrn. Það er í akri fátæktar og ves- aldóms, sem þeir hugsa, að ill- gresi sitt spretti best. En skemdarstarf þeirra mun ekki lánast. íslenskur almenn- ingur heíur sjeð of mikið til at- hafna þessara manna til að þeim takist nú að leiða hann á villigötur. Konur brendar lif- andi Kanton í gær. TVÆR fagrar kínverskar konur, sem voru hjákonur ræn ingjaforingja eins, voru teknar til fanga af flokki snnars ræn- ingjaforingja við Austurfljót, skammt frá Kanton í suður Kína. Þær voru dúðaðar í teppi, er voru bleytt í steinolíu og síðan var kveikt í og konurnar brendar lifandi. Ræningjaflokkurinn, sem framdi þennan hræðilega glæp er 40 manna flokkur og í hon- um eru að minsta kosti tvær vjelbyssuskyttur ai japönskum uppruna. Foringjar hans eru tveir gamlir rænmgjaforingjar Chang-bræður. Sljórnmálasamband milli Bretlands og Austurríkis Vínarborg í gær. BRETAR hafa lýst því yfir, að ekki sje lengur ófriðarástand milli Bretlands og Austurríkis. Fjögra velda ráðstefnan um friðarsamninga fór út um þúf- ur eins og kunnugt er, svo að breska stjórnin áleit að ekki væri eftir neinu að bíða. Nú geta viðskifti milli landanna tveggja hafist og stjórnmála- legu sambandi hefur verið kom ið á. Afhenti sir Henry Mac sendiherra Breta í Vín, forseta Austurríkis, Figl, embættis- skilríki sín. Figl hjelt stutt ávarp við þetta tækifæri og sagði m. a. að Austurríki byði hinn nýja sendiherra af öllu hjarta vel- kominn. Hann sagði, að allir Austurríkismenn óskuðu eftir friðarsamningum hið fyrsta. — Reuter. Hollenska þlngið sett Haag í gær. HOLLENSKA þingið var sett í dag, en Vilhelmína drottning gat ekki verið viðstödd vegna veikindaforfalla. En forsætis- ráðherra Hollands las upp á- varp frá drottningunni. Var þar meðal annars sagt, að verk efni þessa þings væri að leysa úr efnahagsörðugleikum lands ins sem væru mjög ógnandi nú vegna eyðileggingarinnar í landinu sjálfu og vegna óeirð- anna í Austur Indíum. — Reuter. Hollensk verslunarnefnd komin til landsins ------ l l á sunnudag HOLLENSK verslunarsendlnefnd kom hingað a laugardags- kvöld með einni af flugvjelum KLM flugfjelagsins hollenska, beint frá Amsterdam til Reykjavíkur. Erindi nefndarnnnar er að athuga hjer möguleika á auknum viðskiftum milli Hollands og íslands. Eru nefndarmennirniv flestir®’ starfandi kaupsýslumenn, og er nefndin send hingað að til- hlutun samtaka kaupsýslu- manna og framleiðenda í Hol- landi með tilstyrií hollensku stjórnarinnar. Hollenska nefndin. Nefndina skipa: Backer Ov- erbeek, fulltrúi hollenskra skipafjelaga, dr. Bakker, full- trúi í holenska sendiráðinu í London, Hoogerboord, framkv. stjóri fóðurverslunarfyrirtækis í Rotterdam, Kreek. útflutnings stjóri Philips-viðtækjaverk- smiðjanna, dr. de Meester for- stjóri í útflytjendasambandinu hollenska, dr. Rom Colthoff, ritari iðnrekendasambandsins í Haag og Sikkes ritari hollenska verslunarráðsins. Þess má geta, að hr. Hooger- boord hefir árum saman skift mikið við Síldarverksmiðjur ríkisins og oft komið til ís- lands. Er hann urnboðsmaður síldarverksmiðjanna og sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Rotterdam. íslenska nefndin. Af hálfu íslendinga ræða full trúar eftirtaldra aðilja við hol- lensku sendinefndina: Kjartan