Morgunblaðið - 23.09.1947, Blaðsíða 1
16 síður
84. árgangur 215. tbl. — Þriðjudagur 23. september 1947 iaaloldarprentsmiSja h.í.
MC IMEIL ÁVÍTAR VISHINSK.Y
Péfinn falar !il 300 þús. manna
Á ÞINGl kaþólskra, sem fyrir skömmu var haldið í Róm, tal-
aði Píus XIÍ. páíi til 3Í50,000 manna, sem höfðu saí'nast saman.
Á myndinni sjest er páfi er horinn í burðarsíól og er hann að
blcssa fólkið.
Lokafiindur Parísarráðstefnunnar
Bevin segir, að Bandaríkin sjeu að gera
siðferSísiega skyldu sína
BEVIN utanríkisráðherra var í forsæti í dag við lokafund
Parísarráðstefnunnar og hjelt við það tækifæri ræðu um stöðu
Evrópu um vandræðin og hungrið, sem yfir vofir og mælti hann
eindregið til þess, að ef Bandaríkin ætluðu að hjálpa til og
koma í- veg fyrir algjört hrun, yrði hjálp þeirra að koma hið
fyrsta.
Hýsjálendingar vilja
ekki iðiiabanfiaiag
Auckland í gær.
FRAZER forsætisráðheri a
Nýja Sjálands hjelt ræðu í dag
þar sern hann ræddi um up;;ú
stunguna um tollabandalag alls
breska heimsveldisins. Hann
sagui, að Nýsjálendirigar gætu
ekki samþykkt þá tillögu, því
að iðnaður landsins væri svo
veikur, að hann gæti ekki s.tað
ist án verndartolla.
Frazer sagði: Tollabandalag
allra bresku samveldislandannn
myndi tákna algjört hrun í
iðnaði landsins.
Um kjötflutninga til Bret-
lands sagði hann, að kjötráð
Nýja Sjálands hefði fallið frá
því að hækka verðið á kjöti.
Hefði þessi ákvörðun verið tek
in til stuðnings Bretum.
— Reuter.
Dönsk viMipla-
neind til Breíiands
London í gær.
DÖNSK viðskiptanefnd kom
í dag loftleiðis til London, þar
sem hún miln ræða við fulltrúa
breska iðnaðarsambandsins.
Munu umræður þessar snvi-
ast um ýmis þau efnahags- og
viðskiptamál, sem við koma
Bretlandi og Danmörku.
Tekið er fram, að koma við-
skiptanefndarinnar stndi í engu
sambandi við verslunarviðræð-
ur þær, sem að undanförnu
hafa farið fram í Danmörku.
— Reuter.
Kartöfiur lækka
um 62 aura
FRAMLEIÐSLURÁÐ land-
búnaðarins tilkynnti í gær-
kveldi nýtt hámarksverð á nýj
um kartöflum.
Samkvæmt hinu nýja verði
kosta úrvalskartöflur í smá-
sölu kr. 1,98 pr. kg. Fyrsta
flokks kartöflur kosta í smá-
sölu hvert kg kr. 1,75 og ann-
ars flokks kartöflur 1,50 kg.
I verslunum bæjarins mun
vera lítilsháttar af kartöflum,
sem kaupmenn keyptu á kr.
2,10. Þær munu kaupmenn
verða að selja á kr. 2,60 en það
hefur sem kunnugt er verið
verð á kartöflum að undan-
förnu.
Eftir því sem blaðið frjetti í
gærkveldi, var ekki að fá nein-
ar kartöflur hjá Grænmetis-
verslun ríkisins i gærmorgun
og skrifstofan gaf þær upplýs-
ingar, að ekki væri að vita með
vissu hvenær þeirra væri von
Dyrnar eru enn opnar.
Bevin sagði fyrst, að það væri
leiðinlegt, að sumar þjóðir álf-
unnar ættu engan fulltrúa á
ráðstefnunni. En, sagði Bevin,
dyrnar standá enn opnar fyrir
þær, og þær geta enn orðið starf
andi þátttakendur í viðleitninni
við að reisa við atvinnulíf álf-
unnar og reisa rönd við þeim
ógnum sem að steðja.
Skylda Bandaríkjanna.
Bandaríkin, sagði Bevin, eru
ekki að vinna neitt ákaflega
mikið mannúðarverk með því
að hjálpa Evrópu. Þau eru að
gera siðferðilega skyldu sína til
að endurreisa lönd, þar sem
barist var fyrir tiiveru banda-
rísku þjóðarinnar jafnt og ann-
arra þjóða.
Bevin hjelt áfrma: Nú er bara
eftir að sjá, hvort bandaríska
þjóðin og bandaríska þingið sam
þykkja loforð þau, sem Mars-
hall gaf á sínum tíma.
Ef ekkert verður gert.
Ef engin brevting verður
munu Evrópuþjóðirnar innan
fárra vikna mæta ógurlegri
eymd og hungri. Kjálp Bandar
ríkjanna ef hún á að koma að
nokkru gagni verður þá að
koma hið allra bráðasta.
Fjórar höfuðreglur.
Að lokum sagði Bevin: Við
eigum eftir að fara um langan
og erfiðan veg, en við ættum
þó að hafa það af ef við fylgj-
um þessum fjórum höfuðregl-
um: 1) að hver þjóð auki sem
mest vinnuafköst sín, svo að
endurreisnin gangi hið greið-
asta. 2) Að rjettu jafnvægi
verði haldið á öllu, jafnvel þótt
skortur sje á sumum hlutum og
þar með að allur svartur mark-
aður verði drepinn niður. 3) að
öll Evrópuríki vinni hið nán-
asta saman til að leysa sam-
eiginleg vandamál. 4) að leyst
verði úr dollaraskorti Evrópu-
þjóða, svo að þær geti keypt
sjer áhöld til að vinna að end-
urreisninni.
