Morgunblaðið - 23.09.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1947, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: Vestan eða suðvestan kaldi. Ljettir til. FRÁSÖGN af Norðurlanda- mótinu í frjálsum íþróttum er á b!s. 9. 215. tbl. — Þriðjmfagur 23. scpícmber 1947 Frá VarSariundinum í gærkyeld! Rúmur helmingur útsvara er þegar greiddur MIKILL fjöldi manna sat fund þann í Gjálfstæ^hhtiteinu, er ^Tarðarfjelagið hafði boðað til í gærkvöldi. Fruram£3le»dtE* voru Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og bæjarfulltr' arnir íiú Auður Auðuns og Jóhann Hafstein. Voru ræout þeirra i-eclá egar og íengu fundarmenn ýmsar merkiiegar upplýsingar ua ctáieflii bæjarins. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri tók fyrstur til mál.s. — Ræddi hann fjárhagsmál bæjar- ins mjög ýtarlega og kom hann víða við. Gat borgarstjóri þess t. d., að í gær hafi verið búið að innheimta 24 miijónir króna af útsvörum þeim sem iögð hafa verið á bæjarbúa, en í fjárhags- áætlun er gert ráð fyrir 46 milj. Þá skýrði hann svo frá, að á ár- ur.um 1942 til 1946 hefði verið lagt á bæjarbúa samtals 132 milj. Af þessari upphæð er nú búið að innheimta 128 og hálfa miljón. Þá upplýsti borgarstjóri ennfremur, að atvinnuútsvör á útlendinga, er áætluð voru 200 þús., væru komin langt fram yfir gerða áætlun og myndu út- lendingar greiða á þessu ári 1 miljón í útsvör. Um gjaldaliöi sagði borgar- stjóri, að enn sem komið væri, yroi engu spáð um, hversu þeim myndi reiða af, en líkur væru tií að þeir færu yfirleitt litið fram úr áætlun. Gat hann bess t. d. að vegna almannatrygging anna þyrfti bærinn að greiða 9 milj. Næst tók til máls frú Auður A.uðuns. Ræddi hún þá hliðina á bæjarmálunum er snýr að hús mæðrunum og börnum borgar- innar. I þessu sambandi ræddi hún um Hitaveituna og fyrir- hugaða stækkun hennar. Sagði hún að nú væru 3000 hús í bæn- um aðnjótandi heita vatnsins frá henni. Þá hliðina er snýr að börnunum ræddi hún all ýtar- lega. Rakti hún lið fyrir lið þær framkvæmdir, er bærinn hefur látið gera í þessum málum og stuðning hans við hin ýmsu fje- lög er einnig vinna að velferðar- málum barna og unglinga. Síðastur framsögumanna tal- aði Jóhann Hafstein. — Hann ræddi aðallega tvö mál er bær- inn lætur sig miklu varða. Heil brigðismálin og íþróttamálin. Gerði hann grein fyrir þeim til - lögum er heilbrigðismálanefnd bæjarins hefur gert um bygg- ingu heilsuverndarstöðvar, — stækkun Landsspítalans, Geð- veikrahælisins, og að komið verði á fót sjúkraheimili og fá- vitahæli o. fl. Síðar vjek hann máli sínu að íþróttamálunum. Ræddi hann í því sambandi um Melavöllinn og íþróttasvæðið í Laugardal, svo og hina fjölmörgu æfinga- velli er Reykjavíkurbær hefur látið gera á undanförnum ár- Urn. Öllum ræðumönnum var vel fagnað og gerður var góður róm ur að máli þeirra. Síðan hófust frjálsar umræð- txr. om u naifn i § ÍSLENSKÚ sundmennirnir, sem tóku þátt í Evrópumeist- arámótinu í Monte Carlo í Frakklandi koniu heím í gær. Er blaðið átti taí víð Erling Pálsson; fararstjóra I-sIending- anna, í gærkveldi Ijet hann vel yfir frammistöðu sundmanna okkar, en illa yfir löngu og erf- iðu ferðalagi og hinum ofsalegu hitum, sem verkuðu mjög lam- andi. Ari Guðmundsson keppti í 100 m. skriðsundí. Synti hann á 1.04,0 og komst ekki í úrslit, en daginn eftir synti hann á 1.02,9 í sjerstakri keppni fyrir þá, sem ekki komust í úrslitin. — Siguður Jónsson, KR og Sig- urður Jónsson, HSÞ, kepptu 1 200 m. bringusundi. Þingeying- urinn var hálflasinn og var langt frá því að ná sínum besta árangri, þar sem hann synti á 2.59,0, en Sigurður KR-ingur stóð sig vel, synti á 2.54,0 í riðli, varð annar og komst í úr- slitin, þar sem hann synti á 2.55,0 og var sjötti. í sambandi vi3 sjálfstæði Indlands, hafa farið fram mikil hátíðahöld og ennfremixr hefir komið til mcstu ceirða og blóðbaða, sem um getur í sógu landsins, þar sem nú geisar heiftugt trúarbrngðasíríð milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna, — Myndin hjer að ofan er tekin í Calkútta, þar sem sjálfstæðisdagurinn var m. a. haldinn hátíðlegur með því, að allir fengu frítt far með strætisvögnum. Má á myndinni sjá, að menn hafa notað sjer það óspart. bikarinn fil eignar Akureyri mánudag. Á SUNNUDAGINN fór fram Akureyrarmót í knattspyrnu í l.