Morgunblaðið - 26.09.1947, Side 8
8
MORGVTSBLÁÐIÐ
Föstudagur 26. sept. 1047
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritst-jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.l
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands. -
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
HJER— OG ÞAR
EINííVeR af dálkafyllirum Þjóðviljans komst nýlega
þannig að orði, að andstæðingar kommúnista hjer á landi
hefðu „flúið til Búlgaríu", vildu heldur ræða um við-
burðina þar, heldur en hin innlendu viðfangseíni.
Hjer skjátlast Þjóðviljamanninum gersamlega, eins og
vænta mátti. Kommúnistar hjer á landi, og einkum þeir,
sem í Þjóðviljann skrifa, hafa komið því til leiðár, að at-
burðir, sem gerast í fjarlægum löndum t. d. í Búlgaríu,
eru okkur ekki lengur eins óviðkomandi og áður var.
Víðast hvar í heiminum, en þó einkum í austanverðri
Evrópu og miklum hluta Asíu, er stjórnmálafiokkur starf
andi, er lýtur sömu miðstjórn, fer eftir fyrirmælum sömu
manna, þjónar sama hernaðarveldinu. Meðan deild úr
hinum alþjóðlega kommúnistaflokki er starfandi hjer á
landi, væri það fásinna, að láta sig engu skifta þær at-
hafnir. sem flokkurinn hefur með höndum úti um heim.
Því er ekki til neins að ræða út af fyrir sig, um stefnu
og starf hinnar litlu flokksdeildar, sem hjer er. Þær til-
tölulega fáu hræður, sem eru í hinni íslensku aeild flokks-
ins, eru ekki áhrifameiri um starf kommúnistaflokksins
i heild sinni, en peðin, sem taflmaðurinn færir til á leik-
borðinu.
Með engu móti er hægt að skilja orð og athafnir komm-
únistanna hjerna, nema taka tillit til hinnar blindu hlýðni
þeirra og auðsveipni við hina erlendu yfirboðara þeirra.
í augum frjálshuga manna er það ótvírætt kyrrstöðu
og afturfarar merki, ef menn gefast upp við alla frjálsa
hugsun. Hjer á landi, sem annarstaðar, hafa framþróun
og framfarir bygst á þeim lífssannindum, að betur sjái
augu en auga. Hver sá maður. sem af eigin rammleik,
dómgreind og sannleiksást leitar með mestri atorku að því,
sem sannast er og rjettast, hann er meðal allra frjálshuga
framfaraþjóða í heiðri hafður.
En kommúnistar, jafnt hjer á landi sem annarstaðar,
hafa valið sjer aðra leið. Þeir hafa lagt niður hinar fornu
dygðir frjálsa dómgreind og sannleiksást. Þeir hafa í stað
frjálsrar hugsunar, komið sjer upp einni allsherjar and-
iegri smjörlíkisgerð, þar sem saman er hnoðaöur sá gerfi-
sannleikur, er passar í kram einvaldsherrans, eitt í dag og
annað á morgun. Það sem samkvæmt hinni einu löglegu
og leyfilegu skoðun, hins einvalda kommúnistahöfðingja,
var satt og rjett í gær, getur verið vjefengt í dag, og
dæmt haugalýgi á morgun. alt eftir því hvernig hlutirnir
passa í kram þeirrar fámennu klíku, er á að hugsa fyrir
alla kommúnista heims.
Kommúnistar bæði hjer og annarstaðar hafa valið sjer
eitt auga sem á að sjá alt fyrir þá.
Þegar Dimitrov framdi rjettarmorðið með því að láta
taka frelsisvininn Petkov af lífi, þá kann einstaka Islend-
ingi að hafa hugkvæmst, að Þjóðviljinn hefði svo sem
látið niður falla dásemd sína á því illvirki. En það fór á
aðra leið. Fyrst er í Þjóðviljanum talað um þjóðhátíð
meðal Búlgara, einsog rjettarmorðið gæti verið tilefni til
fagnaðar með þjóðinni. Síðan er sagt í frjett að „dómnum
hafi verið fullnægt“ og tekin upp nokkur orð úr hinni
alþjóðlegu tilkynningu sem gefin var þegnunum þann
daginn, frá áróðursmiðstöðinni sem öll kommúnistablöð
heims verða að hafa fyrir einkaheimild sína. Og næsta
dag kemur svo einskonar forystugrein í Þjóðviljanum,
þar- sem fullyrt er. að hinn látni frelsisforingi Búlgara
hafi átt það skilið að vera tekinn af lífi.
Petkov barðist gegn kúgun og ófrelsi og fyrir sjálfstæði
þjóðar sinnar.
Það er í augum hinna austrænu yfirráðamanna dauða-
synd. En þeir sem að Þjóðviljanum standa eru annaðhvort
svo blindir að þeir sjá ekki annað en áróðurinn sem þeim
er sagt að flytja. Ellegar þeir eru svo miklir aumingjar,
að þeir þora ekki annað en flytja allan þann óþverra sem
beim er sendur að austan.
