Morgunblaðið - 26.09.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1947, Blaðsíða 1
16 síður tntMafrtð 34. árgangur 218. tbl. Föstudagur 26. september 1947 l/iíf'jldarprentsmiðj a h.l. ómarar og ákærendur Nikola ir kommúnistar Núrnberg í gæckvöldi. OTTO AMBROS, einn af 22 fyrrverandi forstjórum og starfs mönnum I. G. Farben verk- smiðjanna, sem ná eru fyrir rjetti í Nurnberg, bar það í dag, að þegar á árinu 1934 — einu ári eftir að Hitler komst til valda — hafi byrjað samn- ingaumleitanir milli verksmiðj- anna og þýska herforingjaráðs- ins um' framleiðslu eiturgass. Ambros, sem er sjerfræðing- úr í eiturgasframleiðslu, upp- götvaði sex nýjar gastegundir. Af gasi þessu var Adamit áhrifa mest, þar sem venjulegar gas- grímur dugðu ekki sem vörn við því. — Reuter. 425 miij. ii! bresk- Hamborg í gærkvöldi. UPPLÝST var í Frankfurt í dag, að Bretar og Bandaríkja- menn hafi, það sem af er þessu ári, eytt 425 milljón dollurum til kaupa á matvælum og öðrum nauðsynjum til Þýskalands. Jafnframt frjett þessari er tekið fram, að Þjóðverjar geti sjeð fyrir sjer sjálfir eftir 1951 því aðeins, að þeir framleiði að minnsta kosti 300,000 tonn af kolum á dag. -— Reuter. HorSin í Pundjab Um allan heim hryllir menn við frjettunum um fjöldamorðin í Pundjab og víðar í Indlandi um þessar mundir. Þúsundir Múhameðstrúarnianna flytja frá brendum þorpum og reyna að komast til Pakistan. Á myndinni hjer að ofan sjest fjölskylda á flótta frá Pundjab til Pakistan. Fjöidi árása á járnbrauta- lestir í Indlandi NEW DELHI í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TILKYNNT var hjer í New Delhi í dag, að það færi nú óðum í vöxt, að ofbeldismenn rjeðust á járnþrautalestir, sem eru að flytja flóttamenn. Hafa átta slíkar árásir verið gerðar á fjórum dögum — sex í Austur Punjab, sem nú tilheyrir Ind- landi, og tvær í Vestur Punjab, sem er hluti af Pakistan. Mlunin mikilvæg fyrir endurreisn fvrépu WASIIINGTON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Á FUNDI, sem Truman forseti hjelt með blaoamönnum í dag, skýrði hann frá því, að hann liti á skýrslu Parísarráð- stefnunnar um Marshalláætlunina sem mikilvægt spor í áttina til endurreisnar Evrópu. Þá sagði hann og, að hann hefði kvatt ýmsa bandaríska stjórnmálaleiðtoga á sinn fund n. k. mánu- dag, til þess að ræða um, á hvern hátt best yrði bætt úr bráða- birgðaþörf Evrópuþjóðanna. Matvælaástandið fei versnandi. Truman sagðist vona, að ekki þyrfti að kalla saman aukaþing, til að fá fje til að koma í veg fyrir hungur og ku.Ida í Evrópu í vetur. En hann kvað sýmlegt, að matvælaástandið í heiminum væri nú jafnvel verra en það var fyrir ári síðan. Árás Múhameðstrúarmanna. 1 gær rjeðust Múhameðstrúar menn á járnbrautarlest, sem í voru Sikhar og Hindúar. Ljetu 300 farþeganna lífið, en 250 særðust. Hervörður var með lestinni, og fjellu eða særðust margir árásarmannanna. Upplýst er nú, að um 3,000 manns ljetu lífið í hinni hrylli- legu árás s.l. mánudag. Matvælasparnaður nauðsynlegur. Forsétinn skoraði á alla Bandaríkjamenn að spara mat- væli með því að fara vel með þau. Hefur hann skipað sjer- staka borgaranefnd, sem á að gera tillögur um aðferðir til matvælasparnaðar, en menn gera sjer vonir um, að með því geti