Morgunblaðið - 26.09.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 26.09.1947, Síða 10
10 MORGV.NBLAÐIÐ Föstudagur 26. scpt. 104J Minningarorð um Agástu C O Jónsdóttur (Bergman) Þann 20. sept. s.l. andaðist vestur í Bandaríkjum Ágústa Jónsdóttir, nuddlæknir, sem tók sjer nafnið Bergman, er hún fiuttist vestur um haf fyrir 35 árum. Hún var fædd að Gerðhömr- um í Dýraflrði 7. apríl 1877 og ólst upp þar og á Stað á Reykja- nesi hjá foreldrum sínum, sjera Jóni Jónssyni og frú Sigríði Snorradóttur, en af systkin- um hennar eru þau tvö á lífi, frú Margrjet, kona Jóns Auð- uns Jónssonar, framkvæmda- stj. frá ísafirði, og sjera R. Magnús, fyrrum prestur. Faðir hennar var mentavinur og orðlagður kennari og veitti hann börnum sínum hið besta uppeldi, svo að auk þess sem Ágústa lauk námi frá Kvenna- skólanum, undir forstöðu frú Thoru Helsteð, lærði hún svo í heimahúsum, að hún varð prýði lega að sjer í ensku og frönsku auk Norðurlandamálanna, sem fágætt var um ungar stúlkur hjerlendis á þeirri tíð. Hún stundaði fyrst kenslu en veitti síðan forstöðu vefnaðar- vörudeild Ásgeirsverslunar á ísafirði, uns hún fluttist vestur um haf skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina og dvaldist þar ógift síðan, en kom tvisvar heim í kynnisför til ættingja og vina. Eftir að vestur til Ameríku kom, lauk hún prófi frá kunn- um nuddlæknaskóla og stundaði þá atvinnu síðan. Hún veitti fyrst forstöðu nuddlækninga- stofu í hvíldargistihúsi fyrir amerískt auðfólk, en rak lengi síðan nuddstofu, er hún átti sjálf, í borginni Mason City í Bandaríkjunum. Ágústa var stórbrotin kona í lund og háttum, einörð og vin- föst og glæsileg kona að sjón og sálargáfum. Um 35 ára skeið dvaldist hún nær eingöngu með al erlendra manna, sá örsjaldan landa sína og heyrði naumast íslenskt orð, en hún var ágæt- lega að sjer í íslenskri tungu og vel ritfær, svo að hún skrifaði brjefin sín heim til síðasta dags á hreinni og svipmikilli ís- lensku. En amerísk menntakona sem kyntist henni fyrir vestan og kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, hafði orð á því, á hve fágaðri ensku hún mælti. Útlegðarárin öll innan um er- lent fólk átti hún friðað land, sem hún kveðst hafa lifað í bestu stundir sínar, en ,það var heimur íslenskra minninga og menta í ljóðum, söng og sögu. Og svo skrifaði amerísk vin- kona hennar hingað heim,' að eftir að hún væri orðin rænu- lítil og veik, virtist hún lifa lífi sínu heima á íslandi, á bernsku stöðvunum vestur við Breiða- fjörð. Þangað fanst henni hún vera komin og móðir sín kalla á sig, á gamla prestsetrinu að Stað, sem henni var kærasti bletturinn á jörðinni. Hún hafði ferðast víða um Vesturheim og kunni frá mörgu að segja. Ein sagan er mjer sjer lega minnisstæð: Á ferð hafði hún kynst amerískri fjölskyldu. sem bauð henni heim til sín, og þegar þangað var komið, sagði fólkið henni, að uppi á loftinu væri gömul kona, sem hún þyrfti að finna, íslensk vinnu- kona, sem lengi hafði verið hjá þessu fólki. Þar hitti Ágústa gamla og slitna konu, sem átti erfitt með enskuna, en hafði jafnframt að mestu týnt móður- máli sínu. En í þessu ameríska umhverfi stóð óvæntur hlutur, íslensk kommóða. Upp úr einni skúffunni dró gamla konan hlut sem var henni helgur dómur, en það var fölnuð mynd af Flat- ey á Breiðafirði, og það var eins og gamla konan fyndi móður- málið sitt aftur, þegar minn- ingarnar að heiman fóru að kalla hálfgleymd orð upp úr djúpum vitundarinnar. Ágústa sagði sjálf, þegar hún kvaddi ísland í síðasta