DAGLEGA LÍFINU
Fornleifarnar í
Eyjafirði.
ÞÁÐ VERÐUR ekki annað
sjeð af frjettum frá fornleifa-
fundinum að Sílastöðum í Eyja
firði en að þar hafi fundist
heilt forngripasafn. Það vekur
ávalt mikla athygli þegar forn
leifar finnast í jörðu og slíkir
fundir hafa mikla þýðingu, því
af gömlum gripum má oft ráða
mikið um lifnaðarhætti for-
feðranna, síði og venjur.
Ennþá hafa ekki borist greini
legar frjettir af fornleifafund-
inum og ekki er vitað hvort
þarna er um fjöldagrafir að
ræða, eða aðeins þær fjórar,
sem þegar hafa verið grafnar,
en það mun alt koma í ljós
næstu daga. En í sambandi við
leit að fornmenjum í jörðu,
datt mjer nokkuð í hug, sem
kennske mætti athuga.
•
Fornmenjaleit með
tækjum.
í GRÖFUM fornmanna eru
oftast nær einhverjir hlutir úr
járni, eða öðrum málmum.
Einkum vopn. Nú er það vitað,
að til eru tæki, sem sýna hvar
málmar eru fyrir í jörðu. í
styrjöldinni notuðu hermenn
slík tæki til að leita að íöldum
sprengjum og gafst vel.
•
Fljótleg aðferð.
VÆRI EKKI hægt að fá slík
tæki til að leita að fornmanna-
gröfum og koma þannig fram
í dagsljósið merkum gripum.
Eins og kunnugt er leikur grun-
ur á, og þjóðsagnir eru til um,
að haugar sjeu á þessum staðn-
um eða hinum. Venjulega þeg-
ar grafið hefir verið í slíka
hauga, hefir ekkert fundist. ■—
Annaðhvort hafa þar aldrei
menn verið grafnir, eða haug-
arnir hafa verið rændir fyrir
löngu. —
En hinsvegar eru margir
sögustaðir á landinu, sem ekki
hafa verið rannsakaðir til hlýt-
ar vegna þess, að það er svo
mikið verk að grafa með haka
og skóflu, að það er nærri ó-
gerningur. Með nýtísku tækj-
um mætti hinsvegar fara fljótt
yfir og fyrirhafnarlítið.
Þetta er aðeins hugmynd, sem
slegið er fram, sjerfræðingum
til athugunar og væri gaman
að heyra álit þeirra.
o
Utvarp til útlanda.
ENNÞÁ EINU sinni langar
mig til að minnast á olnboga-
barn, sem orðið hefir illa út-
undan hjá okkar ágætu valds-
mönnum, en það er stuttbylgju
útvarpið til útlanda. Það er satt
og rjett, að landsfeðurnir hafa
í mörg horn að líta og :narga
munna að fæða um þessar
mundir. En hinsvegar virðist
alt snúast um það, að nú þurfi
að flytja út í stað þess að flytja
inn. Og því þá ekki að láta
fljóta með því sem við flytjum
út frjettir og fróðleik af land-
inu og þjóðinni. Það má vera
að við fáum ekki beinar banka-
innstæður fyrir þann útflutn-
ing, en við getum fengið ann-
að, sem getur orðið okkur eins
mikils virði og sem ekki er háð
gengissveiflum, það er vinátta
og virðing nágrannanna.
o
Engin nvissi neitt
um Island.
ERLENDAN ferðamann hitti
jeg á dögunum. Hann sagði
mjer frá því hvernig hann hefði
fengið áhuga fyrir íslandi og
Islendingum fyrir mörgum ár-
um, er hann sá Ijósmyndasýn-
ingu frá íslandi í Kaupmanna-
höfn.
í fyrravetur sá hann tæki
færi til að ferðast til íslands
og byrjaði hann þá þegar að
leita sjer upplýsinga um land
og þjóð og afla sjer bóka, m. a.
til þess að reyna að læra eitt-
hvað í málinu.
En í heimalandi sínu — sem
er þó eitt af nárgannaríkjun-
um — gat hann ekki fundið
einn einasta mann, ekki fengið
eina einustu bók um landið nje
þjóðina. Enginn vissi neitt um
ísland.
Þetta var í írlandi.
o
Dauðaþögn um
happdrættið.
HVAR ER STÍNA? var orð-
tak .hjer um árið í bænum. Og
svarið kom á sínum tíma. Hún
var að „kaupa einhverja sjer-
staka kaffitegund. Spurningin
um Stínu var skemtileg aug-
lýsinagbrella, sem menn höfðu
gaman af.
En nú hafa menn spurt um
hríð: Hvenær verður dregið í
happdrætti landbúnaðarsýning-
arinnar? Hvar fær jeppan, far-
malinn og reiðhestinn. Og
þetta er engin auglýsingabrella,
heldur hrein og bein spurning,
sem ætlast er til að svar fáist
við. —
En það er dauðaþögn.
o
Skrítin saga.