-flokki. Úrslit urðu þau, að KA vann Þór með 4:1. Er það í þriðja sinn í röð, sem KA vinnur og hlýtur fjelag. ið því l.-flokks bikarinn til fullrar eignar. — H. Vald, tngin skýring fengin á ráninu að Auraseli EKKERT hefur enn upplýstst um hina hranalegu heimsókn og stuld í Auraseli í Fljótshlíð á fimtudaginn var, að því er sýslu maður Rangæinga skýrði blaðinu frá í gær. Enginn hefir gefið sig fram,^ sem sjeð heíir til bílsins, sem sagt varð að hefði komið heim undir Aurasel, og staðnæmst við rjett eina skamt frá bæn- um. Og engin sáust bílför dag- inn eftir þar, þegar sýslumað- ur kom til að rannsaka málið. En rigning hefði verið um dag- inn. Peningar þeir, sem teknir voru sagði sýslumaður, að hefðu legið innan í sparisjóðs- bók. Og það hefði vakið at- hygli, að ekki höfðu allir pen- ingarnir verið teknir, sem þar voru. Þar voru alls á þriðja þúsund krónur. Á miðvikudagskvöldið hafði verið mannlaus bærinn í Aura- seli um stund, meðan stúlkan, sem heima var á fimtudaginn, hafði farið að sækja kýr. En hún hafði komið heim um svip að leyti og faðir hennar, er kom heim af engjum með hey. En þá hafði stúlkan bent hon- um á, að á meðan bærinn var mannlaus, myndu þrír menn hafa farið þangað inn, og feng- ið sjer kaffi. Því bollarnir stóðu eftir þá á borði. En um sama leyti munu hafa horfið um 400 krónur úr hinni sömu sparisjóðsbók. Jafnvel taldi sýslumaður að eitthvað smálegt hafi horfið á þriðjudagsnóttina, svo sem hnakkólar, sem voru við nýjan hnakk o. fl. Björn sýslumaður var hjer í bænum gær. Rannsókp máls- ins heldur áfram. Inárotsipfar stái nimum króniim á þrem stöðum um heigina var h.f. Helgafell UM PIELGINA ljetu innbrotsþjófar greipar sópa á þrem stöð- um hjer í bænum. Þá voru gerðar tilraunir til innbrota á öðr- um þrem stöðum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn í skrif- stofu útgerðarfjelagsins Helgafell. Þar var 6000 krcnum í pen- ingum og orlofsmerkjum stolið. Skrifstofa Helgafells er til^ húsa að Borgartún; 7, en það hús er oign Almenna bygginga- fjelagsins. í Almenna byggingafjelaginu. Þjófarnir hafa komist inn um glugga á annari hæð í húsinu. Fyrst leggja þeir leið sína í skrifstofu Almenna bygginga- fjelagsins. Hurðina að skrif- stofunum sprengdu þeir upp. Síðan fara þeir um allar skrif- stofurnar, róta í öllum skúffum og hyrslum, en þar munu þeir ekki hafa fundið neitt verðmætt utan rafmagns klukku og stálu þeir henni. NæSt fara þeir inn í einkaskrifstofu innkaupafor- stjóra Almenna byggingafjel- agsins, Þar stálu þeir vindlum og vindlingum fyrir um 1200 krónur. 6 þús. stolið úr peningaskáp. Á þriðju hæð í húsinu eru skrifstofur útgerðarfjel. Helga- fell. Þjófarnir sprengdu upp hurðina að skrifstofunni. Þar inni er eldtraustur peningaskáp ur og stóð hann ofan á öðrum skáp. Taka þeir peningaskáp- inn niður og láta hann á gólfið og þar sprengja þeir hann upp. I skápnum voru 3000 krónur í peningum, sem geymdar voru í peningakassa. Sprengdu þeir kassann upp og stálu pening- unum. Þar voru einnig orlofs- merki að upphæð 3000 krónur sem þjófarnir stálu. Urðu frú að hverfa. Þá eru í húsinu vörugeymsl- ur Tóbakseinkasölu ríkisins. Að þeim eru tvær járnhurðir. Þjófarnir hafa reynt að opna fremri hurðina, en orðið frá að hverfa. Þá hafa innbrotsþjófar gert tilraun til þess að brjótast inn, í vörugeymsluhús Eimskipa- fjelagsins við höfnina og í húsi Slippfjelagsins. i í „Fjólu“. Þá var um helgina framið innbrot í veitingasiofuna Fjóla Vesturgötu 29. Þar var stolið skiptimynt úr skúífum samtals að upphæð 10 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.