Bandaríkin látið heimin- um meir í tje af matvælum en (Framhald á bls. 12) Verjendur hans voru handteknir og vitnurn hans vísai frá Hsftöra mótmæli bresku stjórnarinnar LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. J DAG var birt hjer i London orðsending, sem breska stjórnin hefur sent stjórn Búlgaríu í tilefni af lífláti Nikola Petkovs, búlgarska stjórnmálaleiðtogans. Segir í orðsendingunni meðal annars, að breska stjórnin sje þeirr- ar skoðunar, að Petkov hafi látið lífið fyrir málstað þann, sem hann hafi ætíð barist fyrir — rjettinn til að fylgja þeirri stjórnmálastefnu, sem hver einstaklingur kýs sjer. Þá segir og orðrjett: „Líflát hans er enn eitt dæmi þess, hvernig rjettarmorð eru notuð til að losna víö þá menn. sem eru ekki samþykkir ólýðræðislegum aðferðum stjórna sinna.“ Orðsending bresku stjórnarinnar dregur og at- hygli að því, hvaða „rjettarreglum,‘ var fyglt £ málaferlunum gegn Petkov. Er á það bent, að honum var hvað eftir annað neitað um að kalla vitni, og meginefnið í ræðum ákærenda hans var það eitt, að hann hefði verið andvígur stjórnar- völdunum, og loks, að dómararnir þrír og hinir tveir ákærendur voru allir kommúnistar. ®Handtóku verjendurna Rjeftarhöld í máli rúmensks sljóm- málaleiðtoga London í gærkvöldi. RJETTARHÖLD í máli dr. Maniu, rúmanska stjórnmála- leiðtogans, eru nú um það bil að hefjast. Maniu var handtek- inn 31. júlí og hefur setið í fangelsi síðan. Viku eftir hand- töku hans var Bændaflokkurinn, flokkur hans, leystur upp. Frjettamenn benda á, að margt sje. líkt með málum dr. Maniu og Petkovs, sem búlgarsk ir kommúnistar Ijetu taka af lífi um s.l. helgi. — Reuter. Breskir flugbátar fljúga yfir End- landshaf Durban í gær. ÞRÍR flugbátar breska flot- ans hafa lagt upp í mikla flug- ferð yfir þvert Indlandshaf. — Munu þeir fljúga 10,000 mílna leið. Lögðu þeir upp frá Ceylon og fljúga þaðan beint til Suður- Afríku. Síðan munu þeir fara til Durban í Suður-Afríku og koma við á Mauritius og Mombasa á bakaleiðinni. — Reuter. Þrír af lögfræðingum þeim, sem Petkov valdi sem verjendur sína, voru strax handteknir, og var þeím ekki sleppt fyr en víst var, að þeir mundu ekki geta tekið að sjer mál hans. Auk þess gerðu kommúnistar allt, sem þeir gátu til að koma í veg fyrir, að Petkov gæti ráðg- ast við lögfræðinga sína. Þá var og sýnilegt, a0 mörg vitnanna óttuðust afleiðingarnar af framburði sínum, og dómararn- ir neituðu að leifa ýmsum mönnum að bera vitni, á þeim grundvelli, að framburður þeirra mundi enga þýðingu hafa! Persónuleg árás Breska stjórnin segir í orð- sendingu sinni, að málaferlin yfir Petkov hafi í raun og veru verið persónuleg árás, sem hafi átt rót sína að rekja til stjórn- málaskoðana hans. Sje sýnilegt, að búlgarska stjórnin sje stað- ráðin í að drepa með öllu niður síðustu leyfarnar af frelsi í landinu. Telur breska stjórnin, að Búlgarar hafi með þessu at- hæfi sínu brotið friðarsamninga þá, sem nýlega voru undirrit- aðir, en í þeim skuldbindur Búlgariustjórn sig til þess að tryggja stjórnmálalegt og per- sónulegt frelsi í landinu. Bæði Frakkar og Bandaríkja- menn hafa fordæmt þetta „af- rek“ kommúnista — en Rússar virðast hinir ánægðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.