KUNNINGI MINN, sem er
hálfgerður grúskari, kom til
mín í gær með skrítna sögu.
Hann sagði: „Jeg held jeg-viti
hvar happdrættisjeppinn, sem
var á landbúndðarsýningunni
'er. Honum er ekið daglega hjer
á götunum. Hann er svartur
með rauðu húsi og er merkt-
ur R 5662“.
Hvaða vitleysa. Þetta gat
ekki verið. Bara ein af þessum
venjulegu slúðursögum, hugs-
aði jeg með mjer. Til frekari
fullvissu ljet jeg athuga á Bif-
reiðaeftirlitinu hver væri skrif
aður fyrir þessum bíl og kom
þá í ljós að það var Fjárhags-
ráð. —
Það getur því ekki verið að
þetta sje happdrættisjeppinn.
— Nema, eins og jeg sagði á
dögunum, að dregið hafi verið
í landbúnaðarsýningarhapp-
drættinu í laumi og Fjárhags-
ráð hafi hreppt jeppann.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . i
I
----....——„„——„„—„—„—..—
Júgóslavar hegða sjer dóigslega viðTriesls
BANDARÍSKUR liðsforingi
og tveir óbreyttir hermenn
voru teknir til fanga á mánu-
dag af Júgóslövum á landa-
mærum Trieste fríríkisins og
Júgóslavíu.
Á sama stað og
óeirðir voru áður.
Mennirnir voru neyddir yfir
landamærin og færðir méð her
verði til næstu stöðva júgó-
slavneska hersins. Þetta gerð-
ist milli varðstöðvar 5 og stöðv
ar 6 á sama stað og júgóslavn-
eskir hermenn fyrir skömmu
hófu árás inn á landssvæði frí-
ríkisins. Voru fimm bandarísk
ir varðmenn á ferð meðfram
landamærunum, þegar stór
flokkur Júgóslava birtist hin-
um megin við línuna. Virtust
þeir í fyrstunni ekkert víga-
legir og Van Atten liðsforingi,
sem var fyrir bandaríska
flokknum, steig af baki hesti
sínum og gekk í áttina til
þeirra, þó án þess að fara yf-
ir landamæralínuna og nokkra
stund sáu þeir tveir bandarísku
hermenn, sem eftir voru, að
liðsforinginn og hermennirnir
tveir stóðu öðru megin við. lín
una en Júgóslavarnir hinu
megin.
Hitnaði í hamsi.
Skyndilega virtist Júgóslöv-
unum hitna í hamsi. Þeir mið-
uðu rifflum sínum að Banda-
ríkjamönnunum og leiddu þá
burt inn á júgóslavneskt lands-
svæði. Annar hermannanna,
sem fylgdu Atten liðsforingja,
kom til baka og sagðist eiga að
sækja hesta þeirra og þegar
hann var spurður hvað komið
hefði fyrir, sagði hann, að Júgó-
slavarnir hefðu tekið þá fasta,
en ekki vissi hann um sökina.
Ilinsvegar sagði hann, þegar
honum var sagt, að vera kyrr-
um og fara ekki aftur yfir
landamærin, að það yrði hann
að gera, því að öðrum kosti
kæmi eitthvað slæmt fyrir íje-
laga hans. Hann tók hestana
og fór aftur yfir landamærin.
Hxirfu og hafa ekki
sjest síðan.
Hermennirnir tveir, sem
eftir voru hröðuðu sjer nú sem
mest þeir máttu til næstu varð
stöðvar og sögðu frá atvikum
þessum. Sást flokkurinn síðast
hverfa bak við hæðardrög á
veginum til þorpsins Goriano.
Ekki er nákvæmlega tiltek-
ið hve stór júgóslavneski her-
flokkurinn var en fregnir
herma, að þeir hafi verið sam-
an nærri tuttugu, flestir vopn-
aðir rifflum og minnsta kosti
einn með litla vjelbyssu.
Slæmt, en varð enn
verra.
Víst er um það, að hjer hefur
þessi júgóslavneski herflokkur
gerst sekur um brot á alþjóða-
lögum. Hermennirnir þrír
höfðu ekki svo vitað sje gert
neitt af sjer, sem rjettlætt geti
verk Júgóslavanna. Þó hefði
ef til vill ekki verið mikið við
því að segja, því að undirfor-
ingjar í júgóslavneska hernum
eru ekki svo vitrir, að þeim
geti ekki skjátlast. Hitt er aft-
ur á móti öllu verra, að þeg-
ar bandarísk yfirvöld sneru sjer
til júgóslavnesku stjórnarinnar
fengu þeir engin \'*ðunandi
svör.
1/30 fórust í urnferðarslysum
LONDON: 430 manns Ijetu lífið
í Bretlandi af völdum umferðar-
slysa í júlímánuði. Alls meiddust
16,968 af völdum umferðarslysa,
þar af 3,966 alvarlega.