sinni, að nú skildi hún fyrst konuna í Þjóðsögunni, sem var föður- landslaus og rótlaus vegna þess, að hún átti sjö börn á landi og sjö í sjó, en þá raun munu marg ir landar okkar þekkja, sem þrá gamla landið en hefur vegnað svo vel í hinu nýja, að þeir geta ekki slitið tengslum við það og fá því ekki leg í moldinni, sem þeir finna að ein er þeirra móð- urmold. Ef til vill var það söknuður- inn yfir því að hafa farið að heiman, þrátt fyrir alt og alt, sem vakti í sál frænku minnar, þegar hún hafði þrásinnis yfir þetta erindi eftir Jakob Jóh. Smára: mmimiimiiHiiiMMiiMiiiyniniiiiir1 Hárgreiðslustálka I óskar eftir atvinnu. Til- I > boð merkt: „Lærð — 886“ \ > sendist afgr. blaðsins. > í ________________________________ ! urtmnnrosiiiirunuiMfmmuiffnitmBfiirvmraiBUMK f >•* Stormurinn gullskýin burtu bar, og blikið við hafsrönd dreifði sjer, jeg sakna einhvers, sem aldrei var, en átti aö lifa í sálu mjer. Þann söknuð munu margir landar okkar kenna, þótt atvik- in bindi þeim örlög í álfunni stóru fyrir vestan haf. Jón Aiiðuns. Brjef: Preslasfefnan og Minningarorð um Björn Jónsson í BRJEFI, sem Magnús Frið- riksson frá Staðarfelli ritar Morgur.blaðinu og birt er í blað inu í gær átelur hann að jeg skuli kalla presta landsins á Prestastefnuna á sama tíma og hinn mikli afmælisfagnaður þjóðarinnar (17. júní) fer fram. Þykir mjer rjett að biðja yður hr. ritstjóri, fyrir eftirfar- andi athugasemd við þetta atriði brjefsins, sem virðist ritað af vinsemd til kirkjunnar. Synodan hefur aldrei staðið yfir 17. jóní. Hefur hún einmitt vegna þjóðhátíöardagsins og há- tíðahaldanna út um landið ver- ið sett nokkru seinna, enda munu guðsþjónustur víðast hafa farið fram þann dag síðustu ár- in, þar sem dagsins hefur sjer- staklega verið minnst. Hefur þetta komið greinilega fram í frjettum, bæði í útvarpi og blöðum. Geri jeg ekki ráð fyrir að nokkur prestur hafi látið guðsþjónustu farast fyrir þann dag vegna synodunnar, ef henn ar hefur verið óskað eða hann ætlað sjer að láta hana fara fram. Samgöngur hafa batnað mjög og fljótlegra er nú en áð- ur að komast til Reykjavíkur, að sumarlagi, úr fjarlægum hjeruðum landsins. Tvö síðastliðin ár hefur Prestastefnan ekki verið sett fyrr en eftir hádegi hins 20. júní, í sumar að vísu 19. júní, en öll hin árin, sem jeg hefi boðað til hennar, nema eitt, 26. og 27. júní. Prestastefnan mun frá upp- hafi vega hafa verið haldin síð- ari hluta júnímánaðar. Er sá tími hagkvæmastur, bæði fyrir prestana og söfnuðina, og það af mörgum ástæðum. Ferming- um er venjulega ekki lokið fyrr en um miðjan júnímánuð fil Sveita, en í júlí er oft erfitt fyr- ir presta að fara frá heimilum sínum. — Af þessum og öðrum ástæðum hefur hinni fornu reglu um fundatíma Prestastefn unnar verið fylgt til þessa og geri jeg ekki ráð fyrir að heppi- legra reynist að honum yrði breytt. Reykjavík, 26. sept. 1947. Sigurgeir Sigurðsson. „FJALLFOSS fer hjeðan um miðja næstu viku til Vestur- og Norður- lands. Viðkomustaðir: Flateyri, Isafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. Vörumóttaka til þriðjudags. H.f. Eimskipafjel. íslands í DAG verður til moldar bor- inn Björn Jónsson fyrrum bóndi og sjómaður írá Dýrafirði. And aðist hann 12. sept. síðastliðinn. Björn var fæddur 4. septem- ber 1859 að Kirkjubóli í Naut- eyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Jón Bjarna son bóndi þar, og formaður um mörg ár, og kona hans Kristín Jensdóttir. Var Björn þriðja barn af 14, svo að líkindum læt- ur, að hann hefur snemma