Thors fyrir Lands- samband íslenskra útvegs- manna. Er hanri formaður nefndarinnar. Guðmundur Vil- hjálmsson forstjóri Eimskipa- fjelagsins. Sveinn Benediktsson fyrir Síldarverksmiðjur ríkis- ins, Friðfinnur Ólafsson fyrir Viðskiftanefndina, Sveinn Ing- varssop fyrir Viðtækjaverslun ríkisins, Eggert Kristjánsson fyrir Verslunarráðið Magnús Z. Sigurðsson fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Helgi Þor- steinsson fyrir Samband ísl. samvinnufjelaga og Þórhallur Ásgeirsson fulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu, sem fylgist með störfum nefndarinnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. í fari sínu frá Hollandi höfðu Hollendingar fjóra stóra kassa af blómum frá Aalmeer-blóma ræktarfjelaginu.Var einn þeirra gjöf til forsetafrúarinnar, en hinir til ýmsra spítala. Þegar blaðamenn höfðu tal af hollensku nefndinnni, sagði herra Overbeek formaður nefndarinnar, m. a. svo frá: Avarp nefndarinnar: „Viðskifti Islendinga og FIol- lendinga standa á gömlum merg. Þau hófust fvrir mörgum öldum og hafa jafnan verið góð. Hollendingar hafa fagnað hinum öru framförum, sem orð ið hafa í iðnaði og tæknj. hjer á landi. Fyrír ófriðinn höfðui mikil viðskifti komist á milli landanna, báðum til gagns og ábata. Nú að stríðinu loknu er oss það ánægja að komast að raun um að íslensk framleiðsla hef- ir enn færst í aukana. Viðskifti hafa hafist aftur, þc af nokkru handahófi sje. En tilgangur okkar, sem erum í sendinefnd viðskifta, iðnaðar og siglinga, er að ræða við áhrifamikla ís- lenska kaupsýslumenn um það, hvernig best verði komið.á var anlegu viðskiftasambandi á þessum örðugu tímum. Viðskiftanefnd okkar er aðal lega skipuð fulltrúum einka- framtaks, fulltrúum þeirra fje- lagssamtaka í iðnaði og við- skiftum, sem fremst mega telj- ast með þjóð vorri. — Hefir nefndin haft sarnvinnu við hollenska viðskiítaráðuneytið og landbúnaðar-, fiski- og mat- vælaráðuneytið. Hún nýtur því opinbers stuðnings hollensku stjórnarinnar, sem fengið hefir nefndinni embættismann ríkis- ins til föruneytis og aðstoðar. Getur nefndin þvi einnig bor- ið Islendingum kveðjur og árnaðaróskir hollensku ríkis- stjórnarinnar. Það e r okkur ánægjuefni að hefja nú viðræður við fulltrúa íslenskra framleiðenda og kaup sýslumarina“. Fiskiskipaflotinn. Er Overbeek hafði lokið máli sínu, lögðu blaðamenn fyrir nefndina nokkrar spurningar. Er þeir voru að því spurðir, hvort hollensk fiskiskip myndu sækja íslensk fiskimið, var því svarað til, að hollensku fiski- skipin væru of lítil til þess að veiða hjer um slóðir, ennfrem- ur voru á því ýmsii aðrir ann- markar. Fiskiskipafloti Hol- lendinga beið mikið afhroð i ófriðnum, en nú er flotinn orð- in jafnstór og hann' var fyrir stríð. Nefndarmenn kváðust geta selt okkur íslendingum nær því allt það, er okkur vanhagaði um. Of hátt verð. Er nefndarmenn voru að þvi spurðir hvað þeir hjeldu um verð á íslenskri framleiðslu, sagði formaður nefndarinnar, að það væri vitað um allan heim, að verðlag á framleiðslu vörum Islendinga væru allt of hátt. Hinsvegar kvaðst hann líta björtum augum viðræð- urnar. Fyrsti fundur í gær. Samninganefndirnar komu Framh. á bls. 8 ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.