Samþykktin undirrituð.
Að lokinni ræðu Bevins var
samþykkt Parísarráðstefnunnar
undirrituð af fulltrúunum.
Mæltu sumir þeirra nokkur orð
og að lokum sagði Bevin: Jeg
vona, að næsti kafli þessarar
miklu tilraunar takist eins vel
og þessi.
„Sprengjur sem voru hornar
yíir Bretland af rússnesku bensíni“
New York í gærkvoldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter,
FULLTRÚI Breta á þingi Sameinuðu þjóðanna Mc Neil hjelt
í dag ræðu á þinginu og er ræða sú talin vera einhver besta ræða,
sem þar hefur verið haldin og víst er um það, að að henni lok-
mni var svo mikið lófaklapp á þinginu, að annað eins hefur ekki
heyrst fyrr þar. Mc Neil var hvað eftir annað stöðvaður í miðri
iæðu af lófaklappi. Ræða hans var yfirlýsing um stefnu Breta í
þeim málum, sem r.ú eru mest á dagskrá. Talaði hann um tillögu
Marshalls um skerðingu neitunarvaldsins, um hver skoðun Breta
væri á neitunarvaldinu og á misnotkun þess. Þá ávítaði hann Vis-
hinski, fyrir hina barnalegu ræðu, sem sá maður flutti fyrir nokkr
um dögum. Einkum benti hann á hve árásir Vishinskis á Winston
Churchill væru án nokkurrar sanngirni.
Frelsisskerðingin í
Rúmeníu og
Búlgaríu fordæmd
London í gærkvöldi.
EINN af talsmönnum breska
utanríkisráðuneytisins hefur
sagt í viðtali við frjettamenn,
að breska stjórnin líti ekki svo
á, að stjórnir Búlgariu og Rúm
eníu hafi meirihluta kjósenda
að baki sjer.
Talsmaðurinn sagði meðal
annars, að almenningsálitið f jr
dæmdi skerðingu frelsisins í
þessum löndum, auk þess sem
það hefði komið sem reiðarslag
yfir alla, er stjómmálaleiðtog •
inn Petkov var dæmdur til
dauða. Sagði talsmaðurinn loks
að Bretar mundu líta á frekari
xifbeldisráðstafanir sem brot á
friðarsamningi þeim, sem gerð
ur hefur verið við Rúmena og
Búlgara. — Reuter.
■'"WaiMilll ..I M * l * *
Kosningar í Ceylon
Colombo í gær.
KOSNINGAR fóru fram á
Ceylon um hélgina. Úrslit í
þeim eru nú kunn. Af 95 þing-
sætum hefur hinn sameinaði
Þjóðernisflokkur hlotið 42 at-
kvæði og er hann langstærsti
flokkurinn. Enginn annar flokk
ur hefur meira en 10 þingmenn,
en als eru 21 þingmaður kosinn
óflokksbundið.
Foringja Þjóðernisflokksins
hefur verið falið að gera tilraun
til stjórnarmyndunar og mun
hann tilkynna á miðvikudag um
árangur. — Reuter.
HERNAÐARÁSTAND
LA PAZ: — Stjórnin í Bolivíu
hefur lýst yfir hernaðarástandi
í landinu. Segist hafa komist
fyrir um fyrirhugaða uppreisn-
artilraun.
Bandarík jamenn
ráðfæra sig ekki við Breta
Um Marshall tillöguna, sem
miðar í þá átt að skerða neitun-
arvaldið sagði Mc Neil, að
Bandaríkin hefðu borið tillögu
þá fram án þess að ráðfæra sig
hið minsta við Breta og væri
illa farið, að tillagan skyldi ekki
hafa verið rannsökuð nákvæm-
lega áður en hún var borin
fram. Hann sagði, að Bretar
hefðu ekkert á móti, að tillagan
væri athuguð nánar, en Bretar
myndu aldrei fallast á, að grund
vallarlögmálum bandalags Sam
einuðu þjóðanna væri gjör-
breytt eins og farið væri fram
á. —
Misbeiting
Þá ræddi Mc Neill nokkuð um
neitunarvaldið og hvernig Rúss
ar hefðu misbeitt því. Til dæmis
minti hann á það er Rússar
beittu neitunarvaldinu í máli
því er rætt var um tundurdufla-
lagningar Albana í Korfusund.
Hann sagði, að í það skipti hefði
allur heimurinn vitað, að Al-
banar hefðu verið sekir um
margföld brot á alþjóðasiglinga
lögum, en með ranglátu neitun-
arvaldi hefðu Rússar komið í
veg fyrir að rjettri hegningu
væri komið fram.
Hindra upptöku
Einnig sagði hann, að það
væri algjörlega rangur skiln-
ingur, sem Rússar hefðu lagt í
neitunarvaldið með því að beita
því til að hindra upptöku þjóða
í Bandalagið. í ljótastri mynd
hefði það komið fram er upp-
taka Eire hefði verið hindruð
með neitunarvaldinu. írar væru
þjóð, þar sem frelsi gilti í þess
orðs bestu merkingu og beir
hefðu aldrei framið neitt sem
ætti að útiloka þá frá samstarfi
við aðrar þjóðir.
Að ein þjóð
hafi rjett fyrir sjer
Mc Neill sagði: Engin ein
Framh. á bls. 12