orð- ið að byrja að vinna til hjálpar foreldrum sínum. Fjögurra ára fluttist hann með þeim til Breiðaf jarðar og bjuggu þau, lengst af á Kirkju- bóli í Múlasveit. Tuttugu og fjögurra ára fór Björn ráðs- maður til Petrinu Pjetursdóttur er bjó að Vættarnesi í sömu sveit. Var hún ekkja og átti eina dóttur barna að fyrra hjónabandi. — Giftust þau ári seinna eða 1884, og tóku það ár við búi að Kirkjubóli, eftir föð- ur hans látinn. Vaarð þeim f jög- urra barna auðið, en það næst- elsta dó á fyrsta ári. Börn þeirra er upp komust, og öll á lífi, eru: Kristín Krist- jánsdóttir gift Aðalsteini Aðal- steinssyni fyrrum skipstjóra og bónda að Plrauni í Dýrafirði, Guðrún yfirsetukona gift Guð- mundi Guðmundssyni skipstjóra nú til heimilis í Reykjavík, Pjet- ur skipstjóri hjá Eimskipafje- lagi íslands giftur Ellen Christo fersen prests í Danmörku, Þor- varður, yfirhafnsögumaður í Reykjavík giftur Jónínu Bjarna dóttur og Lilja, skáldkona gift Jóni Erlendssyni, búsett í Rvík. Árið 1895 fluttust þau að Hrauni í Keldudal í Dýrafirði og bjuggu þar til 1921, að þau brugðu búi og fóru til Guðn'mar dóttur sinnar, er þá tók við búi þeirra, og voru þau hjá honum þar og á Þingeyri til þess er þau fluttust til Reykjavíkur ár- ið 1933 og dvöldu þar áfram hjá þeim þar til Björn misti konu sína 2 maí 1935, þá tæpra 88 ára. Strax og aldur leyfði fór Björn að stunda sjómensku, fyrst á árabátum við ísafjarð- ardjúp og varð þá að fara fót- gangandi fjallvegi frá Breiða- firði til ísafjarðar. Að vetri til, í þeim ferðum reyndi mjög og oft á karlmensku hans og dugnað, því oft lenti hann í svað ilförum, og var ratvísi hans við- brugðið, enda þaulkunnugur öll um fjallaleiðum á þeim slóðum. Kom það honum líka að góðu haldi er hann fluttist frá Breiða firði til Dýrafjarðar, er hann þá fór yfir Glámujökul tvær ferðir, fyrst um sumarmál með sauðfje sitt, og síðar um far- daga, þá með konu sína, og Lilju dóttur sína, þá á fyrsta ári, einnig gamla konu, er hjá þeim var, svo og tvær kýr og hesta. Var það ferðalag rómað mjög að vonum. Eftir að Björn fluttist til Dýrafjarðar stundaði hann jöfnum höndum búskap og sjómensku á þilskipum frá Dýrafirði og ísafirði. Björn var óvenjulega vel gef- inn maður, víða heima í bók- um og Tylgdist vel með öllum málum fram til þess siðasta. — Hann var karlmenni að burð- um, mjög vel verklaginn, og var rúm hans fullskipað, hvort held ur var til lands eða sjávar. Dag- farsgóður og prúður í allri fram komu, en skapfastur og hjelt fast við skoðanir sínar, og það sem hann taldi rjettast vera, og má því með sanni um hann segja: Þjettur á velli og þjettur í lund, þolgóður á raunastund, því éftir að hann misti sjón sína fyrir 14 árum heyrðist aldrei til hans æðruorð. Þó oft á tíðum væri af litlu að miðla voru þau hjón samtaka í því að láta gestum og gang- andi alla þá gestrisni og greiða semi í tje, sem frekast var unt, og sýndu mannkosti sína í því sem öðru. Börn hans, barnabörn og vin- ir kveðja hann nú og geyma minningu hans, sem góðs föður og dugandi manns. j til sölu fyrir 500 kr. á j Hverfisg. 66. Meðalstærð. : Til sýnis laugardag 27. þ. I m. á milli 4—6. I •llliwinii Ziver vill! ( Hver vill tatka að sjer af- i greiðslu fyrir langferða- | vörubifreiðar. - - Þeir sem i vilja taka þetta að sjer i gjöri svo vel að senda i nöfn sín til blaðsins, i merkt: „Langferðir — i 882“. Colman’s Mustardur ♦ oætir kjötbragðið, eykur lystina, ,öriar msltinguna, og er nú FÁANLE6UR AFTUR ai (0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.